Færslur: náttúruvá

„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Engin merki um að jarðskjálftahrinan sé í rénun
Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir ekki merki um að jarðskjálftahrinan á Reykjanesi sé í rénun, að líklegt sé að hún haldi áfram með svipuðum hætti og síðustu daga.
Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Morgunútvarpið
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt  frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
Uppbyggingu ofanflóðavarna ljúki fyrir 2030
Gert er ráð fyrir 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá samkvæmt fjármálaáætlun 2021 til 2025. Það er aukning um 1,6 milljarða árlega frá því sem nú er.
Hættulega sprungan gliðnar líklega í sumar
Líklegt er að sprunga sem valdið getur meiri háttar berghlaupi úr Svínafellsheiði í Öræfum gliðni í leysingum á næstunni að mati jarðfræðings. Ekki hefur mælst gliðnun í vetur í sprungu í Öræfasveit sem talin er geta valdið meiri háttar berghlaupi. Mælar þar eru í stöðugri vöktun.
19.04.2019 - 19:45
Berghlaup myndi líklega stöðvast á jöklinum
Vinna er hafin við hættumat fyrir Svínafellsjökul en sprunga uppgötvaðist nýlega á Svínafellsheiði og hætta er talin á framhlaupi. Ráðstefna um framhlaup var haldin í Norræna húsinu í vikunni og sérstök áhersla var lögð á Svínafellsheiði. Fyrstu kannanir á svæðinu benda til þess að stórt berghlaup myndi stöðvast á jöklinum eða fyrir ofan jökulgarðana.
17.11.2018 - 18:24
Fréttaskýring
Hættulegustu eldfjöllin að undirbúa gos
Hvað myndir þú gera ef eldgos hæfist í dag? Rjúka af stað til að sjá herlegheitin? Þannig bregðast í það minnsta margir Íslendingar við enda eru eldgos tilkomumikil, magnþrungin og á köflum stórkostleg. En eldgos eru stórhættulegar hamfarir og geta ógnað lífi í byggðum þessa lands.
30.10.2018 - 20:00
Betri mælar settir sem fyrst við sprungurnar
Svo fljótt sem auðið er verða settir gps- og gliðnunarmælar við Svínafellsjökul. Þar hafa myndast stórar sprungur síðustu ár með tilheyrandi hættu á berghlaupi. Lögreglan á Suðurlandi er að undirbúa frekari upplýsingagjöf. 
11.05.2018 - 12:24