Færslur: Náttúruhamfarir

Áfram skelfur jörð við Öskju
Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir við Öskju, norðan Vatnajökuls, frá því á fimmtudag. Stærsti skjálftinn reið yfir á laugardag, 3,4 að stærð. Veðurstofu Íslands mun funda um málið síðar í dag.
12.11.2019 - 11:01
Myndskeið
Sofið á verðinum gagnvart skriðuföllum
Stórfelld skriðuföll þarf að taka alvarlega, segir jarðfræðingur sem kallar eftir auknu fé til að efla rannsóknir og vöktun. Íslendingar hafi sofið á verðinum gagnvart hugsanlegum bergskriðum, eins og í Reynisfjöru.
23.08.2019 - 19:59
Myndskeið
Tuga saknað eftir aurskriðu í Kína
Þrettán hafa fundist látnir og 35 er saknað eftir að aurskriða féll í gærkvöld yfir 21 hús í þorpi í Guizhou í suðvesturhluta Kína. Ellefu var bjargað úr aurnum. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu.
24.07.2019 - 12:26
Myndskeið
Gæti þurft að sprengja bergfyllu í Ketubjörgum
Til greina kemur að sprengja fram risastóra bergfyllu sem klofnað hefur frá bjargbrún Ketubjarga á Skaga. Fylgst er náið með sprungu í björgunum sem gliðnar um tugi sentimertra á hverju ári. Ketubjörg eru fjölfarinn ferðamannastaður og mikil hætta er talin stafa af því ef mörg þúsund tonn af bergi hrynja þarna í sjó fram.
23.05.2019 - 17:55
Viðtal
Smáralind í stóru hlutverki komi til hamfara
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu fara nú yfir nýja rýmingaráætlun. Hún verður nýtt ef hamfarir dynja yfir, eins og eldgos, stórbrunar eða mengunarslys. Samkvæmt áætluninni verða fjöldahjálparstöðvar í Smáralind, Laugardalshöll, Smáranum, Kórnum, Hörpu og Kaplakrika. Á árum áður voru rýmingarstöðvar í skólum enda voru þessi stóru hús ekki risin þá.
21.05.2019 - 17:06
Myndskeið
Stúlkur eru seldar fyrir mat
Það er mikilvægt að koma í veg fyrir fæðuskort, því annars grípa margir til örþrifaráða eins og að selja dætur í sínar í hjónaband eða vændi í skiptum fyrir mat. Þetta segir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum sem stödd er á hamfarasvæðum í Malaví.
07.04.2019 - 18:39
Myndband
Brú fer á kaf á fimm dögum
Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hyggjast láta rannsaka hvort rétt hafi verið brugðist við miklum flóðum á svæðinu, í kjölfar mikilla rigninga. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem tekið var yfir fimm daga tímabil, má glögglega sjá umfang flóðanna í bænum Townsville, sem hefur orðið einna verst úti.
08.02.2019 - 18:32
Myndband
Frysta eignir námufyrirtækis
Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir námufyrirtækisins Vale sem á stífluna sem brast í suðausturhluta landsins á föstudag. Fyrirtækinu hefur einnig verið gert að greiða sekt, sem samsvarar 92,5 milljónum Bandaríkjadala, að jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna, vegna hamfaranna.
27.01.2019 - 16:45
15 fórust í aurskriðu í Perú
15 fórust og 34 slösuðust þegar aurskriða féll á hótel í borginni Abancay, í suðausturhluta Perú, í dag. Þar stóð brúðkaup yfir og voru um 100 gestir í veislunni.
27.01.2019 - 15:15
Brasilía
34 látin og tæplega 300 saknað
Óttast er að næstum þrjú hundruð manns hafi farist í aurflóðinu sem féll í suðaustur Brasilíu í gær, eftir að stífla við námuvinnslu brast og gríðarlegt magn af leðju ruddist fram.
26.01.2019 - 20:20
200 saknað eftir að stífla brast
Um tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla brast í suðausturhluta Brasilíu í dag. Aur flæddi yfir byggð og landbúnaðarsvæði og hefur AFP fréttastofan eftir slökkviliðsstjóra á svæðinu að nokkrir hafi farist. Ekki hefur verið staðfest hve margir.
25.01.2019 - 20:55
15 fórust og 25 saknað eftir aurskriðu
Fimmtán fórust í aurskriðu á vesturhluta eyjunnar Jövu í Indónesíu í nótt, eftir úrhellisrigningu undanfarna daga. Tuttugu og fimm er enn saknað. Aurskriðan féll síðdegis í gær, á gamlársdag. Nokkur tonn af aur féllu úr fjalllendi og grófust þrjátíu hús undir skriðunni. Sextíu manns leituðu skjóls í hjálparskýlum.
01.01.2019 - 11:43
Leit gengur illa í Indónesíu
281 hefur nú fundist látinn af völdum flóðbylgjunnar sem reið yfir Indónesíu í fyrradag. Yfir eitt þúsund slösuðust og hátt í sextíu er saknað. Hermenn eru komnir á hamfarasvæðið og leita í húsarústum.
24.12.2018 - 11:51
Sex hafa fundist látnir eftir fellibyl
Um 2.000 þjóðvarðliðar leita nú að fólki þar sem fellibylurinn Michael skildi eftir sig mikla eyðileggingu á strandsvæðum vestur Flórída og víðar. Lík sex manna sem fórust í bylnum hafa fundist.
12.10.2018 - 10:39
Snarpur jarðskjálfti í Indónesíu
Snarpur jarðskjálfti varð á eynni Sulawesi í Indónesíu í morgun, hálfum mánuði eftir að þúsundir létu þar lífið í jarðskjálfta og flóðbylgju sem fylgdi honum. Skjálftinn í morgun var 5,2 að stærð og átti upptök sín um fimm kílómetra norðaustur af eynni.
09.10.2018 - 09:03
Mikið leirryk eftir Skaftárhlaup veldur mengun
Landgræðslustjóri segir segir að skemmdir eftir Skaftárhlaupið í sumar séu ekki eins miklar og fyrir síðasta hlaup. Sáningar eftir síðasta hlaup hafi lifað af hlaupið í sumar. Sveitarstjóri Skaftárhrepps segir að mikið leirryk eftir hlaupið valdi mengun.
23.09.2018 - 12:17
445 hafa farist í flóðunum á Indlandi
Staðfest er að 445 hafa farist í miklum flóðum í Kerala-fylki á Indlandi. Í dag fundust 28 lík, að því er AFP fréttastofan hefur eftir indverskum yfirvöldum. 15 er enn saknað.
26.08.2018 - 14:36
Neitaði að yfirgefa 25 hunda
Indversk kona í Kerala-ríki neitaði að yfirgefa heimili sitt þótt það væri að fyllast af vatni nema hundunum hennar yrði bjargað með henni. Þeir eru 25 talsins. Konan sendi björgunarfólkið í burtu þegar það tjáði henni að of erfitt væri að ferja hundana burt. Henni varð þó að ósk sinni að lokum, því björgunarsveitin sótti liðsauka og fann svo hundana, flækinga og yfirgefin gæludýr, í hnipri uppi í rúmi á meðan vatnsborðið reis allt í kring.
18.08.2018 - 13:45
324 hafa farist í flóðum á Indlandi
Staðfest er að minnst 324 eru látnir í flóðum í Kerala-ríki á Indlandi. Fyrr í dag greindu yfirvöld á Indlandi frá því að 164 hefðu farist í hamförunum. Ríkisstjóri Kerala segir að flóðin séu þau verstu á svæðinu í heila öld. Þar hefur flætt í tíu daga vegna ausandi monsún-rigningar.
17.08.2018 - 16:06
Bíða björgunar á umflotnum heimilum
Hundrað sextíu og fjórir hafa farist í flóðum í Kerala-ríki á Indlandi undanfarna viku og yfir hundrað og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Flóðin eru þau mestu í ríkinu í heila öld.
17.08.2018 - 12:01
Átta látin í skógareldum í Kaliforníu
Átta hafa farist í miklum skógareldum í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þá loga enn skógareldar í Portúgal og hafa sex manns verið flutt á sjúkrahús.
05.08.2018 - 19:06
Viðtal
Margir telja að Ísland sé hlutlaust land
Íslendingar líta á sig sem hlutlausa og friðsama þjóð sem ógnar engum og stafar ekki ógn af neinum. Þá er stór hluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að Ísland sé hlutlaust land þrátt fyrir aðild að Atlantshafsbandalaginu. Almenningur hefur litlar áhyggjur af hryðjuverkum eða vopnuðum átökum en stjórnvöld leggja aftur á móti töluvert upp úr vörnum gegn slíku í stefnumótun sinni.
21.06.2018 - 17:01
Fólki skylt að nýta bætur til viðgerða
Viðlagatrygging verður Náttúruhamfaratrygging Íslands frá og með næstu mánaðamótum þegar breytingar á lögum um starfsemi stofnunarinnar taka gildi. Þeim sem fá greiddar út bætur frá stofnuninni verða framvegis að sýna fram á að þeir nýti þær til viðgerða á húsum sínum. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, segir að töluvert hafi verið um að það hafi ekki verið gert.
21.06.2018 - 13:16
Myndskeið
Eldgosið á Havaí færist í aukana
Hraun rennur áfram í stríðum straumum frá Kilauea-eldfjallinu á Havaí-eyju, þar sem eldgos færðist í aukana fyrir þremur vikum. Íbúi á eyjunni slasaðist alvarlega í gær þegar glóandi hraunmoli skall á fótlegg hans.
20.05.2018 - 20:33
Varð fyrir glóandi hraunmola á Havaí
Ekkert lát er á eldgosinu í Kilauea-fjalli á Havaí-eyju sem hófst í byrjun maí. Hraun rennur í stríðum straumum frá meira en tuttugu sprungum í nágrenni fjallsins. Íbúi á eyjunni slasaðist alvarlega í gær, þegar hann varð fyrir glóandi hraunmola sem flogið hafði langar leiðir.
20.05.2018 - 14:28