Færslur: Náttúra

Líkur á að hlaupi úr Grímsvötnum næstu daga
Enn er fylgst grannt með hreyfingum íshellunnar í Grímsvötnum, sem nú hefur sigið um rúma fjóra metra. Rennsli er farið að aukast lítillega í Gígjukvísl en Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir það sé aðeins tímaspursmál hvenær fari að hlaupa undan jöklinum.
29.11.2021 - 12:18
Reykur frá Geldingadölum en ekkert gos
Vegfarendur hafa síðustu daga orðið varir við reyk sem stígur upp frá hrauninu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands kannast við hringingar vegna þessa en segir gos ekki hafið á ný, það sé engin aukin virkni eða gosórói. Reykurinn stafi af því að gas streymi enn úr gígnum og hugsanlega geri veður- og birtuskilyrði undanfarinna daga það að verkum að þetta uppstreymi sjáist betur en áður.
29.10.2021 - 14:24
Kastljós
Í dauðafæri til að verða fyrsta landið sem er óháð olíu
Ísland er í dauðafæri til að vera fyrsta ríkið í heiminum sem verður alveg óháð jarðefnaeldsneyti, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Hann segir þetta hægt vegna reynslu Íslendinga af framleiðslu á endurnýtanlegri orku og sömuleiðis vegna möguleika til framtiðar. Hann segir skynsamlegt að skoða þann möguleika að leggja sæstreng frá Íslandi til útlanda.
28.10.2021 - 20:49
Sjónvarpsfrétt
Stjórnvöld þurfa að grípa til mjög róttækra aðgerða
Stjórnvöld verða að grípa til mjög róttækra aðgerða til að uppfylla markmið alþjóðasamfélagsins í loftslagsmálum segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Árni Finnsson. Hann segir að hraða verði orkuskiptum og banna nýja bensín- og dísilbíla hér á landi árið 2025 en ekki 2030 eins og að er stefnt.
27.10.2021 - 22:40
Haustfeti víða á ferli og leitar í ljós
Haustfetinn er kominn á stjá og hafa eflaust margir séð fiðrildin í hópum við útiljós á húsum. Flugtíminn hans er frá miðjum september og fram eftir nóvember, að sögn Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Haustfetinn er þó heldur seint á ferðinni þetta árið.
27.10.2021 - 15:04
Innlent · Náttúra · Fiðrildi · Náttúra · Dýr · Haust
Hægt hefur á landrisi í Öskju sem mælist 16 sentimetrar
Enn mælist landris í Öskju en þó hefur hægt heldur á því. Í dag eru sextíu ár frá upphafi síðasta Öskjugoss. 
26.10.2021 - 12:10
Hlusta þarf á raddir almennings við mannvirkjagerð
Skort hefur að hlustað hafi verið á raddir almennings við mannvirkjagerð í íslensku landslagi. Þetta segir lektor í land- og ferðamálafræði.  Íslendingar hafa skrifað undir Evrópusamning sem felur í sér að fólkið í landinu hafi mun meiri atkvæðisrétt en áður um hvað er framkvæmt í íslensku landslagi.
21.10.2021 - 09:57
Stemma stigu við fjölgun flóðhesta Pablos Escobar
Gripið hefur verið til þess ráðs í Kólumbíu að gera ófrjóa nokkra af flóðhestum sem fíkniefnabaróninn Pablo Escobar átti. Um áttatíu flóðhestar búa nú á búgarðinum þar sem Escobar bjó þar til hann var skotinn til bana í lögregluumsátri árið 1993.
15.10.2021 - 22:44
Engin sjáanleg merki um yfirvofandi eldgos við Öskju
Sérfræðingur Veðurstofunnar, sem er að störfum við Öskju, segir engin sjáanleg merki um yfirvofandi gos. Land hefur risið um fjórtán sentimetra við Öskju frá því í ágúst.
12.10.2021 - 12:28
Ekki útilokað að skriðurnar verði fleiri
Fallið hafa um fimmtán til tuttugu skriður um helgina í Kinn og Útkinn. Tvær skriður féllu í gærkvöld eða í nótt. Ofanflóðasérfræðingur segir ekki hægt að útiloka að fleiri skriður falli.
04.10.2021 - 12:50
Morgunútvarpið
Aldrei heyrt önnur eins læti og í skriðunum
Bragi Kárason, bóndi á Nípá, kveðst aldrei hafa heyrt önnur eins læti og í skriðunum um helgina. Mikil úrkoma hefur verið á Norðurlandi eystra um helgina og hafa aurskriður fallið víða. Ástandið er sérstaklega slæmt í Þingeyjarsveit og hafa tólf bæir í Kinn og Útkinn verið rýmdir vegna skriðuhættu, þar á meðal Nípá.
04.10.2021 - 09:50
Sjónvarpsfrétt
Leggur til allsherjarhreinsanir vegna riðu í Skagafirði
Umfangsmiklar hreinsanir og niðurskurður á sauðfé á öllum bæjum í riðusýktu hólfi í Skagafirði er nauðsynlegt til að uppræta sjúkdóminn. Þetta segir fyrrverandi yfirdýralæknir. Mikilvægt sé að veita bændum tilfinningalega aðstoð að niðurskurði loknum. Hann segir aðgerðirnar sársaukafullar, en nauðsynlegar. 
03.10.2021 - 20:12
Viðtal
Fjöldi hefur skoðað hvalshræið í morgun
Margir hafa lagt leið sína á norðanvert Álftanes í morgun til að sjá hvalshræið sem fannst þar seint í gærkvöld. Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa rannsakað hræið í morgun og þegar því lýkur kemur það í hlut sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar að ákveða hvað verður gert við það.
30.09.2021 - 13:17
Verja 150 milljónum til hreinsunar strandlengjunnar
Samstarfsyfirlýsing um fimm ára átak í hreinsun strandlengju Íslands var undirrituð í dag. Ríkið ætlar að veita 150 milljónum til átaksins á fimm árum. Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, gleðst yfir átakinu sem hann hefur beðið eftir í 25 ár.
21.09.2021 - 23:44
Lýsa yfir hættustigi vegna Skaftárhlaups
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna hlaups sem er að vænta úr eystri katli Skaftár. Síðustu daga hefur hlaupið úr vestari katlinum. Hlaup úr eystri katlinum eru yfirlætt stærri en þau sem koma úr þeim vestari. Búast má við samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá og eru vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð.
05.09.2021 - 12:42
Sjónvarpsfrétt
Ætla að fylgjast vel með Öskju svo ekkert komi á óvart
Landris við Öskju bendir til þess að kvika sé að safnast fyrir undir henni. Jarðeðlisfræðingur segir enga ástæðu til annars en að vera róleg, atburðarrásin sé rétt að byrja. Þetta skýrir breytingu á hegðun eldstöðvarinnar sem hefur verið róleg síðustu 40 ár.
04.09.2021 - 18:58
Innlent · Náttúra · Askja · eldgos
Óbreytt staða í Öskju
Staðan í Öskju er óbreytt en Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld um að land hafi risið um 5 sentimetra á einum mánuði. Heldur fleiri jarðskjálftar mældust í Öskju í ágúst en alla jafna.
04.09.2021 - 17:10
Enn dregur úr rennsli í Skaftá
Jafnt og þétt hefur dregið úr rennsli í Skaftá síðasta sólarhring. Þar hófst hlaup á miðvikudag. Rennslið mælist nú rúmlega 330 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind. Það náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind.
04.09.2021 - 16:47
Kvika líklega að flæða undir Öskju
Kvika er líklega að flæða undir Öskju og það þarf að fylgjast náið með rishreyfingum við eldstöðina, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Askja hefur sigið síðustu áratugi en rís nú hratt. Flest eldgos í Öskju sprungugos, en þar geta einnig orðið öflug sprengigos. 
04.09.2021 - 12:19
Dæmi um fólk sem hefur myndað þol gegn lúsmýbitum
Nú þegar lúsmývargurinn gerir landsmönnum lífið leitt víða um land hafa sumir tekið eftir því að bitin virðast ekki alveg jafn slæm og þegar flugan gerði hér fyrst strandhögg fyrir fáeinum árum. Fyrir því er ástæða, að sögn ónæmisfræðings.
09.08.2021 - 14:48
Kjúklingur skóganna kominn í Árneshrepp
Áhugi landsmanna á sveppum og sveppatínslu virðist fara vaxandi og sveppategundum í náttúru Íslands fjölgar. Sveppafræðingur fylgist vel með myndum sem meðlimir í sveppahópnum Funga Íslands birta, stundum finnur fólk nefnilega sveppi sem aldrei hafa sést á Íslandi áður. Appelsínuguli sveppurinn Brennisteinsbarði, er einn þeirra, en glöggur vegfarandi fann hann í byrjun ágústmánaðar og gerði sér mat úr. 
08.08.2021 - 16:31
Þrjátíu prósent telja sig hafa verið bitin af lúsmýi
Lúsmýið alræmda hefur verið mikið til umræðu síðustu sumur og virðist vera farið að dreifa sér víða um land. Það finnst nú á Suðurlandi vestan Markarfljóts, á Vesturlandi, þó ekki á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Það er einnig á Norðurlandi, í Húnaþingi, Skagafirði, Eyjafirði og austur í Fnjóskadal. Samkvæmt nýrri könnun hafa um þrjátíu prósent Íslendinga verið bitin af lúsmýi.
29.07.2021 - 13:25
Óvarkárir ökumenn keyra á tugi kríuunga á dag
Tugir kríuunga hafa drepist á dag undanfarna viku vegna mikillar bílaumferðar við Rif á Snæfellsnesi. Hámarkshraði á svæðinu hefur nú þegar verið lækkaður og svæðið merkt sem varpland, en það virðist ekki duga til þess að hlífa varpinu.
22.07.2021 - 21:05
Innlent · Vesturland · Náttúra · Umhverfismál · Kría · Fuglar · Náttúra · umferð · Varp · Kríuvarp · Varpland · Vegagerðin · samgöngur · Bílar · Vesturland · Snæfellsnes
Umfang skóga rúmlega tvöfaldast á tuttugu árum
Skógarþekja á Íslandi eykst til muna ef standa á við markmið um kolefnislosun næstu tvo áratugi. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um skógrækt því hún breytir landslagi segir sviðsstjóri Þjóðskóga.
11.07.2021 - 18:52
Villisvínablendingar ráða ríkjum í geislavirkri náttúru
Villisvínablendingar hafa lagt undir sig Fukushima-héraðið í Japan eftir kjarnorkuslysið sem varð 2011. BBC greinir frá þessari óvenjulegu þróun í fréttaskýringu og byggir hana á nýútgefinni genarannsókn vísindamanna í Fukushima.
03.07.2021 - 17:34