Færslur: Nauðgun

Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Nær algert bann við þungunarrofi í Indiana
Öldungadeild ríkisþingsins í Indiana í Bandaríkjunum samþykkti lagafrumvarp í gær sem bannar þungunarrof nær alfarið. Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeildina en hart var tekist á um hvort veita ætti undanþágu frá banni vegna sifjaspells eða nauðgunar.
Ákæra gefin út í máli barns sem ekki mátti rjúfa þungun
Lögreglan í Ohio í Bandaríkjunum hefur ákært 27 ára mann, fyrir að nauðga tíu ára stúlku. Málið hefur vakið mikla athygli, þar sem stúlkunni var meinað að gangast undir þungunarrof í heimaríki sínu.
14.07.2022 - 05:26
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn andófskonum
Mannréttindasamtökin Amnesty International krefja stjórnvöld í Marokkó um að rannsaka umsvifalaust ásakanir fimm andófskvenna um ofbeldi öryggissveita ríkisins gegn þeim. Tvær þeirra segja að brotið hafi verið á þeim kynferðislega.
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Þyngdi tvo nauðgunardóma og staðfesti þann þriðja
Landsréttur sakfelldi í dag þrjá karlmenn fyrir nauðgun. Refsingar við brotum tveggja mannanna voru þyngdar í Landsrétti frá því sem ákveðið var í upphaflegum dómum í héraði. Einn dómanna var vegna nauðgunar árið 2008 og annar vegna brots stuðningsfulltrúa gegn fötluðum ungum manni sem er með vitsmunaþroska sem samsvarar þroska átján mánaða gamals barns.
03.12.2021 - 16:41
Óttast að raunverulegur nauðgari finnist ekki
Bandaríski rithöfundurinn Alice Sebold hefur beðist afsökunar á þætti sínum í því að maður var ranglega ákærður og dæmdur til fangavistar fyrir að hafa nauðgað henni árið 1981. Þá var Sebold átján ára. Hún óttast að sá sem framdi ódæðið finnist ekki og hafi mögulega komist upp með fleiri brot.