Færslur: Njósnir

Afhenti Rússum gögn um þinghúsið í Berlín
Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært þýskan karlmann fyrir að hafa komið teikningum af þinghúsinu í Berlín til rússnesku leyniþjónustunnar. Talið er að tíðindin verði til þess að samskipti Rússa og Þjóðverja versni enn frekar.
25.02.2021 - 17:38
Svíi ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa
Saksóknari í Svíþjóð hefur ákært tæplega fimmtugan Gautaborgarbúa fyrir njósnir í þágu Rússlands. Saksóknarinn, Mats Ljungqvist, segir að maðurinn hafi stundað iðnaðarnjósnir hjá Volvo og Scania og afhent rússneskum leyniþjónustumanni upplýsingarnar og þegið greiðslu fyrir.
22.02.2021 - 11:06
Erlent · Evrópa · Svíþjóð · Njósnir · Rússland · FSB
Úrskurðað í framsalsmáli Assanges í dag
Dómari í Lundúnum úrskurðar í dag hvort Julian Assange, stofnandi Wikileaks, skuli framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið ákærður fyrir njósnir. Sakarefnið er birting þúsunda leynilegra skjala frá bandaríska hernum tengdum hernaði í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug.
Njósnarinn Pollard kominn til Ísrael
Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tók í morgun á móti Jonathan Pollard, Bandaríkjamanni sem sat í fangelsi í 30 ár í heimalandi sínu fyrir að hafa njósnað fyrir Ísraela.
30.12.2020 - 07:07
Áfrýjun Lockerbie-sprengjumannsins tekin fyrir í dag
Málaferli sem ætlað er að snúa við dómi yfir Abdelbaset Mohmet Al-Megrahi að honum látnum, hefjast í Edinborg í Skotlandi í dag. Al-Megrahi var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2001 fyrir að hafa sprengt farþegaþotu bandaríska flugfélagsins Pan-Am í loft upp, yfir bænum Lockerbie í Skotlandi í desember1988.
Bandarískur njósnari fær að flytjast til Ísrael
Jonathan Pollard, bandarískur gyðingur sem njósnaði fyrir Ísrael á níunda áratugnum hefur fengið leyfi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna til að flytjast til Ísrael. 
21.11.2020 - 01:54
Vill svör frá ráðherrum vegna mögulegra njósna
Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, hefur lagt fyrirspurnir til forsætis-, utanríkis- og samgönguráðherra varðandi athugun á og viðbrögð við mögulegum njósnum Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara.
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
Lögreglumaður í New York ákærður fyrir njósnir
Maður sem ættaður er frá Tíbet en búsettur í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að njósna fyrir Kínverja. Hann situr nú í varðhaldi og bíður réttarhalda.
22.09.2020 - 03:08
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Vísa rússneskum diplómata úr landi fyrir iðnaðarnjósnir
Stjórnvöld í Austurríki ætla að vísa rússneskum diplómta úr landi eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði stundað iðnaðarnjósnir í Austurríki um nokkurra ára skeið. Maðurinn er sagður hafa njósnað með hjálp austurrísks borgara í hátæknifyrirtæki.
24.08.2020 - 12:17
Rússneskum erindreka vísað frá Noregi vegna njósnamáls
Norsk yfirvöld hafa vísað rússneskum diplómata úr landi. Það gerist nokkrum dögum eftir að norskur ríkisborgari var handtekinn þar í landi grunaður um að leka viðkvæmum upplýsingum til Rússlands.
19.08.2020 - 12:20
Norska leyniþjónustan handtók meintan njósnara
Leyniþjónusta Noregs kveðst hafa handtekið norskan ríkisborgara grunaðan um að hafa lekið leyndarmálum til erlends ríkis.
17.08.2020 - 13:50
Íranir segjast hafa handtekið njósnara
Írönsk yfirvöld segjast hafa handtekið tvo menn grunaða um njósnir fyrir Breta, Þjóðverja og Ísraela. Að sögn gætu þeir staðið frammi fyrir tíu ára fangavist.
11.08.2020 - 18:55
Microsoft til viðræðna við TikTok að nýju
Microsoft hyggst halda áfram viðræðum um kaup á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.
Trump hyggst banna TikTok
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.
01.08.2020 - 04:28
Bandaríkjamenn rannsaka fljúgandi furðuhluti
Nefnd á vegum öldungadeildar bandaríska þingsins hefur í hyggju að séð verði til þess að almenningi verði haldið upplýstum um rannsóknir varnarmálaráðuneytisins á svokölluðum fljúgandi furðuhlutum.
24.06.2020 - 01:24
Þrír grunaðir um njósnir í Danmörku
Þrír eru grunaðir um njósnir í Danmörku. Ekki er vitað fyrir hvern þeir eru taldir hafa njósnað né hvort þeir séu danskir eða erlendir ríkisborgarar. Þá hefur heldur ekki verið gefið upp hversu umfangsmiklar njósnirnar voru. Danska leyniþjónustan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.
03.02.2020 - 13:57
Norðmenn sleppa Bockharev úr haldi
Norsk yfirvöld hafa sleppt Rússanum Mikhail Bockharev úr haldi. Hann hefur verið í fangelsi í Ósló í fjórar vikur, grunaður um njósnir á ráðstefnu á norska stórþinginu. Í viðtali við Norska ríkisútvarpið, NRK, kvaðst hann frelsinu feginn og vonast til að geta farið heim til Rússlands sem fyrst, kannski á morgun.
19.10.2018 - 12:40
Norðmaður handtekinn í Moskvu fyrir njósnir
Frode Berg, fyrrverandi landamæravörður, hefur verið handtekinn í Moskvu og úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Hann er grunaður um njósnir.
19.12.2017 - 11:02
Danir selja einræðisríkjum njósnabúnað
ETI heitir danskt hugbúnaðarfyrirtæki, sem starfrækt er í Nörresundby, ríflega tuttugu þúsund manna bæ á Jótlandi - hálfgerðu úthverfi Álaborgar. Viðskiptavinir þess eru þó engin peð. Meðal þeirra eru stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Katar, Óman, Marokkó og Alsír. Og Zine al-Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var meðal viðskiptavina fyrirtækisins - allt þar til honum var steypt var af forsetastólli í janúar 2011 í uppreisn sem talin er marka upphaf Arabíska vorsins.
21.06.2017 - 17:42
Á flótta eftir að hafa aðstoðað Snowden
Hælisleitendur í Hong Kong, sem skutu skjólshúsi yfir Edward Snowden á sínum tíma, hafa sótt um hæli í Kanada. Fólkið telur sig ekki vera öruggt í Hong Kong, vegna afskipta stjórnvalda þar og fulltrúa stjórnvalda í löndunum sem fólkið flúði upphaflega. Hælisleitendurnir hjálpuðu Snowden að dyljast skömmu eftir uppljóstranir um njósnir bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA. Lögfræðingar fólksins segja að líf þess sé í hættu. 
09.03.2017 - 16:15
Glæparannsókn á uppljóstrum um njósnir CIA
Bandaríska alríkislögreglan FBI og bandaríska leyniþjónustan CIA hafa hafið glæparannsókn á því hvernig upplýsingum var lekið um njósnir bandarískra leyniþjónustustofnana um almenning.
09.03.2017 - 12:52
Hinseginvinsamleg leyniþjónusta
Breska gagnnjósnaþjónustan MI5 er besti vinnustaður Bretlands fyrir hinsegin fólk samkvæmt nýrri könnun. Samkvæmt könnuninni eru hvergi betri vinnuaðstæður fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk en hjá MI5. Könnunin var gerð af Stonewall, samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks.
19.01.2016 - 14:20