Færslur: Náttúruhamfarir

Vara við stórum jarðskjálfta í Nýju Delhi
Íbúar Nýju-Delhi, höfuðborgar Indlands, eru beðnir um að vera viðbúnir öflugum jarðskjálfta. Þetta kemur fram í opnuauglýsingu sem birt er í víðlesnustu dagblöðum landsins. Verði af skjálftanum kann líf hundraða þúsunda að vera í hættu.
30.07.2020 - 16:48
Lítið tjón þrátt fyrir öfluga skjálfta
Nokkrar tilkynningar um minni háttar tjón hafa borist í jarðskjálftahrinunni á Norðurlandi. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, gerir ekki ráð fyrir á ekki von á mörgum tilkynningum á meðan upptök skjálftanna eru fjarri landi.
22.06.2020 - 13:27
Aurskriða hrifsaði átta hús með sér í Noregi
Einum var bjargað eftir að gríðarstór aurskriða féll í Alta í norður Noregi í gær. Skriðan var 650 metra breið og hrifsaði með sér átta hús á leið sinni til sjávar þegar jarðvegurinn hreinlega gaf sig undan þeim. Myndskeið af hamförunum sýnir greinilega eyðilegginguna.
04.06.2020 - 07:07
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Skyndibitastaðir selji í raun djúpsteikt risaeðlukjöt
Við rannsókn á steingervingum sem fundust í kalksteinahelli í Belgíu uppgötvaðist agnarsmár fugl sem talinn er hafa verið uppi áður en risaeðlurnar dóu út. Hann er kallaður undrakjúklingurinn og rennir uppgötvunin stoðum undir þá hugmynd að kjúklingar og alifuglar séu í raun lifandi risaeðlur.
25.03.2020 - 08:36
Skjálftahrina nærri Grindavík
Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst nærri Grindavík í dag. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að skjálftahrina sé núna á svæðinu, og að vísindamenn séu að reyna að átta sig á því hvað sé þarna að gerast.
Myndskeið
„Þetta voru hrikalegar aðstæður“
Maður skilur alltaf hluta af sér eftir í svona aðstæðum, segir íslenskur björgunarsveitamaður, sem tók þátt í björgunarstarfi eftir jarðskjálfta á Haítí fyrir áratug. Tíu ár eru í dag frá einum mannskæðasta jarðskjálfta sögunnar.
12.01.2020 - 19:43
Spegillinn
Vetur sá kemur er kallaður er fimbulvetur
Fólk byggði ekki hús, það jarðaði ekki ástvini sína, margra alda þekking á bæði gull- og járnsmíði glataðist. Á rúmlega hundrað ára tímabili, frá árinu 536 til 650 virðist sögunni ekkert hafa undið fram í Noregi og Svíþjóð. Það hafa fáar minjar fundist frá þessum tíma en hvers vegna? Þegar vísindamenn fóru, á níunda áratug síðustu aldar, að skoða þetta tímabil í ljósi gamalla goðsagna um fimbulvetur fóru brotin að raðast saman.
03.01.2020 - 16:36
Myndband
Minnst tuttugu hafa látist í fellibylnum Phanfone
Minnst tuttugu hafa látist á Filippseyjum af völdum fellibylsins Phanfone sem gekk yfir landið í gær. Fjöldi fólks þarf á neyðaraðstoð að halda og mörg heimili á Filippseyjum verða líklega án vatns og rafmagns vikum saman.
26.12.2019 - 20:53
Myndband
Skýldi sér í þurrkofni á meðan eldurinn æddi hjá
Ekkert lát er á gróðureldunum sem geisa í Ástralíu. Tveir fórust um helgina. Íslendingur í Sydney segir að það sé engu líkara en heimsendir sé í nánd. Þangað berst mikill reykur.
22.12.2019 - 20:01
Áfram skelfur jörð við Öskju
Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir við Öskju, norðan Vatnajökuls, frá því á fimmtudag. Stærsti skjálftinn reið yfir á laugardag, 3,4 að stærð. Veðurstofu Íslands mun funda um málið síðar í dag.
12.11.2019 - 11:01
Myndskeið
Sofið á verðinum gagnvart skriðuföllum
Stórfelld skriðuföll þarf að taka alvarlega, segir jarðfræðingur sem kallar eftir auknu fé til að efla rannsóknir og vöktun. Íslendingar hafi sofið á verðinum gagnvart hugsanlegum bergskriðum, eins og í Reynisfjöru.
23.08.2019 - 19:59
Myndskeið
Tuga saknað eftir aurskriðu í Kína
Þrettán hafa fundist látnir og 35 er saknað eftir að aurskriða féll í gærkvöld yfir 21 hús í þorpi í Guizhou í suðvesturhluta Kína. Ellefu var bjargað úr aurnum. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu.
24.07.2019 - 12:26
Myndskeið
Gæti þurft að sprengja bergfyllu í Ketubjörgum
Til greina kemur að sprengja fram risastóra bergfyllu sem klofnað hefur frá bjargbrún Ketubjarga á Skaga. Fylgst er náið með sprungu í björgunum sem gliðnar um tugi sentimertra á hverju ári. Ketubjörg eru fjölfarinn ferðamannastaður og mikil hætta er talin stafa af því ef mörg þúsund tonn af bergi hrynja þarna í sjó fram.
23.05.2019 - 17:55
Viðtal
Smáralind í stóru hlutverki komi til hamfara
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu fara nú yfir nýja rýmingaráætlun. Hún verður nýtt ef hamfarir dynja yfir, eins og eldgos, stórbrunar eða mengunarslys. Samkvæmt áætluninni verða fjöldahjálparstöðvar í Smáralind, Laugardalshöll, Smáranum, Kórnum, Hörpu og Kaplakrika. Á árum áður voru rýmingarstöðvar í skólum enda voru þessi stóru hús ekki risin þá.
21.05.2019 - 17:06
Myndskeið
Stúlkur eru seldar fyrir mat
Það er mikilvægt að koma í veg fyrir fæðuskort, því annars grípa margir til örþrifaráða eins og að selja dætur í sínar í hjónaband eða vændi í skiptum fyrir mat. Þetta segir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum sem stödd er á hamfarasvæðum í Malaví.
07.04.2019 - 18:39
Myndband
Brú fer á kaf á fimm dögum
Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hyggjast láta rannsaka hvort rétt hafi verið brugðist við miklum flóðum á svæðinu, í kjölfar mikilla rigninga. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem tekið var yfir fimm daga tímabil, má glögglega sjá umfang flóðanna í bænum Townsville, sem hefur orðið einna verst úti.
08.02.2019 - 18:32
Myndband
Frysta eignir námufyrirtækis
Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir námufyrirtækisins Vale sem á stífluna sem brast í suðausturhluta landsins á föstudag. Fyrirtækinu hefur einnig verið gert að greiða sekt, sem samsvarar 92,5 milljónum Bandaríkjadala, að jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna, vegna hamfaranna.
27.01.2019 - 16:45
15 fórust í aurskriðu í Perú
15 fórust og 34 slösuðust þegar aurskriða féll á hótel í borginni Abancay, í suðausturhluta Perú, í dag. Þar stóð brúðkaup yfir og voru um 100 gestir í veislunni.
27.01.2019 - 15:15
Brasilía
34 látin og tæplega 300 saknað
Óttast er að næstum þrjú hundruð manns hafi farist í aurflóðinu sem féll í suðaustur Brasilíu í gær, eftir að stífla við námuvinnslu brast og gríðarlegt magn af leðju ruddist fram.
26.01.2019 - 20:20
200 saknað eftir að stífla brast
Um tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla brast í suðausturhluta Brasilíu í dag. Aur flæddi yfir byggð og landbúnaðarsvæði og hefur AFP fréttastofan eftir slökkviliðsstjóra á svæðinu að nokkrir hafi farist. Ekki hefur verið staðfest hve margir.
25.01.2019 - 20:55
15 fórust og 25 saknað eftir aurskriðu
Fimmtán fórust í aurskriðu á vesturhluta eyjunnar Jövu í Indónesíu í nótt, eftir úrhellisrigningu undanfarna daga. Tuttugu og fimm er enn saknað. Aurskriðan féll síðdegis í gær, á gamlársdag. Nokkur tonn af aur féllu úr fjalllendi og grófust þrjátíu hús undir skriðunni. Sextíu manns leituðu skjóls í hjálparskýlum.
01.01.2019 - 11:43
Leit gengur illa í Indónesíu
281 hefur nú fundist látinn af völdum flóðbylgjunnar sem reið yfir Indónesíu í fyrradag. Yfir eitt þúsund slösuðust og hátt í sextíu er saknað. Hermenn eru komnir á hamfarasvæðið og leita í húsarústum.
24.12.2018 - 11:51
Sex hafa fundist látnir eftir fellibyl
Um 2.000 þjóðvarðliðar leita nú að fólki þar sem fellibylurinn Michael skildi eftir sig mikla eyðileggingu á strandsvæðum vestur Flórída og víðar. Lík sex manna sem fórust í bylnum hafa fundist.
12.10.2018 - 10:39
Snarpur jarðskjálfti í Indónesíu
Snarpur jarðskjálfti varð á eynni Sulawesi í Indónesíu í morgun, hálfum mánuði eftir að þúsundir létu þar lífið í jarðskjálfta og flóðbylgju sem fylgdi honum. Skjálftinn í morgun var 5,2 að stærð og átti upptök sín um fimm kílómetra norðaustur af eynni.
09.10.2018 - 09:03
Mikið leirryk eftir Skaftárhlaup veldur mengun
Landgræðslustjóri segir segir að skemmdir eftir Skaftárhlaupið í sumar séu ekki eins miklar og fyrir síðasta hlaup. Sáningar eftir síðasta hlaup hafi lifað af hlaupið í sumar. Sveitarstjóri Skaftárhrepps segir að mikið leirryk eftir hlaupið valdi mengun.
23.09.2018 - 12:17