Færslur: NBA

Lakers meistari í sautjánda sinn
Los Angeles Lakers fagnaði í nótt sínum sautjánda titli, og þeim fyrsta í áratug, með öruggum sigri í sjötta leik úrslitaeinvígisins gegn Miami Heat. Lokatölur urðu 106-93, en sigurinn var þó talsvert öruggari en það.
12.10.2020 - 02:31
Miami minnkaði muninn gegn Lakers
Duncan Robinson átti stórleik ásamt Jimmy Butler þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. LeBron James gerði hvað hann gat til þess að tryggja Lakers titilinn í nótt, en Miami náði að sigla inn sigrinum í lokin.
10.10.2020 - 04:09
Lakers aðeins sigri frá titlinum
Los Angeles Lakers er aðeins einum sigri frá því að verða meistari í NBA deildinni í körfubolta. Liðið hafði betur í jöfnum og spennandi fjórða leik sínum gegn Miami Heat, 102-96.
07.10.2020 - 03:50
Miami mætir Lakers í úrslitum NBA deildarinnar
Miami Heat varð í nótt austurdeildarmeistari í NBA deildinni í körfubolta eftir öruggan sigur gegn Boston Celtics í sjötta leik liðanna. Miami leikur gegn Los Angeles Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. 
28.09.2020 - 02:25
James leiddi Lakers í úrslit
LeBron James átti stórleik þegar Los Angeles Lakers tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. James skoraði 38 stig, tók 16 fráköst og gaf tíu stoðsendingar í 117-107 sigri liðsins gegn Denver Nuggets í fimmta leik liðanna í úrslitum vesturdeildarinnar. Lakers vann einvígið 4-1. 
27.09.2020 - 04:06
Boston minnkaði muninn gegn Miami
Boston Celtics minnkaði muninn í einvígi sínu gegn Miami Heat í úrslitum austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Leiknum lauk 121-108 fyrir Boston, sem hefur nú unnið tvo leiki, en Miami hefur unnið þrjá.  Miami gat lokið einvíginu með sigri í nótt og leit lengi vel út fyrir að leikmenn liðsins væru tilbúnir til þess.
26.09.2020 - 04:37
Denver Nuggets með bakið upp við vegg
Los Angeles Lakers er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Liðið vann Denver Nuggets 114-108 í Flórída í nótt, og hefur nú unnið þrjá leiki en Denver aðeins einn. Stuðningsmenn Denver gætu þó litið svo á að lið þeirra sé nú í kjörstöðu, því liðið komst í úrslit vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið einvígi sín í fyrstu og annarri umferð bæði eftir að hafa lent 3-1 undir.
25.09.2020 - 04:00
Miami einum sigri frá úrslitaeinvíginu
Miami Heat er aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta eftir nauman sigur gegn Boston Celtics í Flórída í nótt. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en um miðbik þriðja leikhluta seig Miami framúr. Leikmenn Boston neituðu að gefast upp og komust yfir snemma í fjórða leikhluta. Miami náði aftur forskoti, og þrátt fyrir heiðarlega tilraun Boston tókst Miami að knýja fram þriggja stiga sigur, 112-109. 
24.09.2020 - 03:55
Stórleikur James dugði ekki til
Þreföld tvenna LeBron James dugði ekki til þess að koma í veg fyrir að Denver Nuggets minnkaði muninn gegn Los Angeles Lakers í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. James reyndi að leiða sína menn áfram, en Jamal Murray átti stórleik fyrir Denver sem náði í sinn fyrsta sigur í einvíginu.
23.09.2020 - 04:43
Denver Nuggets í úrslit Vesturdeildarinnar
Denver Nuggests vann þriðja leikinn í röð gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt 104-89.
16.09.2020 - 09:04
Denver Nuggets nældi í oddaleik
Frábær seinni hálfleikur tryggði Denver Nuggets oddaleik í einvígi sínu gegn Los Angeles Clippers í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í kvöld. Clippers byrjaði leikinn betur og var í vænlegri stöðu í hálfleik, 63-47. Þegar þriðja leikhluta var lokið munaði aðeins tveimur stigum á liðunum. Leikmönnum Clippers gekk ekkert með að stöðva skrið Denver, sem vann leikinn með þrettán stiga mun, 111-98.
13.09.2020 - 23:13
Lakers í úrslit vesturdeildar eftir öruggan sigur
Los Angeles Lakers tryggði sér sæti í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta með öruggum sigri gegn Houston Rockets í fimmta leik liðanna. Lakers virtist ætla að valta yfir Houston strax í fyrsta leikhluta, þar sem þeir náðu mest 22 stiga forystu. Houston náði aðeins að laga stöðuna og munaði 15 stigum á liðunum að fyrsta leikhluta loknum, 35-20. 11 stigum munaði á liðunum í hálfleik en Houston komst aldrei nær en fimm stigum frá Lakers. Leiknum lauk 119-96 fyrir Lakers.
13.09.2020 - 03:28
Boston í úrslit austurdeildarinnar
Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi oddaleik gegn ríkjandi meisturum Toronto Raptors. Denver Nuggets minnkaði muninn í einvígi sínu gegn Los Angeles Clippers. Clippers gat tryggt sér sæti í úrslitum vesturdeildarinnar, og stefndi allt í það lengst af.
12.09.2020 - 04:02
Lakers einum sigri frá úrslitum vesturdeildar
Los Angeles Lakers vann öruggan tíu stiga sigur á Houston Rockets í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lakers er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA.
11.09.2020 - 04:32
Toronto tryggði sér oddaleik eftir tvíframlengdan leik
Ríkjandi meistarar Toronto Raptors tryggðu sér oddaleik í einvígi liðsins gegn Boston Celtics í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers er aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi vesturdeildarinnar.
10.09.2020 - 04:15
Miami sló efsta lið deildarinnar út
Miami Heat gerði sér lítið fyrir og sló Milwaukee Bucks út úr úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöld með 103-94 sigri í fimmta leik liðanna. Milwaukee lék án besta leikmanns síns, Giannis Antetokounmpo, sem meiddist í síðasta leik. Los Angeles Lakers tók forystuna í einvígi sínu gegn Houston Rockets.
09.09.2020 - 04:22
Oklahoma tryggði sér oddaleik
Miami Heat hafði betur gegn Milwaukee Bucks í fyrsta leik liðanna í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Milwaukee var með forystu í leiknum lengst framan af, en Miami seig framúr eftir því sem á leið og lauk leiknum með ellefu stiga sigri, 115-104. 
01.09.2020 - 05:15
Clippers áfram í aðra umferð
Boston Celtics tók forystuna í einvígi liðsins gegn ríkjandi meisturum Toronto Raptors í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Þeir Marcus Smart og Jayson Tatum skoruðu 21 stig hvor í 112-94 sigri í fyrsta leik liðanna. Vinna þarf fjóra leiki til þess að komast áfram í úrslitaleik austurdeildarinnar.
31.08.2020 - 04:06
Liðin frá Los Angeles vilja hætta keppni
Íþróttafréttamenn vestanhafs segjast hafa heimildir fyrir því að leikmenn beggja liðanna frá Los Angeles vilji slíta keppnistímabilinu í NBA deildinni. Liðin héldu neyðarfund í Orlando í Flórída í gærkvöld eftir að þau ákváðu að mæta ekki til leiks í mótmælaskyni við skotárás lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake í Wisconsin á sunnudag.
27.08.2020 - 06:54
Neituðu að spila vegna skotárásar lögreglu
Leikmenn bandaríska körfuboltaliðsins Milwaukee Bucks hafa sniðgengið leik liðsins við Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta sem átti að fara fram í kvöld. Þetta gera leikmennirnir til að mótmæla skotárás lögreglumanna á Jacob Blake á sunnudag.
26.08.2020 - 20:35
Portland vann umspilið og mætir Lakers
Portland TrailBlazers vann í gærkvöld nauman 126-122 sigur á Memphis Grizzlies í umspili um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í Flórída.
16.08.2020 - 09:30
Deildarkeppni NBA lauk í nótt
Hefðbundinni deildarkeppni NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum lauk í Flórída í nótt. Úrslitakeppni deildarinnar hefst á mánudag þar sem eitt sæti er enn laust.
15.08.2020 - 10:05
Meistararnir lögðu Lakers
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta í Disney World í Flórída í nótt. Los Angeles Lakers tókst ekki að fylgja eftir sterkum sigri á grönnum sínum í Clippers frá því á aðfaranótt föstudags.
02.08.2020 - 10:00
Yfir 300 stig í Texas-slagnum
Sex leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í Flórída í nótt. Mikið var skorað í framlengdum leik Texas-liðanna Houston Rockets og Dallas Mavericks.
01.08.2020 - 11:00
Lestin
Óáreiðanlegur dans Jordan
ESPN heimildarþáttaröðin The Last dance hefur hlotið mikið lof fyrir þá innsýn sem hún veitir áhorfendum í síðasta leiktímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Hún þykir þó ekki dæmi um áreiðanlega blaðamennsku.
06.05.2020 - 09:25