Færslur: NBA

Brooklyn valtaði yfir Milwaukee
Brooklyn Nets komst í nótt 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Milwaukee Bucks með stórsigri í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns hóf einvígi sitt gegn Denver Nuggets með heimasigri.
08.06.2021 - 04:49
Clippers hafði betur gegn Dallas
Los Angeles Clippers tryggði sér síðasta lausa sætið í undanúrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta í kvöld með sigri á heimavelli gegn Dallas Mavericks, 126-111. 
06.06.2021 - 23:26
Harden meiddist í sigri Brooklyn
Viðureign Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í undanúrslitum austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta hófst í nótt. Heimamenn í Brooklyn urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar James Harden fór meiddur af velli. Stórstjörnurnar Kevin Durant og Kyrie Irving létu það þó ekki á sig fá og leiddu heimamenn til sigurs, 115-107.
06.06.2021 - 04:09
Leonard tryggði Clippers oddaleik
Kawhi Leonard átti stórleik þegar hann leiddi lið Los Angeles Clippers til sigurs gegn Dallas Mavericks í nótt, og tryggði Clippers um leið oddaleik í einvígi liðanna á heimavelli aðra nótt. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram á lokamínútur, þegar Clippers náði góðri forystu sem reyndist Dallas um megn.
05.06.2021 - 05:40
James úr leik í fyrstu umferð í fyrsta sinn
Í fyrsta sinn á ferlinum kemst LeBron James ekki með liði sínu áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Það varð ljóst í nótt þegar Phoenix Suns vann öruggan sigur gegn Los Angeles Lakers, 113-100, og einvígi liðanna þar með 4-2. Denver Nuggets tryggði sér einnig sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar í nótt með sigri gegn Portland Trailblazers í spennandi leik.
04.06.2021 - 06:06
Þrjú lið í næstu umferð úrslitakeppni NBA í nótt
Philadelphia 76ers og Atlanta Hawks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz varð fyrsta liðið í vesturdeildinni til að komast áfram úr fyrstu umferðinni, og Dallas Mavericks er aðeins einum sigri frá því eftir leiki næturinnar.
03.06.2021 - 04:53
Brooklyn komið í næstu umferð
Brooklyn Nets tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta með öruggum sigri gegn Boston Celtics í fimmta leik liðanna. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Denver Nuggets og Portland Trailblazers, og Phoenix Suns tók forystuna í einvígi liðsins gegn Los Angeles Lakers.
02.06.2021 - 04:44
Milwaukee einum sigri frá næstu umferð
Milwaukee Bucks er nú aðeins einum sigri frá því að komast í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Los Angeles Lakers og Denver Nuggets tóku forystu í einvígjum sínum.
28.05.2021 - 05:57
Westbrook meiddist í tapi Washington
Utah Jazz og New York Knicks jöfnuðu einvígi sín í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Philadelphia 76ers komst í 2-0 gegn Washington Wizards.
27.05.2021 - 06:24
Denver jafnaði metin gegn Portland
Denver Nuggets jafnaði metin í einvígi sínu gegn Portland Trailblazers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks tók 2-0 forystu gegn Miami Heat eftir öruggan sigur á heimavelli í nótt.
25.05.2021 - 05:20
Memphis hafði betur gegn Utah
Mikil spenna var í leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. New York Knicks tapaði á heimavelli gegn Atlanta Hawks, Phoenix Suns og Philadelphia 76ers fögnuðu heimasigrum, og Memphis Grizzlies kom öllum á óvart með útisigri gegn sigursælasta liði tímabilsins.
24.05.2021 - 04:29
Mikilvægir útisigrar Dallas og Portland
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta hófst í gærkvöldi og í nótt. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami Heat eftir framlengdan leik, og Dallas Mavericks og Portland Trailblazers komu sér í góða stöðu með útisigrum.
23.05.2021 - 06:12
Morant leiddi Memphis í úrslitakeppnina
Memphis Grizzlies hafði betur gegn Golden State Warriors í leik um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu.
22.05.2021 - 04:48
Washington Wizards í úrslitakeppnina
Washington Wizards tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Liðið vann öruggan sigur gegn Indiana Pacers, 142-115.
21.05.2021 - 04:06
Lakers í átta liða úrslit vesturdeildar
Los Angeles Lakers tryggði sér sæti í úrslitakeppni vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta í nótt með naumum sigri í æsispennandi leik gegn Golden State Warriors. LeBron James tryggði Lakers sigur með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir af leiknum.
20.05.2021 - 05:36
Boston í úrslitakeppnina - Charlotte úr leik
Jayson Tatum átti stórleik þegar Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Tatum skoraði 50 stig í 118-100 sigri gegn Washington Wizards í umspilsleik um laust sæti gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppninni.
19.05.2021 - 03:55
Westbrook einn um metið yfir þrefaldar tvennur
Bandaríski körfuboltamaðurinn Russell Westbrook situr nú einn að metinu yfir þrefaldar tvennur í NBA deildinni í körfubolta. Þreföld tvenna er þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í þremur tölfræðiþáttum í körfubolta.
11.05.2021 - 04:17
Westbrook jafnaði met Robertson í nótt
Bandaríski körfuboltamaðurinn Russell Westbrook jafnaði í nótt met Oscar Robertson í NBA deildinni. Þegar Westbrook sendi tíundu stoðsendingu sína í leik Washington Wizards gegn Indiana Pacers náði hann þrefaldri tvennu, þeirri 181. á ferlinum.
09.05.2021 - 05:13
Lakers meistari í sautjánda sinn
Los Angeles Lakers fagnaði í nótt sínum sautjánda titli, og þeim fyrsta í áratug, með öruggum sigri í sjötta leik úrslitaeinvígisins gegn Miami Heat. Lokatölur urðu 106-93, en sigurinn var þó talsvert öruggari en það.
12.10.2020 - 02:31
Miami minnkaði muninn gegn Lakers
Duncan Robinson átti stórleik ásamt Jimmy Butler þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. LeBron James gerði hvað hann gat til þess að tryggja Lakers titilinn í nótt, en Miami náði að sigla inn sigrinum í lokin.
10.10.2020 - 04:09
Lakers aðeins sigri frá titlinum
Los Angeles Lakers er aðeins einum sigri frá því að verða meistari í NBA deildinni í körfubolta. Liðið hafði betur í jöfnum og spennandi fjórða leik sínum gegn Miami Heat, 102-96.
07.10.2020 - 03:50
Miami mætir Lakers í úrslitum NBA deildarinnar
Miami Heat varð í nótt austurdeildarmeistari í NBA deildinni í körfubolta eftir öruggan sigur gegn Boston Celtics í sjötta leik liðanna. Miami leikur gegn Los Angeles Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. 
28.09.2020 - 02:25
James leiddi Lakers í úrslit
LeBron James átti stórleik þegar Los Angeles Lakers tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. James skoraði 38 stig, tók 16 fráköst og gaf tíu stoðsendingar í 117-107 sigri liðsins gegn Denver Nuggets í fimmta leik liðanna í úrslitum vesturdeildarinnar. Lakers vann einvígið 4-1. 
27.09.2020 - 04:06
Boston minnkaði muninn gegn Miami
Boston Celtics minnkaði muninn í einvígi sínu gegn Miami Heat í úrslitum austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Leiknum lauk 121-108 fyrir Boston, sem hefur nú unnið tvo leiki, en Miami hefur unnið þrjá.  Miami gat lokið einvíginu með sigri í nótt og leit lengi vel út fyrir að leikmenn liðsins væru tilbúnir til þess.
26.09.2020 - 04:37
Denver Nuggets með bakið upp við vegg
Los Angeles Lakers er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Liðið vann Denver Nuggets 114-108 í Flórída í nótt, og hefur nú unnið þrjá leiki en Denver aðeins einn. Stuðningsmenn Denver gætu þó litið svo á að lið þeirra sé nú í kjörstöðu, því liðið komst í úrslit vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið einvígi sín í fyrstu og annarri umferð bæði eftir að hafa lent 3-1 undir.
25.09.2020 - 04:00