Færslur: Náttúra

Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.
14.04.2021 - 19:35
Erlent · Umhverfismál · Japan · Kína · Fukushima · kjarnorka · Asía · Náttúra
Fréttaskýring
Minnsti ræfill aldarinnar en vinsælasta eldgos sögunnar
Eldgosið í Geldingadölum er, enn sem komið er, það minnsta sem hefur orðið hér síðustu áratugi. Almenningur hefur aldrei fengið jafn greiðan aðgang að gosstöðvum hér. Þetta er langvinsælasta gos Íslandssögunnar, en það sjötta í röðinni á þessari öld. Sex ár eru liðin frá síðasta gosi, sem varði í hálft ár.
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Myndskeið
Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.04.2021 - 15:38
Myndskeið
Vísindamenn vara við gosferðum og hættulegu gasi
Gasmengun úr gosstöðvunum hefur tvöfaldast með tilkomu fleiri gossprunga og vara vísindamenn við ferðum þangað. Fólk með viðkvæm öndunarfæri, lítil börn og þungaðar konur ættu ekki að fara að gosinu. Hraunbrúnir, undanhlaup og mengun geta reynst banvæn. Engin vakt verður á svæðinu fyrir hádegi um helgina.
Eldgos eru eins og eitraður úðabrúsi
Sérfræðingur í eiturefnafræði leggst alfarið gegn því að fólk með asma, hjarta- og lungnasjúkdóma, og ófrískar konur, fari að gosstöðvunum. Eitrunarmiðstöð Landspítalans hefur sérstakar áhyggjur af magni flúrsýru við gosið sem veldur ertingu í augum, húð og hálsi. Gasmengun frá eldgosum getur verið banvæn og nokkur fjöldi hefur leitað læknis vegna eitrunar.
Myndskeið
Ný sprunga hefur opnast
Ný gossprunga myndaðist um miðnætti á eldstöðvunum á Reykjanesskaga. Sprungan er á milli upprunalega gossins og þess nýja.
07.04.2021 - 00:39
Búast við stöðugum straumi að gosstöðvunum í dag
„Fólk var mætt snemma og það mynduðust raðir hérna í Grindavík í morgun,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Síðan var tekin ákvörðun um að hleypa inn á svæðið, enda veðrið gott,“ segir hann.
28.03.2021 - 12:36
Streyma að gosinu að vinnudegi loknum
Svo virðist sem nokkuð margir hafi ákveðið að grípa tækifærið eftir vinnu og skoða eldgosið við Fagradalsfjall. Það stendur einfaldlega bíll við bíl á Suðurstrandavegi og sífellt bætist í hópinn. Það er ágætisveður á svæðinu, en nokkuð kalt og snjókoma með hléum. Almannavarnir vara við hópamyndun.
Þyrfti að gjósa í mörg ár til að stór dyngja myndist
Eldgosið við Fagradalsfjall þyrfti að haldast stöðugt í áratugi til að mynda stóra dyngju. Fátt bendir til að það ógni byggð á næstu árum nema flæðið breytist. Eldfjallafræðingur segir að þetta geti hentað vel fyrir ferðamenn ef gosið heldur áfram. Rennslið úr gígnum hefur haldist stöðugt, með 5 til 10 rúmmetra flæði á sekúndu, síðan það hófst á föstudagskvöld.
Sjónvarpsfrétt
Eldgosið át fulla pönnu af beikoni og eggi
Þúsundir gosþyrstra ferðalanga gengu í Geldingadal í dag og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Nokkur verðmæti urðu þó hrauninu að bráð og björgunarsveitir þurftu að vísa fólki frá jaðrinum, en langflestir voru til fyrirmyndar. Svangur ferðalangur ætlaði að elda beikon og egg handa sér og vinum sínum, en hafði ekki erindi sem erfiði, en hraunið vann það kappát.
Sjónvarpsfrétt
800 ára þögn rofin með stórkostlegu sjónarspili
Mörg hundruð manns gengu að gosinu í gærkvöldi til að sjá náttúruöflin að verki. Þó að gosið sé lítið í vísindalegu tilliti, er það nokkuð stórbrotið fyrir augun - og myndavélarnar. 
„Það vantaði bara gosbjarmann í baksýn”
„Það munaði svo litlu,” segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Í kvöldfréttum RÚV á föstudag sagðist Benedikt, varfærnislega þó, síður eiga von á gosi við Fagradalsfjall. Einum og hálfum tíma síðar byrjaði að gjósa og vakti þetta töluverða kátínu á internetinu.
21.03.2021 - 12:44
útvarpsfrétt
Eldgosið ekki alveg búið en er ekki stórt
Hraunrennslið frá eldgosinu í Geldingadal í Fagradalsfjalli er svipað og í gærkvöld. Enginn gosstrókur kemur upp núna. „Það er enn þá hraunflæði í gangi þannig að þetta er ekki alveg búið en þetta er ekki stórt,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í viðtali í útvarpsfréttum klukkan átta í morgun.
20.03.2021 - 09:05
Myndskeið
Myndir af eldgosinu í morgunsárið
Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið yfir eldgosið í Geldingadal í Fagradalsfjalli í morgun. Jarðvísindamenn voru með í för. Gosið hófst á tíunda tímanum í gærkvöld. Vilhjálmur Þór Guðmundsson, myndatökumaður RÚV, var með í för og tók meðfylgjandi myndir.
20.03.2021 - 08:13
Lestin
Skrásetur niðandi hljóðmyndir Íslands
Hvernig hljómar Ísland? Það er spurningin sem drífur pólska tónlistar-þjóðfræðinginn Kaśka Paluch áfram, en hún safnar um þessar mundir hljóðum frá Íslandi og gerir aðgengileg á gagnvirku landakorti á vefsíðunni Noise from Iceland.
14.03.2021 - 11:27
Dagur villtrar náttúru
Stefán Gíslason fjallar í umhverfispistli sínum um gildi villtrar náttúru og hversu takmörkuð í raun þekking okkar er á náttúrunni og uppbyggingu hennar og þörfum, og varar við því að við nálgumst hana með nytjahyggju eina að leiðarljósi.
08.03.2021 - 14:04
Styðja uppbyggingu Stuðlagils
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að styðja uppbyggingu á Stuðlagili á Efra-Jökuldal um 15 milljónir króna. Landeigendur á svæðinu hafa fengið sjálfseignarstofnunina Austurbrú til liðs við sig til að vinna að uppbyggingu Stuðlagils.
05.03.2021 - 16:50
Viðtal
Grindvíkingar rólegir þrátt fyrir skjálftahrinuna
Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki eða tjón á verðmætum í jarðskjálftahrinunni sem gengið hefur yfir síðan á miðvikudag. Upptök skjálftanna eru rétt utan við Grindavík og finna Grindvíkingar því vel fyrir skjálftunum. Fannar Jónsson bæjarstjóri sat fund með almannavörnum í dag vegna ástandsins.
Viðtal
Of snemmt að segja til um hvort hrinunni sé að ljúka
Dagurinn byrjaði hjá mörgum á suðvesturhorninu á snörpum jarðskjálfta, sem var 5,2 að stærð. Síðan hafa eftirskjálftar fylgt. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að smám saman hafi dregið úr virkninni. „Við getum auðvitað bara vonað að þessu sé að ljúka en það er of snemmt að segja það þannig að við munum áfram fylgjast með næstu daga,“ sagði Kristín í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Íbúum heimilað að snúa aftur í hús sín
Íbúum við Tethusbakken í Osló hefur verið leyft að snúa aftur í hús sín eftir að þau voru rýmd vegna jarðfalls. Þó má ekki að fullu nýta það hús sem verst varð úti. Húsin eru flest gömul og götumyndin þykir fögur og því er það í verkahring byggingafulltrúa borgarinnar að ákveða með framhaldið.
27.02.2021 - 15:07
Telja mestar líkur á að hraun flæði um miðjan skagann
Líklegast er að hraun flæði um miðjan Reykjanesskagann ef af gosi verður samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands frá í gærkvöldi. Yfirstandandi skjálftahrina vegur nú 50% af spánni, að því gefnu að kvika og skjálftar fari saman. Árétta ber að hafa þarf sterklega í huga að hér byggir á líkum.
Gefa umræðum um Einbúavirkjun meiri tíma
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti í dag að vísa tillögum að deiliskipulagi Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti til endurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir. Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, segir sveitarstjórn vilja gefa málinu meiri tíma og dýpka umræðuna. 
11.02.2021 - 18:04
Allt verður gert til að finna fjallgöngumennina
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þakkaði Qureshi Makhdoom Shah Mahmood, utanríkisráðherra Pakistans, í dag fyrir framgöngu pakistanskra stjórnvalda í leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2.
06.02.2021 - 20:37
Ekkert hefur heyrst frá John Snorra á K2
Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans sem ætluðu að freista þess að ná á tind K2 í dag. Síðast heyrðist frá þeim um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fimbulkuldi er á fjallinu og aðstæður erfiðar, til að mynda endast rafhlöður í samskiptabúnaði stutt við slíkar aðstæður. 
05.02.2021 - 22:21