Færslur: New York

Rannsókn að hefjast á andláti Daniels Prude
Saksóknari í New York ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað rannsókn á andláti Daniels Prude sem lést eftir handtöku í mars síðastliðnum.
Gert að greiða bílstjórum atvinnuleysisbætur
New-York borg þarf að borga bílstjórum Uber og Lyft atvinnuleysisbætur frá og með deginum í dag. Alríkisdómari í New-York ríki komst að þessari niðurstöðu í dag.
28.07.2020 - 20:07
Erlent · New York · Uber
Smitum og dauðsföllum fækkar stöðugt í New York
Nýjum smitum hefur fækkað hratt í New York síðustu vikur og í gær urðu færri dauðsföll þar af völdum veirunnar en orðið hafa á einum degi síðan um miðjan mars. Íbúar í þrjátíu og einu fylki í Bandaríkjunum þurfa nú að fara í sóttkví við komuna til New York, New Jersey og Connecticut.
22.07.2020 - 16:26
Samstöðuverkföll með Black Lives Matter
Tugir þúsunda starfsfólks í margskonar fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um Bandaríkin tóku þátt í samstöðuverkfalli með Black Lives Matter hreyfingunni í gær.
Maxwell í fangelsi þar til dómur fellur
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, fær ekki að ganga laus gegn greiðslu tryggingargjalds þar til dómstólar taka mál hennar til meðferðar.
14.07.2020 - 20:38
Telja hættu á að Maxwell reyni að flýja
Verulegu hætta er á að Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, flýi verði hún látin laus úr gæsluvarðhaldi að mati saksóknara í New York.
13.07.2020 - 20:41
Maxwell neitar sök
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitaði fyrir rétti í dag ásökunum um að hún hafi tekið þátt í brotum hans. Lögmenn hennar hafa lagt fram beiðni um að hún verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Maxwell gæti átt yfir höfði sér þrjátíu og fimm ára fangelsi, verði hún fundin sek. 
Segir mótmælin í Bandaríkjunum upphafið að byltingu
„Maður heyrir bara í sírenum og þyrlum úti á kvöldin,“ segir Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir íbúi í New York sem hefur undanfarna daga tekið þátt í mótmælum undir formerkjum Black Lives Matter. Mótmælin hafa, að hennar sögn, farið friðsamlega fram að mestu en ólíkar fylkingar mótmælenda viðhafa ólíkar aðferðir.
03.06.2020 - 11:19
Tjaldbúðasjúkrahús tekið niður á næstunni
Sjúkrahús sem reist var í tjaldbúðum í Central Park í New York fyrir sjúklinga smitaða af COVID-19 verður lokað síðar í mánuðinum. Kristileg hjálparsamtök sem reka bráðabirgðasjúkrahúsið tilkynntu um ákvörðunina í dag.
02.05.2020 - 17:50
Telja nærri 100 látin á einu hjúkrunarheimili
Talið er að nærri 100 hafi látist úr COVID-19 á einu hjúkrunarheimili í New York borg í Bandaríkjunum. Isabella-hjúkrunarheimilið á Manhattan greindi frá þessu í gær.
02.05.2020 - 09:09
Yfir 10.000 dáin úr COVID-19 í New York borg
Fjöldi dauðsfalla í New York borg, sem rakin eru til COVID-19, er mun meiri en hingað til hefur verið talið og eru þau líklega á ellefta þúsund, samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda í borginni. Í tilkynningu sem heilsugæsla New York sendi frá sér á þriðjudag segir að 3.788 manns hafi að öllum líkindum látist úr COVID-19, til viðbótar þeim 6.589 sem staðfest er að dáið hafi úr sjúkdómnum.
15.04.2020 - 01:26
Nær 1.200 dóu úr COVID-19 á einum degi í Bandaríkjunum
Nær 1.200 manns létust af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum frá miðvikudagskvöldi fram á fimmtudagskvöld, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, mun fleiri en nokkur staðar annars staðar á einum sólarhring. Fjöldi látinna nálgast nú 6.000 í Bandaríkjunum, þar sem 1.169 dóu á þessum 24 klukkustundum. Það eru 200 fleiri en létust á svartasta deginum á Ítalíu, hinn 27. mars, þegar 969 dóu þar í landi.
03.04.2020 - 04:17
„Við eigum í stríði og öndunarvélar eru vopnin okkar“
Borgarstjóri New York borgar segir að birgðir af heilbrigðisgögnum dugi borgarbúum fram á næsta sunnudag. Yfirmaður smitsjúkdómastofnununar Bandaríkjanna segir að fleiri en 100 þúsund Bandaríkjamenn gætu látist í kórónaveirufaraldrinum.
29.03.2020 - 15:46
Tæp 5% smita á heimsvísu eru í New York-ríki
Tæp fimm prósent staðfestra COVID-19 smita á heimsvísu eru í New York-ríki í Bandaríkjunum. Þar eru greind smit 15.168 talsins. Á einum sólarhring hafa 4.812 smit verið greind. New York Times greinir frá því að þessa miklu aukningu megi rekja til þess að útbreiðslan hafi aukist mjög en að einnig séu fleiri sem hafi farið í skimun.
22.03.2020 - 17:22
Trump hvetur til samstöðu gegn gyðingahatri
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt landa sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn gyðingahatri eftir að fimm gyðingar særðust í sveðjuárás á heimili rabbína í Monsey New York ríki í gær. Tvennt er enn á sjúkrahúsi eftir árásina.
New York bannar að fjarlægja kattarklær
New York varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til að banna að fjarlægja klær af köttum. Slíkt er bannað í nokkrum löndum og segja dýraverndunarsinnar aðgerðirnar grimmdarlegar.
23.07.2019 - 02:56
Einn látinn eftir þyrluslys í New York
Slökkvilið var kallað út vegna þyrluslyss í miðhluta New York í dag. Að sögn slökkviliðs brotlenti þyrla á þaki 54 hæða skýjakljúfs. Flugmaður þyrlunnar lést en ekki er vitað á þessari stundu hve alvarlega farþegar slösuðust.
10.06.2019 - 18:48
Viðtal
„Ekki hollt fyrir auðmýktina“
„Þetta er ekki hollt fyrir auðmýktina," sagði listamaðurinn Ragnar Kjartansson um þá staðreynd að risastór mynd úr verki hans prýðir framhlið Metropolitan safnsins í New York borg. Þar er nú til sýningar myndbandsverkið hans Death is elsewhere, og verður fram til 2. september. 
31.05.2019 - 11:42
Pistill
Prinsessa, seiðkarl og nornirnar í New York
Um þessar mundir er nokkuð fjaðrafok í kringum norsku konungsfjölskylduna því prinsessan Martha Louise er byrjuð með seiðkarli. Í þessum pistli verður fjallað um nornir, seiðkarla, miðla og skáldkonur og mikilvægi þeirra í nútíma þjóðfélagi. Vigdís Gríms segir sögu af reynslu sinni af hinu yfirnáttúrulega.
23.05.2019 - 17:13
Bólusetning eða sekt í New York
Borgarstjórinn í New York skipar íbúum Williamsburg í Brooklyn hverfi að láta bólusetja sig gegn mislingum. Skipuninni er beint til íbúa fjögurra póstnúmera í hverfinu, sem eru að mestu byggð rétttrúnaðargyðingum. Sumir íbúanna eru andvígir bólusetningum af trúarlegum ástæðum, þó hvergi finnist neitt í trúarritum gyðinga eða ráðleggingum yfirvalda í ríkinu sem mælir gegn bólusetningum.
10.04.2019 - 01:36
Sker upp herör gegn Airbnb
Borgarstjóri New York, Bill De Blasio, hefur undirritað lög sem skylda Airbnb og önnur fyrirtæki, sem leigja út húsnæði til skemmri tíma, til að afhenda eftirlitsstofnun nöfn og heimilisföng gestgjafa ellegar greiða háar sektir.
07.08.2018 - 00:37
Listakonan sem hætti að vera svört
Nú stendur yfir í MoMA, nútímalistasafninu í New York, einkasýning bandarísku listakonunnar og heimspekingsins Adrian Piper. Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið í safninu til heiðurs listamanni sem er á lífi og tekur sýningin alla sjöttu hæðina i safninu, gríðarstóran geim sem notaður er undir sérsýningar.
08.07.2018 - 13:00
22 ára gamalt viðtal við David Bowie á Rás 1
Í 22 ár hefur Sindri Freysson geymt tvær forláta diktafón-spólur í plastpoka niðri í skúffu. Á þeim er upptaka af viðtali sem hann tók við rokkgoðið David Bowie sumarið 1996 á hótelherbergi í New York. Sindri, sem er mikill aðdáandi tónlistarmannsins sáluga, hefur nú unnið útvarpsþátt um þessa ferð sína. Hann verður á dagskrá Rásar 1 á föstudag kl. 16:05 en endurtekinn kl. 15 á sunnudag.
04.01.2018 - 13:03
  •