Færslur: Neytendamál

Sjónvarpsfrétt
Minnka vörur og selja á sama eða hærra verði
Hækkandi matarverð hefur áhrif á heimilishald í Bandaríkjunum eins og víða um heim. Æ algengara er að framleiðendur þar minnki magn vöru en selji á sama verði - eða jafnvel á hærra verði en áður.  
15.06.2022 - 20:59
Möguleiki að leigja deilibíl án gildra ökuréttinda
Til að mega leigja nýkomna deilibíla sem reknir eru af Hopp og Bílaleigu Akureyrar þarf að skanna plastaða útgáfu ökuskírteinis, ekki er hægt að nota þau sem gefin eru út á rafrænu formi. Á hefðbundnum ökuskírteinum kemur ekki fram hvort ökumaður sé með gild ökuréttindi eða hafi ef til vill misst þau tímabundið. Það kemur aftur á móti fram á rafræna formi skírteinisins. Þetta þýðir að ökumenn sem ekki eru með gild ökuréttindi geta leigt bíl. 
20.03.2022 - 19:04
4-6 pantanir á mínútu á degi einhleypra
Dagur einhleypra hefur vart farið fram hjá þeim sem hafa opnað blöð eða vefsíður í dag, yfirfull af tilboðum. Það er fullt að gera hjá mörgum fyrirtækjum. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að kaupa ekki í fljótfærni.
11.11.2021 - 13:06
Hvetja til hagræðingar í stað hækkunar vöruverðs
Neytendasamtökin hvetja fyrirtæki til að bregðast við hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana með því að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum í stað þess að hækka vöruverð.
Ryksugu róbotar á pari við sópa frekar en ryksugur
Einkunnir ryksugu róbota í gæðakönnunum neytendasamtaka sýna, að þó þeir geti létt heimilisstörfin, komi þeir ekki í stað hefðbundinna ryksuga. Sænska neytendablaðið Råd och Rön segir ryksugu róbotar vinni í raun ekki það verk sem þeim sé ætlað og séu frekar á pari við sóp eða handryksugu. Krafturinn sé minni og þeir hreinsi aðallega upp mylsnu eða ryk af sléttu yfirborði, en nái ekki ryki sem liggi í sprungum í parketi, teppum eða í hornum.
Sementsskortur í Evrópu tefur byggingarframkvæmdir
Talsmenn fyrirtækja í byggingariðnaði hérlendis segja vera skort á sementi í Evrópu. Forstjóri Steypustöðvarinnar segir skortinn þegar farinn að tefja byggingarframkvæmdir. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementverksmiðjunnar, segir líklegt að vöntunina megi rekja til raskana á framleiðslu og flutningum vegna heimsfaraldursins.
Sekta íranskan teppasölumann um þrjár milljónir
Neytendastofa hefur sektað teppasölufyrirtækið Cromwell Rugs um þrjár milljónir króna vegna brota á reglum um útsölur og markaðssetningu. Neytendastofa telur að auglýsingar fyrirtækisins, sem vöktu mikla athygli í byrjun mánaðar, hafi verið villandi.
18.10.2021 - 18:42
Heimstaden hyggst ekki stórlækka verð að fordæmi Bjargs
Leigufélagið Heimstaden hyggst ekki taka áskorun varaformanns Íbúðafélagsins Bjargs um að stórlækka leiguna. Framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi segir að félagið hafi ekki kost á að endurfjármagna öll lán sín með sama hætti og Bjarg. Leiguverð ráðist fyrst og fremst af framboði og eftirspurn. 
22.07.2021 - 16:23
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Segir lánaskilmála stangast á við lög um neytendalán
Lögmaður hjóna sem höfðuðu mál á hendur Íbúðalánasjóði segir að dómur Hæstaréttar í dag staðfesti að lánaskilmálar sjóðsins hafi stangast á við lög um neytendalán.
Hæstiréttur fjallar um lögmæti uppgreiðslugjalds í maí
Málflutningur í tveimur málum vegna uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs eru á dagskrá Hæstaréttar 5. maí næstkomandi. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun desember að Íbúðalánasjóði hefði verið óheimilt að krefjast þóknunar fyrir uppgreiðslu lána. Ríkið áfrýjaði málinu og í byrjun árs var samþykkt að fara með málið beint til Hæstaréttar til að stytta málsmeðferðartímann.
24.04.2021 - 15:20
„Stærsti einstaki mánuðurinn minn frá upphafi“
Fasteignasali segist aldrei hafa upplifað önnur eins umsvif á fasteignamarkaði. Tillaga formanns Neytendasamtakanna um lögbundna ástandsskoðun virki ekki nema skoðandinn sé með ábyrgðartryggingu.
15.04.2021 - 21:45
Rukka fólk um skuld sem búið er að greiða
Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin eftir að innheimtukröfur vegna smálána voru sendar út seint á þriðjudag. Formaður samtakanna segir dæmi um að verið sé rukka fólk um skuld sem þegar er búið að greiða. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu út af þessum kröfum.
15.04.2021 - 12:48
Segir jákvætt að greiðslur fyrir mjólk hækki til bænda
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir jákvætt að afurðaverð hækki til bænda. Þann 1. apríl næstkomandi hækkar lágmarksverð 1. flokks hvers lítra mjólkur til bænda úr 97,84 krónum í 101,53, eða um 3,77% samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.
Verðbólga hjaðnar hægar en gert var ráð fyrir
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir verðbólgu hjaðna hægar en gert var ráð fyrir og að hún verði ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en í árslok. Útlit er fyrir að verðbólga aukist lítillega í mars. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í þessum mánuði og að verðbólga aukist úr 4,1 prósenti í 4,2 tvö prósent.
16.03.2021 - 12:32
Mál grunaðs samfélagsmiðlaþrjóts komið til ákærusviðs
Mál karlmanns um þrítugt, sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar er komið til ákærusviðs.
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Varað við svikahröppum á sölusíðum samfélagsmiðla
Lögreglan á Suðurlandi varaði í gær við fólki sem beitir blekkingum við kaup á munum á Netinu en allmörg slík mál munu undanfarið hafa skotið upp kollinum. Lögregla kveður algengt að kaupandi greiði fyrir vöru en seljandi efni ekki loforð um að senda hana eða afhenda.
Myndskeið
Sorphirðugjöld hækka mikið - dýrara í sund og leikskóla
Sorphirðugjald í Reykjavík hækkar mikið um áramótin. Þá verður dýrara að eiga barn í leikskóla og að fara í sund. Önnur gjöld lækka á sama tíma.
29.12.2020 - 19:33
Íslenskur bógur í Færeyjum ári yngri eftir Spánarferð
Færeyskur heildsali merkti ársgamlan lambabóg sem nýjan, frá þessu greindi færeyska Kringvarpið í gærkvöld. Kjötið er frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Forstöðumaður KS staðfestir að það sé ársgamalt.
22.12.2020 - 11:31
Ferðagjöfin framlengd út maí 2021
Ferðagjöf stjórnvalda verður framlengd til 31. maí 2021. Þetta samþykkti Alþingi í lok síðustu viku.
Enn er uppgreiðslugjald lána dæmt ólögmætt
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu hjóna um að ÍL-sjóður, sem áður hét Íbúðalánasjóður, endurgreiddi þeim rúmlega 2,7 milljónir króna, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Dómurinn er vegna ólöglegs gjalds sem Íbúðalánasjóður innheimti við uppgreiðslu íbúðaláns hjónanna í desember 2019.
Segir að forsendur tollasamnings hafi breyst
Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Ráðherra segir að forsendur samningsins hafi breyst.
17.12.2020 - 22:10
„Neikvæð þróun fyrir verslun og neytendur“
Alþýðusambandið, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið leggjast gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á reglum um innflutning á búvörum og telja að það leiði til fákeppni og hækkunar á matvælaverði. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis vill lengja gildistíma frumvarpsins úr einu ári í þrjú.
16.12.2020 - 22:10
Eftirlitsstofnanir vilja gulltryggja gæði andlitsgríma
Ekki hefur tekist að sannreyna að andlitsgrímur sem notaðar eru til dæmis á hjúkrunarheimilum og heilsugæslum hér á landi virki fullkomlega og séu öruggar. Ekki hafa heldur fram prófanir á spritti, en nokkuð hefur verið um innkallanir á því undanfarið. Neytendastofa innkallaði í dag grímur sem seldar voru í þremur apótekum.
16.12.2020 - 15:40