Færslur: Náttúruverndarsamtök Íslands

Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Spegillinn
Norðurskautsráðið banni svartolíu á norðurslóðum
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands vonar að á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins á morgun verði tekin ákvörðun um að bannað verði að nota svartolíu á norðurslóðum. Hann bindur vonir við að Ísland stuðli að því að í ráðherraályktun fundarins verði kafli um svartolíubann.