Færslur: Nepal

Tugir látnir í flóðum á Indlandi og í Nepal
Minnst 150 eru látnir af völdum flóða og aurskriða í monsún-úrhellinu í Indlandi og Nepal. 46 eru látnir í héraðinu Uttarakhand í norðanverðu Indlandi og 11 saknað eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag.
21.10.2021 - 03:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Nepal
Tveir létust í hlíðum Everestfjalls í gær
Tveir fjallamenn, annar Bandarískur en hinn frá Sviss, létu lífið í hlíðum Everestfjalls í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin í hópi Everestfara á þessu klifurtímabili, samkvæmt nepölskum fjallaleiðsögumönnum.
13.05.2021 - 04:42
Erlent · Asía · Nepal · Everest
Myndskeið
Halda sig frá veirunni í grunnbúðum Everest
Óttast er að smit sé orðið útbreitt í grunnbúðum Everest og yfirvöld í Nepal eru sökuð um að gera lítið úr því til þess að fæla ekki fjallagarpa frá. Tveir Íslendingar sem eru í grunnbúðunum segjast hafa farið lengri leið upp í grunnbúðir til að lenda ekki í margmenni.
05.05.2021 - 20:17
Erlent · Asía · Innlent · Everest · COVID-19 · Nepal
Óttast faraldur við Everest
Kórónuveirufaraldurinn virðist bókstaflega hafa náð nýjum hæðum því fjallgöngugarpar við grunnbúðir Everest í Nepal segja fjölda tilfella hafa greinst þar undanfarna daga. Þeir óttast smitbylgju í grunnbúðunum að sögn fréttastofu BBC. 
05.05.2021 - 04:16
Óttast að veiran dreifist um grunnbúðir Everest
Óttast er að kórónuveiran kunni að breiðast út um grunnbúðir Everest eftir að norskur fjallagarpur greindist smitaður í síðustu viku. Hundruð fjallgöngumanna og sjerpa eru í búðunum.
23.04.2021 - 11:48
Tuga saknað í aurskriðum í Nepal
Að minnsta kosti tólf eru látnir og tuga er saknað eftir að aurskriður féllu á tvö þorp í Nepal í gær. Tíu létu lífið og yfir tuttugu er saknað í Bahrabise, um hundrað kílómetrum austur af höfuðborginni Katmandu. Sama svæði varð hvað verst úti í jarðskjálftanum árið 2015. Enn var unnið að endurbótum eftir hann þegar aurskriðan féll og hrifsaði með sér fjölda heimila. Yfir hundrað hús eru ónýt eftir hamfarirnar.
14.09.2020 - 06:15
Erlent · Asía · Hamfarir · Nepal
Minnst 250 látin og milljónir í hrakningum vegna flóða
Um það bil þriðjungur Bangladess er á kafi í vatni og yfir 250 manns hafa farist í miklum flóðum í Suður-Asíu á síðustu vikum. Regntímabilið stendur sem hæst í sunnanverðri Asíu, þar sem úrhellisrigning hefur leitt til gríðarmikilla flóða. Minnst 81 hefur farist í Bangladess, þar sem eitt mesta vatnsveður um margra ára skeið hefur fært um þriðjung alls lands á kaf. Um þrjár milljónir Bangladessa hafa ýmist hrakist á flótta undan flóðunum eða komast hvergi vegna þeirra.
23.07.2020 - 03:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Bangladess · Indland · Nepal
Fyrsta andlátið í Nepal vegna COVID-19
Fyrsta andlátið í Nepal af völdum COVID-19 varð í dag. Það var 29 ára kona sem hafði nýlega eignast barn.
17.05.2020 - 02:10
Fyrsta handtakan vegna andláts í tíðakofa
Karlmaður var handtekinn í Nepal eftir að ung kona lét lífið í svokölluðum tíðakofa nærri heimili sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í Nepal handtaka einhvern vegna dauðfalls í tíðakofa.
07.12.2019 - 08:08
Kleif fjórtán hæstu tinda heims á mettíma
Nepalski fjallgöngugarpurinn Nirmal Purja setti met í dag þegar hann kom niður af tindi fjallsins Shishapangma í Kína. Þá hafði hann klifið fjórtán hæstu fjallatinda heims á rúmlega sex mánuðum. Allir eru þeir yfir átta þúsund metrar á hæð.
29.10.2019 - 16:55
Erlent · Asía · Mannlíf · Nepal
Flóð og úrhelli ógna rúmri milljón flóttafólks
Um ein milljón flóttafólks sem búið hefur við bágan kost í stærstu flóttamannabúðum heims má nú þola enn meiri harðindi en fyrr, því monsúnrigningar sem geisa nú í Bangladess hafa eyðilagt kofa og hreysi sem þúsundir þeirra hafa þurft að kalla heimili sín síðustu mánuði.
15.07.2019 - 05:57
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Mjanmar · Bangladess · Indland · Nepal · Róhingjar
Minnst 50 dáin í flóðunum í Nepal
Minnst fimmtíu hafa látið lífið í flóðum og skriðuföllum í Nepal frá því á fimmtudag samkvæmt nýjustu upplýsingum þarlendra yfirvalda, og tuga er saknað. Monsúnrigningar geisa nú í Nepal og norðaustanverðu Indlandi, þar sem ellefu dauðsföll hafa verið staðfest, yfir milljón manns eru í hrakningum og um 1.800 þorp eru meira og minna á floti eftir að Brahmaputra-fljótið tók að flæða yfir bakka sína.
14.07.2019 - 07:33
Erlent · Asía · Hamfarir · Nepal · Indland
Indland Nepal
Á þriðja tug látin í flóðum og skriðum
Minnst 17 létu lífið í skriðum og flóðum í Nepal í gær og ellefu týndu lífinu við svipaðar aðstæður í norðausturhéruðum Indlands. Monsúnrigningar geisa í Nepal og á norðanverðu Indlandi og gegndarlaust úrhelli síðustu sólarhringa hefur valdið flóðum, aur- og grjótskriðum víða á þessu svæði. Í Nepal er ástandið slæmt um land allt og auk þeirra sautján sem fórust er minnst sjö saknað og jafnmargir eru slasaðir.
13.07.2019 - 08:19
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Nepal
Breskur maður lést á Everest í dag
Minnst 10 hafa farist á Everest í ár, breskur karlmaður lést rétt eftir að náð toppnum í morgun. Yfirvöld í Nepal hafa sætt gagnrýni fyrir að gefa út met fjölda gönguleyfa. Þrír Íslendingar náðu á tind Everest á miðvikudag og þeir eru allir komnir aftur niður í grunnbúðir og eru við góða heilsu.
25.05.2019 - 12:42
Erlent · Asía · Everest · Nepal
Á tindinn í tuttugasta og þriðja sinn
Nepalski fjallgöngu- og leiðsögumaðurinn Kami Rita sló eigi met þegar hann komst á tind Everest-fjalls  í gær. Kami Rita, sem er 49 ára, komst þá á tindinn í tuttugasta og þriðja sinn. Með honum í för voru sjö landar hans.
15.05.2019 - 07:47
Erlent · Asía · Nepal · Everest
Lík allra fjallgöngumannanna fundin
Lík allra níu fjallgöngumannanna við fjallið Gurja í Nepal eru fundin. Byrjað er að ferja líkin niður af fjallinu að sögn yfirvalda. Mennirnir héldu til í grunnbúðum fjallsins á meðan þeir biðu eftir því að veður yrði nægilega gott til fjallgöngunnar. Þá gekk blindbylur yfir svæðið og lagði allt í rúst.
14.10.2018 - 07:39
Erlent · Asía · Nepal
Átta fjallgöngumenn látnir í óveðri í Nepal
Að minnsta kosti átta fjallgöngumenn eru látnir eftir að blindbylur lagði tjaldbúðir þeirra í rúst á fjallinu Gurja í Nepal. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum í Nepal. Björgunarsveit fann lík mannanna við leit í morgun. Fjórir hinna látnu eru suður-kóreskir fjallgöngumenn og fjórir nepalskir leiðsögumenn. Eins til viðbótar er saknað.
13.10.2018 - 06:10
Erlent · Asía · Nepal
Aldrei fleiri á Everest-tind en 2018
807 manns komust alla leið upp á hæsta tind Jarðar, tindinn á Mount Everest, á klifurtímabili þessa árs, og hafa aldrei verið fleiri. Almennt má segja að klifurtímabilið standi frá apríllokum fram í júníbyrjun, en í ár var einungis hægt að fara upp fjallið seinnihluta maímánaðar. Fyrra met var sett 2013, þegar 665 manns komust á tindinn. Í vor fóru 563 upp fjallið að sunnanverðu, í Nepal, en 244 komust á tindinn norðanmegin frá, í Tíbet. Yfirvöld beggja landa staðfestu þessar tölur 16. ágúst.
23.08.2018 - 03:19
Erlent · Asía · Tíbet · Nepal
Bannað að klífa Everest án fylgdar
Stjórnvöld í Nepal hafa samþykkt nýja reglugerð um fjallgöngur í þessu mesta fjallgöngulandi Jarðar. Héðan í frá er engum heimilt að klífa tinda nepalskra fjalla einn síns liðs, heldur þarf viðkomandi alltaf að hafa nepalskan leiðsögumann sér til halds og trausts. Þá bannar reglugerðin blindum fjallagörpum og fótalausum að klífa hæstu fjöllin, nema í undantekningartilfellum.
31.12.2017 - 00:35
Erlent · Asía · Nepal
Verstu flóð um árabil
1.200 dáin í Nepal, Indlandi og Bangladess
Yfir 1.200 manns hafa látið lífið í flóðum af völdum monsúnrigninga í Nepal, Bangladess og á Indlandi síðustu þrjá mánuði. Milljónir eru á hrakhólum vegna flóðanna, sem sögð eru þau mestu sem orðið hafa á þessu svæði um árabil. Miklir vatnavextir og mannskæð flóð eru engin nýlunda á þessum slóðum á þessum árstíma, en rigningartímabilið varir frá júní fram í september. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka segja ástandið þó óvenju slæmt í ár.
27.08.2017 - 01:56
Asía · Hamfarir · Nepal · Indland · Bangladess
49 dánir í flóðum í Nepal
Minnst 49 hafa dáið í flóðum og aurskriðum í Nepal síðustu daga. Sautján er saknað og tugir hafa slasast í hamförunum, sem hafa hrakið þúsundir fjölskyldna frá heimilum sínum vítt og breitt um landið. Ausandi, uppstyttulaus rigning hefur dunið á landinu að undanförnu, þar sem monsúntímabilið stendur nú sem hæst. Þetta hefur valdið gríðarmiklum vatnavöxtum, asaflóðum og aurskriðum.
14.08.2017 - 00:15
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Nepal
Nepal
Fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í 20 ár
Sveitarstjórnarkosningar eru hafnar í Nepal; þær fyrstu síðan 1997. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan 7 að morgni, eða 1.15 í nótt að íslenskum tíma. Kosið er í þremur fylkjum af sjö í þessum fyrri hluta kosninganna, en kosið verður í hinum fylkjunum fjórum 14. júní. Um 50.000 manns eru í framboði til embættis bæjar- og borgarstjóra, varabæjarstjóra og sveitarstjórnarmanna í 283 sveitarfélögum í fylkjunum þremur. Nöfn 873 frambjóðenda eru á nær metralöngum kjörseðlinum í höfuðborginni Katmandú.
14.05.2017 - 04:07
Erlent · Asía · Stjórnmál · Nepal
Yfir 100 látnir í flóðum í Suður Asíu
Yfir 100 manns hafa týnt lífi í flóðum og aurskriðum í Suður-Asíu síðustu daga, þar sem miklar monsúnrigninar ganga nú yfir í mörgum löndum. Nokkur hundruð þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna úrhellisins og flóðanna sem því fylgir. Fjölda fólks hefur verið bjargað úr flóðunum og komið fyrir í neyðarskýlum. Flestir hafa látist í Nepal, þar sem minnst 75 hafa látist í flóðum og aurskriðum það sem af er þessari viku.
29.07.2016 - 07:08
Tjón í jarðskjálftanum í Nepal vanmetið
Uppbygging í Nepal eftir jarðskjálftann mikla í apríl í fyrra kostar fjórðungi meira en áður var talið. Stefnt er að því að hún taki fimm ár.
12.05.2016 - 17:45
Erlent · Asía · Hamfarir · Nepal
Fólk líður enn skort ári eftir jarðskjálftann
Eitt ár er í dag liðið frá því harður jarðskjálfti reið yfir Nepal sem kostaði hátt í 9.000 manns lífið. Rauði krossinn telur að allt að á 500 þúsund heimilum í Nepal búi fólk enn við skort af einhverju tagi.
25.04.2016 - 17:32