Færslur: Nígería

Skrifstofa dagblaðs hertekin í Nígeríu
Nígeríski herinn réðist inn í höfuðstöðvar dagblaðsins Daily Trust í borginni Abuja. Forsvarsmenn dagblaðsins telja grein sem birtist í blaði dagsins vera ástæðu aðgerðarinnar. Þar var greint frá því að herinn legði á ráðin um að ná aftur landsvæðum af Boko Haram í norðuasturhluta Nígeríu. Herinn hefur hafnað fregnum af því að vígamenn hafi náð völdum í nokkrum bæjum af hersveitum. 
06.01.2019 - 23:31
Boko Haram nær valdi á herstöðvum
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram náðu völdum á minnst þremur herstöðvum í norðausturhluta Nígeríu á þriðjudag. AFP fréttastofan hefur eftir hermönnum að vígamenn hafi hrakið hermenn á flótta úr varðstöð í Kimba í Borno-fylki, og svo hertekið varðstöð fimm kílómetrum frá í Sabon Gari.
03.01.2019 - 04:46
Nígeríuher réttlætir aðgerðir með orðum Trumps
Nígeríski herinn birti í dag myndband á Twitter af ummælum forseta Bandaríkjanna til að réttlæta aðfarir sínar gegn fjöldagöngu samtaka múslima, IMN, á miðvikudag. Samtökin segja herinn hafa skotið 49 til bana en opinberar tölur hersins segja að sex hafi fallið.
02.11.2018 - 16:46
Nígería
55 féllu í átökum kristinna og múslíma
55 manns týndu lífi þegar til blóðugra átaka kom milli hópa ungra múslima og kristinna á útimarkaði í bæ í Kaduna-héraði í norðanverðri Nígeríu í gær. Samkvæmt frétt BBC kom til orðaskaks og handalögmála milli manna sem hafa lífsviðurværi sitt af flutningum með hjólbörum, sem mögnuðust skjótt upp í fjöldaslagsmál andstæðra trúarfylkinga með þessum hörmulegu afleiðingum.
22.10.2018 - 04:26
Blóðug óöld í hjarta Nígeríu
Minnst 31 hefur fallið undanfarna daga í harðnandi átökum milli hópa bænda og hirðingja um miðbik Nígeríu, að sögn talsmanns Nígeríuhers. Adam Umar, sem er majór að tign, sagði tíðindamanni AFP að átök hafi blossað upp milli bænda af Berom-þjóð og hirðingja af Fulani-þjóðinni í dreifbýlum héruðum Plateau-ríkis fyrir þremur mánuðum eða svo og kostað hundruð mannslífa.
05.10.2018 - 07:01
Nærri 200 látnir í flóðum í Nígeríu
Nærri 200 hafa fundist látnir af völdum mikilla flóða á stóru svæði í Nígeríu. Almannavarnir Nígeríu segja  286 þúsund hafa orðið að flýja heimili sín vegna flóðanna, en gríðarlegt úrhelli var í landinu síðustu vikur.
28.09.2018 - 05:53
Nær 100 dáin úr kóleru á tveimur vikum
Hátt í eitt hundrað hafa dáið úr kóleru í norðausturhéruðum Nígeríu á síðustu tveimur vikum og þúsundir sýkst. Samræmingarskrifstofa hjálparstarfsemi Sameinuðu þjóðanna upplýsir þetta. Á sama tíma hefur 31 dáið úr kóleru í Simbabve og yfir 6.000 sýkst.
23.09.2018 - 05:54
Mannskæð flóð í Nígeríu
Að minnsta kosti eitt hundrað eru látnir af völdum mikilla flóða víða í tíu fylkjum Nígeríu undanfarna daga. Hellirigning hefur dunið yfir landið undanfarna daga með þessum afleiðingum. Þúsundir heimila hafa eyðilagst í flóðunum, sem sögð eru þau verstu frá árinu 2012. Þá létu 140 manns lífið og tugir þúsunda urðu að flýja heimili sín.
18.09.2018 - 05:12
30 hermenn felldir í árás Boko Haram
Að minnsta kosti 30 nígerískir hermenn létu lífið í átökum við vígamenn Boko Haram við herstöð í norðausturhluta landsins fyrir helgi. Al Jazeera hefur eftir hermönnum að tugir vígamanna hafi komið á jeppum seint á fimmtudagskvöld og náð valdi á herstöðinni í skamma stund.
02.09.2018 - 06:14
Mannfall í kjölfar árásar Boko Haram á herstöð
Óttast er að tugir hermanna liggi í valnum eftir að hryðjuverkasamtökin Boko Haram réðust á herstöð í afskekktum hluta norðaustur Nígeríu um helgina. Samtökin hafa sótt í sig veðrið að undanförnu eftir að lítið hafði til þeirra spurst í nokkurn tíma.
17.07.2018 - 01:55
Sjálfsmorðssprengjuárásir í Nígeríu
Fimmtán slösuðust í sprengingum í Nígeríu í gærkvöld þegar tvær konur gerðu sjálfsmorðsárásir í borginni Maiduguri í norðausturhluta landsins. 
21.06.2018 - 13:46
Hirðingjar herja á nígeríska bændur
Minnst fimmtán hafa fallið í átökum undanfarinna daga á milli kristinna bænda og hirðingja í Benue hérðai í Nígeríu. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum að herskáir hirðingjar hafi gert árásir á nokkru þorp síðustu tvo sólarhringa. 
07.06.2018 - 02:07
Nígería
Minnst 180 fangar sluppu úr fangelsi
Minnst 180 föngum tókst að strjúka úr prísundinni þegar byssumenn gerðu árás á fangelsi í nígerísku borginni Minna á sunnudagskvöld. Innanríkisráðherra Nígeríu staðfesti þetta við erlendar fréttaveitur. Byssumennirnir réðust til atlögu um kvöldmatarleytið að staðartíma. Ráðherrann segir að 30 strokufangar hafi verið fangaðir á ný en 180 leiki enn lausum hala. Embættismaður hjá fangelsismálastofnun Nígeríu segir 219 hafa sloppið og 30 verið gripna, sem þýðir að 189 eru enn frjálsir.
05.06.2018 - 01:45
Myndskeið
Bakverðirnir eru veikleiki nígeríska liðsins
Íslenska landsliðið ætti að forðast það að spila boltanum of mikið gegn líkamlega sterku liði Nígeríu á HM í sumar. Þetta segir Chisom Mbonu-Ezeoke íþróttafréttakona í Nígeríu en hún var einn af viðmælendum Eiðs Smára Guðjohnsen í þættinum Andstæðingar Íslands.
22.05.2018 - 12:33
Tugir féllu í árásum í Nígeríu
Yfir sextíu létust í dag í tveimur sjálfsvígsárásum Boko Haram hryðjuverkasamtakanna í Mubi í norðaustuturhluta Nígeríu. Tveir heimildarmenn AFP fréttastofunnar greindi frá því að mannfallið hafi verið mikið. Annar taldi að 68 hefðu látið lífið, hinn 73.
01.05.2018 - 18:42
Ráðist á kirkju í Nígeríu
16 eru látnir eftir árás vígamanna inn í kirkju í Nígeríu í gær. Vígamennirnir eru taldir vera hirðingjar, og fórnarlömbin talin vera úr röðum kotbænda. Hundruð hafa látið lífið í átökum hirðingja og kotbænda í Nígeríu á árinu.
25.04.2018 - 05:06
Segir fáar Chibok stúlkur eftir á lífi
Nígerískur blaðamaður segir aðeins 15 Chibok-stúlknanna enn á lífi af þeim 112 sem eftir eru í haldi Boko Haram hryðjuverkasamtakanna. Blaðamaðurinn er með heimildamenn fyrir þessu innan samtakanna.
15.04.2018 - 00:30
Fjögur ár síðan Chibok-stúlkunum var rænt
Boko Haram hefur rænt eitt þúsund börnum í Nígeríu síðan árið 2013. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Úttektin er gerð til að minnast þess að fjögur ár eru síðan 276 stúlkum var rænt úr skóla í bænum Chibok. Mohamed Malick Fall, starfsmaður UNICEF í Nígeríu, segir ítrekaðar árásir Boko Haram á börn vera svívirðilegar.
13.04.2018 - 01:10
149 frelsuð úr klóm Boko Haram
Talsmaður Nígeríuhers greindi frá því í dag að sveitir hersins hefðu á laugardag frelsað 149 konur og börn sem vígamenn hinna illræmdu Boko Haram-samtaka höfðu rænt í norðausturhluta landsins. Talsmaður hersins, Onyema Nwachuku, sagði í tilkynningu sem nígeríska NAN-fréttastofan vitnar til, að 54 konur og 95 börn hefðu verið leyst úr haldi hryðjuverkamannanna og flutt í öruggt skjól, þar sem þau undirgengust læknisskoðun og fengu nauðsynlega aðhlynningu.
09.04.2018 - 01:14
Bankaræningjar myrtu tólf manns
Þungvopnaðir ræningjar myrtu tólf manns og rændu fimm banka í borginni Offa í Kwara-ríki í Nígeríu á föstudag. Ræningjarnir réðust til atlögu í hverjum bankanum af öðrum við helsta verslunartorg borgarinnar, skömmu eftir lokun, og ruddu sér leið inn í þá með dýnamítsprengjum. Áður en þeir réðust inn í bankana höfðu þeir haft svipaðan hátt á í lögreglustöð borgarinnar, þar sem þeir drápu tvo lögreglumenn.
07.04.2018 - 03:21
Vill afnema kostnaðargreiðslur til þingmanna
Nígerískir þingmenn fá 13,5 milljónir næra, um 4.4 milljónir króna, í fastar kostnaðargreiðslur í mánuði hverjum og þurfa litla eða enga grein að gera fyrir útgjöldum sínum. Þetta upplýsir Shehu Sani, öldungadeildarþingmaður stjórnarflokksins APC, sem gagnrýnir að enginn þurfi að standa skil á því í hvað þessu fé sé varið og kallar eftir því að þær verði hreinlega afnumdar. Þessar greiðslur, segir hann, eru aðalástæða þess að fólk fer út í stjórnmálastarf, og það sé ekki gott.
13.03.2018 - 07:03
Nígería
110 dánir úr Lassa-sótt á þessu ári
Óvenjuskæð og útbreidd Lassa-sótt sem geisar nú í Nígeríu hefur orðið 110 manns að bana síðan faraldurinn braust út í janúar. Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest 353 tilfelli af Lassa-sótt það sem af er þessu ári, en þau voru 143 allt árið í fyrra. Lassa-sóttin er náskyld ebólu. Þótt hún sé ekki óþekkt á þessum slóðum eiga smitsjúkdómasérfræðingar í basli með að átta sig á því, hvað það er sem veldur þessari miklu og skjótu útbreiðslu hennar nú og keppast við að hægja á henni eins og kostur er.
13.03.2018 - 04:51
Um 100 stúlkur enn í haldi Boko Haram
Mikil angist og vaxandi reiði ríkir meðal foreldra fjölda nígerískra skólastúlkna, sem talið er að hryðjuverkasveitir Boko Haram hafi rænt úr heimavistarskóla í bænum Dapchi í Yobe-héraði í norðausturhluta landsins á mánudag. Yfirvöld í Yobe-héraði lýstu því yfir á miðvikudag, að Nígeríuher hefði fundið og frelsað minnst 76 hinna horfnu stúlkna, en sú frétt reyndist ekki á rökum reist. Hafa héraðsyfirvöld beðist afsökunar á þessari tilkynningu.
23.02.2018 - 06:29
Stúlkur komust undan árás Boko Haram
Stúlkum í grunnskóla í norðausturhluta Nígeríu tókst ásamt kennurum sínum að flýja undan árás vígamanna Boko Haram í kvöld. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir vitnum að vígamennirnir hafi komið á pallbíl að skólanum í bænum Dapchi í Yobe-héraði, hafið skothríð og sprengt sprengjur. Í öllum skarkalanum tókst stúlkunum og kennurunum að flýja.
20.02.2018 - 02:12
20 létust í sjálfsmorðsárás í Nígeríu
Að minnsta kosti 20 létust í sjálfsmorðsárás á markað í Nígeríu í gærkvöldi. Guardian greinir frá þessu. Talsmaður lögreglunnar í Borno segir fjölda annarra hafa særst. Árásin var gerð í bænum Konduga, skammt frá Maiduguri, höfuðborgar Borno-fylkis.
17.02.2018 - 23:55