Færslur: Náttúruhamfarir

Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Morgunútvarpið
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt  frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Óvenju mörg illviðri á Atlantshafi
Óvenju mörg illviðri hafa geisað á Atlantshafi í ár og stefnir í að fleiri stormar fái eigið nafn en nokkru sinni fyrr. Tuttugasti og sjötti stormurinn í ár var í gær nefndur Epsilon. Hann gæti gengið á land á Bermúda-eyjum síðar í vikunni.
Uppbyggingu ofanflóðavarna ljúki fyrir 2030
Gert er ráð fyrir 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá samkvæmt fjármálaáætlun 2021 til 2025. Það er aukning um 1,6 milljarða árlega frá því sem nú er.
Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
Hús rýmd og enn hætta á aurskriðum
Hús í námunda við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hafa verið rýmd, þar féll stór aurskriða ofan við bæinn Gilsá 2 í gær og enn er hætta á skriðum. Eyjafjarðarbraut vestari frá Sandhólum hefur verið lokað og einnig frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda.
07.10.2020 - 17:51
Fellibylurinn Maysak skellur á Kóreuskaga
Hið minnsta ein kona er látin og yfir tvö þúsund hafa þurft að leita skjóls eftir að fellibylurinn Maysak kom að landi á suðurstönd Suður-Kóreu. Það er í annað sinn í sömu vikunni að fellibylur gengur yfir Kóreuskaga.
03.09.2020 - 02:14
Viðtal
Þrír hafa farist í óveðrinu í Louisiana
Þrír hafa farist í fellibylnum Láru í Louisiana í Bandaríkjunum í dag. Mikill viðbúnaður er í þremur ríkjum vegna veðursins og enn er hætta á sjávarflóðum. Nína Rún Bergsdóttir, sem býr í Louisiana, segir mikla hættu á ferðum þegar slíkt óverður skellur á enda eru mjög há tré á þessum slóðum sem geti fallið á hús. Hún býr sig undir rafmagnsleysi næstu daga.
27.08.2020 - 19:52
Vara við stórum jarðskjálfta í Nýju Delhi
Íbúar Nýju-Delhi, höfuðborgar Indlands, eru beðnir um að vera viðbúnir öflugum jarðskjálfta. Þetta kemur fram í opnuauglýsingu sem birt er í víðlesnustu dagblöðum landsins. Verði af skjálftanum kann líf hundraða þúsunda að vera í hættu.
30.07.2020 - 16:48
Lítið tjón þrátt fyrir öfluga skjálfta
Nokkrar tilkynningar um minni háttar tjón hafa borist í jarðskjálftahrinunni á Norðurlandi. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, gerir ekki ráð fyrir á ekki von á mörgum tilkynningum á meðan upptök skjálftanna eru fjarri landi.
22.06.2020 - 13:27
Aurskriða hrifsaði átta hús með sér í Noregi
Einum var bjargað eftir að gríðarstór aurskriða féll í Alta í norður Noregi í gær. Skriðan var 650 metra breið og hrifsaði með sér átta hús á leið sinni til sjávar þegar jarðvegurinn hreinlega gaf sig undan þeim. Myndskeið af hamförunum sýnir greinilega eyðilegginguna.
04.06.2020 - 07:07
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Skyndibitastaðir selji í raun djúpsteikt risaeðlukjöt
Við rannsókn á steingervingum sem fundust í kalksteinahelli í Belgíu uppgötvaðist agnarsmár fugl sem talinn er hafa verið uppi áður en risaeðlurnar dóu út. Hann er kallaður undrakjúklingurinn og rennir uppgötvunin stoðum undir þá hugmynd að kjúklingar og alifuglar séu í raun lifandi risaeðlur.
25.03.2020 - 08:36
Skjálftahrina nærri Grindavík
Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst nærri Grindavík í dag. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að skjálftahrina sé núna á svæðinu, og að vísindamenn séu að reyna að átta sig á því hvað sé þarna að gerast.
Myndskeið
„Þetta voru hrikalegar aðstæður“
Maður skilur alltaf hluta af sér eftir í svona aðstæðum, segir íslenskur björgunarsveitamaður, sem tók þátt í björgunarstarfi eftir jarðskjálfta á Haítí fyrir áratug. Tíu ár eru í dag frá einum mannskæðasta jarðskjálfta sögunnar.
12.01.2020 - 19:43
Spegillinn
Vetur sá kemur er kallaður er fimbulvetur
Fólk byggði ekki hús, það jarðaði ekki ástvini sína, margra alda þekking á bæði gull- og járnsmíði glataðist. Á rúmlega hundrað ára tímabili, frá árinu 536 til 650 virðist sögunni ekkert hafa undið fram í Noregi og Svíþjóð. Það hafa fáar minjar fundist frá þessum tíma en hvers vegna? Þegar vísindamenn fóru, á níunda áratug síðustu aldar, að skoða þetta tímabil í ljósi gamalla goðsagna um fimbulvetur fóru brotin að raðast saman.
03.01.2020 - 16:36
Myndband
Minnst tuttugu hafa látist í fellibylnum Phanfone
Minnst tuttugu hafa látist á Filippseyjum af völdum fellibylsins Phanfone sem gekk yfir landið í gær. Fjöldi fólks þarf á neyðaraðstoð að halda og mörg heimili á Filippseyjum verða líklega án vatns og rafmagns vikum saman.
26.12.2019 - 20:53
Myndband
Skýldi sér í þurrkofni á meðan eldurinn æddi hjá
Ekkert lát er á gróðureldunum sem geisa í Ástralíu. Tveir fórust um helgina. Íslendingur í Sydney segir að það sé engu líkara en heimsendir sé í nánd. Þangað berst mikill reykur.
22.12.2019 - 20:01
Áfram skelfur jörð við Öskju
Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir við Öskju, norðan Vatnajökuls, frá því á fimmtudag. Stærsti skjálftinn reið yfir á laugardag, 3,4 að stærð. Veðurstofu Íslands mun funda um málið síðar í dag.
12.11.2019 - 11:01
Myndskeið
Sofið á verðinum gagnvart skriðuföllum
Stórfelld skriðuföll þarf að taka alvarlega, segir jarðfræðingur sem kallar eftir auknu fé til að efla rannsóknir og vöktun. Íslendingar hafi sofið á verðinum gagnvart hugsanlegum bergskriðum, eins og í Reynisfjöru.
23.08.2019 - 19:59
Myndskeið
Tuga saknað eftir aurskriðu í Kína
Þrettán hafa fundist látnir og 35 er saknað eftir að aurskriða féll í gærkvöld yfir 21 hús í þorpi í Guizhou í suðvesturhluta Kína. Ellefu var bjargað úr aurnum. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu.
24.07.2019 - 12:26
Myndskeið
Gæti þurft að sprengja bergfyllu í Ketubjörgum
Til greina kemur að sprengja fram risastóra bergfyllu sem klofnað hefur frá bjargbrún Ketubjarga á Skaga. Fylgst er náið með sprungu í björgunum sem gliðnar um tugi sentimertra á hverju ári. Ketubjörg eru fjölfarinn ferðamannastaður og mikil hætta er talin stafa af því ef mörg þúsund tonn af bergi hrynja þarna í sjó fram.
23.05.2019 - 17:55
Viðtal
Smáralind í stóru hlutverki komi til hamfara
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu fara nú yfir nýja rýmingaráætlun. Hún verður nýtt ef hamfarir dynja yfir, eins og eldgos, stórbrunar eða mengunarslys. Samkvæmt áætluninni verða fjöldahjálparstöðvar í Smáralind, Laugardalshöll, Smáranum, Kórnum, Hörpu og Kaplakrika. Á árum áður voru rýmingarstöðvar í skólum enda voru þessi stóru hús ekki risin þá.
21.05.2019 - 17:06
Myndskeið
Stúlkur eru seldar fyrir mat
Það er mikilvægt að koma í veg fyrir fæðuskort, því annars grípa margir til örþrifaráða eins og að selja dætur í sínar í hjónaband eða vændi í skiptum fyrir mat. Þetta segir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum sem stödd er á hamfarasvæðum í Malaví.
07.04.2019 - 18:39