Færslur: Náttúruhamfarir

Hætta á faraldri smitsjúkdóma eftir flóð í Pakistan
Heilbrigðisyfirvöld í Pakistan hafa varað við hættu á aukinni útbreiðslu sjúkdóma í landinu. Milljónir manna eru þar á vergangi eftir úrhellisrigningar og fordæmalaus flóð sem drógu yfir tólf hundruð til dauða.
01.09.2022 - 03:12
Biður um hjálp vegna „monsúnrigninga á sterum“
Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Pakistans reyna nú að afla 160 milljóna dala, andvirði um tuttugu og þriggja milljarða króna, til að bregðast við hamfaraflóðum sem geisa nú í Pakistan.
30.08.2022 - 15:12
Hitinn fór yfir 40 stig á Heathrow
Hitamet féllu í dag í Bretlandi þegar hiti við Heathrow-flugvöll vestur af Lundúnum mældist rétt rúmlega 40 stig.
19.07.2022 - 13:14
Árið 2021
„Ræfillinn“ sem stal senunni
Reykjanesskagi vaknaði af löngum dvala þegar eldgos hófst við Fagradalsfjall 19. mars 2021. Hundruð þúsunda lögðu leið sína að eldgosinu, sem í fyrstu var lýst sem ræfli, og enn fleiri fylgdust með því í beinu streymi svo mánuðum skipti.
Minnst 169 látnir eftir ofurfellibylinn Rai
Tala látinna eftir ofurfellibylinn Rai á Filippseyjum hefur hækkað mikið í dag og er ljóst að manntjón er gífurlegt. Nú hafa verið staðfest 169 dauðsföll vegna ofsaveðursins. Vindhviður í fellibylnum náðu 195 kílómetrum á klukkustund, sem er sá öflugasti sem mælst hefur á árinu.
19.12.2021 - 18:45
Sjónvarpsfrétt
Skýstrókar á nýjum slóðum mögulega vegna veðurbreytinga
Öflugir skýstrókar eru sjaldgæfir á þeim slóðum í Bandaríkjunum þar sem þeir gengu yfir um helgina, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings, og því hafi fólk ekki verið viðbúið. Kenningar eru uppi um að breytingar á veðurfari valdi þessum öfgum. Tuga er leitað í rústum í kappi við tímann. 
12.12.2021 - 19:40
Flateyri berskjaldaðri gagnvart snjóflóðum en talið var
Snjóflóð ógna byggðinni á Flateyri meira en áður var talið, einkum þegar snóþekjan í hlíðinni er þurr og köld. Flóðin tvö sem féllu á Flateyri, aðfararnótt í janúar í fyrra hafa breytt skilningi vísindamanna á eðli snjóflóða. Þeir leita nú leiða til að bæta varnir byggðarinnar. 
23.10.2021 - 13:03
Spánn
Freista þess að bjarga hundum úr eldgosi með dróna
Drónafyrirtæki á Spáni fékk í gær leyfi frá yfirvöldum til að freista þess að bjarga fjórum hundum sem eru fastir á eldgosasvæðinu á Kanaríeyjunni La Palma. Eldgosið hófst 19. september og hafa hundarnir verið fastir síðan í bænum Toduque. Smærri drónar hafa verið nýttir til að koma mat til hundanna.
20.10.2021 - 10:54
Óttast að eiturgufur berist frá gosinu á Kanaríeyjum
Hraun flæðir enn úr fjallinu Rajada á eyjunni La Palma á Spáni í átt að sjó. Áhyggjur eru af því að eiturgufur leysist úr læðingi þegar hraunið flæðir í sjóinn og að sprengingar verði.
21.09.2021 - 22:30
Minnst 23 létust í úrhelli í Mumbai
Minnst 23 manns létust í úrhellisrigningu í Mumbai á Indlandi í nótt. Meirihlutinn þegar veggur hrundi á nokkur íbúðarhús eftir að tré hafði fallið á hann en sjö létust þar sem aurskriður féllu í borginni. Nú ganga monsúnrigningar yfir Indland en varað er við frekari úrhelli og þrumuveðri í Mumbai næstu daga. AFP fréttastofan greinir frá. Um tuttugu milljónir íbúa búa í Mumbai og eru margar byggingar borgarinnar ótraustar og í bágu ástandi.
18.07.2021 - 10:17
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Sjónvarpsfrétt
Yfir fimmtíu látin í hamfaraflóðum - mikil eyðilegging
Yfir fimmtíu hafa farist í Þýskalandi og átta í Belgíu í miklum flóðum frá því í gær. Tuga er saknað og fjöldi fólks í þessum tveimur löndum, ásamt Luxemborg og Hollandi, hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
15.07.2021 - 20:10
Fjögur látin í skógareldum á Kýpur
Fjórir hafa farist í miklum skógareldum sem hafa geisað á Kýpur síðan í gær. Síðustu daga hefur verið um fjörutíu stiga hiti.
04.07.2021 - 12:27
Myndskeið
Ellefu tímar af sveiflukenndu eldgosi á þremur mínútum
Eldgosið á Reykjanesskaga hefur verið sveflukennt í dag líkt og í gær. Miklir kvikustrókar tóku þá að gjósa mun hærra upp úr gígnum en áður hafði sést, allt að 200 metra upp í loftið, með drjúgum hléum inn á milli, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var frá því á tíunda tímanum í gærkvöldi og til klukkan rúmlega átta í morgun, og er sýnt á miklum hraða.
Hættusvæðið verður líklega stækkað í dag
Verið er að endurmeta hættusvæðið við eldgosið í Geldingadölum, eftir að fólk fékk yfir sig gjósku næst gígnum í gær. Líklegt er að hættusvæðið verða stækkað.
Myndskeið
Þetta hefur gerst í Geldingadölum í dag
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá upptöku úr vefmyndavél RÚV í Geldingadölum allt frá því að nýju gossprungurnar opnuðust undir hádegi í morgun.
Rúmlega nítján hundruð skjálftar hafa mælst í dag
Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 1900 skjálftar mælst á Reykjanesskaga að því er fram kemur í tilkynningu náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands.
Mikilvægt að fá nýjar gervihnattamyndir sem fyrst
Kvikugangurinn á Reykjanesskaga er enn að stækka en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti. Einhver bið gæti orðið eftir nýjum gervihnattamyndum af svæðinu. Ákveðið áhyggjuefni, segir sérfræðingur. 
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Viðtal
Skelfur Reykjanes, Reykjaneshryggur eða Reykjanesskagi?
„Það ber á því í daglegu tali og í fjölmiðlum að talað sé um jarðskjálfta á Reykjanesi. Strangt til tekið er Reykjanes bara hluti af Reykjanesskaganum,“ segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV.
Telja mestar líkur á að hraun flæði um miðjan skagann
Líklegast er að hraun flæði um miðjan Reykjanesskagann ef af gosi verður samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands frá í gærkvöldi. Yfirstandandi skjálftahrina vegur nú 50% af spánni, að því gefnu að kvika og skjálftar fari saman. Árétta ber að hafa þarf sterklega í huga að hér byggir á líkum.
Myndskeið
Tvö hundruð saknað eftir flóð á Indlandi
Tvö hundruð manns, hið minnsta, er saknað eftir flóð í Himalaya-fjöllum á Indlandi í morgun. Flóðið sópaði burt tveimur virkjunum, vegum og brúm.
07.02.2021 - 15:58
Myndskeið
„Guðsmildi að enginn skyldi láta lífið“
Forsetahjónin kynntu sér í dag hamfarirnar á Seyðisfirði og það hreinsunar- og endurreisnarstarf sem þar fer fram. Forsetinn segir að sér þyki afar vænt um gestrisni og góðvild Seyðfirðinga og það mikla æðruleysi sem ríki þar í samfélaginu.
Óttast að húsin fari í sjóinn ef snjóhengjan brestur
Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi og eigandi Íslensku fánasaumastofunnar, segir að starfsemi fyritækja sinna sé í mikilli hættu ef stór snjóhengja sem er ofan við húsin skríður fram. Lögreglan hefur lokað svæðinu á meðan aðstæður eru kannaðar.
27.01.2021 - 12:04