Færslur: Náttúra

Þetta helst
Lækningamáttur og möguleikar ofskynjunarsveppa
Íslenskir ofskynjunarsveppir, trjónupeðlur, eru farnir að skjóta reglulega upp kollinum, víðar en á umferðareyjum og öðru graslendi. Við sjáum nú hverja fréttina á fætur annari þar sem fjallað er um nýjar rannsóknir úti í heimi sem gefa sterklega til kynna að virka efnið í sveppunum, ofskynjunarefnið sílósíbin, sé til margra hluta nytsamleg. Það hefur svo sem legið fyrir í áratugi, bara ekki farið hátt. Þetta helst fjallar um möguleika ofskynjunarsveppa til lækninga í dag.
05.10.2022 - 14:44
Fann sjaldgæfa trjásvefnmús eftir tveggja ára leit
Sjaldgæft nagdýr sem hafði ekki sést í tuttugu ár fannst nýverið í skógi í Austurríki.
02.10.2022 - 13:56
Erlent · Náttúra · Erlent · Náttúra · svefnmús · trjásvefnmús · nagdýr · BBC
Þetta helst
Haustlitirnir: Náttúran býr sig undir vetrarkomu
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin til að geta tekist á við vorið eftir kuldann og myrkrið í vetur. Skógfræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt fyrir plönturnar að haustlitirnir verði komnir í kringum 1. október. Það þýðir að þær séu heilbrigðar, að þeim líði vel. Svo er líka alveg voðalega fallegt. Haustlitir verða helst í dag.
21.09.2022 - 13:09
 · Rás 1 · Innlent · Náttúra · vísindi · Umhverfismál · Hlaðvarp
Sjónvarpsfrétt
„Öllum fyrir bestu að honum sé haldið í skefjum“
Dýrbítur hefur drepið að minnsta kosti fimm lömb í Kelduhverfi á síðustu vikum. Skytta í sveitinni segir tófuna vera að færa sig upp á skaftið og hefur áhyggjur af framhaldinu.
08.09.2022 - 10:43
Myndband
Hraunið enn hættulega heitt
Engin virkni hefur mælst í gígnum í Meradölum síðan sunnudagsmorguninn 21. ágúst. Hraunið þar er þó enn hættulega heitt eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Þetta helst
Stór og smá kókaínmál, Hollywood og erythroxylum coca
Íslensk yfirvöld fundu hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands og er þetta langmesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál, þar snerist um 16 kíló. Fjórir eru í haldi vegna kílóanna hundrað, ekki góðkunningjar lögreglu. Þetta helst skoðaði sögu kókaíns, faraldurinn á Íslandi og stöðuna í dag.
19.08.2022 - 13:47
Þetta helst
Þunglyndi og félagsfælni geta fylgt eldingaslysum
Að meðaltali deyja um sextíu manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Við lítum til himins í Þetta helst í dag og skoðum þessi óútreiknanlegu náttúrufyrirbrigði sem eldingar eru.
10.08.2022 - 13:22
 · Innlent · Erlent · Náttúra · veður · eldingar · Rás 1 · Hlaðvarp
Þetta helst
Það eru eldgos á fleiri stöðum í heiminum en Íslandi
Þó að við Íslendingar skilgreinum okkur eðlilega sem eldfjallaþjóð, búandi á þessu landi íss og elda, erum við svo sannarlega ekki eina landið í heiminum sem býr yfir þessum mikla og óútreiknanlega náttúrukrafti undir yfirborðinu. Akkúrat núna eru um það bil 25 gjósandi eldfjöll í heiminum, þar af eru sex bara í Indónesíu. Þetta helst skoðar í dag gjósandi heimskortið, lítur aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 sem varð innblástur að Hollywoodmynd.
08.08.2022 - 13:52
 · Innlent · Erlent · eldgos · Hollywood · eldfjöll · Náttúra · Rás 1 · Hlaðvarp
Varasamt að stytta sér leið yfir gamla hraunið
„Staðsetningin á þessu er þannig að þarna getur hraun runnið ansi lengi án þess að valda neinum vandræðum,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Verið er að meta stöðuna við gosstöðvarnar og fólk beðið um að vera ekki að fara þangað fyrr en því er lokið.
Myndskeið
Hraunið flæðir um Meradali
Í myndbandinu hér að ofan má sjá hraunið flæða um Meradali skömmu eftir að gos hófst í dag. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að kvikurennsli úr þessu gosi samsvari um tíföldu rennsli Elliðaáa.
03.08.2022 - 15:27
Þetta helst
Síkvik jörð Reykjanesskagans í gegn um tíðina
Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring á Reykjanesskaganum, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. En við erum fljót að gleyma. Þetta helst lítur aðeins yfir söguna á Reykjanesskaganum í dag.
02.08.2022 - 13:43
Bara stakir kaflar í langri framhaldssögu um eldana
„Þetta er bara einn kafli í langri framhaldssögu,“ sagði jarðeðlisfræðingur við upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Jörðin skalf þá mis-hressilega á Reykjanesskaganum í um 15 mánuði áður en kvikan náði upp á yfirborðið.
Aðgangur að hreinu umhverfi teljist til mannréttinda
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag ályktun, þar sem því er lýst yfir að aðgangur að hreinu, heilbrigðu og sjálfbæru umhverfi teljist til almennra mannréttinda.
Þetta helst
Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. 60 ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.
28.07.2022 - 13:21
Úlfum fjölgar ört í Danmörku
Búast má við að fullvaxta úlfar í Danmörku verði orðnir um hundrað talsins innan fimm ára ef stofninn fær að vaxa og dafna óáreittur. Þetta segir Kent Olsen, yfirmaður rannsókna hjá náttúruminjasafni Árósa, í samtali við danska ríkisútvarpið.
23.07.2022 - 14:04
Erlent · Danmörk · Dýr · Náttúra
Þetta helst
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst lítum við út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans með hjálp James Webb sjónaukans, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
21.07.2022 - 12:56
Vistkerfi Ástralíu á barmi hruns samkvæmt nýrri úttekt
Lífríki Ástralíu hefur hnignað hratt á síðustu árum og er í „hörmulegu ástandi“, er fram kemur í nýrri skýrslu yfirvalda um stöðu náttúrunnar í landinu.
19.07.2022 - 05:17
Sjónvarpsfrétt
Hopið talið í hundruðum rúmkílómetra
Jöklar landsins hafa rýrnað svo mikið frá síðustu aldamótum að hægt er að telja rýrnunina í hundruðum rúmkílómetra. Jökulsporðar hopuðu víða um tugi metra í fyrra. Mýrdalsjökull hefur rýrnað um fimm rúmkílómetra á ellefu árum.
Sjónvarpsfrétt
Margar góðar ástæður fyrir því að hætta að slá gras
Margvíslegur ávinningur fæst af að hætta að slá gras. Það er jákvætt fyrir pöddur og fugla og dregur úr olíunotkun. Vaxandi hreyfing er fyrir villigörðum. Landgræðslustjóri hvetur sveitarfélög til að gróðursetja rifsberjarunna á almenningssvæðum í staðinn fyrir gras. 
02.07.2022 - 21:03
Fjörur og fossar lifna við á hljóðkorti á Íslandi
Ölduniður í Reynisfjöru og fossaföll frá Seljalandsfossi og Skógafossi eru nú aðgengileg í hljóðkorti af Íslandi. Nemendur við Víkurskóla í Grafarvogi auk erlendra gestanema vinna að upptökum á fleiri náttúruhljóðum.
10.05.2022 - 13:16
Fjöldi tilkynninga á dag um dauða fugla á víðavangi
Enn berst fjöldi tilkynninga á dag til Matvælastofnunar um dauða fugla á víðavangi. Sérgreinadýralæknir segir tilkynningarnar áberandi fleiri nú en í venjulegu árferði, ekki síst vegna aukinnar meðvitundar í samfélaginu um fuglaflensuna.
09.05.2022 - 19:49
Kóralrifið mikla fölnar eftir óvenjuhlýjan mars
Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu hefur orðið fyrir gríðarlegum skemmdum undanfarið vegna hlýnandi sjávar. Sjórinn umhverfis kóralrifið hefur í mars mælst fjórum gráðum heitari að meðaltali en síðustu ár.
25.03.2022 - 06:41
Fyrstu heiðlóurnar komnar til landsins
Fyrstu heiðlóur vorsins sáust á landinu sunnanverðu í gær. Björn Gísli Arnarsson, fuglaáhugamaður hjá fuglaathugunarstöð Suðausturlands, segir fuglana virðast í góðu ásigkomulagi eftir ferðina norður á bóginn.
21.03.2022 - 09:08
Innlent · Náttúra · Fuglar · Náttúra · Vor · Heiðlóa
Þrýstibylgja frá eldfjalli við Tonga mældist á Íslandi
Þrýstibylgja mældist um allan heim af völdum gríðarlegrar sprengingar í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai undan ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. Flóðbylgja skall á Tonga í morgun, í kjölfar neðansjávareldgossins.
Útiloka ekki skjálfta í Brennisteinsfjöllum
Upptök skjálftanna á Reykjanesi að undanförnu hafa verið norðar og austar en áður. Jarðskjálftarnir á Reykjanesi hafa undanfarinn hálfan annan sólarhring nær allir átt upptök sín norður af Krýsuvík og austan við Keili. Þetta er á slóðum vestan við Kleifarvatn og austan við gosrásina sem gaus úr við Fagradalsfjall síðastliðinn vetur. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni,  segir viðbúið að skjálftarnir séu á þessum slóðum