Færslur: Neyðarástand
Herforingjastjórnin í Súdan afléttir neyðarlögum
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Súdan aflétti í dag lögum um neyðarástand sem gilt hafa frá því að herinn tók öll völd í október á síðasta ári. Þeir fá frelsi, sem haldið hefur verið föngnum á grundvelli þeirra.
29.05.2022 - 22:40
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.
10.04.2022 - 00:50
Lýsti yfir neyðarástandi og rak ríkisstjórnina
Kassym Jomart Tokayev forseti Mið-Asíulýðveldisins Kasakstan rak alla ríkisstjórnina í morgun eftir kröfur þess efnis í fjölmennum mótmælum víða um landið. Skömmu áður lýsti forsetinn yfir neyðarástandi á tveimur stöðum í landinu.
05.01.2022 - 05:23
Fyrirskipa ferðatakmarkanir og eldsneytisskömmtun
Yfirvöld í vesturhluta Kanada fyrirskipuðu ferðatakmarkanir í gær og tóku upp skömmtun á eldsneyti. Fjögurra er enn leitað eftir hamfarirnar sem skóku samfélag Bresku Kólumbíu fyrr í vikunni.
20.11.2021 - 03:28
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
14.10.2021 - 22:30
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
14.10.2021 - 16:19
Neyðarástand víða í Japan vegna COVID-19
Lýst var yfir neyðarástandi víða um Japan í gær þremur mánuðum áður en Ólympíuleikar eiga að hefjast í landinu. Meðal annars lýstu stjórnvöld yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó en þar eiga leikarnir að hefjast 23. júlí næstkomandi.
24.04.2021 - 02:19
COVID-19 herjar af fullum þunga á Indverja
Stjórnendur sjúkrahúsa á Indlandi sendu út neyðarkall eftir súrefni í gær en kórónuveirufaraldurinn er í stöðugum vexti þar í landi.
24.04.2021 - 01:30
Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans boðar að lýst verði yfir neyðarástandi á Stór-Tókíósvæðinu vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins.
04.01.2021 - 05:56
Neyðarástand meðal milljóna í Afganistan
Milljónir Afgana eiga allt sitt undir því að samfélag þjóðanna haldi áfram að veita þeim mannúðaraðstoð, að sögn yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ófriður í landinu hefur hrakið hundruð þúsunda á vergang á þessu ári.
23.11.2020 - 14:05
Útgöngubann á kvöldin í Melbourne næstu sex vikur
Yfirvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um útgöngubann í Melbourne, næststærstu borg landsins. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem yfirvöld þar í landi hafa kynnt síðan faraldurinn braust út í vor og miða að því að íbúar haldi sig heima hjá sér milli klukkan 20:00 á kvöldin og til klukkan 05:00 að morgni. Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi til 13. september næstkomandi.
02.08.2020 - 08:57