Færslur: Neytendasamtökin

Spyr EFTA-dómstólinn um skilmála í húsnæðislánum
Leitað verður ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á lögmæti skilmála lána með breytilegum vöxtum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í einu þriggja mála sem Neytendasamtökin og fólk á þeirra vegum höfðuðu á hendur Arion banka og Landsbanka.
23.06.2022 - 17:34
Vilja aukið samráð vegna hækkana
Neytendasamtökin telja að tillögur spretthóps matvælaráðherra gangi ekki nægilega langt og vilja aukið samráð við stjórnvöld um hagsmuni neytenda.
Breki Karlsson: Fákeppni bankanna bitnar á korthöfum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kallar eftir samkeppni milli banka varðandi þóknanir við notkun kreditkorta í útlöndum. Hann segir enga samkeppni nú um stundir.
Segir N1 hafa beitt blekkingum
Formaður Neytendasamtakanna sakar N1 um blekkingar en fyrirtækið hefur selt viðskiptavinum rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á mun hærra verði en því sem er auglýst. Orkumálastjóri segir unnið að því að koma í veg fyrir vankanta sem þessa.
19.01.2022 - 22:05
Kastljós
Telur erlenda verðbólgu ekki þurfa að bitna á neytendum
Breki Karlssson, formaður Neytendasamtakanna, segir að verslanir geti slegið af arðsemiskröfu sinni í stað þess að hækka vöruverð til að mæta hækkunum á heimsmarkaði.
Vilja losna út úr húsaleigusamningi
Stjórnandi leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna segir að það hafi aukist í covid-faraldrinum að fólk reyni að losna út úr húsaleigusamningum. Fólk sjái sér ekki fært um að standa skil á leigu út af tekjutapi og atvinnumissi.
22.11.2021 - 22:10
Neytendasamtökin stefna bönkunum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir einstaka banka hafa neitað að gefa upplýsingar sem þurfi vegna stefnu sem verið sé að undirbúa á hendur þeim. Fimmtán hundruð manns hafa undirritað stefnu á hendur íslensku bönkunum vegna meintra ólögmætra lána. Breki vonast til að stefna bönkunum á aðventunni.
19.11.2021 - 10:58
Hvetja til hagræðingar í stað hækkunar vöruverðs
Neytendasamtökin hvetja fyrirtæki til að bregðast við hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana með því að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum í stað þess að hækka vöruverð.
Ryksugu róbotar á pari við sópa frekar en ryksugur
Einkunnir ryksugu róbota í gæðakönnunum neytendasamtaka sýna, að þó þeir geti létt heimilisstörfin, komi þeir ekki í stað hefðbundinna ryksuga. Sænska neytendablaðið Råd och Rön segir ryksugu róbotar vinni í raun ekki það verk sem þeim sé ætlað og séu frekar á pari við sóp eða handryksugu. Krafturinn sé minni og þeir hreinsi aðallega upp mylsnu eða ryk af sléttu yfirborði, en nái ekki ryki sem liggi í sprungum í parketi, teppum eða í hornum.
Telur ferðalanga geta átt rétt á fullri endurgreiðslu
Hárauð lönd, varnaðarorð stjórnvalda og kröfur um sóttkví geta vel réttlætt það að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum sem vilja hætta við utanlandsferðir að fullu. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, er ekki sammála þessari túlkun, en segir að reynt sé að koma til móts við alla farþega. Nokkur fjöldi fólks sem vill slaufa fyrirhuguðum ferðum hefur í vikunni leitað liðsinnis Neytendasamtakanna. 
Neytendur úrræðalausir gagnvart samkeppnislagabrotum
Stjórn Neytendasamtakanna krefst þess að stjórnvöld bæti tafarlaust úr úrræðaleysi neytenda gagnvart samkeppnislagabrotum og breyti lögum til þess að neytendur geti sótt rétt sinn. Samtökin harma þau alvarlegu brot sem Eimskip og Samskip hafa orðið uppvís að og benda á að virk samkeppni þarfnist virks eftirlits.
16.06.2021 - 23:06
Telja að neytendur hafi ofgreitt milljarða
Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016.
Undirbúa málsókn vegna ógegnsærra vaxtaákvarðana
Neytendasamtökin hófu í dag herferð á vefsíðunni vaxtamálið.is til þess að vekja athygli á meintu ólögmæti skilmála og framkvæmdar á útlánum með breytilega vexti. Samtökin undirbúa málsókn á hendur þremur stærstu bönkunum Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum.
19.05.2021 - 07:28
„Fáum gríðarlega góðar viðtökur frá skuldurum“
Framkvæmdastjóri BPO-innheimtu á Íslandi segir að misskilnings gæti um kröfur sem fyrirtækið sendi skuldurum smálána í síðustu viku. „Allir greiðendur fengu tölvupóst um að það þyrfti að hafa samband við okkur og að þá myndum við fella niður dráttarvexti og lántökukostnað. Allir mögulegir ólöglegir vextir voru keyptir af BPO en verða ekki innheimtir,“ segir Guðlaugur Magnússon í samtali við fréttastofu.
21.04.2021 - 16:48
Óhætt að eyða SMS-um frá BPO
Fólki sem fékk sms-skilaboð um ógreidda skuld frá innheimtufyrirtækinu BPO er óhætt að eyða því. „BPO Innheimta er ekki að senda út SMS. SMS voru send út og látið líta þannig út að BPO innheimta væri að innheimta gamla skuld. Ef þið fáið slíkt skilaboð, þá er óhætt að eyða þeim,“ segir á vefsíðu BPO, með engum frekari skýringum. Formaður Neytendasamtakanna segir fyrirtækið virðast viðurkenna mistök við innheimtu í síðustu viku en ekki náðist í framkvæmdastjóra BPO við vinnslu fréttarinnar.
21.04.2021 - 13:39
Breyta umdeildum innheimtukröfum
Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum frá fyrirtækinu sem sendi innheimtukröfur á fólk vegna smálána. Neytendastofa hefur málið einnig til skoðunar. Fyrirtækið ætlar að breyta kröfunum þannig að þær endurspegla einungis höfuðstól lánanna.
15.04.2021 - 18:12
Rukka fólk um skuld sem búið er að greiða
Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin eftir að innheimtukröfur vegna smálána voru sendar út seint á þriðjudag. Formaður samtakanna segir dæmi um að verið sé rukka fólk um skuld sem þegar er búið að greiða. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu út af þessum kröfum.
15.04.2021 - 12:48
„Hræðilegt“ að kaupa sína fyrstu íbúð í dag
Kona sem nýlega keypti sína fyrstu íbúð segir hraðann á fasteignamarkaði stressandi og rifist um eignirnar. Skoðurnarmaður fasteigna segir að sölupressan sé slík að fólk hafi ekki tíma til að bíða eftir ástandsskýrslu. Formaður Neytendasamtakanna segir kaupendur í þröngri stöðu og vill sjá breytta umgjörð um fasteignaviðskipti.
10.04.2021 - 09:05
Varað við svikahröppum á sölusíðum samfélagsmiðla
Lögreglan á Suðurlandi varaði í gær við fólki sem beitir blekkingum við kaup á munum á Netinu en allmörg slík mál munu undanfarið hafa skotið upp kollinum. Lögregla kveður algengt að kaupandi greiði fyrir vöru en seljandi efni ekki loforð um að senda hana eða afhenda.
Vonar að verslanir verði sveigjanlegar með skilafresti
Dagarnir milli jóla og nýárs eru oft nýttir til þess að skila og skipta jólagjöfum. Formaður Neytendasamtakanna vonar að verslanir verði sveigjanlegar svo viðskiptavinir þurfi ekki að hópast meira saman en þörf er á.
27.12.2020 - 12:28
Geta ekki endurfjármagnað út af uppgreiðslugjaldi
Formaður Neytendasamtakanna segir að uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs, sem nú hefur verið dæmt ólögmætt, hafi valdið lántakendum miklum skaða og komið í veg fyrir að fólk hafi getað fært sig yfir í önnur hagstæðari lán.
Myndskeið
Aukinn áhugi á sólarlandaferðum eftir jákvæðar fréttir
Ferðaskrifstofur hafa orðið varar við aukinn áhuga á sólarlandaferðum, eftir að jákvæðar fréttir af bóluefnum fóru að berast. Neytendasamtökin segja að réttur neytenda sé skýr ef þeir vilja hætta við ferð, eða ef hún er felld niður.
28.11.2020 - 18:23
Auðskilið mál
Langar raðir við búðir á tilboðsdögum
Oft er hægt að gera góð kaup á tilboðsdögum í búðum. Tilgangurinn með tilboðsdögum er að fá fólk til að kaupa meira. En tilboðin eru ekki alltaf hagstæð. Því er betra að vanda sig við innkaupin.
25.11.2020 - 16:30
Myndskeið
Hvetur til varúðar á tilboðsdögum
Tilboð í tengslum við verslunardaga á borð við svartan föstudag reynast ekki alltaf eins hagstæð og gera má ráð fyrir, segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Hann segir að slíkir tilboðsdagar í aðdraganda jóla séu trommaðir upp til að auka verslun.
24.11.2020 - 20:13
Morgunútvarpið
Neytendasamtökin krefja bankana um leiðréttingar lána
Neytendasamtökin telja að skilmálar og framkvæmd lána með breytilegum vöxtum standist ekki lög og hafa sent bönkunum bréf þar sem þess er krafist að skilmálar lánanna verði lagaðir og hlutur lántakenda leiðréttur.
07.09.2020 - 09:13