Færslur: Nicolas Cage

Pistill
Öld Nicolasar Cage, seinni hluti
„Um stund var Cage útvalin listagyðja nýrrar kynslóðar hasarleikstjóra,“ segir Gunnar Ragnarsson um leikarann sem varð að kvikmyndastjörnu á tímum þegar stökkbreytingar voru að eiga sér stað innan hasarmyndagreinarinnar.
21.06.2022 - 14:56
Pistill
Öld Nicolasar Cage
„Maður í slönguskinnsjakka með blindandi hvítt bros og gullskammbyssur í slíðrum krýpur við altari Þespisar. Nicolas Kim Coppola fer ekki troðnar slóðir. Óskarsverðlaunahafi, hasarhetja, listrænt kameljón, furðufugl, „meme“-uppspretta - kvikmyndastjarna sem á sér enga aðra líka,“ segir Gunnar Ragnarsson um leikarann og kvikmyndagerðarmanninn goðsögulega.
17.05.2022 - 12:57
Pistill
Gröf Nicholas Cage í New Orleans
Freyr Eyjólfsson, heimsótti gröf Nicholas Cage í síðustu viku í Saint Louis kirkjugarðinum í New Orleans. Leikarinn knái sem er þekktur fyrir að mála með breiðum penslum í leik sínum er þó enn sprelllifandi. Hverju sætir þá gröfin?
15.09.2019 - 10:00
Viðtal
Bíóást: „Ég bara sendi bókina til David“
„Wild at Heart er fyrsta skipti sem var blandað saman gamni og horror, þetta er Tarantino löngu á undan Tarantino. Enda unnum við í Cannes, Gullpálmann,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson um kvikmyndina Wild at Heart sem er á dagskrá RÚV laugardagskvöldið 12. janúar klukkan 22:25.
Ágengt en undurfallegt
„Eins fjölbreytt og tónlist Jóhanns var voru strengir yfirleitt aðalhljóðfærið – eins og á við um flesta kvikmyndatónlist. En núna vildi hann fara algjörlega í hina áttina og nota gítara og rokksánd,” segir Kjartan Holm tónlistarmaður, sem var einn þeirra sem unnu með Jóhanni Jóhannssyni að tónlistinni við Mandy. Það er síðasta kvikmyndin með tónlist eftir Jóhann.
Kveður leiklistina fyrir leikstjórastólinn
„Sem stendur er ég fyrst og fremst kvikmyndaleikari en ég stefni á að halda því áfram í þrjú eða fjögur ár í viðbót. Þá mun ég snúa mér að leikstjórn,“ segir Nicolas Cage í nýlegu viðtali við The Blast. Cage kemur úr mikilli leikstjórafjölskyldu en er sjálfur margverðlaunaður fyrir afrek sín á leiklistarsviðinu.
23.04.2018 - 14:28