Færslur: New Worlds

Myndskeið
Nýir pólitískir heimar Bill Murray
Hið fjölmenningarlega yfirbragð New Worlds, kvöldskemmtun þeirra Bill Murray og Jan Vogler, hefur fengið nýja og óvænta pólitíska skírskotun í ljósi vendinga í alþjóðamálum undanfarin misseri. Markmiðið segja þeir þó fyrst og fremst að skemmta og að áhorfendur viti ekki hvaðan á þá standi veðrið.
„Við neglum þetta í hvert einasta skipti“
„Ég vildi að ég myndi veikjast eitt kvöldið svo ég gæti horft á sýninguna, ég væri mjög til í að geta horft á hana,“ segir bandaríski leikarinn Bill Murray um kvöldskemmtunina New Worlds sem hann flytur ásamt þýska sellóleikaranum Jan Vogler og vinum í Hörpu í kvöld og annað kvöld.