Færslur: Náttúruhamfarir
„Ræfillinn“ sem stal senunni
Reykjanesskagi vaknaði af löngum dvala þegar eldgos hófst við Fagradalsfjall 19. mars 2021. Hundruð þúsunda lögðu leið sína að eldgosinu, sem í fyrstu var lýst sem ræfli, og enn fleiri fylgdust með því í beinu streymi svo mánuðum skipti.
30.12.2021 - 07:00
Minnst 169 látnir eftir ofurfellibylinn Rai
Tala látinna eftir ofurfellibylinn Rai á Filippseyjum hefur hækkað mikið í dag og er ljóst að manntjón er gífurlegt. Nú hafa verið staðfest 169 dauðsföll vegna ofsaveðursins. Vindhviður í fellibylnum náðu 195 kílómetrum á klukkustund, sem er sá öflugasti sem mælst hefur á árinu.
19.12.2021 - 18:45
Skýstrókar á nýjum slóðum mögulega vegna veðurbreytinga
Öflugir skýstrókar eru sjaldgæfir á þeim slóðum í Bandaríkjunum þar sem þeir gengu yfir um helgina, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings, og því hafi fólk ekki verið viðbúið. Kenningar eru uppi um að breytingar á veðurfari valdi þessum öfgum. Tuga er leitað í rústum í kappi við tímann.
12.12.2021 - 19:40
Flateyri berskjaldaðri gagnvart snjóflóðum en talið var
Snjóflóð ógna byggðinni á Flateyri meira en áður var talið, einkum þegar snóþekjan í hlíðinni er þurr og köld. Flóðin tvö sem féllu á Flateyri, aðfararnótt í janúar í fyrra hafa breytt skilningi vísindamanna á eðli snjóflóða. Þeir leita nú leiða til að bæta varnir byggðarinnar.
23.10.2021 - 13:03
Freista þess að bjarga hundum úr eldgosi með dróna
Drónafyrirtæki á Spáni fékk í gær leyfi frá yfirvöldum til að freista þess að bjarga fjórum hundum sem eru fastir á eldgosasvæðinu á Kanaríeyjunni La Palma. Eldgosið hófst 19. september og hafa hundarnir verið fastir síðan í bænum Toduque. Smærri drónar hafa verið nýttir til að koma mat til hundanna.
20.10.2021 - 10:54
Óttast að eiturgufur berist frá gosinu á Kanaríeyjum
Hraun flæðir enn úr fjallinu Rajada á eyjunni La Palma á Spáni í átt að sjó. Áhyggjur eru af því að eiturgufur leysist úr læðingi þegar hraunið flæðir í sjóinn og að sprengingar verði.
21.09.2021 - 22:30
Minnst 23 létust í úrhelli í Mumbai
Minnst 23 manns létust í úrhellisrigningu í Mumbai á Indlandi í nótt. Meirihlutinn þegar veggur hrundi á nokkur íbúðarhús eftir að tré hafði fallið á hann en sjö létust þar sem aurskriður féllu í borginni. Nú ganga monsúnrigningar yfir Indland en varað er við frekari úrhelli og þrumuveðri í Mumbai næstu daga. AFP fréttastofan greinir frá. Um tuttugu milljónir íbúa búa í Mumbai og eru margar byggingar borgarinnar ótraustar og í bágu ástandi.
18.07.2021 - 10:17
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Yfir fimmtíu látin í hamfaraflóðum - mikil eyðilegging
Yfir fimmtíu hafa farist í Þýskalandi og átta í Belgíu í miklum flóðum frá því í gær. Tuga er saknað og fjöldi fólks í þessum tveimur löndum, ásamt Luxemborg og Hollandi, hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
15.07.2021 - 20:10
Fjögur látin í skógareldum á Kýpur
Fjórir hafa farist í miklum skógareldum sem hafa geisað á Kýpur síðan í gær. Síðustu daga hefur verið um fjörutíu stiga hiti.
04.07.2021 - 12:27
Ellefu tímar af sveiflukenndu eldgosi á þremur mínútum
Eldgosið á Reykjanesskaga hefur verið sveflukennt í dag líkt og í gær. Miklir kvikustrókar tóku þá að gjósa mun hærra upp úr gígnum en áður hafði sést, allt að 200 metra upp í loftið, með drjúgum hléum inn á milli, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var frá því á tíunda tímanum í gærkvöldi og til klukkan rúmlega átta í morgun, og er sýnt á miklum hraða.
03.05.2021 - 16:39
Hættusvæðið verður líklega stækkað í dag
Verið er að endurmeta hættusvæðið við eldgosið í Geldingadölum, eftir að fólk fékk yfir sig gjósku næst gígnum í gær. Líklegt er að hættusvæðið verða stækkað.
03.05.2021 - 11:27
Þetta hefur gerst í Geldingadölum í dag
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá upptöku úr vefmyndavél RÚV í Geldingadölum allt frá því að nýju gossprungurnar opnuðust undir hádegi í morgun.
05.04.2021 - 19:00
Rúmlega nítján hundruð skjálftar hafa mælst í dag
Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 1900 skjálftar mælst á Reykjanesskaga að því er fram kemur í tilkynningu náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands.
13.03.2021 - 19:00
Mikilvægt að fá nýjar gervihnattamyndir sem fyrst
Kvikugangurinn á Reykjanesskaga er enn að stækka en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti. Einhver bið gæti orðið eftir nýjum gervihnattamyndum af svæðinu. Ákveðið áhyggjuefni, segir sérfræðingur.
12.03.2021 - 18:59
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
02.03.2021 - 07:30
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
01.03.2021 - 09:21
Skelfur Reykjanes, Reykjaneshryggur eða Reykjanesskagi?
„Það ber á því í daglegu tali og í fjölmiðlum að talað sé um jarðskjálfta á Reykjanesi. Strangt til tekið er Reykjanes bara hluti af Reykjanesskaganum,“ segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV.
27.02.2021 - 14:07
Telja mestar líkur á að hraun flæði um miðjan skagann
Líklegast er að hraun flæði um miðjan Reykjanesskagann ef af gosi verður samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands frá í gærkvöldi. Yfirstandandi skjálftahrina vegur nú 50% af spánni, að því gefnu að kvika og skjálftar fari saman. Árétta ber að hafa þarf sterklega í huga að hér byggir á líkum.
27.02.2021 - 09:48
Tvö hundruð saknað eftir flóð á Indlandi
Tvö hundruð manns, hið minnsta, er saknað eftir flóð í Himalaya-fjöllum á Indlandi í morgun. Flóðið sópaði burt tveimur virkjunum, vegum og brúm.
07.02.2021 - 15:58
„Guðsmildi að enginn skyldi láta lífið“
Forsetahjónin kynntu sér í dag hamfarirnar á Seyðisfirði og það hreinsunar- og endurreisnarstarf sem þar fer fram. Forsetinn segir að sér þyki afar vænt um gestrisni og góðvild Seyðfirðinga og það mikla æðruleysi sem ríki þar í samfélaginu.
05.02.2021 - 17:22
Óttast að húsin fari í sjóinn ef snjóhengjan brestur
Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi og eigandi Íslensku fánasaumastofunnar, segir að starfsemi fyritækja sinna sé í mikilli hættu ef stór snjóhengja sem er ofan við húsin skríður fram. Lögreglan hefur lokað svæðinu á meðan aðstæður eru kannaðar.
27.01.2021 - 12:04
„Vesturfarasetrið er þarna beint fyrir neðan“
Lögreglan á Norðurlandi vestra ákvað í nótt að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Vesturfarasetrið á Hofsósi er staðsett undir stórum fleka sem lögreglan óttast að geti farið af stað. Björgunarsveitir vakta svæðið.
27.01.2021 - 10:40
Gagnrýnir upplýsingagjöf vegna rýminganna á Siglufirði
„Við viljum fá svör við af hverju þessir garðar veita ekki núna það öryggi sem þeir áttu að gera þegar þeir voru byggðir,“ segir Helena Dýrfjörð á Siglufirði. Hún er ein þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sitt þegar níu hús voru rýmd út af snjóflóðahættu. Helena segir að þetta hafi komið flatt upp á íbúa og margir séu undrandi.
22.01.2021 - 16:05
„Ég er alls ekkert hrædd eða neitt þannig“
Enn er hættustig vegna snjóflóða á Siglufirði en Ólafsfjarðarmúli var í gær opnaður í fyrsta skipti í tæpa fjóra sólarhringa. Sum húsanna sem voru rýmd standa undir snjóflóðavarnargarði og hafa ekki verið rýmd eftir að hann var reistur.
22.01.2021 - 10:12