Færslur: Netöryggi

Vara við svikaherferðum í nafni flutningafyrirtækja
Netöryggissveitin CERT-IS varar við svikaherferðum í tengslum við stóra netverslunardaga. Í nýrri tilkynningu frá netöryggissveitinni segir að síðustu daga hafi borið á svikaherferðum í nafni flutningafyrirtækja í tengslum við stórtilboðsdaginn 'dag einhleypra' þann 11. nóvember.
Vinsælasta lykilorðið á internetinu er 123456
Talnarunan 123456 er vinsælasta lykilorð netverja ef marka má úttekt fyrirtækisins NordPass sem rekur umsýsluforrit fyrir lykilorð. Þessi einfalda talnaruna hefur verið afhjúpuð sem lykilorð netverja meira en 20 milljón sinnum.
18.11.2020 - 17:52
Netárásin var stór á íslenskan mælikvarða
Stór netárás á íslenskan mælikvarða var gerð á fyrirtæki í fjármálageiranum á mánudag í síðustu viku. Árásin hafði afleiðingar víða meðal annars hjá fjarskiptafélögum.
Netárásin ekki valdið tjóni ennþá
Óvissustig fjarskiptageirans er enn í gildi. Því var lýst yfir í fyrsta sinn í gær af Póst og fjarskiptastofnun í kjölfar netárásar á íslensk fyrirtæki. Reynt var að kúga út úr þeim fé. Forstöðumaður Póst og fjarskiptastofnunnar segir að ekki hafi orðið tjón af völdum árásarinnar enn sem komið er.
10.09.2020 - 11:38
Tölvuárásin á RB líklega gerð frá útlöndum
Flest bendir til þess að tölvuárásin á kerfi Reiknistofu bankanna hafi verið gerð frá útlöndum og líkur eru á því að uppruninn finnist. Tölvuþrjótarnir komust að ystra varnarmúr, að sögn sérfræðings.
05.06.2020 - 12:32
Árásin beindist ekki sérstaklega að RB
Tilraun til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna virðist ekki hafa verið beint sérstaklega að fyrirtækinu. Fleiri fyrirtæki urðu fyrir sömu árás. Þetta segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB í samtali við Fréttastofu.
04.06.2020 - 16:59
Tilkynntu netglæp á einum stað
Stofnanir og fyrirtæki sem verða fyrir netárás – eða grunar að ráðist hafi verið á þau – geta tilkynnt atvik í nýrri öryggisgátt stjórnvalda. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, opnaði öryggisgáttina í dag.
14.05.2020 - 16:32
Lestin
Horfir þú á sjónvarpið eða horfir það á þig?
Snjallsjónvörp safna upplýsingum um notendur sína og senda í mörgum tilfellum áfram til þriðja aðila. Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að öryggi sé oft ábótavant á hinu svokallaða hlutaneti sem snjallsjónvörpin eru hluti af.
Mannlegi þátturinn mikilvægur í netöryggi
Mannlegi þátturinn er líklega stærsta ógnin þegar kemur að tölvuárásum, segir forstjóri Reiknistofu bankanna. Fólk þurfi að bregðast strax við þegar það verði vart við eitthvað óvenjulegt og vera svolítið tortryggið. Framkvæmdastjóri Syndis segir að tölvuþrjótar einbeiti sér í meira mæli að skýjaþjónustu.
09.10.2019 - 12:18
„Hægt að breyta símum í hlerunartæki“
Það er ekki erfitt að breyta símum með gamalt stýrikerfi í hlerunarbúnað. Þetta segir sérfræðingur hjá netöryggisfyrirtæki. Hann hefur fengið nokkrar fyrirspurnir frá áhyggjufullum forsvarsmönnum fyrirtækja, sérstaklega eftir að Klaustursmálið kom upp.
23.12.2018 - 19:21