Færslur: Norðausturkjördæmi

Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vill leiða lista flokksins í kjördæminu í Alþingiskosningunum í haust. Líneik skipaði annað sæti listans á fyrir kosningarnar 2017 á eftir Þórunni Egilsdóttur sem gefur ekki kost á sér á ný.
Niðurstaða úr Norðausturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðausturkjördæmi rétt eftir klukkan sjö í morgun. Um 69 prósent kjörsókn var í kjördæminu og skiptust atkvæðin þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut 93,4 prósent, en Guðmundur Franklín Jónsson 6,6 prósent.
Lokatölur í Norðausturkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi en litlu munaði á honum og Vinstri-grænum eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20,3 prósent atkvæða í kjördæminu en Vinstri-græn 19,9 prósent. Báðir flokkarnir fengu tvö þingsæti í Norðausturkjördæmi, líkt og reyndar hinir þrír flokkarnir sem komust þar að, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin.
Sigmundur mun stærri en Framsókn í Norðaustri
Vinstri-græn njóta mests fylgis kjósenda í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum úr kjördæminu og eru eini flokkurinn þar sem fer yfir 20 prósent. Sjálfstæðisflokkur en næststærstur. Framsóknarflokkurinn missir helming fylgis síns milli kosninga og Miðflokkurinn, sem leiddur er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi formanni flokksins, reynist mun stærri en Framsóknarflokkurinn samkvæmt fyrstu tölum.
Sigmundur leiðir í Norðausturkjördæmi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur var áður oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu. Listinn var kynntur í dag.
Þorsteinn leiðir Alþýðufylkingu í NA-kjördæmi
Þorsteinn Bergsson bóndi og dýraeftirlitsmaður á Egilsstöðum verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Gengið var frá listanum á aðalfundi flokksins í kjördæminu á laugardag. Þar var Þorsteinn jafnframt kjörinn formaður félagsins.
Steingrímur efstur í Norðausturkjördæmi
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon verður í efsta sæti listans. Systir hans, Kristín Sigfúsdóttir, skipar heiðurssætið. Edward Hujibens, nýkjörinn varaformaður flokksins, verður í fjórða sæti. Á undan honum í röðinni eru Bjarkey Olsen Gunnarsdótti, þingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Logi leiðir lista Samfylkingar í NA-kjördæmi
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir annað sæti. Þetta var ákveðið á kjördæmisfundi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í dag. Þriðja sæti listans skipar María Hjálmarsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson það fjórða.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Talningu lokið í Norðausturkjördæmi
Lokið var við talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Kjörsókn var 79,9 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur 26,5 prósenta fylgi sem færir honum 3 þingmenn. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hljóta 20 prósent hvor og tvo þingmenn. Píratar náðu tíu prósenta fylgi og Samfylkingin 8 prósentum. Báðir flokkar fengu einn þingmann.
Landhelgisgæslan bjargar alþingiskosningunum
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið fengin til þess að fljúga atkvæðaseðlum vegna alþingiskosninganna á morgun til íbúa Grímseyjar. Ófært hefur verið í eyna undanfarna daga vegna veðurs og hvorki hægt að sigla né fljúga. Samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað og ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf.
Ekki lengur búist við frestun á talningu í NA
Ekki er lengur búist við miklum töfum á talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi vegna veðurs um helgina. Formaður yfirkjörstjórnar segir að í gær hafi útlit ekki verið gott fyrir flug á laugardagskvöldinu, en veðurspáin hafi nú batnað, og því verði líklega hægt að fljúga kjörkössum frá Egilsstöðum til Akureyrar. 
Veður gæti tafið talningu í Norðausturkjördæmi
Vont veður um komandi kosningahelgi gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi fram á sunnudag. Kosið verður til Alþingis á laugardag, eftir tvo daga, en spáð er vondu veðri með snjókomu á norðanverðu landinu þann dag og um kvöldið. Yfirkjörstjórn fundar um málið í dag.
Oddvitafundur í Norðausturkjördæmi
Bein útsending frá opnum kjördæmaþætti Rásar 2 í Norðausturkjördæmi, sem fram fer í Háskólanum á Akureyri frá klukkan 19.30 til 22.00.
Átökin bitni á Framsókn í Norðausturkjördæmi
Átök lykilfólks innan Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi eru helsta ástæða þess að flokkurinn virðist vera að tapa þar miklu fylgi að mati stjórnmálafræðings. Hann telur að Píratar og Viðreisn muni hagnast mest á fylgistapi Framsóknar í kjördæminu.
Sigurveig eina konan sem leiðir í lista í NA
Flokkur fólksins hefur birt framboðslista í Norðausturkjördæmi. Sigurveig Bergsteinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, leiðir listann. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir er í öðru sæti og Gunnar Björgvin Arason verslunarmaður í því þriðja. Sigurveig er eina konan sem leiðir lista framboða í kjördæminu fyrir komandi kosningar.
Formenn í NA hvetja Sigmund til að halda áfram
Skiptar skoðanir eru meðal formanna Framsóknarfélaga í Norðausturkjördæmi um niðurstöðu formannskjörs á flokksþinginu í gær, þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var kjörinn nýr formaður Framsóknarflokksins. Sumir eru kampakátir með nýja formanninn, aðrir segja að flokkurinn hafi gert stórkostleg mistök að halda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni ekki inni. Norðausturkjördæmi er heimakjördæmi Sigmundar sem varði oddvitasæti sitt með yfirburðakosningu í prófkjöri um miðjan síðasta mánuð.
Preben leiðir Bjarta framtíð í NA-kjördæmi
Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur og framkvæmdastjóri, skipar efsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur félags einstæðra foreldra, skipar annað sætið, Arngrímur Viðar Ásgeirsson hótelstjóri það þriðja og Haukur Logi Jóhannsson er í fjórða sæti.
Benedikt og Betty leiða Viðreisn í NA-kjördæmi
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október. Stjórn Viðreisnar hefur staðfest lista frambjóðenda.
Frumvarp um að heimila línulagnir fyrir norðan
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir stjórnarfrumvarpi um að heimila Landsneti að reisa og reka háspennulínu frá Kröflu að Bakka við Húsavík.
23.09.2016 - 14:38
Engin kona oddviti á átta listum NA-kjördæmis
Engin kona leiðir lista stjórnmálaflokks í Norðausturkjördæmi. Átta flokkar eru komnir fram og oddvitarnir eru allt karlar. Þrír flokkar til viðbótar ætla að bjóða fram í kjördæminu en hafa enn ekki sett saman lista.
Segir sig úr Framsókn eftir kjör Sigmundar
Jóhannes Gunnar Bjarnason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í átta ár og fyrrverandi oddviti flokksins þar, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna á tvöföldu kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í dag. Þar vann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, afgerandi sigur sem oddviti flokksins í komandi þingkosningum.
Gunnar Bragi: Sigmundur óskoraður leiðtogi
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir úrslitin á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sýna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé óskoraður leiðtogi flokksins. Hann vonast enn fremur til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra endurskoði ákvörðun sína og haldi áfram sem varaformaður flokksins.
Sigmundur: Þorði ekki að gera ráð fyrir þessu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa þorað að gera ráð fyrir jafn afgerandi niðurstöðu á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í dag. Sigmundur hlaut rúmlega sjötíu prósent atkvæða. Hann kveðst skilja ákvörðun Höskuldar Þórhallssonar um að taka ekki sæti á listanum en vonar að þingmaðurinn haldi áfram að starfa með flokknum á öðrum vettvangi.