Færslur: NBA

NBA tímabilinu frestað vegna COVID-19
Bandaríska NBA deildin í körfubolta tilkynnti í kvöld að tímabilinu væri frestað ótímabundið eftir að leikmaður í deildinni greindist með COVID-19 veikina. Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, fékk niðurstöðu úr rannsókn rétt fyrir leik liðsins gegn Oklahoma City Thunder í kvöld. Leikurinn var við það að hefjast þegar fregnirnar bárust, og var honum aflýst. Gobert var sjálfur ekki á staðnum.
12.03.2020 - 01:46
Clippers fagnaði sigri í slagnum um LA
Margra mánaða bið aðdáenda NBA deildarinnar í körfubolta lauk í nótt þegar meistarar Toronto Raptors tóku á móti New Orleans Pelicans. Eftir æsispennandi leik sem lauk með sigri heimamanna í framlengingu tók við nágrannaslagur Los Angeles liðanna, sem spáð er góðu gengi í deildinni í vetur.
23.10.2019 - 06:14
Leonard fer til Clippers, sem fær líka George
Það var ekki bara titringur í jarðskorpunni í Kaliforníu í nótt, heldur líka í íþróttaheiminum: Kawhi Leonard, sem leiddi Toronto Raptors til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í sumar og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar, hefur ákveðið að ganga til liðs við Los Angeles Clippers. Þangað fer einnig stjörnuleikmaðurinn Paul George frá Oklahoma City Thunder. Frá þessu greinir fréttamaðurinn Adrian Wojnarowski hjá ESPN, sem jafnan er fyrstur með fréttirnar af leikmannaskiptum í NBA.
06.07.2019 - 08:04
Gríska undrið valið verðmætast í NBA
Grikkinn Giannis Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Antetokounmpo leiddi lið Milwaukee Bucks í vetur sem náði besta árangri allra liða í deildinni, en tókst þó ekki að leika til úrslita um titilinn.
25.06.2019 - 04:52
Toronto meistari NBA-deildarinnar fyrsta sinni
Lið Toronto Raptors landaði í nótt fyrsta meistaratitli sínum í bandarísku NBA-deildinni þegar það sigraði meistaralið síðustu tveggja ára, Golden State Warriors, með 114 stigum gegn 110 í sjötta leik liðanna. Toronto vann úrslitaeinvígið með fjórum leikjum gegn tveimur og varð um leið fyrsta liðið sem ekki á varnarþing í Bandaríkjunum til að fagna sigri í þessari firnasterku deild, en eins og nafnið bendir til kemur liðið frá Kanada.
14.06.2019 - 04:26
Golden State minnkaði muninn gegn Toronto
Golden State Warriors minnkaði muninn í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta með 106-105 sigri gegn Toronto Raptors á útivelli í nótt. Gestirnir leiddu nánast allan leikinn, en heimamenn náðu sex stiga forystu þegar lítið var eftir. Það dugði þó ekki til því Golden State átti góðan endasprett.
11.06.2019 - 04:10
Toronto einum sigri frá titlinum
Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá NBA meistaratitlinum í körfubolta eftir 105-92 sigur gegn Golden State Warriors á útivelli í nótt. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í einvíginu, þar af báða leikina á heimavelli Golden State, en ríkjandi meistarar hafa aðeins unnið einn leik. 
08.06.2019 - 04:05
Raptors sigruðu Golden State
Toronto Raptors bar sigur úr býtum gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni NBA í nótt, með 123 stigum gegn 109. Leikurinn fór fram á heimavelli Golden State í Oakland í Kaliforníu.
06.06.2019 - 03:59
Toronto í sögubækurnar
Leikmenn Toronto Raptors skráðu nafn félagsins í sögubækurnar í nótt eftir 100-94 sigur gegn Milwaukee Bucks í úrslitaleik Austurdeildar NBA deildarinnar. Félagið er komið í úrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn, og er jafnframt fyrsta kanadíska félagið til að leika til úrslita um NBA titilinn.
26.05.2019 - 03:39
Leonard leiðir Toronto í kjörstöðu
Kawhi Leonard dró vagn gestanna frá Toronto þegar liðið komst í kjörstöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staðan var jöfn í einvígi liðanna, 2-2, fyrir leikinn í nótt, en Toronto er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígið gegn Golden State Warriors.
24.05.2019 - 04:37
Flautukarfa Leonard kom Toronto í undanúrslit
Kawhi Leonard skaut Toronto Raptors í undanúrslit NBA deildarinnar í körfubolta með flautukörfu á síðustu sekúndu oddaleiks liðsins gegn Philadelphia 76ers. Jimmy Butler hafði jafnað metin í 90-90 fyrir Philadelphia þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum með sniðskoti, en Leonard hafði lokaorðið með stökkskoti, þar sem boltinn skoppaði fjórum sinnum ofan á hringnum áður en hann fór ofan í körfuna eftir að lokaflautan gall.
13.05.2019 - 01:56
Portland hafði betur gegn Denver
Portland Trailblazers tryggði sér sæti í undanúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi oddaleik gegn Denver Nuggets í kvöld. Denver virtist ætla að nýta sér að vera á heimavelli og leiddi leikinn frá byrjun. Mest náði liðið 17 stiga forystu í fyri hálfleik en níu stigum munaði á liðunum í hálfleik, 48-39.
12.05.2019 - 22:56
Meistararnir komust í undanúrslit
Meistarar síðustu tveggja ára í NBA deildinni í körfubolta færðust í nótt skrefi nær þriðja titlinum í röð. Golden State Warriors lét ekki meiðsli lykilmannsins Kevin Durant á sig fá og gerði sér lítið fyrir með því að sigra Houston Rockets á útivelli með 118 stigum gegn 113.
11.05.2019 - 05:23
Philadelphia og Portland tryggðu oddaleiki
Bæði Portland Trailblazers og Philadelphia 76ers náðu að tryggja sér oddaleik í einvígjum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Philadelphia hafði betur á heimavelli gegn Toronto Raptors með 112 stigum gegn 101 og Portland vann Denver Nuggets 119-108.
10.05.2019 - 06:46
Milwaukee í undanúrslit í fyrsta sinn í 18 ár
Milwaukee Bucks varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Liðið lagði Boston 116-91 í fimmta leik liðanna í nótt, og einvígið þar með 4-1. Meistarar Golden State Warriors komust í kjörstöðu í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri á heimavelli.
09.05.2019 - 05:44
Philadelphia jafnaði metin gegn Toronto
Jimmy Butler fór fyrir félögum sínum í Philadelphia 76ers í nótt þegar liðið jafnaði metin gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta. Leiknum lauk 94-89 fyrir Philadelphia. Staðan er 1-1 í einvígi liðanna, og verða næstu tveir leikir háðir í Philadelphiu. Einvígi Denver Nuggets og Portland Trailblazers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar hófst í nótt með sigri heimamanna í Denver, 121-113. Nikola Jokic skoraði 37 stig fyrir heimamenn.
30.04.2019 - 05:56
Boston og Golden State byrja vel
Boston Celtics og Golden State Warriors hófu aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar með sigri í kvöld. Boston Celtics gerði sér lítið fyrir og vann Milwaukee Bucks á útivelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni með 112 stigum gegn 90. En meistarar Golden State mörðu heimasigur gegn Houston Rockets, 104-100. Vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í undanúrslit NBA deildarinnar.
29.04.2019 - 01:54
Denver hafði betur í oddaleiknum
Denver Nuggets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA deildarinnar með 90-86 sigri gegn San Antonio Spurs í oddaleik. Denver mætir Portland Trailblazers í undanúrslitum. Þá hófust undanúrslit Austurdeildarinnar í nótt með viðureign Toronto Raptors og Philadelphia 76ers, þar sem Kawhi Leonard leiddi kanadíska liðið til sigurs með 108 stigum gegn 95.
28.04.2019 - 07:51
Meistararnir komnir í næstu umferð
Kevin Durant skoraði 50 stig fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir tryggðu sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Golden State vann Los Angeles Clippers með 129 stigum gegn 110, og einvígið þar með fjögur tvö. 
27.04.2019 - 06:35
Houston áfram - meistararnir hiksta
Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri gegn Utah Jazz í jöfnum og spennandi leik í nótt. Lokatölur urðu 100-93 fyrir Houston, þar sem James Harden fór fyrir heimamönnum, eins og svo oft áður, og skoraði 26 stig.
25.04.2019 - 06:36
Ekkert óvænt í úrslitakeppni NBA í nótt
Fjórir leikir voru háðir í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Heimaliðin, sem enduðu öll ofar í deildinni en andstæðingar sínir, unnu alla leikina.
15.04.2019 - 05:52
Meistararnir byrja úrslitakeppnina vel
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar hófst í gærkvöld með leikjum í austurdeildinni. Úrslit beggja leikja urðu nokkuð óvænt, því Orlando Magic, sem varð í sjöunda sæti, lagði Toronto Raptors, sem endaði í öðru sæti, með 104 stigum gegn 101, og Brooklyn Nets, sem varð í sjötta sæti, vann útisigur gegn Philadelphia 76ers, sem endaði í þriðja sæti, með 111 stigum gegn 102.
14.04.2019 - 06:53
Magic og Dirk hættir
Tvær stórstjörnur yfirgáfu körfuboltavöllinn í nótt, hvor á sinn hátt. Goðsögnin Magic Johnson sagði starfi sínu lausu sem formaður Los Angeles Lakers, eftir tvö misheppnuð ár hjá hinu fornfræga félagi. Þá staðfesti Dirk Nowitzki leikmaður Dallas Mavericks að nú væri nóg komið, og ætlar hann að leggja skóna á hilluna að tímabilinu loknu.
10.04.2019 - 06:19
Fer ekki með vegna „brjálæðingsins“ Erdogan
Tyrkneski körfuboltamaðurinn Enes Kanter hefur ákveðið að halda sig í Bandaríkjunum á meðan lið hans New York Knicks heldur til Bretlands síðar í mánuðinum. Kanter óttast að hann verði ráðinn af dögum í Lundúnum.
06.01.2019 - 07:59
Jimmy Butler skipt til Philadelphia 76ers
Jimmy Butler, stjörnuleikmanni Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið skipt til Philadelphia 76ers. Frá þessu greina fréttamiðlar vestanhafs. Philadelphia fær þar með í sínar raðir þriðju stjörnuna, en fyrir leika með liðinu Kamerúninn Joel Embiid, besti miðherji deildarinnar á leiktíðinni, og Ástralinn Ben Simmons, sem fór á kostum á nýliðaárinu sínu í fyrra.
10.11.2018 - 18:35