Færslur: Netöryggi

400.000 netárásir á Neyðarlínuna á einum degi
Um fjögur hundruð þúsund netárásir voru gerðar á tölvukerfi Neyðarlínunnar á Íslandi á einum sólarhring skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarlok, og hefur netárásum á þessa mikilvægu öryggisstofnun verið haldið áfram allar götur síðan. Fréttablaðið greinir frá og segir heimildir blaðsins staðfesta þetta.
Fjöldi netárása truflar íslenskar vefsíður
Netárásir hafa truflað fjölda íslenskra vefsíðna í dag. Kerfisstjóri hjá Netheimum, sem hýsir vefsíður fjölda fyrirtækja, segir árásirnar hafa staðið yfir óvenju lengi síðustu daga.
14.04.2022 - 16:08
Spegillinn
Rússar bæði í stríði á vígvellinum og á netinu
Netárásir færast sífellt í vöxt. Stríðsrekstur Rússa fer ekki aðeins fram á vígvellinum, heldur standa þeir einnig í netstríði en þar er aðallega verið að ráðast á þá, allstaðar að í heiminum. Vitund fólks um mikilvægi netöryggis hefur stóraukist eftir stóran öryggisgalla sem kom í ljós í fyrra.
02.04.2022 - 08:30
Biðu í tvo mánuði með að viðurkenna tölvuárás
Á fjórða hundrað fyrirtækja urðu fyrir áhrifum af tölvuárás sem gerð var á bandaríska auðkenningarfyrirtækið Okta síðastliðinn janúar. Fyrirtækið hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki viðurkennt árásina fyrr en rúmum tveimur mánuðum eftir að hún átti sér stað.  
25.03.2022 - 10:30
Fimmfalt fleiri tilraunir til að ráðast inn í netkerfi
Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar fjarskiptastofnunar segir að gerðar séu allt að fimmfalt fleiri tilraunir til að komast inn í netkerfi fyrirtækja og stofnana síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. „Það er sambærilegt við það að fólk keyri um og prófi að taka í hurðarhúna á húsum og sjá hvort þau komist inn. Í flestum tilvikum er allt læst en í einhverjum tilfellum er bara opið og menn komast inn í kerfi.“
10.03.2022 - 08:53
Morgunútvarpið
Aukin pressa á að fylgjast með grunsamlegri hegðun
Aukin pressa er á alla rekstraaðila að fylgjast með allri grunsamlegri hegðun á innri kerfum vefþjónum og netkerfum. Þetta er mat sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Nú eru tvær vikur síðan óvissustigi almannavarna var aflétt vegna LOG4j öryggisgallans.
Óvissustigi vegna öryggisgalla í Log4j aflétt
Óvissustigi Almannavarna vegna öryggisgalla í kóðasafninu Log4j hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra.
Á varðbergi vegna Log4j - Starfsemi innviða enn óskert
Áfram verður fylgst með kerfum um helgina vegna Log4j öryggisgallans en allir ómissandi innviðir starfa eðlilega sem stendur. Ekki hafa borist tilkynningar um innbrot í kerfi með öryggisgallanum samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að náið sé fylgst með kerfum sem og þróun og áhrifum öryggisgallans á heimsvísu. 
17.12.2021 - 16:05
Kastljós
Íslenskir innviðir í hættu vegna veikleika tölvukerfa
Íslenskir innviðum stafar hætta af veikleika sem hefur uppgötvast í fjölda tölvukerfa. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveitinni, segir að á meðan óvissa ríki um öryggi íslenskra innviða og hvort tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér þennan veikleikann í vafasömum tilgangi, verði virkt óvissustig almannavarna um netöryggi.
Óvissustigi Almannavarna lýst yfir vegna netöryggis
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við netöryggissveit CERT-IS og fjarskiptastofu vegna Log4j veikleikans. Nú er unnið að viðbragðsáætlun um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að almenningur þurfi ekki að óttast veikleikann þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Von er á leiðbeiningum fyrir rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við veikleikanum síðar í dag.
Í kapphlaupi við tímann vegna alvarlegs öryggisgalla
Netöryggissveitin CERT-IS og íslenskir rekstraraðilar eru í kapphlaupi við tímann að reyna að uppfæra kerfi áður en tölvuþrjótar geta nýtt sér alvarlegan veikleika í algengum hugbúnaði sem uppgötvaðist á fimmtudaginn.
11.12.2021 - 16:43
Láti ekki undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta
Netárásir hafa verið gerðar á fjögur íslensk fjármálafyrirtæki og fleiri og stærri árásir kunna að vera í bígerð. Öryggissérfræðingur segir að fyrirtæki eigi alls ekki að láta undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta heldur efla varnirnar.
12.09.2021 - 19:21
Ekki tekið afstöðu til lögmætis Microsoft Teams
Fjarfundarbúnaður getur falið í sér margvíslega áhættu um öryggi persónuupplýsinga, segir forsvarsmaður Persónuverndar. Þeir sem ákveða að nota búnaðinn verði að meta hvort hann samræmist persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fjarfundakerfið Microsoft Teams standist evrópsk persónuverndarlög. Í Svíþjóð hafa margar stofnanir hætt að nota forritið því persónuleg gögn um notendur eru geymd í Bandaríkjunum. 
04.08.2021 - 18:24
Netglæpamenn starfi á kvöldin en ekki netöryggissveit
Farið er hörðum orðum um netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar í umsögn Sýnar hf. um nýtt frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um stofnunina. Nafni hennar á að breyta í Fjarskiptastofu. Í umsögninni segir að starfsemi netöryggissveitarinnar hafi valdið vonbrigðum en þó hafi rekstrargjald fjarskiptafyrirtækjanna til hennar verið hækkað og framlög til málaflokksins stóraukin. Sveitin starfi hvorki á kvöldin né um helgar - ólíkt netglæpamönnum.
30.04.2021 - 11:30
Ísland vel búið að mæta markmiðum gervigreindarstefnu
Ísland er talið vera í góðri aðstöðu til að uppfylla forsendur nefndar um ritun gervigreindarstefnu. Nefndin hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra tillögum að stefnunni sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Facebook ekki besti vettvangurinn til viðskipta
Karlmaður var um helgina úrskurðaður í tæplega mánaðar gæsluvarðhald vegna meintra fjársvika á Facebook. Forstöðumaður nýrrar netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar segir netglæpi á samfélagsmiðlum hafa færst mjög í aukana undanfarna mánuði. Á sölusíðum miðlanna sé engin neytendavernd.
Vara við svikaherferðum í nafni flutningafyrirtækja
Netöryggissveitin CERT-IS varar við svikaherferðum í tengslum við stóra netverslunardaga. Í nýrri tilkynningu frá netöryggissveitinni segir að síðustu daga hafi borið á svikaherferðum í nafni flutningafyrirtækja í tengslum við stórtilboðsdaginn 'dag einhleypra' þann 11. nóvember.
Vinsælasta lykilorðið á internetinu er 123456
Talnarunan 123456 er vinsælasta lykilorð netverja ef marka má úttekt fyrirtækisins NordPass sem rekur umsýsluforrit fyrir lykilorð. Þessi einfalda talnaruna hefur verið afhjúpuð sem lykilorð netverja meira en 20 milljón sinnum.
18.11.2020 - 17:52
Netárásin var stór á íslenskan mælikvarða
Stór netárás á íslenskan mælikvarða var gerð á fyrirtæki í fjármálageiranum á mánudag í síðustu viku. Árásin hafði afleiðingar víða meðal annars hjá fjarskiptafélögum.
Netárásin ekki valdið tjóni ennþá
Óvissustig fjarskiptageirans er enn í gildi. Því var lýst yfir í fyrsta sinn í gær af Póst og fjarskiptastofnun í kjölfar netárásar á íslensk fyrirtæki. Reynt var að kúga út úr þeim fé. Forstöðumaður Póst og fjarskiptastofnunnar segir að ekki hafi orðið tjón af völdum árásarinnar enn sem komið er.
10.09.2020 - 11:38
Tölvuárásin á RB líklega gerð frá útlöndum
Flest bendir til þess að tölvuárásin á kerfi Reiknistofu bankanna hafi verið gerð frá útlöndum og líkur eru á því að uppruninn finnist. Tölvuþrjótarnir komust að ystra varnarmúr, að sögn sérfræðings.
05.06.2020 - 12:32
Árásin beindist ekki sérstaklega að RB
Tilraun til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna virðist ekki hafa verið beint sérstaklega að fyrirtækinu. Fleiri fyrirtæki urðu fyrir sömu árás. Þetta segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB í samtali við Fréttastofu.
04.06.2020 - 16:59
Tilkynntu netglæp á einum stað
Stofnanir og fyrirtæki sem verða fyrir netárás – eða grunar að ráðist hafi verið á þau – geta tilkynnt atvik í nýrri öryggisgátt stjórnvalda. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, opnaði öryggisgáttina í dag.
14.05.2020 - 16:32
Lestin
Horfir þú á sjónvarpið eða horfir það á þig?
Snjallsjónvörp safna upplýsingum um notendur sína og senda í mörgum tilfellum áfram til þriðja aðila. Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að öryggi sé oft ábótavant á hinu svokallaða hlutaneti sem snjallsjónvörpin eru hluti af.
Mannlegi þátturinn mikilvægur í netöryggi
Mannlegi þátturinn er líklega stærsta ógnin þegar kemur að tölvuárásum, segir forstjóri Reiknistofu bankanna. Fólk þurfi að bregðast strax við þegar það verði vart við eitthvað óvenjulegt og vera svolítið tortryggið. Framkvæmdastjóri Syndis segir að tölvuþrjótar einbeiti sér í meira mæli að skýjaþjónustu.
09.10.2019 - 12:18