Færslur: Netöryggissveitin

Spegillinn
Rússar bæði í stríði á vígvellinum og á netinu
Netárásir færast sífellt í vöxt. Stríðsrekstur Rússa fer ekki aðeins fram á vígvellinum, heldur standa þeir einnig í netstríði en þar er aðallega verið að ráðast á þá, allstaðar að í heiminum. Vitund fólks um mikilvægi netöryggis hefur stóraukist eftir stóran öryggisgalla sem kom í ljós í fyrra.
02.04.2022 - 08:30
Morgunútvarpið
Aukin pressa á að fylgjast með grunsamlegri hegðun
Aukin pressa er á alla rekstraaðila að fylgjast með allri grunsamlegri hegðun á innri kerfum vefþjónum og netkerfum. Þetta er mat sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Nú eru tvær vikur síðan óvissustigi almannavarna var aflétt vegna LOG4j öryggisgallans.
Netárásum fjölgar
Forstjóri Fjarskiptastofu segir ekki hægt að útiloka að tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér öryggisgalla í tölvuhugbúnaði sem uppgötvaðist í síðustu viku. Unnið er að því að uppfæra öll mikilvæg kerfi hér á landi. Tilraunum til árása á tölvukerfi hefur fjölgað mikið.
15.12.2021 - 19:25
Kastljós
Íslenskir innviðir í hættu vegna veikleika tölvukerfa
Íslenskir innviðum stafar hætta af veikleika sem hefur uppgötvast í fjölda tölvukerfa. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveitinni, segir að á meðan óvissa ríki um öryggi íslenskra innviða og hvort tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér þennan veikleikann í vafasömum tilgangi, verði virkt óvissustig almannavarna um netöryggi.
Óvissustigi Almannavarna lýst yfir vegna netöryggis
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við netöryggissveit CERT-IS og fjarskiptastofu vegna Log4j veikleikans. Nú er unnið að viðbragðsáætlun um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að almenningur þurfi ekki að óttast veikleikann þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Von er á leiðbeiningum fyrir rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við veikleikanum síðar í dag.
Í kapphlaupi við tímann vegna alvarlegs öryggisgalla
Netöryggissveitin CERT-IS og íslenskir rekstraraðilar eru í kapphlaupi við tímann að reyna að uppfæra kerfi áður en tölvuþrjótar geta nýtt sér alvarlegan veikleika í algengum hugbúnaði sem uppgötvaðist á fimmtudaginn.
11.12.2021 - 16:43
Netárásir mögulega bara æfingar fyrir annað og verra
Netárásir þær sem gerðar voru á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og SaltPay í byrjun þessa mánaðar gætu einungis verið æfingar fyrir umsvifameiri netárásir.
Spegillinn
Siðprúðir hakkarar brjótist inn í tölvukerfi
Íslendingar eru aftarlega á merinni í tölvuöryggismálum og siðprúðir hakkarar ættu að vera fengnir til að finna öryggisgalla í kerfum hins opinbera. Þetta segir Theódór R. Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir að tölvuárásum hafi fjölgað og afleiðingar þeirra séu orðnar afdrifaríkari.