Færslur: Náttúrufræðistofnun Íslands

Heildarfjöldi frjókorna á Akureyri sá mesti síðan 2005
Heildarfjöldi frjókorna sem mældist á Akureyri í liðnum júnímánuði er sá mesti frá árinu 2005. Það virðist því ekki hafa komið að sök að kalt væri í veðri á Norðurlandi framan af júnímánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Refum fjölgar ekki á Hornströndum þótt friðaðir séu
Refapörum á Hornströndum og í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefur ekki fjölgað eftir friðun þótt refum annars staðar á landinu hafi fjölgað umtalsvert á tuttugu árum. 
07.06.2021 - 15:51
Meira en 30 hektarar brunnir í eldunum á Reykjanesskaga
Meira en þrjátíu hektarar lands hafa orðið gróðureldum að bráð í kringum eldsstöðvarnar við Fagradalsfjall. Náttúrufræðistofnun Íslands endurmat nýverið umfang eldanna, sem hafa vaxið töluvert. Hraun þekur nú meira en tvo ferkílómetra og eykst dag frá degi.
Glænýtt þrívíddarlíkan af gossvæðinu
Náttúrufræðistofnun birti í dag nýtt þrívíddarlíkan af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Þrívíddarlíkön Náttúrufræðistofnunar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél og eru unnin af myndmælingateymi stofnunarinnar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Almannavarnir, Landmælingar Íslands og Háskóla Íslands. Nýja líkanið byggir á myndum sem voru teknar í dag.
Spegillinn
Þrengir að tegundum með hlýnandi loftslagi
Þorkell Lindberg Þórarinsson, nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að auka þurfa vöktun og kortlagningu á náttúru Íslands. Það verði eitt meginverkefni stofnunarinnar hér eftir sem hingað til. Þorkell Lindberg tók við sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar um síðustu áramót.  Jón Gunnar Ottósson lét þá af störfum, en hann var forstjóri stofnunarinnar í 27 ár.
Nokkrir foreldrar hafa tekið börn sín úr Fossvogsskóla
Foreldrar barna við Fossvogsskóla furða sig á að skýrsla Verkís um stofu 8 í skólanum skuli ekki enn hafa verið birt. Þar koma fram upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands þess efnis að sveppinn kúlustrýnebba sé þar að finna í meira umfangi en búist var við.
12.03.2021 - 13:40
Foreldrar krefjast tafarlausra úrbóta í Fossvogsskóla
Foreldrar barna, sem hafa fundið fyrir veikindum vegna mygluvanda í Fossvogsskóla, telja mjög alvarlegt að foreldrum hafi ekki verið greint frá því tafarlaust að skaðlegar sveppategundir finnast víða í skólanum. Borgin hljóti að íhuga að rýma skólann þar til lausn er fundin.
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Leggja til að Rjúkandi og Hvalá verði friðuð
Náttúrufræðistofnun leggur til að friðun 26 fossa og selalátra verði sett á framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár. Þar á meðal er er vatnasviðið sem fyrirhugað er að nýta í Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum.
Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
Spegillinn
5 rjúpur á mann
Náttúrufræðistofnun metur að rjúpnastofninn þoli að veiddar verði 25 þúsund rjúpur í haust. Í fyrra hljóðaði ráðgjöfin upp á rúmlega 70 þúsund fugla. Ef þessi ráðgjöf gengur eftir þýðir hún að ráðlögð veiði nemi fimm fuglum á hvern veiðimann.
Fundu COVID-hanska og nýjar tegundir í Surtsey
Gróska í Surtsey er góð samkvæmt niðurstöðum árlegrar vísindaferðar út í eyjuna og var mikið af blómstrandi plöntum. Kórónuveiran minnti þó á sig þar líkt og annars staðar.
Ekki eins hátt hlutfall grenja í fimm ár
Í nýafstaðinni vettvangsferð Náttúrufræðistofnunar Íslands á Hornstrandir kom í ljós að ábúð og tímgun refa á Hornströndum er með besta móti, eða 40%. Flest óðul hafa stækkað og fæðuskilyrði eru góð.
17.07.2020 - 14:13
Grasfrjó flest í Garðabæ og mest af birkifrjóum nyrðra
Svipaður fjöldi frjókorna mældist í lofti á Akureyri í júnímánuði og í sama mánuði undanfarin ár. Í Garðabæ mældust aftur á móti um tvöfalt fleiri frjókorn en að meðaltali í júní. Á Akureyri voru birkifrjó sú tegund frjókorna sem mældist mest af en í Garðabæ mældist mest af grasfrjóum. 
Einungis 15 fálkapör komu upp ungum í ár
Afkoma og frjósemi fálka er mjög lítil í ár. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni frá því að farið var að fylgjast með fálkanum fyrir fjörutíu árum. Fimmtán af 55 pörum komu upp ungum á Norðausturlandi, segir Ólafur K Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 
01.07.2020 - 13:00
„Enginn okkar er sérfróður um lúsmýið“
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur litla trú á auglýsingum manna sem taka að sér að eyða lúsmýi. Til að verjast lúsmýi mælir hann með fínriðnu neti fyrir opnanlega glugga, og viftu til að halda lofti í svefnherbergi á hreyfingu. Þetta kemur fram í nýrri færslu hans á Facebook-síðu hans, Heimur smádýranna.
30.06.2020 - 18:56
Rjúpum fjölgar í flestum landshlutum
Rjúpum hefur fækkað á Norðurlandi en fjölgað í öðrum landshlutum. Þetta leiðir rjúpnatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 í ljós. Í fyrra fækkaði rjúpum víðast hvar, nema í lágsveitum á Norðausturlandi.
Spegillinn
Aukin gróðursæld eykur hættu á gróðureldum
Eftir því sem gróðursæld vex á Íslandi eykst hætta á gróðureldum. Plöntuvistfræðingur segir að það eigi eftir að taka landið sem brann í nótt langan tíma að jafna sig. Veðurstofan hefur lengi viljað auka vöktun á gróðureldum en það hefur strandað á fjármagni. 
Spegillinn
Hlær að selveiðibanninu
Stefnt er að því að banna allar selveiðar vegna þess hve mikið sel hefur fækkað. Dýravistfræðingur segir að ástæða fækkunarinnar sé ekki ljós. Formaður samtaka selabænda hlær að tillögunni vegna þess að engar selveiðar séu lengur stundaðar.
Sást til ormskríkju í fyrsta sinn síðan 1956
Sjaldgæfi flækingsfuglinn ormskríkja sást við Reykjanesvita á Suðvesturlandi í gær. Síðast sást fugl af þessari tegund á Íslandi í október 1956, eða fyrir rúmum sextíu árum.
09.09.2019 - 15:08
Aldrei eins margar holur á svo litlu svæði
Á fyrirhuguðu vegsvæði Hvalárvirkjunar á Ófeigsfjarðarheiði var skógur fyrir milljónum ára. Um það vitna trjáholur í bergi sem vísindamenn Náttúrufræðistofnunar fundu í síðustu viku. Aldrei hafa eins margar fundist á jafnlitlu svæði, segir jarðfræðingur. Verið er að meta hvaða áhrif þetta hefur á framkvæmdir. 
Elrið byrjað að blómstra og frjókorn að fljúga
Frjókorn elrisins eru byrjuð að mælast í lofti. Fólk sem er með ofnæmi fyrir birki gæti fundið fyrir vægum einkennum.
Skógarþrestir koma með mítlana til landsins
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú safnað nægum sýnum af skógarmítlum til að hefja rannsóknir á sýklum í pöddunum, sem sjúga blóð úr dýrum og geta borið með sér alvarlega sjúkdóma. Enn er leitað að fjármagni til rannsóknanna. Langflestir mítlar fundust á skógarþröstum.