Færslur: Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu

Tilkynna aðgerðir gegn hælisleitendum til NEL
Hjálparsamtökin Solaris hafa sent nefnd um eftirlit með störfum lögreglu, NEL, tilkynningu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi,“ vegna aðgerða í húsakynnum Útlendingastofnunar í Hafnarfirði síðasta þriðjudag.
Lögreglumenn óska eftir skýringum á úrskurði nefndar
Landssamband lögreglumanna hefur sent erindi til Persónuverndar og Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna úrskurðar nefndarinnar um það sem gerðist í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Erindin eru tvö og snúa annars vegar að því hvort Persónuvernd telji vinnubrögð nefndarinnar samræmast lögum og hins vegar hvers vegna nefndin vann úrskurð sinn eins og raun bar vitni. Lögmaður sambandsins sendi erindin í vikunni og hafa þau verið móttekin.
Segir formann NEL kominn á hálan ís og dragi úr trausti
Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu er á gráu svæði í umfjöllun um störf lögreglu í kringum Ásmundarsalarmálið að sögn formanns Lögreglufélags Reykjavíkur. Hann segir formann nefndarinnar hafa dregið úr trúverðugleika lögreglu í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann segir einnig að verið sé að kanna réttarstöðu lögregluþjónanna sem komu að málinu í Ásmundarsal varðandi persónuvernd.
Birting efnis úr myndavélum þarf að hafa skýran tilgang
Sviðsstjóri Persónuverndar segir það grundvallaratriði að tilgangur vinnslu upplýsinga úr búkmyndavélum lögreglumanna sé skýr áður en hún fer fram. Ekki er ljóst hvort eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafi mátt birta númer lögreglumanna í skýrslu sinni.