Færslur: Njósnir

Danska þingið herðir varnir gegn rafrænum njósnum
Tölvudeild danska þingsins uppfærir og styrkir öryggisbúnað í símum þingmanna til að verja þá fyrir óprúttnum aðilum sem reynt gætu að koma njósnaforritum í símana og hafi jafnvel gert það nú þegar. Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá þessu í gær og sagði verið að verja símana gegn ísraelska njósnaforritinu Pegasus, sem meðal annars var notað til að njósna um Emmanuel Macron Frakklandsforseta og fleiri háttsetta stjórnmálamenn, blaðamenn, mannréttindafrömuði og aktívista víða um heim.
26.05.2022 - 05:48
Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn
Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar var rekinn úr starfi í dag eftir að í ljós kom að farsímar fjölda stjórnmálamanna voru hleraðir, þar á meðal sími forsætisráðherrans. Málið veldur togstreitu milli stjórnvalda í Madríd og heimastjórnarinnar í Katalóníu.
10.05.2022 - 16:17
Heimskviður
Njósnamál í Danmörku
Danska stjórnin sætir harðri gagnrýni vegna njósnamála, ekki síst handtöku og ákæru á Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustu danska hersins. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stjórnina eru Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, og Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá hafa margir háttsettir embættismenn einnig gagnrýnt málsmeðferðina, sem verður að teljast í hæsta máta óvenjulegt.  
Leyniþjónustuforingi laus úr gæsluvarðhaldi
Eystri Landsréttur Danmerkur kvað upp þann úrskurð í dag að Lars Findsen, yfirmaður leyniþjónustu hersins, skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því snemma í desember. Mikil leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins og ekki er vitað nákvæmlega hvað Findsen er gefið að sök en fram hefur komið að hann er grunaður um að hafa lekið upplýsingum og er ákærður fyrir brot á lagaákvæði fjallar um landráð.
17.02.2022 - 17:55
Alþjóðlegar njósnir og ráðabrugg afhjúpuð í Danmörku
Íranskur aðskilnaðarsinni sem flýði ofsóknir í heimalandinu og fékk alþjóðlega vernd í Danmörku reyndist starfa náið með stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þetta leiddi rannsókn dönsku lögreglunnar í ljós og er varpað ljósi á í umfangsmikilli umfjöllun danska ríkisútvarpsins DR.
06.02.2022 - 16:39
Njósnað um finnska diplómata með óværunni Pegasusi
Njósnað hefur verið um finnska stjórnarerindreka með fulltingi tölvuóværunnar Pegasus sem notuð er meðal annars til að brjótast inn í snjallsíma manna.
29.01.2022 - 02:20
Útsendari Kínverja í breska þinghúsinu
Breska leyniþjónustan MI5 varar við því að útsendari kínverskra stjórnvalda hafi verið við störf í þinghúsinu í Westminster til að hafa áhrif á gang mála. Þetta kemur fram í bréfi sem Lindsay Hoyle þingforseti fékk frá leyniþjónustunni.
13.01.2022 - 14:27
Yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í gæsluvarðhaldi
Yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Varðhaldið var upplýst í réttarhaldi í bæjarrétti Kaupmannahafnar í dag. Maðurinn mun hafa verið handtekinn í annarri viku desember. Þrír aðrir háttsettir leyniþjónustumenn voru einnig handteknir en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðahaldi. Maðurinn, Lars Findsen, hefur verið yfirmaður Forsvarets efterretningstjeneste, leyniþjónustu hersins, síðan 2015.
10.01.2022 - 15:41
Rússar sagðir stunda njósnir í Danmörku
Rússar eru í nýju áhættumati danska hersins sagðir stunda umfangsmiklar njósnir á danskri grundu. Hættan á átökum Rússlands og Vesturveldanna er sögð vaxandi.
21.12.2021 - 16:12
Ísraelsk hjón sökuð um njósnir í Tyrklandi látin laus
Ísraelsku hjónunum Mordi og Natali Orknin var sleppt úr haldi í Tyrklandi í morgun eftir viku varðhald vegna gruns um njósnir. Þau voru handtekin í síðustu viku eftir heimsókn í Camlica turninn í Istanbúl og færð fyrir dómara.
Mexíkói í haldi grunaður um njósnir gegnum Pegasus
Maður er í haldi yfirvalda í Mexíkó grunaður um að hafa njósnað um þarlendan blaðamann gegnum ísraelska njósnabúnaðinn Pegasus. Í sumar leiddi gagnaleki úr fyrirtækinu sem hannaði búnaðinn í ljós að fylgst var með tugum þúsunda gegnum snjallsíma þeirra.
Forgangsverkefni að fá Spavor og Kovrig látna lausa
Bandaríkjastjórn fordæmir fangelsisdóm þann sem kínverskur dómstóll felldi yfir kanadíska kaupsýslumanninum Michael Spavor í morgun. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Spavor verði umsvifalaust látinn laus.
Breskur sendiráðsstarfsmaður grunaður um njósnir
Breskur sendiráðsstarfsmaður var handtekinn í Þýskalandi í gær vegna gruns um njósnir fyrir Rússa. Málið gæti enn aukið á spennu í samskiptum ríkjanna.
Kanadamaður dæmdur fyrir njósnir í Kína
Kanadamaðurinn Michael Spavor var í morgun dæmdur í ellefu ára fangelsi í Kína fyrir njósnir. Spavor var handtekinn í Kína árið 2018 ásamt samstarfsmanni sínum Michael Kovrig. Stjórnvöld í Ottawa segja ákærurnar á hendur honum pólitískar og í hefndarskyni fyrir handtöku kanadískra yfirvalda á Mang Wanzhou, stjórnanda Huawei.
11.08.2021 - 04:51
Sími Macrons var hugsanlega hleraður
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er í hópi nokkurra þjóðarleiðtoga sem hugsanlegt er að njósnað hafi verið um með búnaði sem komið var fyrir í farsíma hans. Greint er frá þessu í erlendum miðlum, þeirra á meðal BBC.
20.07.2021 - 23:20
Fréttaskýring
Heimsglugginn: ,,Der er noget galt i Danmark"
Heimsgluggi dagsins: ,,Der er noget galt i Danmark," söng John Mogensen fyrir margt löngu og segja má með sanni að margt hafi gengið úrskeiðis hjá Dönum undanfarið, Njósnaskandall þar sem Bandaríkjamenn nutu aðstoðar Dana við að hlera nána bandamenn eins og Norðmenn, Svía, Frakka og Þjóðverja. Þá var rætt um minka sem var lógað vegna ótta við kórónuveiruna, voru grafnir, grafnir upp og verða brenndir, bólusetningaráætlanir sem ekki standast, bóluefni sem ekki má nota en má svo kannski nota. 
Guðlaugur Þór ræddi við Bramsen um njósnir Dana
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag í síma við Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, um njósnamál dönsku leyniþjónustunnar og þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Guðlaugur Þór kom því skýrt á framfæri að íslensk stjórnvöld litu málið mjög alvarlegum augum og fór fram á að dönsk stjórnvöld upplýstu hvort njósnirnar hefðu beinst að íslenskum hagsmunum.
Bandaríkjastjórn fús að upplýsa um njósnamál
Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús að svara öllum spurningum varðandi njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins. Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.
Sjónvarpsfrétt
Fundar með varnarmálaráðherra Danmerkur í vikunni
Dönsk og bandarísk yfirvöld hafa enn ekki gefið neinar skýringar á njósnum á evrópskum embættismönnum um strengi sem flytja netumferð. Utanríkisráðherra fundar með varnarmálaráðherra Danmerkur í vikunni vegna málsins. 
01.06.2021 - 19:50
Spegillinn
Hefur áhyggjur af trausti milli Norðurlandaþjóða
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé mjög alvarlegt mál að Bandaríkjamenn hafi njósnað með aðstoð frá dönsku leyniþjónustunni um háttsetta stjórnmálamenn, embættismenn, fyrirtæki og stofnanir í nágrannalöndum Danmerkur. Hún hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta geti haft á traust á milli Norðurlandaþjóðanna.
31.05.2021 - 17:28
Steinbrück segir málið pólitískt hneyksli
Peer Steinbrück, sem var kanslaraefni Sósíaldemókrata í Þýskalandi árið 2013, segir það vera pólitískt hneyskli að dönsk yfirvöld hafi tekið þátt í njósnum á sínum samstarfsþjóðum. Þetta sýni að „þeir eru frekar í því að gera hluti á eigin vegum“.“
31.05.2021 - 10:54
Afhenti Rússum gögn um þinghúsið í Berlín
Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært þýskan karlmann fyrir að hafa komið teikningum af þinghúsinu í Berlín til rússnesku leyniþjónustunnar. Talið er að tíðindin verði til þess að samskipti Rússa og Þjóðverja versni enn frekar.
25.02.2021 - 17:38
Svíi ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa
Saksóknari í Svíþjóð hefur ákært tæplega fimmtugan Gautaborgarbúa fyrir njósnir í þágu Rússlands. Saksóknarinn, Mats Ljungqvist, segir að maðurinn hafi stundað iðnaðarnjósnir hjá Volvo og Scania og afhent rússneskum leyniþjónustumanni upplýsingarnar og þegið greiðslu fyrir.
22.02.2021 - 11:06
Erlent · Evrópa · Svíþjóð · Njósnir · Rússland · FSB
Úrskurðað í framsalsmáli Assanges í dag
Dómari í Lundúnum úrskurðar í dag hvort Julian Assange, stofnandi Wikileaks, skuli framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið ákærður fyrir njósnir. Sakarefnið er birting þúsunda leynilegra skjala frá bandaríska hernum tengdum hernaði í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug.
Njósnarinn Pollard kominn til Ísrael
Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tók í morgun á móti Jonathan Pollard, Bandaríkjamanni sem sat í fangelsi í 30 ár í heimalandi sínu fyrir að hafa njósnað fyrir Ísraela.
30.12.2020 - 07:07