Færslur: Neytendastofa

Milljón króna sekt fyrir ólögmæta útsölu á gólfteppum
Áfrýjunarnefnd neytendamála tók ákvörðun í dag um að teppasölufyrirtækinu Cromwell Rugs yrði gert að greiða eina milljón króna í sekt. Með því staðfesti nefndin ákvörðun Neytendastofu að hluta, en stofnunin sektaði fyrirtækið um þrjár milljónir á síðasta ári fyrir að auglýsa verðlækkun sem ekki var fótur fyrir.
Örskýring
Erum við kannski öll áhrifavaldar?
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að leikkonan Kristín Pétursdóttir hefði auglýst vörur og þjónustu á Instagram-síðu sinni án þess að það kæmi nógu skýrt fram að um auglýsingar væri að ræða. 
18.06.2021 - 14:15
Eftirlitsstofnanir vilja gulltryggja gæði andlitsgríma
Ekki hefur tekist að sannreyna að andlitsgrímur sem notaðar eru til dæmis á hjúkrunarheimilum og heilsugæslum hér á landi virki fullkomlega og séu öruggar. Ekki hafa heldur fram prófanir á spritti, en nokkuð hefur verið um innkallanir á því undanfarið. Neytendastofa innkallaði í dag grímur sem seldar voru í þremur apótekum.
16.12.2020 - 15:40
Telja skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega
Skilmálar og framkvæmd lána með breytilegum vöxtum standast ekki lög. Þetta er mat Neytendasamtakanna sem nú hafa sent stóru bönkunum bréf þar sem þess er krafist að skilmálar lánanna séu lagfærðir. Sömuleiðis skuli leiðrétta hlut þeirra sem hallað hefur verið á.
Kröfur upp á milljónir sem ekki fást endurgreiddar
„Ferðaskrifstofur og flugfélög búa vissulega við lausafjárskort en það það sama á við um fjölmarga neytendur sem hafa misst vinnuna eða eru í skertu starfshlutfalli. Að velta vanda eins yfir á aðra leysir ekkert,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.
Míla í hart við GR: Blekkingar og rangfærslur
Míla hyggst leggja fram formlega kvörtun til Neytendastofu vegna þess sem fyrirtækið kallar vísvitandi rangfærslur og blekkingar Gagnaveitu Reykjavíkur (GR).
Smálánafyrirtæki braut íslensk lög
Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 telur íslensk lög ekki gilda um starfsemi sína, heldur dönsk, og hyggst áfrýja ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa segir að félagið hafi brotið íslensk lög um neytendalán.
Óheimilt að auglýsa ókeypis heilsurækt
Neytendastofa hefur úrskurðað að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hafi verið óheimilt að auglýsa ókeypis heilsurækt fyrir sumarmánuðina gegn því að viðskiptavinir keyptu árskort hjá stöðinni.
02.08.2019 - 11:01
Innkalla yfir 400 bíla
Neytendastofu hefur á undanförnum dögum borist tvær tilkynningar frá bílumboðum um innköllun bíla. BL ehf. hefur innkallað 429 bíla af gerðinni Subaru Forester og Impreza XV og Bílabúð Benna átta Porsche bíla af tegundunum Macan og Cayanne, árgerð 2017 til 2018.
18.03.2019 - 13:11
Leggja dagsektir á þrjár tannlæknastofur
Neytendastofa hefur ákveðið að leggja dagsektir á þrjár tannlæknastofur verði ekki bætt úr verðmerkingum og öðrum upplýsingum á vefsíðum fyrirtækjanna fyrir 12. febrúar næstkomandi. Tannlæknastofunum verður þá gert að greiða 20.000 krónur á dag í sektir.
05.02.2019 - 16:41
Skakkar pönnukökupönnur innkallaðar
Svanhóll ehf. hefur innkallað um 100 stykki af gölluðum pönnukökupönnum og tilkynnt Neytendastofu um innköllunina. Pönnurnar reyndust gallaðar vegna þess að halli handfangsins er ekki réttur.
01.02.2019 - 10:23
Of mikið blý í kúlublysinu „15 Ball Eagles“
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu á kúlublysi sem reyndist innihalda of mikið blý, eða um fimmtán hundruð sinnum meira blý en í öðrum flugeldum sem Umhverfisstofa rannsakaði. Blysið nefnist „15 Ball Eagles“ og voru um átta prósent af púðrinu blý, sem er óleyfilegt. Magn blýsins er svo mikið að Umhverfisstofnun telur að útilokað að um mistök í framleiðslu sé að ræða.
19.12.2018 - 22:16
Neytendastofa ávítar Domino's og Íslandsbanka
Neytendastofa tilkynnti í dag að vörukynningar sem Domino's og Íslandsbanki fjármögnuðu á samskiptamiðlunum Snapchat, Twitter og Instagram teldust duldar auglýsingar og brytu þar með gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
07.06.2018 - 22:06
Fréttaskýring
Smálán í áratug: „fordæmalaust háttalag“
Lán í óláni, þegar þannig stendur á, óvænt útgjöld? Svona markaðsetja smálánafyrirtæki sig. Saga þeirra á Íslandi spannar nú um áratug og er býsna viðburðarík. Eignarhald fyrirtækjanna er óljóst. Skuldavandi ungra Íslendinga sem hafa steypt sér í smálánaskuldir er aftur á móti augljós. Neytendastofa hefur farið þess á leit við löggjafann að starfsemin verði leyfisskyld en þær umleitanir hafa ekki fengið hljómgrunn.