Færslur: New York

Trump hvetur til samstöðu gegn gyðingahatri
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt landa sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn gyðingahatri eftir að fimm gyðingar særðust í sveðjuárás á heimili rabbína í Monsey New York ríki í gær. Tvennt er enn á sjúkrahúsi eftir árásina.
New York bannar að fjarlægja kattarklær
New York varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til að banna að fjarlægja klær af köttum. Slíkt er bannað í nokkrum löndum og segja dýraverndunarsinnar aðgerðirnar grimmdarlegar.
23.07.2019 - 02:56
Einn látinn eftir þyrluslys í New York
Slökkvilið var kallað út vegna þyrluslyss í miðhluta New York í dag. Að sögn slökkviliðs brotlenti þyrla á þaki 54 hæða skýjakljúfs. Flugmaður þyrlunnar lést en ekki er vitað á þessari stundu hve alvarlega farþegar slösuðust.
10.06.2019 - 18:48
Viðtal
„Ekki hollt fyrir auðmýktina“
„Þetta er ekki hollt fyrir auðmýktina," sagði listamaðurinn Ragnar Kjartansson um þá staðreynd að risastór mynd úr verki hans prýðir framhlið Metropolitan safnsins í New York borg. Þar er nú til sýningar myndbandsverkið hans Death is elsewhere, og verður fram til 2. september. 
31.05.2019 - 11:42
Pistill
Prinsessa, seiðkarl og nornirnar í New York
Um þessar mundir er nokkuð fjaðrafok í kringum norsku konungsfjölskylduna því prinsessan Martha Louise er byrjuð með seiðkarli. Í þessum pistli verður fjallað um nornir, seiðkarla, miðla og skáldkonur og mikilvægi þeirra í nútíma þjóðfélagi. Vigdís Gríms segir sögu af reynslu sinni af hinu yfirnáttúrulega.
23.05.2019 - 17:13
Bólusetning eða sekt í New York
Borgarstjórinn í New York skipar íbúum Williamsburg í Brooklyn hverfi að láta bólusetja sig gegn mislingum. Skipuninni er beint til íbúa fjögurra póstnúmera í hverfinu, sem eru að mestu byggð rétttrúnaðargyðingum. Sumir íbúanna eru andvígir bólusetningum af trúarlegum ástæðum, þó hvergi finnist neitt í trúarritum gyðinga eða ráðleggingum yfirvalda í ríkinu sem mælir gegn bólusetningum.
10.04.2019 - 01:36
Sker upp herör gegn Airbnb
Borgarstjóri New York, Bill De Blasio, hefur undirritað lög sem skylda Airbnb og önnur fyrirtæki, sem leigja út húsnæði til skemmri tíma, til að afhenda eftirlitsstofnun nöfn og heimilisföng gestgjafa ellegar greiða háar sektir.
07.08.2018 - 00:37
Listakonan sem hætti að vera svört
Nú stendur yfir í MoMA, nútímalistasafninu í New York, einkasýning bandarísku listakonunnar og heimspekingsins Adrian Piper. Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið í safninu til heiðurs listamanni sem er á lífi og tekur sýningin alla sjöttu hæðina i safninu, gríðarstóran geim sem notaður er undir sérsýningar.
08.07.2018 - 13:00
22 ára gamalt viðtal við David Bowie á Rás 1
Í 22 ár hefur Sindri Freysson geymt tvær forláta diktafón-spólur í plastpoka niðri í skúffu. Á þeim er upptaka af viðtali sem hann tók við rokkgoðið David Bowie sumarið 1996 á hótelherbergi í New York. Sindri, sem er mikill aðdáandi tónlistarmannsins sáluga, hefur nú unnið útvarpsþátt um þessa ferð sína. Hann verður á dagskrá Rásar 1 á föstudag kl. 16:05 en endurtekinn kl. 15 á sunnudag.
04.01.2018 - 13:03
  •