Færslur: Neytendasamtökin

Viðtal
Neytendur ekki gerðir að lánastofnunum í ferðaþjónustu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það af og frá að neytendur séu gerðir að lánastofnunum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Hann er ósáttur við gagnrýni Neytendasamtakanna sem saka ferðaskrifstofur um að neita að endurgreiða fólki. 
Krafa um að aðgerðir stjórnvalda skili sér til neytenda
Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld tryggi varnir neytenda í tengslum við aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar. Þá hvetja samtökin til þess að forráðamenn Strætó endurskoði þá ákvörðun að fækka ferðum almenningsvagna.
Krefjast lögbanns í tengslum við smálán
Neytendasamtökin hafa krafist lögbanns á fyrirtæki sem innheimtir skuldir hjá fólki sem tekið hefur lán hjá smálánafyrirtækjum. Dæmi er um einnar og hálfrar miljónar króna skuld sem hækkaði í þrjár milljónir á einu ári, segir formaður samtakanna.  Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hvað starfsemi fyrirtækisins virðist umfangsmikil og óskammfeilin. 
12.09.2019 - 12:00
Smálánafyrirtæki braut íslensk lög
Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 telur íslensk lög ekki gilda um starfsemi sína, heldur dönsk, og hyggst áfrýja ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa segir að félagið hafi brotið íslensk lög um neytendalán.
Viðtal
Fara fram á að innheimta smálána verði stöðvuð
Neytendasamtökin hafa farið fram á að innheimtu smálána verði hætt á meðan lánin eru endurútreiknuð. Formaður samtakanna segir að það sé hulin ráðgáta hvers vegna smálán fá enn að viðgangast.
20.07.2019 - 12:56
Viðtal
„Þeir virðast finna allar smugur í kerfinu“
Smálán og skyndilán eru ein helsta ástæða þess að fólk leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara, segir Sara Jasonardóttir, verkefnastjóri fræðslu- og kynningarmála hjá embættinu. Hún segir þetta mikið áhyggjuefni, sem fari vaxandi. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna, segir þau hafa fengið á borð til sín ófá slík mál. „Þetta er einhvern veginn ekki eitt, þetta er allt“, segir hún.
20.06.2019 - 22:58
Myndskeið
Fleiri kvarta yfir reikningum eftir Skaupið
Töluvert af kvörtunum hafa borist Neytendasamtkökunum vegna reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum. Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að þessum kvörtunum hafi farið fjölgandi eftir Áramótaskaupið.
05.02.2019 - 15:59
Myndskeið
Ætla að bæta merkingar á matvælum
Dæmi eru um villandi merkingar í matvöruverslunum, segir formaður neytandasamtakanna. Í dag var undirritað samkomulag um að bæta merkingar á matvælum.
01.02.2019 - 19:45
Viðtöl
Viðgerðir eiga alltaf að borga sig
Þarftu að láta flísaleggja baðherbergi, gera við bíl eða sóla skó? Það á alltaf að borga sig að gera við hluti og ef útlit er fyrir að viðgerð sé óhagkvæm á fagmaður að upplýsa neytandann um það. Ákvæði um þetta er að finna í þjónustukaupalögum. Lögin eru um margt matskennd og til dæmis óljóst hvað nákvæmlega felst í „óhagkvæmri viðgerð“.
07.01.2019 - 16:34
Dregur formannsframboð til baka
Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá honum. Hann segir að skorað hafi verið á hann fyrir allnokkru og hann fundið fyrir miklum og víðtækum stuðningi við framboðið. Sú staða hafi komið upp að hann hafi séð þann eina kost að draga framboðið til baka af óhjákvæmilegri nauðsyn.
18.10.2018 - 13:04
Fréttaskýring
Smálán í áratug: „fordæmalaust háttalag“
Lán í óláni, þegar þannig stendur á, óvænt útgjöld? Svona markaðsetja smálánafyrirtæki sig. Saga þeirra á Íslandi spannar nú um áratug og er býsna viðburðarík. Eignarhald fyrirtækjanna er óljóst. Skuldavandi ungra Íslendinga sem hafa steypt sér í smálánaskuldir er aftur á móti augljós. Neytendastofa hefur farið þess á leit við löggjafann að starfsemin verði leyfisskyld en þær umleitanir hafa ekki fengið hljómgrunn. 
Greiddi óvart fyrir líkamsræktarkort í mörg ár
Neytendur verða að kynna sér skilmála þegar keypt eru kort í líkamsræktarstöðvar og passa upp á að segja áskrift upp skriflega. Eftir að reikningar almennt urðu rafrænir fylgist fólk síður með því hvað það er að greiða fyrir. Dæmi eru um að viðskiptavinur hafi greitt fyrir líkamsræktarkort í mörg ár án þess að vita af því.
08.01.2018 - 22:31
Neytendasamtökin án formanns næsta árið
Neytendasamtökin verða að öllum líkindum án formanns þar til næsta haust. Samkvæmt lögum félagsins er ekki gert ráð fyrir kjöri fyrr en þá. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
09.08.2017 - 06:27
Ólafur segir af sér formennsku
Ólafur Arnarson hefur sagt af sér sem formaður Neytendasamtakanna. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann sendi fréttastofu í dag. „Enda þótt ég telji mikið hafa áunnist í sókn Neytendasamtakanna á síðustu mánuðum og að sýnileiki samtakanna hafi aukist verulega verður ekki fram hjá því litið að óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar,“ segir hann í tilkynningunni.
10.07.2017 - 16:14
Neytendasamtökin ætla í „björgunaraðgerðir“
„Undanfarið hefur farið of mikil orka í að ná lendingu milli stjórnar og formanns. Það samkomulag hefur ekki náðst. Nú ákváðum við að beina orkunni annað og með þessum aðgerðum teljum við okkur betur í stakk búin til að fara í björgunaraðgerðir til að bjarga samtökunum,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. Vísar hann í aðgerðir til að takmarka aðgang formanns að daglegum rekstri samtakanna, sem tilkynnt var um í dag.
09.07.2017 - 15:28
Smölun óeðlileg og ólýðræðisleg
Talsmaður stjórnar Neytendasamtakanna segir að það sé óeðlilegt og ólýðræðisleg afskipti af kosningum að einn frambjóðandi sé að íhlutast til um skráningu á þing samtakanna. Helmingur þeirra sem kusu í formannskjöri hefðu einungis mætt til að kjósa. Ólafur Arnarson formaður sagði í fréttum RÚV að ekkert væri óeðlilegt við smölun.
26.05.2017 - 16:35
  •