Færslur: Neyslurými

Heimilt að nota bíl Frú Ragnheiðar sem neyslurými
Með bráðabirgðaákvæði í nýstaðfestri reglugerð heilbrigðisráðherra verður heimilt að nota annan bíla Frúar Ragnheiðar tímabundið sem neyslurými. Á síðasta ári var lögum breytt þannig að sveitarfélögum er heimilt að reka neyslurými með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Vilja opna neyslurými í Reykjavík
Borgarstjórn samþykkti einróma í gærkvöld tillögu um að hefja viðræður á milli ríkis og borgar um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Alþingi breytti á vordögum lögum sem heimilar opnun neyslurýma. Um 700 manns nota vímuefni um æð.
21.10.2020 - 07:30
Fréttaskýring
Lög um neyslurými samþykkt en enn óvissa um framkvæmd
Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í dag að lokinni þriðju umræðu. Sveitarfélög geta, að fengnu leyfi frá Landlækni, sett á fót örugg rými fyrir fólk sem sprautar sig með vímuefnum. Ekki er þó víst að sveitarfélögin kæri sig um að nýta þetta tækifæri. Hlýða má á umfjöllunina í heild í spilaranum.
20.05.2020 - 18:55