Færslur: Netflix

Netflix gagnrýnt fyrir að kyngera ungar stúlkur
Netflix hefur sent frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið á gagnrýni á auglýsingu fyrir kvikmyndina Cuties sem væntanleg er á streymisveituna 9. september. Gagnrýnendum þótti mynd og texti sem fylgdu auglýsingunni vera óviðeigandi og kyngera ungar stúlkur.
21.08.2020 - 14:23
Ekkert mál að verða ástfanginn af einstaklingi á rófinu
„Ef þið eruð hrifin af einhverjum á rófinu megið þið hjálpa þeim stundum að fatta hvað þau þurfa,“ segir Elín Sigurðardóttir námsmaður. Hún horfði á þættina Love on the spectrum á Netflix og segir þættina góða en ekki endurspegla raunveruleikann fyllilega. Til dæmis sé ekkert sem standi í vegi fyrir að manneskja með einhverfu, eins og hún sjálf, eigi í farsælu ástarsambandi með aðila sem ekki er á rófinu.
17.08.2020 - 09:18
Jonathan Pryce verður Filippus prins
Velski leikarinn Jonathan Pryce fer með hlutverk Filipusar drottningarmanns í fimmtu og sjöttu þáttaröð af The Crown. Þættirnir eru framleiddir af streymisveitunni Netflix og greina frá ævihlaupi Elísabetar Englandsdrottningar.
13.08.2020 - 10:48
Netflix frumsýnir mynd eftir bróður forsetafrúarinnar
Kvikmynd byggð á skáldsögunni Ég er að spá í að slútta þessu er tilbúin til sýningar. Um er að ræða spennusögu eftir Iain Reid, bróður Elizu Reid forsetafrúar Íslands.
06.08.2020 - 16:12
Þáttaraðirnar The Crown verða sex talsins
Sjónvarpsþáttaraðirnar The Crown um bresku konungsfjölskylduna verða að minnsta kosti sex talsins, því nú hefur Netflix keypt sýningarréttinn á heilli þáttaröð til viðbótar við þær fimm sem þegar hafði verið tilkynnt um.
09.07.2020 - 17:04
Zac Efron leitar lausna við loftslagsvánni á Íslandi
Leikarinn Zac Efron leitar lausna við loftslagsvánni í nýrri heimildaþáttaröð sem er væntanleg á Netflix. Nýlega birtist stikla fyrir þáttaröðina þar sem leikarinn heimsækir hin ýmsu samfélög í leit að grænum hugmyndum. Meðal þeirra samfélaga sem Efron heimsækir er Ísland.
Heimsfrumsýning breyttist í heimapartý
Ekkert verður af heimsfrumsýningu á Eurovision-mynd Wills Ferrell í íþróttahúsinu á Húsavík eins og til stóð þar sem ekki fékkst tilskilið leyfi hjá Netflix. Þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að safnast saman í heimahúsum og horfa saman á myndina.
Vilja heimsfrumsýna Eurovision-mynd Ferrells á Húsavík
Vonir standa til að kvikmyndin Eurovison Song Contest: The Story of Fire Saga verði heimsfrumsýnd í íþróttahöllinni á Húsavík.
23.06.2020 - 16:19
Fram og til baka
„Þetta var eins og Disneyland fyrir víkinga“
Hlutverk höfuðskúrksins í fjórðu seríu víkingaþáttanna The Last Kingdom, sem eru nú í sýningu á streymisveitunni Netflix, er í höndum Eysteins Sigurðarsonar sem landsmenn þekkja meðal annars úr sjónvarpsmyndinni Mannasiðum. Eysteinn býr í London með Salóme Gunnarsdóttur leikkonu.
Síðdegisútvarpið
„Að vera í Hofi er eins og að lifa James Bond-mynd“
Akureyri er bær kvikmyndatónlistar og Sinfóníuhljómsveit Akureyrar er kvikmyndahljómsveit Íslands, að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar framkvæmdastjóra. Sveitin hefur í nægu að snúast í heimsfaraldri við að leika tónlist fyrir stærstu framleiðslurisa heims.
Viðskiptavinir streyma til Netflix
Efnisveitan Netflix greindi frá mikilli fjölgun áskrifenda á fyrsta ársfjórðungi. Nærri 16 milljónir bættust við á heimsvísu. Fyrirtækið hagnaðist um 709 milljónir bandaríkjadala á tímabilinu, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.
22.04.2020 - 04:16
Gagnrýni
Streitubíó með Adam Sandler
Kvikmyndin Uncut Gems með Adam Sandler í aðalhlutverki minnir áhorfendur á að hann getur verið fantagóður leikari segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi. Myndin er hrá, sveitt og ofbeldisfull hugleiðing um græðgi og peninga, sem sýnir á sér óvæntar hliðar.
16.02.2020 - 16:03
Martraðakennd afþreying sem verður fljótt ávanabindandi
Snemma á nýja árinu hóf Netflix sýningar á raunveruleikaþættinum The Circle sem gagnrýnendur hafa lýst sem blöndu af Big brother og Black mirror. Þáttunum tekst nefnilega að vera afhjúpandi fyrir samfélagið sem við búum í, en aðeins ef kveikt er á gagnrýninni hugsun áhorfandans. Ef hún er í fríi er maður fljótur að gleyma sér í hringnum.
17.01.2020 - 15:56
Lestin
Horfir þú á sjónvarpið eða horfir það á þig?
Snjallsjónvörp safna upplýsingum um notendur sína og senda í mörgum tilfellum áfram til þriðja aðila. Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að öryggi sé oft ábótavant á hinu svokallaða hlutaneti sem snjallsjónvörpin eru hluti af.
Heimskviður
Drottningin snýr aftur á Netflix
Í dag verður þriðja þáttaröðinn af The Crown aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Í þáttaröðinni er sagt frá valdatíð Elísabetar Englandsdrottningar. Ævisaga drottningarinnar eru næst dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar, enda er engu til sparað við að sviðsetja ævi konungsfjölskyldunnar. Ekki eru þó allir ánægðir með uppátækið, á meðan sum gagnrýna umfjöllun um persónuleg málefni tengd fjölskyldunni segja aðrir að söguleg ónákvæmni á köflum rýri heimildagildi þáttanna.
17.11.2019 - 07:30
Pólverjar ósáttir við heimildamynd á Netflix
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sent Neflix bréf þar sem farið er fram á að heimildamyndinni The Devil Next Door verði breytt. Kvikmyndin fjallar um útrýmingarbúðir Nasista í seinni heimsstyrjöld og réttarhöld yfir Úkraínumanninum John Demjanjuk sem var fangavörður í útrýmingarbúðum Nasista.
12.11.2019 - 11:06
Viðtal
Netflix fullfjármagnar þáttaröð á íslensku
Netflix-veitan hefur náð samningum við framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks um að fullfjármagna sjónvarpsseríu á íslensku. Þættirnir verða eins konar „jarðbundinn vísindaskáldskapur“ og þeir verða teknir á Íslandi, sem er jafnframt sögusvið þeirra, með íslenskum leikurum í öllum helstu hlutverkum.
27.09.2019 - 16:08
Kristnir Bandaríkjamenn æfir út í Netflix
Kristileg samtök saka Netflix um guðlast og krefjast þess að sjónvarpsþættir sem fjalla um samband djöfuls og engils verði teknir af dagskrá. Samtökin hafa aftur á móti af vangá farið fyrirtækjavillt þar sem Netflix framleiðir ekki þættina.
20.06.2019 - 16:23
Gagnrýni
Eitrað ofbeldissamband endar með ósköpum
Sænska sjónvarpsþáttaröðin Quicksand er vel þess virði að horfa á og vekur mann til umhugsunar um hin ýmsu mál sem vert er að staldra við, þrátt fyrir hnökra í handriti, að mati sjónvarpsrýnis Lestarinnar.
25.05.2019 - 11:00
Sat saklaus inni í þrjú ár frá 16 ára aldri
Heimildaþættirnir Time: The Kalief Browder Story sem komu út á Netflix árið 2017 hafa vakið mikla athygli. Þættirnir fjalla um Kalief Browder sem sat saklaus inni á Rikers Island en hann hlaut dóm árið 2010, þá sextán ára gamall. Þættirnir eru framleiddir af Jay Z. Við vörum við spilliefni í þessari grein, fyrir þá sem eiga eftir að horfa á þættina.
16.05.2019 - 15:43
Glæpakvendi sveipuð merkjavöru í réttarsalnum
Æsispennandi réttarhöld yfir svikahrappnum Önnu Delvey, réttu nafni Anna Sorokin, standa yfir þessa dagana í New York. Anna var á fimmtudag dæmd fyrir víðfeðm fjársvik sem ófu þræði þess lygavefs sem hún skapaði um sjálfa sig og glamúrlíf sitt.
26.04.2019 - 13:16
Stríð í uppsiglingu á milli Netflix og Apple?
Fram undan gætu verið átök milli Apple og Netflix vegna þess að Apple opnar efnisveitu í haust. Netflix lokaði Airplay-stuðningi úr Apple-tækjum á dögunum vegna tæknilegra takmarkana, en þeir vilja meina að þeir geti ekki tryggt ánægju viðskiptavina sinna af Netflix-appinu þegar útsendingu er kastað úr Apple-tækjum í sjónvörp.
10.04.2019 - 16:00
Leikur Díönu prinsessu í Krúnunni
Ungstirnið Emma Corrin hefur verið valin í hlutverk Díönu prinsessu í fjórðu þáttaröð af Netflix þáttaröðinni Krúnunni. Talsmenn Nettflix staðfestu þetta með tísti á Twitter. Þar kom jafnframt fram að tökur á þáttaröðinni hefjast síðar á þessu ári. 
09.04.2019 - 18:23
Skaparinn sem skrifar sjálfa sig sem engil
Einstaklega fallegur og sterkur sjónrænn stíll bætir upp fyrir að stundum reynist ómögulegt að botna í því sem gerist á skjánum, í öðrum hluta þáttaraðarinnar The OA.
06.04.2019 - 11:45
Grillararnir sem gripu heimsbyggðina
Það höfðu sennilega ekki margir heyrt um Jones Bar-B-Q fyrir nokkrum vikum. Núna hefur þessi litli veitingastaður í Kansas city hins vegar komist í heimsfréttirnar þökk sé raunveruleikaþáttunum Queer Eye.
25.03.2019 - 14:41