Færslur: nikótín

Ekki dregið úr tilfellum þrátt fyrir varnaðarorð
Eitrunarmiðstöð Landspítala fær að meðaltali tvö til þrjú símtöl á viku vegna barna sem hafa fengið nikótíneitrun. Tvö börn komu á spítalann um helgina með slíka eitrun.
15.08.2022 - 13:48
Algengt að börn komi á spítala með nikótíneitrun
Algengt er að börn komi á spítala með nikótíneitrun eftir að hafa innbyrt niktótínpúða, allt upp í nokkur tilfelli í viku. Yfirlæknir á barnaspítala hringsins segir að flestar eitranir verði á heimilum en foreldrar átti sig ekki á því að nikótín er sterkt eiturefni sem hafi mun alvarlegri áhrif á börn en fullorðna.
11.08.2022 - 09:01
Áforma bann við bragðbættum tóbaksvörum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögur að sölubanni á bragðbættar tóbaksvörur á borð við rafrettur. Tillögurnar ná aðeins til „hitaðra“ tóbaksvara, og því ekki til nikótínpúða.
29.06.2022 - 15:23
Kastljós
Tæpur þriðjungur ungs fólks á Íslandi notar nikótínpúða
Sala nikótínpúða hefur margfaldast á stuttum tíma. Í byrjun árs 2019 voru flutt inn 64 kíló á mánuði og í júlí í fyrra voru flutt inn tólf tonn. Áætlað er að um 116 tonn verði flutt inn á þessu ári, miðað við innflutninginn það sem af er ári.
11.05.2021 - 23:08
Myndskeið
Óheimilt verði að selja börnum nikótínpúða
Óheimilt verður að selja nikótínpúða til barna yngri en 18 ára, verði frumvarp heilbrigðisráðherra að lögum. Í umsögnum um frumvarpið er mikil áhersla lögð á að takmarka aðgengi barna að púðunum.
Varar við nikótínpúðum: „Nikótín getur verið banvænt“
Sala á neftóbaki hefur dregist verulega saman undanfarna sex mánuði. ÁTVR tengir þetta vinsældum nýrra nikótínpúða sem teknir eru í vörina og innihalda ekki tóbak. Doktor í lýðheilsuvísindum segir púðana líklega skárri en neftóbak en vísar fullyrðingum söluaðila um að nikótín valdi ekki sjúkdómum á bug. Of stór skammtur geti verið banvænn. 
24.07.2020 - 12:20
Síðdegisútvarpið
Nikótínpokar valda allskyns óþverra
Síðustu árin hafa tóbaksframleiðendur kynnt allskyns nýjungar fyrir neytendum sem eru auglýstar sem hollari og hættuminni vörur heldur en hefðbundnar tóbaksvörur á borð við sígarettur. Ein nýjungin eru nikótínpúðar sem eru án tóbaks. Púðarnir eru þó langt frá því að vera hættulausir þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja krabbameinsvaldandi efni. Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir, segir að aðrar hættur fylgi þessum hreinu nikótínvörum.
03.06.2020 - 18:09
14 ára pantaði nikótín með eigin korti
Fjórtán ára stúlka gat pantað sér rafrettu og nikótínvökva inni á vefsíðunni rafrettur.is með því að nota eigið kort. Þetta segir móðir stúlkunnar í samtali við fréttastofu. Hún segir það fáránlegt og ógnvekjandi að unglingar geti keypt sér nikótín svo auðveldlega á landinu. Verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis hefur áhyggjur af því að ungt fólk, sem ekki hefur nokkurn tíma reykt, verði háð nikótíni með því að nota rafrettur. Engin lög fjalla sérstaklega um rafrettur í landinu.
03.07.2017 - 17:41