Færslur: náttúruminjasafn íslands

Myndskeið
Fengu húsnæði á Seltjarnarnesi eftir 130 ára bið
130 ára bið Náttúruminjasafns Íslands eftir varanlegu safnhúsi er lokið. Gerður hefur verið samningur um að safnið flytji út á Seltjarnarnes, í hús sem staðið hefur autt í þrettán ár. Stefnt er að því að opna safnið í húsinu vorið 2023.
04.12.2020 - 19:45
Spegillinn
Bætt í til safna segir ráðherra en mætti gera betur
Geymsluvandi íslenskra safna er víða býsna alvarlegur - helst að ástandið sé þokkalegt á Þjóðminjasafninu. Höfuðsöfn hrjáir plássleysi, brunavörnum er ábótavant og hætta á skemmdum vegna raka og vatnsleka eins og fram kom í fréttaskýringarþættinun Kveik í síðustu viku. Í greinargerð vegna Fjármálaáætlunar ríkisins 2021-2025 segir beinlínis að menningararfur þjóðarinnar sé í hættu og geti glatast að einhverju leyti ef ekki sé tekið á þessum geymslumálum með heildstæðum hætti.
Viðtal
Flytja úr gömlu Loftskeytastöðinni vegna myglu
Flytja þurfti skrifstofur Náttúruminjasafns Íslands úr rúmlega aldargömlu friðuðu húsi á Melunum vegna raka og myglu. Starfsfólk veiktist og flestir kvarta undan ólykt sem þangað koma. 
11.03.2020 - 22:21
Hestur reyndist vera þrír hestar og tvö naut
Það sem fornleifafræðingar héldu að væri einn hestur reyndust vera þrjú hross og tveir nautgripir. Leifar dýranna eru frá sextándu öld og fundust á botni Þingvallavatns, steinsnar frá bátsflaki frá sama tímabili. Kafari á vegum Náttúruminjasafns Íslands kom auga á bátinn í haust og snemma þótti ástæða til að kanna málið nánar. Báturinn er súðbyrtur vatnabátur og sem talið er að var notaður til veiða.
20.12.2018 - 22:41
Vatn í öllum sínum myndum í Perlunni
„Húsið er jú upphaflega hannað fyrir vatn og gegnir ennþá því hlutverki að geyma það þannig að tengslin við þema sýningarinnar, vatnið í náttúru Íslands, eru góð. Rýmið er mjög spennandi, þessi bogadregnu form - vatnið er jú mjúkt og sveigjanlegt þannig að það gengur vel upp,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands sem opnaði 1. desember síðastliðinn í Perlunni.
07.12.2018 - 12:20
Rostungabein breyta hugmyndum um landnám
Samkvæmt nýjustu kenningum um landnám Íslands voru það rostungar sem drógu menn til landsins. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, fer fyrir rannsóknum á beinum rostunga.