Færslur: Njósnir

Microsoft til viðræðna við TikTok að nýju
Microsoft hyggst halda áfram viðræðum um kaup á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.
Trump hyggst banna TikTok
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.
01.08.2020 - 04:28
Bandaríkjamenn rannsaka fljúgandi furðuhluti
Nefnd á vegum öldungadeildar bandaríska þingsins hefur í hyggju að séð verði til þess að almenningi verði haldið upplýstum um rannsóknir varnarmálaráðuneytisins á svokölluðum fljúgandi furðuhlutum.
24.06.2020 - 01:24
Þrír grunaðir um njósnir í Danmörku
Þrír eru grunaðir um njósnir í Danmörku. Ekki er vitað fyrir hvern þeir eru taldir hafa njósnað né hvort þeir séu danskir eða erlendir ríkisborgarar. Þá hefur heldur ekki verið gefið upp hversu umfangsmiklar njósnirnar voru. Danska leyniþjónustan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.
03.02.2020 - 13:57
Norðmenn sleppa Bockharev úr haldi
Norsk yfirvöld hafa sleppt Rússanum Mikhail Bockharev úr haldi. Hann hefur verið í fangelsi í Ósló í fjórar vikur, grunaður um njósnir á ráðstefnu á norska stórþinginu. Í viðtali við Norska ríkisútvarpið, NRK, kvaðst hann frelsinu feginn og vonast til að geta farið heim til Rússlands sem fyrst, kannski á morgun.
19.10.2018 - 12:40
Norðmaður handtekinn í Moskvu fyrir njósnir
Frode Berg, fyrrverandi landamæravörður, hefur verið handtekinn í Moskvu og úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Hann er grunaður um njósnir.
19.12.2017 - 11:02
Danir selja einræðisríkjum njósnabúnað
ETI heitir danskt hugbúnaðarfyrirtæki, sem starfrækt er í Nörresundby, ríflega tuttugu þúsund manna bæ á Jótlandi - hálfgerðu úthverfi Álaborgar. Viðskiptavinir þess eru þó engin peð. Meðal þeirra eru stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Katar, Óman, Marokkó og Alsír. Og Zine al-Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var meðal viðskiptavina fyrirtækisins - allt þar til honum var steypt var af forsetastólli í janúar 2011 í uppreisn sem talin er marka upphaf Arabíska vorsins.
21.06.2017 - 17:42
Á flótta eftir að hafa aðstoðað Snowden
Hælisleitendur í Hong Kong, sem skutu skjólshúsi yfir Edward Snowden á sínum tíma, hafa sótt um hæli í Kanada. Fólkið telur sig ekki vera öruggt í Hong Kong, vegna afskipta stjórnvalda þar og fulltrúa stjórnvalda í löndunum sem fólkið flúði upphaflega. Hælisleitendurnir hjálpuðu Snowden að dyljast skömmu eftir uppljóstranir um njósnir bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA. Lögfræðingar fólksins segja að líf þess sé í hættu. 
09.03.2017 - 16:15
Glæparannsókn á uppljóstrum um njósnir CIA
Bandaríska alríkislögreglan FBI og bandaríska leyniþjónustan CIA hafa hafið glæparannsókn á því hvernig upplýsingum var lekið um njósnir bandarískra leyniþjónustustofnana um almenning.
09.03.2017 - 12:52
Hinseginvinsamleg leyniþjónusta
Breska gagnnjósnaþjónustan MI5 er besti vinnustaður Bretlands fyrir hinsegin fólk samkvæmt nýrri könnun. Samkvæmt könnuninni eru hvergi betri vinnuaðstæður fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk en hjá MI5. Könnunin var gerð af Stonewall, samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks.
19.01.2016 - 14:20