Færslur: Náttúruhamfaratrygging Íslands

15 hafa tilkynnt tjón af völdum skjálftahrinunnar
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 15 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem hófst á miðvikudaginn. „Hús á Íslandi eru sterkbyggð og þau þola almennt stærri skjálfta en þá sem hafa riðið yfir síðustu daga,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, í samtali við fréttastofu. 
Mesta tjón frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008
Tjónið eftir skriðuföllin á Seyðisfirði er það mesta sem komið hefur inn á borð Náttúruhamfaratryggingar Íslands frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008. Þegar hafa borist um sextíu tilkynningar um tjón.
25 tilkynningar til Náttúruhamfaratrygginga
Náttúruhamfaratryggingum Íslands hafa borist 25 tilkynningar um tjón á Seyðisfirði. Tryggingarnar bæta að öllum líkindum mest allt það tjón sem varð í aurskriðunum fyrir austan. Húseignir og brunatryggt innbú er skylduvátryggt hjá stofnuninni. Eignajónið hefur ekki verið metið en talið er, byggt á brunabótamati eignanna, að það nemi um einum milljarði króna. 
Viðtal
Eignatjón á Seyðisfirði um einn milljarður króna
Eignatjón af völdum aurskriðna á Seyðisfirði nemur um einum milljarði króna, að mati framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Altjón hafi orðið á tíu til tólf húsum.