Færslur: náttúruvá

Sjö létust í aurskriðu í ítölsku Ölpunum
Sjö létust og átta slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar ísklumpur brotnaði í Marmolada-fjallinu í ítölsku Ölpunum í gær. Þrettán er enn saknað.
04.07.2022 - 19:47
Land risið nær stöðugt við Öskju í tæpt ár
Nokkuð stöðugt landris hefur mælst við Öskju í tæpt ár, eða síðan í byrjun ágúst 2021. Á þeim tíma hefur land risið um 30 sentímetra og landris mælst að jafnaði 2,5 sentímetrar á mánuði. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, sem hefur fylgst grannt með jarðhræringum á svæðinu.
17.06.2022 - 03:06
140 smáskjálftar á Reykjanesskaga frá miðnætti
Dregið hefur jafnt og þétt úr skjálfta virkni á Reykjanesskaga síðustu daga og verulega dregið úr landrisi við Þorbjörn.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 norður af landinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist klukkan hálffjögur í nótt um 110 kílómetra norðaustur af Kolbeinsey. Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá íbúa á Norðurlandi sem fann fyrir skjálftanum.
Nokkuð dregið úr skjálftavirkni undanfarinn sólarhring
Nokkuð virðist hafa dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands mældust um 150 skjálftar við fjallið Þorbjörn og Svartsengi undanfarinn sólarhring. Enn sé of snemmt að draga nokkrar ályktanir af því.
Um 600 skjálftar á Reykjanesi undanfarinn sólarhring
Undanfarinn sólarhring hafa mælst um sex hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Næsta sólarhring á undan voru þeir nokkuð færri. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er ekkert sérstakt hægt að lesa í þá breytingu enda segir hann að virknin geti verið sveiflukennd.
Hætta á grjóthruni á Reykjanesskaga vegna skjálftahrinu
Jarðskjálfti, 4,1 að stærð á 5 kílómetra dýpi, varð klukkan rúmlega fimmtán mínútur yfir tvö í dag rétt vestan við Eldvörp, sem eru vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Þar hófst jarðskjálftahrina um klukkan hálf tólf í morgun og hafa hátt í tvö hundruð skjálftar mælst síðan, en ekki eru neinar vísbendingar um gosóróa á svæðinu.
Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð nærri Þrengslum
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorni landsins. Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og telja þau skjálftann hafa verið 4,8 að stær. Upptök hans voru 0,6 kílómetra norðaustur af Þrengslum. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi má búast við eftirskjálftum.
14.05.2022 - 17:01
Fimm skjálftar í dag yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga
Á föstudag urðu fimm jarðskjálftar yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur segir virknina enn ekki teljast sem óróapúls, en þau fylgist grannt með jarðhræringum á svæðinu vegna kvikusöfnunar.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 við Krýsuvík
Nokkuð snarpur jarðskjálfti reið yfir rétt eftir miðnætti og fannst víða á suðvesturhorni landsins. Náttúruvársérfræðingar hafa nú yfirfarið mælingar og mældist skjálftinn 3,4 að stærð. Upptök hans voru tæpa sjö kílómetra norðaustur af Krýsuvík á 7 kílómetra dýpi, á sömu slóðum varð annar minni skjálfti varð aðeins tæpum hálftíma fyrr.
05.05.2022 - 00:06
Fylgjast vel með kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall
Mælingar náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands, sýna kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar benda þó til þess að kvikan sé að nálgast yfirborðið.
Um 60 smáskjálftar nærri Grindavík í dag
Um sextíu smáir jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti nærri fjallinu Þorbirni, norðan Grindavíkur. Stærsti skjálftinn fannst í byggð, hann var þó aðeins 2,4 að stærð.
Jarðskjálfti og eftirskjálftar í Bárðabungu
Jarðskjálfti 3,2 að stærð varð tæpa tvo kílómetra norður af Bárðarbungu í Vatnajökli laust fyrir klukkan sjö í morgun. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, allir undir 2 á stærð.
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.
Hátt í 3000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga í dag
Síðasta sólarhringinn hafa orðið hátt í 3000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga, sem er svipaður fjöldi og mældist síðustu daga. Ekkert lát virðist á skjálftavirkni sem hófst við Fagradalsfjall þann 21. desember og náttúruvársérfræðingar segja líkur á eldgosi aukast.
Sjónvarpsfrétt
Auknar líkur á öðru eldgosi við Fagradalsfjall
Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, metur stöðuna á Reykjanesskaga svo, að líkur á eldgosi hafi aukist. Atburðarásin er að mörgu leyti svipuð þeirri sem varð í aðdraganda síðasta eldgoss, en skjálftarnir nú hafi ekki verið alveg jafn öflugir og mældust þá.
Líður nær jökullhlaupi - Íshellan sigin um 3,3 metra
Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um 3,3 metra. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvár sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að muni hlaupa undan jöklinum, en aðdragandinn er orðinn nokkuð lengri en sérfræðingar bjuggust við í fyrstu. Hvorki hefur mælst aukin rafleiðni í Gígjukvísl né jarðskjálftavirkni á svæðinu.
Viðtal
Ekki útilokað að gos fylgi hlaupi úr Grímsvötnum
Ekki er útilokað að gos fylgi hlaupi úr Grímsvötnum, segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði, enda ein virkasta eldstöð landsins. Vísindaráð almannavarna fundaði í gær, eftir að mælingar sýndu að íshellan þar væri farin að síga. Það er vísbending um að hlaup sé í vændum. 
25.11.2021 - 09:22
Gosið enn í dvala - Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi
Engin kvika hefur komið úr eldgosgígnum við Fagradalsfjall í rúma tvo mánuði. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn vera líf í goskerfinu þó jarðhræringar séu litlar. Þá séu vísbendingar um þenslu á miklu dýpi undir gosstöðvunum.
Þægilegra fyrir íbúa að geta séð hvað gerist í hlíðinni
Enn er skriðuhætta á Seyðisfirði og hreyfingar mælast í hryggnum ofan Búðarár. Íbúar eru hvattir til varkárni við Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Yfirlögregluþjónn segir unnið að því að lýsa upp hlíðina, það minnki ónot íbúa að hafa yfirsýn.
23.10.2021 - 18:50
Skjálfti við Öskju gæti tengst kvikuinnskoti
Skjálfti af stærðinni þrír mældist sjö km norðvestur af Öskju, þar sem töluvert landris hefur mælst síðustu vikur. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur líklegt að skjálftavirknin tengist kvikuinnskoti á þriggja kílómetra dýpi sem sé að færa sig nær yfirborðinu og valdi landrisi og skjálftum.
Engin sjáanleg merki um kvikuhreyfingar á yfirborðinu
Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gervihnattamyndir sem bárust í dag sýni enga aflögun á Keilissvæðinu. Jarðskjálftar á svæðinu eru ögn færri í dag en undanfarna viku.
Engin virkni í gígnum í nærri tvær vikur
Nýjar mælingar staðfesta að ekkert hraun hefur flætt úr gosgígnum við Fagradalsfjall síðan 18. september, eða í nærri tvær vikur. Þetta er lengsta hlé sem orðið hefur í eldgosinu frá upphafi. Það hefur þó sést í glóandi hraun á svæðinu, en sérfræðingar segja það hafi ekki runnið úr gígnum, heldur sé hraunið að færast til á svæðinu. Hraunið hefur af þeim sökum sigið um 5-7 metra nyrst í Geldingadölum, en á móti hefur hraun aukist í sunnanverðum Geldingadölum og í Nátthaga.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Keilissvæðinu
Stuttur en snarpur jarðskjálfti sem mælist af stærðinni 3,7 fannst mjög greinilega á Suðvesturhorninu og í Borgarnesi skömmu fyrir klukkan tvö. Um 700 skjálftar hafa mælst undanfarinn sólarhring.