Færslur: Neytendamál

ESA gefur grænt ljós á Ferðaábyrgðasjóð
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið grænt ljós á Ferðaábyrgðasjóð. Lagabreyting til stofnunar sjóðsins var samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Tilgangur sjóðsins er að auðvelda ferðaskrifstofum og skipuleggjendum pakkaferða að endurgreiða viðskiptavinum vegna ferða sem voru afpantaðar eða blásnar af vegna heimsfaraldursins.
05.07.2020 - 12:50
Salatfeti verður Salatostur
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem framleiðir ost undir heitinu Salatfeti, hefur ekki verið beðin um að breyta nafni ostsins, eins og MS hyggst gera að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eigandi Örnu ætlar engu að síður að breyta heiti ostsins og mega neytendur eiga von á að sjá hann undir nýju nafni innan skamms.
13.06.2020 - 18:11
Hunsa lögin og heimsenda bjór til einstaklinga
„Við erum aðeins að ögra en við erum að gera þetta því við teljum í raun ekkert eðlilegra,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili heimasíðunnar Bjórland.is Vefsíðan hóf í dag almenna sölu og heimsendingu á handverksbjór til einstaklinga.
10.06.2020 - 14:20
Íbúðaverð hækkar mest á Akranesi
Íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi síðasta árið. Verð á íbúðum hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, en sú þróun er í samræmi við þróun síðustu ára. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans um fasteignamarkaðinn.
09.06.2020 - 20:00
Sprenging í einkaneyslu á blómum
Axel Sæland blómabóndi segir blóm hafa breyst í nauðsynjavöru í Covid. Það sé ánægjuleg breyta í annars undarlegu árferði. Hann er ekki jafn sáttur við nýja búvörusamninga.
05.06.2020 - 14:07
Var boðin fimm daga ferð til Hellu í stað Ítalíuferðar
„Allir vilja fá endurgreitt,“ segir Edda Kristín Bergþórsdóttir sem útskrifast í vor frá Menntaskólanum á Akureyri og situr í ferðaráði stúdentsefna skólans. Útskriftarnemarnir höfðu skipulagt útskriftarferð til Ítalíu sem fara átti í með ferðaskrifstofunni Tripical  8. júní og hafði ferðin verið greidd að fullu. Í dag fengu þau skilaboð um að þau yrðu að fara í ferðina eða velja á milli fjögurra valkosta og taka ákvörðun á morgun. Nemendurnir íhuga nú að leita réttar síns.
04.06.2020 - 22:48
ESB leggst gegn endurgreiðslu með inneignarnótum
Evrópusambandið hefur bent á að dönskum ferðaþjónustufyrirtækjum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum ferðir, sem féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins, í formi inneignar. Frumvarp um slíkt hefur verið lagt fram á Alþingi.
04.06.2020 - 06:24
Viðtal
Segir að neytendur eigi inni 1,5 til 2,5 milljarða
Formaður Neytendasamtakanna segir að íslenskir neytendur eigi inni á bilinu 1,5 til 2,5 milljarða hjá ferðaskrifstofum, í formi ferða sem búið er að greiða, en verða ekki farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vill að ferðskrifstofum verði gert kleift að taka lán til þess að endurgreiða féð.
„Við munum sjá frekari lækkun á eldsneytisverðinu hér“
Forstjóri Olís gerir ráð fyrir því að eldsneytisverð lækki hér á landi, samhliða lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Hann segir hins vegar að staðan hjá fyrirtækinu sé erfið, enda hafi eftirspurn eftir eldsneyti minnkað mikið auk þess sem fyrirtækið sitji uppi með birgðir af eldsneyti sem keypt var á hærra verði en nú býðst. Forstjóri Skeljungs segir að fyrirtækið hafi lækkað eldsneytisverð í tvígang í þessari viku.
23.04.2020 - 10:17
Kröfur upp á milljónir sem ekki fást endurgreiddar
„Ferðaskrifstofur og flugfélög búa vissulega við lausafjárskort en það það sama á við um fjölmarga neytendur sem hafa misst vinnuna eða eru í skertu starfshlutfalli. Að velta vanda eins yfir á aðra leysir ekkert,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.
Lækkun olíuverðs góð fyrir neytendur og fyrirtæki
Stórlækkað heimsmarkaðsverð á olíu vinnur gegn verðbólgu hér á landi, og hefur jákvæð áhrif á neytendur og fyrirtæki, sérstaklega í sjávarútvegi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Olíuverð vestanhafs hefur farið undir núll sem skýrist af því að olíuframleiðendur geta ekki stöðvað olíulindir og geymslupláss er uppurið. Þeir þurfa því að borga hærra verð fyrir geymslu á olíunni en sem nemur verðmæti olíunnar sjálfrar.
21.04.2020 - 12:48
Ekki endilega góð hugmynd að taka sparnaðinn út
Það er ekki endilega góð hugmynd að taka út sérseignarsparnað, þótt það sé í boði. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Eitt af því sem stjórnvöld ætla að gera til að bregðast við ástandinu vegna kórónuveirunnar er að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn. Björn Berg segir að þótt heimildin sé veitt þýði það ekki endilega að fólk eigi að nýta sér hana, séreignarsparnaður sé hugsaður til efri áranna.
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum lokað - árskort fryst
Allar sundlaugar í Reykjavík, og annars staðar á landinu, verða lokaðar frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að öll 6 og 12 mánaða kort í sundlaugarnar verði framlengd um þann tíma sem laugarnar verða lokaðar.
Myndskeið
Nýsköpun í matvælaframleiðslu skapi tækifæri á Íslandi
Krafa um aukna nýsköpun í matvælaframleiðslu gæti skapað tækifæri hér á landi. Verslunareigendur segjast finna fyrir háværari kröfu viðskiptavina um umhverfisvænni kosti.
12.11.2019 - 08:21
Engar bætur þrátt fyrir að enda á Egilsstöðum
Tvær flugvélar Wizz Air sem voru að koma frá Póllandi þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna óveðursins. Þar var farþegum gefinn kostur að fara frá borði eða snúa aftur til Póllands. Farþegar eiga ekki rétt á bótum þótt flugfélagið hafi ekki skilað þeim á áfangastað.
„Við erum búin að þjösnast á vistkerfunum“
Ósjálfbær landnýting og loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi á jörðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Sérfræðingur við landbúnaðarháskóla Íslands segir mikilvægt að breyta neysluháttum. Bætt landnotkun getur aukið viðnámsþol jarðar gagnvart loftslagshamförum af mannavöldum en haldi ósjálfbær nýting áfram, eykur það á vandann.
08.08.2019 - 19:20
Alvarlegar sýkingar hjá börnum vegna e. coli
Á undanförnum tveimur til þremur vikum hafa fjögur börn greinst á Íslandi með alvarlega sýkingu af völdum e. coli bakteríu. Ekki er ljóst hver uppspretta smitsins er. Bakterían getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilvikum nýrnabilun og blóðleysi.
04.07.2019 - 12:19
Fréttaskýring
Svíar fletta ofan af nammimafíunni
Umfangsmikið sælgætissmygl hefur átt sér stað milli Svíþjóðar og Danmerkur síðustu ár. Upphæðirnar hlaupa á milljörðum og hafa yfirvöld lagt hald á næstum eitt hundrað tonn af nammi, sem stundum er komið mánuði eða ár framyfir síðasta söludag. Svo umfangsmikið og skipulagt er þetta nammisvindl að yfirvöld tala um skipulagða glæpastarfsemi. Kári Gylfason, fréttaritari Spegilsins í Gautaborg, skoðaði málið. 
28.06.2019 - 10:38
Viðtal
Ný lög mikilvæg réttarvernd fyrir neytendur
Forstjóri Neytendastofu, Tryggvi Axelsson, segir ný lög um úrskurðarnefnd eina mikilvægustu réttarvernd neytenda í seinni tíð. Lögin geri neytendum kleift að leita lausna á ágreiningsmálum við seljendur á vöru og þjónustu utan dómstóla.
28.06.2019 - 09:33
Viðtal
„Þeir virðast finna allar smugur í kerfinu“
Smálán og skyndilán eru ein helsta ástæða þess að fólk leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara, segir Sara Jasonardóttir, verkefnastjóri fræðslu- og kynningarmála hjá embættinu. Hún segir þetta mikið áhyggjuefni, sem fari vaxandi. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna, segir þau hafa fengið á borð til sín ófá slík mál. „Þetta er einhvern veginn ekki eitt, þetta er allt“, segir hún.
20.06.2019 - 22:58
Fréttaskýring
Sér lítinn mun á orkudrykkjum og Diet Coke
„Innihaldslýsing margra orkudrykkja sem markaðsettir eru sem heilsuvara er oft ekki ósvipuð innihaldslýsingu Diet Coke.“ Þetta segir íþróttanæringafræðingur. Ákveðnir hópar íþróttamanna geti þó haft gagn af koffíni. Forstöðumaður rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala segir að amínósýrur hafi líklega lítil sem engin áhrif í því magni sem þær eru í drykkjunum.
Viðtal
„Sterku drykkirnir eru ekki jafn vinsælir“
Orkudrykkir renna í stríðum straumum ofan í ungt fólk og fyrir marga koma þeir í stað kaffis. Margar milljónir dósa seljast hér á landi árlega og hugsanlegt að höfðatölumet hafi verið slegin. Spegillinn fór í Bónus í Skeifunni og kíkti þar í orkudrykkjakælinn með Magnúsi Gunnarssyni, verslunarstjóra. Hann segir algera sprengingu hafa orðið í orkudrykkjaneyslu á síðastliðnum tveimur árum og viðurkennir að sjálfur drekki hann sennilega aðeins of mikið af þeim. Hlusta má á viðtalið í spilaranum.
07.06.2019 - 16:06
SVÞ hefur þungar áhyggjur af verðhækkunum
Lögfræðingur samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin hafa þungar áhyggjur af boðuðum verðhækkunum fyrirtækja. Réttara hefði verið að hagræða í rekstrinum frekar en að velta kostnaðarhækkunum vegna kjarasamninga út í verðlagið.
21.04.2019 - 12:37
Debet- og kreditkorthafar með sama rétt
Farþegar WOW air hafa sama rétt til endurkröfu hvort sem þeir greiddu ferð sína með debet- eða kredit korti. Mikið álag hefur verið hjá kortafyrirtækinu Borgun síðan starfsemi WOW var hætt í fyrradag.
30.03.2019 - 07:48