Færslur: Netflix

Ráðherra æfur yfir ímynd Úkraínumanna í sjónvarpsþætti
Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur kvartað við stjórnendur streymisveitunnar Netflix vegna þess með hve niðurlægjandi hætti löndum hans eru gerð skil í nýrri þáttaröð.
Pistill
Afturgöngur, blóð og kapítalískt víti veita birtu og yl
Ýmislegt ánægjulegt gerðist 2021 sem lífgaði upp á ár jarðhræringar, eldgoss og heimsfaraldurs. Michael Douglas varð reffilegri en nokkru sinni fyrr, Andie MacDowell sýndi hvað í henni býr, Suður-Kóreumenn máluðu upp mynd af því hvernig barnaleikir geta verið upp á líf og dauða og álfar brugðu á leik í íslensku sjónvarpsefni.
Gagnrýni
Hryllingur sem er hjartans mál
Netflix-serían Midnight Mass er persónulegur hryllingur, samofinn hverfulleika manneskjunnar og krafti samfélagsins þegar trúin á hið góða yfirgnæfir heilbrigða skynsemi, segir Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi.
Vinsæl þáttaröð setur líf veitingasala úr skorðum
Suðurkóresku sjónvarpsþáttaröðinni Squid Game verður lítillega breytt vegna ónæðis sem Kim Gil-young, eigandi matsölustaðar, hefur orðið fyrir. Kim vissi í fyrstu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fékk þúsundir símhringinga á dag fyrir örfáum vikum.
08.10.2021 - 06:25
The Crown valin besta þáttaröðin alvarlegs eðlis
Breska sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.
20.09.2021 - 02:20
Pistill
Lúka af glimmeri gerir allan mat betri
Paris Hilton hefur sett á sig ofnhanskana og kennir sjálfri sér, vinum, kunningjum og smáhundum að elda mat í glænýrri Netflix-seríu. Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar fjallar um Paris Hilton og þessar óvæntu vendingar á sjónvarpsferli hennar.
Seinfeld mætir á Netflix í október
Bandarísku gamanþættirnir Seinfeld verða aðgengilegir áskrifendum Netflix um heim allan 1. október.
02.09.2021 - 10:34
Sumarmál
Kafaði inn í skuggana á sjálfum sér í Frakklandi
Stórleikarinn Tómas Lemarquis bætti á sig tíu kílóum fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Gone For Good sem frumsýndir voru á föstudag. Vegna heimsfaraldurs voru leikarar að miklu leyti einangraðir sem gaf Tómasi tækifæri til að kafa inn á við og kynnast sjálfum sér og karakternum. Til þess þurfti hann að leyfa sér að feta myrkar slóðir sjálfs síns.
15.08.2021 - 12:00
Tengivagninn
Segir sviðsmynd Kötlu rosalega sannfærandi
Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að Baltasar Kormákur og starfslið hans hafi unnið mikið þrekvirki í Netflix-þáttaröðinni Kötlu.
28.06.2021 - 12:38
Gagnrýni
Gæsahúðarvekjandi vísindalegur draugagangur í Vík
Í Netflix-þáttunum Kötlu stígur leikstjórn, leikmynd, handrit, förðun, leikur, tónlist, hljóð og kvikmyndataka samtaka dans svo úr verður úthugsað og ögrandi listaverk, að mati Júlíu Margrétar Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
22.06.2021 - 17:30
Sjónvarpsfrétt
Segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á Kötlu
Katla er ferðalag í gegnum mannlegar tilfinningar. Þannig lýsir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfundanna, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaröðinni sem framleidd er í samstarfi við Netflix. Hann segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á þættina.
16.06.2021 - 21:07
Menningin
Geggjað frelsi að sleppa af sér beislinu í Kötlu
Sjónvarpsþættirnir Katla eftir Baltasar Kormák verða frumsýndir á Netflix á þjóðhátíðardaginn. Baltasar segir að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.
15.06.2021 - 20:00
Gagnrýni
Ferlega krúttlegt farsóttarsjónvarpsefni
Sjónvarpsrýnir Lestarinnar á Rás 1 lét gabba sig enn eina ferðina og horfði á nýja farsóttarþætti Netflix sem nefnast Sweet Tooth. Þættirnir segja frá samfélagi sem hefur að mestu þurrkast út vegna faraldurs en samhliða uppgangi hans fæðast öll börn sem blendingar af mönnum og dýrum.
Myndskeið
Söguþráður Kötlu fær skýrari mynd í nýrri stiklu
Ný stikla fyrir Kötlu, fyrstu íslensku Netflix-þáttaröðina, hefur verið birt.
28.05.2021 - 10:43
Myndskeið
Katla frumsýnd á þjóðhátíðardaginn
Fyrsta íslenska Netflix-þáttaröðin fær sína fyrstu kitlu.
20.05.2021 - 09:45
Myndskeið
Þriðja serían af Ófærð líklega sú síðasta
Leikstjóri Ófærðar segir að þriðja þáttaröðin verði líklega sú síðasta. Ólíkt fyrri þáttaröðunum tveimur situr Netflix nú nánast eitt að sýningarréttinum, að minnsta kosti til að byrja með.
18.05.2021 - 19:00
Gagnrýni
Stefnumótaforrit sem lofar eilífri ást
„Eins og margar ástarsögur fá mann til að trúa á eina sanna ást, þvert á raunsæislega afstöðu til tilverunnar, þá gera The One hið gagnstæða og fylla mann heldur bölsýni og einlægu þakklæti yfir að slíkt sé bara til í ævintýrum,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi lestarinnar um The One á Netflix.
02.04.2021 - 13:00
Fyrstu myndirnar úr Kötlu birtar
Netflix birti í dag fyrstu myndirnar úr þáttaröðinni Kötlu.
24.03.2021 - 10:06
Gagnrýni
Eitursvöl ofurhetja sem vill bara vera góður pabbi
Assane er ekki þessi undirheimahetja eða kokteilasúpandi slagsmálahundur sem við þekkjum úr töffaramyndum. Hann er sætur, sjarmerandi, hláturmildur og ólíkur hinum ráma einfara sem lemur stráka og hösslar stelpur. Þættirnir, sem fjalla um þessa heillandi hetju, eru sýndir á Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir, gagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í Lupin.
31.01.2021 - 11:00
Gagnrýni
Merkilega kraftlaus heimsendir Georges Clooneys
Kvikmyndin The Midnight Sky er glæsileg á að líta, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi, en myndin sé þess utan óspennandi og að mestu óeftirminnileg.
Gagnrýni
Stórbrotin fæðing verður klisjum að bráð
Kvikmyndin Pieces of a Woman hefst á atriði sem er hreint út sagt ótrúlegt áhorfs, segir Gunnar Eggertsson gagnrýnandi, en því miður reiði myndin sig fullmikið á augljósa táknfræði að því loknu.
Gagnrýni
Ferlega töff þættir sem örva bæði skynvíddir og rökvísi
Áhorfendum gefst tækifæri til að stökkva ofan í ofursvala kanínuholu, stútfulla af flóknum gestaþrautum og blóðsúthellingum í japönsku þáttunum Alice in Borderland, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir.
Gagnrýni
Og þá var slegist, reykt og slúðrað í höllinni
„Fyrir þá sem dáðu Disney-prinsessur, söfnuðu pónýhestum, glansmyndum eða postulínsdúkkum er þetta kærkomin nostalgía um hinn fullkomna þykjó-heim mömmóleikjanna.“ Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Bridgerton, pólitískt kórrétt búningadrama frá Netflix, um ástir og örlög fína og fjölbreytta fólksins í London á 19. öld.
10.01.2021 - 10:00
Tók „lítinn Tom Cruise“ þegar Netflix stoppaði Kötlu
Baltasar Kormákur segist hafa brugðist illa við þegar Netflix ætlaði að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Kötlu vegna heimsfaraldursins. Leikstjórinn lagði höfuðið í bleyti og úr varð sóttvarnarkerfi sem vakti heimsathygli. „Ég hef aldrei lent í annarri eins viðtalahrinu.“
31.12.2020 - 10:36
Netflix varar áhorfendur ekki við The Crown
Netflix ætlar ekki að setja viðvörun á undan sjónvarpsþáttunum The Crown um að um skáldskap sé að ræða. Þættirnir eru einhverjir þeir vinsælustu sem bandaríska streymisveitan framleiðir.
06.12.2020 - 16:20