Færslur: Netflix

Gagnrýni
Stefnumótaforrit sem lofar eilífri ást
„Eins og margar ástarsögur fá mann til að trúa á eina sanna ást, þvert á raunsæislega afstöðu til tilverunnar, þá gera The One hið gagnstæða og fylla mann heldur bölsýni og einlægu þakklæti yfir að slíkt sé bara til í ævintýrum,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi lestarinnar um The One á Netflix.
02.04.2021 - 13:00
Fyrstu myndirnar úr Kötlu birtar
Netflix birti í dag fyrstu myndirnar úr þáttaröðinni Kötlu.
24.03.2021 - 10:06
Gagnrýni
Eitursvöl ofurhetja sem vill bara vera góður pabbi
Assane er ekki þessi undirheimahetja eða kokteilasúpandi slagsmálahundur sem við þekkjum úr töffaramyndum. Hann er sætur, sjarmerandi, hláturmildur og ólíkur hinum ráma einfara sem lemur stráka og hösslar stelpur. Þættirnir, sem fjalla um þessa heillandi hetju, eru sýndir á Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir, gagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í Lupin.
31.01.2021 - 11:00
Gagnrýni
Merkilega kraftlaus heimsendir Georges Clooneys
Kvikmyndin The Midnight Sky er glæsileg á að líta, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi, en myndin sé þess utan óspennandi og að mestu óeftirminnileg.
Gagnrýni
Stórbrotin fæðing verður klisjum að bráð
Kvikmyndin Pieces of a Woman hefst á atriði sem er hreint út sagt ótrúlegt áhorfs, segir Gunnar Eggertsson gagnrýnandi, en því miður reiði myndin sig fullmikið á augljósa táknfræði að því loknu.
Gagnrýni
Ferlega töff þættir sem örva bæði skynvíddir og rökvísi
Áhorfendum gefst tækifæri til að stökkva ofan í ofursvala kanínuholu, stútfulla af flóknum gestaþrautum og blóðsúthellingum í japönsku þáttunum Alice in Borderland, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir.
Gagnrýni
Og þá var slegist, reykt og slúðrað í höllinni
„Fyrir þá sem dáðu Disney-prinsessur, söfnuðu pónýhestum, glansmyndum eða postulínsdúkkum er þetta kærkomin nostalgía um hinn fullkomna þykjó-heim mömmóleikjanna.“ Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Bridgerton, pólitískt kórrétt búningadrama frá Netflix, um ástir og örlög fína og fjölbreytta fólksins í London á 19. öld.
10.01.2021 - 10:00
Tók „lítinn Tom Cruise“ þegar Netflix stoppaði Kötlu
Baltasar Kormákur segist hafa brugðist illa við þegar Netflix ætlaði að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Kötlu vegna heimsfaraldursins. Leikstjórinn lagði höfuðið í bleyti og úr varð sóttvarnarkerfi sem vakti heimsathygli. „Ég hef aldrei lent í annarri eins viðtalahrinu.“
31.12.2020 - 10:36
Netflix varar áhorfendur ekki við The Crown
Netflix ætlar ekki að setja viðvörun á undan sjónvarpsþáttunum The Crown um að um skáldskap sé að ræða. Þættirnir eru einhverjir þeir vinsælustu sem bandaríska streymisveitan framleiðir.
06.12.2020 - 16:20
Pínlegar klisjur í annars góðu uppistandi Ara Eldjárns
Ari Eldjárn er öruggur og geðþekkur í frumraun sinni á Netflix, segir gagnrýnandi The Guardian. Hann reiði sig hins vegar mjög á þjóðernisstaðalmyndir í annars vel heppnuðu uppistandi sem verði væntanlega ekki hans síðasta á streymisveitunni.
04.12.2020 - 12:05
Uppistand Ara Eldjárns komið á Netflix
Ari Eldjárn varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að vera með sitt eigið uppistand á Netflix, en streymisveitan hefur gert sýningu hans, Pardon My Icelandic aðgengilega. Ari segir tilfinninguna að sjá sýningu sína á Netflix vera bæði stórkostlega og súrrealíska.
02.12.2020 - 14:08
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Átta rangfærslur í The Crown
Greinarhöfundur í breska blaðinu The Guardian fer hörðum orðum um þættina The Crown sem segja frá bresku konungsfjölskyldunni og sýndir eru á Netflix. Simon Jenkins greinarhöfundur segir að í þáttunum hafi raunveruleikanum verið rænt og hann nýttur í áróðursskyni. Þá sé á huglausan hátt listamannaleyfið misnotað. Uppspuninn og árásin á konungsfjölskylduna hafi aldrei verið meiri en í nýjustu þáttaröðinni.
20.11.2020 - 12:49
Gagnrýni
Sóttkvíarbíó í hertu samkomubanni
Bíórýnir Lestarinnar nýtir tímann vel í samkomubanninu og rýnir hér í þrjár nýlegar kvikmyndir sem allar eru aðgengilegar á efnisveitunni Netflix; His House, Horse Girl og Rebecca.
07.11.2020 - 16:10
Viðtal
Netflix uppfyllir langþráðan draum Ara Eldjárns
Ari Eldjárn segir að langþráður draumur hafi ræst þegar Netflix ákvað að bjóða upp á klukkustundar langt uppistand hans. Þar gerir hann grín að Norðurlandabúum, lífinu og tilverunni. Ari vonar að margir horfi á þáttinn og jafnvel oftar en einu og oftar en tvisvar sinnum því þá aukist líkurnar á frekara samstarfi hans og Netflix. Verðið sem efnisveitan greiddi fyrir þáttinn er trúnaðarmál.
03.11.2020 - 18:31
Ari Eldjárn með þátt á Netflix
Streymisveitan Netflix tilkynnti í dag að þáttar með uppistandi Ara Eldjárns væri þar að vænta á næstunni. Þátturinn heitir „Ari Eldjárn: Pardon My Icelandic“ og í lýsingu á þættinum segir að þar geri Ari grín að metingi á milli norrænna þjóða og hvernig Hollywood hefur gert þrumuguðinum Þór skil.
03.11.2020 - 14:59
Gagnrýni
Langsótt draugatangó sem eykur teþorsta
Þegar bresku draugarnir birtast á skjánum og byrja að leika lausum hala í þáttunum Haunting of Bly Manor hætta þeir að vera óhuggulegir og verða í besta falli hlægilegir. Karaktersköpunin er góð en fléttan er langsótt og ber þess merki að aðeins of margir kokkar hafi troðið sér að í eldhúsinu. Úr varð sannkölluð djöflasýra sem bragðast ekki nógu vel.
31.10.2020 - 13:00
Mynd Gunnars fær óvænt hlutverk í Netflix þáttum
Áhugaljósmyndarinn Gunnar Salvarsson fékk nokkuð óvænt símtal frá Netflix á dögunum. Til stendur að hafa málverk eftir bandarísku listakonuna Briu Murphy til sýnis í nýrri þáttaröð og það kemur í ljós að myndin er máluð eftir ljósmynd Gunnars sem tekin var í Malaví árið 2007.
19.10.2020 - 09:09
Netflix gagnrýnt fyrir að kyngera ungar stúlkur
Netflix hefur sent frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið á gagnrýni á auglýsingu fyrir kvikmyndina Cuties sem væntanleg er á streymisveituna 9. september. Gagnrýnendum þótti mynd og texti sem fylgdu auglýsingunni vera óviðeigandi og kyngera ungar stúlkur.
21.08.2020 - 14:23
Ekkert mál að verða ástfanginn af einstaklingi á rófinu
„Ef þið eruð hrifin af einhverjum á rófinu megið þið hjálpa þeim stundum að fatta hvað þau þurfa,“ segir Elín Sigurðardóttir námsmaður. Hún horfði á þættina Love on the spectrum á Netflix og segir þættina góða en ekki endurspegla raunveruleikann fyllilega. Til dæmis sé ekkert sem standi í vegi fyrir að manneskja með einhverfu, eins og hún sjálf, eigi í farsælu ástarsambandi með aðila sem ekki er á rófinu.
17.08.2020 - 09:18
Jonathan Pryce verður Filippus prins
Velski leikarinn Jonathan Pryce fer með hlutverk Filipusar drottningarmanns í fimmtu og sjöttu þáttaröð af The Crown. Þættirnir eru framleiddir af streymisveitunni Netflix og greina frá ævihlaupi Elísabetar Englandsdrottningar.
13.08.2020 - 10:48
Netflix frumsýnir mynd eftir bróður forsetafrúarinnar
Kvikmynd byggð á skáldsögunni Ég er að spá í að slútta þessu er tilbúin til sýningar. Um er að ræða spennusögu eftir Iain Reid, bróður Elizu Reid forsetafrúar Íslands.
06.08.2020 - 16:12
Þáttaraðirnar The Crown verða sex talsins
Sjónvarpsþáttaraðirnar The Crown um bresku konungsfjölskylduna verða að minnsta kosti sex talsins, því nú hefur Netflix keypt sýningarréttinn á heilli þáttaröð til viðbótar við þær fimm sem þegar hafði verið tilkynnt um.
09.07.2020 - 17:04
Zac Efron leitar lausna við loftslagsvánni á Íslandi
Leikarinn Zac Efron leitar lausna við loftslagsvánni í nýrri heimildaþáttaröð sem er væntanleg á Netflix. Nýlega birtist stikla fyrir þáttaröðina þar sem leikarinn heimsækir hin ýmsu samfélög í leit að grænum hugmyndum. Meðal þeirra samfélaga sem Efron heimsækir er Ísland.
Heimsfrumsýning breyttist í heimapartý
Ekkert verður af heimsfrumsýningu á Eurovision-mynd Wills Ferrell í íþróttahúsinu á Húsavík eins og til stóð þar sem ekki fékkst tilskilið leyfi hjá Netflix. Þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að safnast saman í heimahúsum og horfa saman á myndina.