Færslur: Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisbrota

Viðtal
Lögregla í samstarf við bráðamóttöku varðandi byrlanir
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynningum um byrlun ólyfjanar á skemmtistöðum ekki hafa fjölgað undanfarið. Aukin umfjöllun í fjölmiðlum geti þó leitt til þess að fleiri tilkynningar berist, sem sé hið besta mál að hennar sögn. Lögreglan hóf í síðustu viku samstarf við bráðamóttökuna um hvernig best sé að bregðast við þessum málum.
Nítján leitað til neyðarmóttöku vegna hópnauðgunar
Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, vegna hópnauðgunar, það sem af er árinu. Það þýðir að gerendur eru tveir eru fleiri. Verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir fjölgunina ógnvænlega.
„Ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin“
Það er ekki tekið blóðsýni, þegar grunur er um byrlun nema rannsókn sé hafin segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri neyðarmótttöku kynferðisbrota. Hún segir þurfa samfélagslegt átak til þess að uppræta þessi brot og þurfi að beina sjónum að gerendum.
Kastljós
24 kynferðisbrotamál þegar umræðan stóð sem hæst
Tilkynnt hefur verið um níu hópnauðganir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári. Í maí, þegar Me too-bylgjan stóð sem hæst bárust 24 mál til neyðarmóttökunnar, mál sem flest voru innan við sólarhringsgömul.
23 á neyðarmóttöku í júlí - eitt meint brot um helgina
Eitt meint kynferðisbrot kom inn á borð Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisbrota um helgina. Í júlí leituðu þangað 23 sem brotið hafði verið á. Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir að það sé meira en þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fimm þeirra sem leituðu á neyðarmóttökuna í júlí hafa nú lagt fram kæru.