Færslur: Náttúra

Viðtal
Grindvíkingar rólegir þrátt fyrir skjálftahrinuna
Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki eða tjón á verðmætum í jarðskjálftahrinunni sem gengið hefur yfir síðan á miðvikudag. Upptök skjálftanna eru rétt utan við Grindavík og finna Grindvíkingar því vel fyrir skjálftunum. Fannar Jónsson bæjarstjóri sat fund með almannavörnum í dag vegna ástandsins.
Viðtal
Of snemmt að segja til um hvort hrinunni sé að ljúka
Dagurinn byrjaði hjá mörgum á suðvesturhorninu á snörpum jarðskjálfta, sem var 5,2 að stærð. Síðan hafa eftirskjálftar fylgt. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að smám saman hafi dregið úr virkninni. „Við getum auðvitað bara vonað að þessu sé að ljúka en það er of snemmt að segja það þannig að við munum áfram fylgjast með næstu daga,“ sagði Kristín í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Íbúum heimilað að snúa aftur í hús sín
Íbúum við Tethusbakken í Osló hefur verið leyft að snúa aftur í hús sín eftir að þau voru rýmd vegna jarðfalls. Þó má ekki að fullu nýta það hús sem verst varð úti. Húsin eru flest gömul og götumyndin þykir fögur og því er það í verkahring byggingafulltrúa borgarinnar að ákveða með framhaldið.
27.02.2021 - 15:07
Telja mestar líkur á að hraun flæði um miðjan skagann
Líklegast er að hraun flæði um miðjan Reykjanesskagann ef af gosi verður samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands frá í gærkvöldi. Yfirstandandi skjálftahrina vegur nú 50% af spánni, að því gefnu að kvika og skjálftar fari saman. Árétta ber að hafa þarf sterklega í huga að hér byggir á líkum.
Gefa umræðum um Einbúavirkjun meiri tíma
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti í dag að vísa tillögum að deiliskipulagi Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti til endurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir. Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, segir sveitarstjórn vilja gefa málinu meiri tíma og dýpka umræðuna. 
11.02.2021 - 18:04
Allt verður gert til að finna fjallgöngumennina
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þakkaði Qureshi Makhdoom Shah Mahmood, utanríkisráðherra Pakistans, í dag fyrir framgöngu pakistanskra stjórnvalda í leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2.
06.02.2021 - 20:37
Ekkert hefur heyrst frá John Snorra á K2
Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans sem ætluðu að freista þess að ná á tind K2 í dag. Síðast heyrðist frá þeim um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fimbulkuldi er á fjallinu og aðstæður erfiðar, til að mynda endast rafhlöður í samskiptabúnaði stutt við slíkar aðstæður. 
05.02.2021 - 22:21
Stefnir á toppinn á K2 í vikunni
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson stefnir að því að komast á topp fjallsins K2 á föstudag. Hann hefur verið á fjallinu í nær tvo mánuði, ásamt feðgum frá Pakistan. Frostið er 15 til 25 stig og segir hann kuldann venjast ótrúlega vel, það sé þó kalt að fara ofan í svefnpokann á kvöldin.
01.02.2021 - 11:14
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Fleiri andvígir en fylgjandi þjóðgarðsfrumvarpi
31 prósent er fylgjandi frumvarpi um hálendisþjóðgarð sem umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í byrjun desember. 43 prósent eru því andvíg. Meira en fjórði hver segist hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta sýna niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallups úr netkönnun gerðri dagana 29. desember til 10. janúar. 
Minningarathöfn um þau sem létust í Gjerdrum
Minningarathöfn var haldin í Gjerdrum-kirkju á sunnudagsmorguninn til að minnast þeirra sem létust í náttúruhamförunum í Ask 30. desember síðastliðinn. Jafnframt var tilgangurinn að hugga hvert og eitt þeirra sem á um sárt að binda eftir atburðina.
11.01.2021 - 05:01
Úlfar hverfa sporlaust í Danmörku
Á árabilinu 2012 til 2020 hurfu tíu úlfar sporlaust í Danmörku. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Peter Sunde við Háskólann í Árósum að hefðu þeir drepist af náttúrulegum ástæðum hefðu þeir átt að finnast.
06.01.2021 - 02:17
Erlent · Danmörk · Náttúra · Dýralíf · Þýskaland · Pólland · Árósar · Dýr · Villt dýr
Fimm nafngreind af þeim sjö sem fundist hafa
Sjö af þeim tíu sem urðu undir leirskriðunum í Ask í Noregi hafa fundist látin. Lögregla hefur þegar nafngreint fimm þeirra.
04.01.2021 - 00:24
Erlent · Hamfarir · Noregur · Ask · Evrópa · Náttúruhamfarir · Náttúra · Andlát · Gjerdrum
Einn fannst látinn í Ask
Einn fannst látinn í dag eftir skriður í bænum Ask í Noregi aðfaranótt miðvikudags. Björgunarsveitir frá Svíþjóð eru komnar til bæjarins til aðstoðar við leit að þeim tíu manneskjum sem hefur verið saknað eftir að land rann undan bænum í mikilli skriðu. Norskar björgunarsveitir með leitarhunda eru einnig komnar þangað og í dag er í fyrsta sinn leitað á jörðu niðri.
01.01.2021 - 14:36
Enn búist við að finna fólk á lífi í bænum Ask
Enn hafa þau tíu sem saknað er í bænum Ask ekki fundist. Þeirra á meðal eru tvö börn. Norska ríkisútvarpið hefur eftir Harald Wisløff, sem stjórnar aðgerðum, að enn sé gert ráð fyrir að fólk finnist á lífi enda lífslíkur miklar sé nægt súrefni til staðar.
01.01.2021 - 08:17
Tuttugu áður óþekktar dýrategundir finnast í Bólivíu
Hópur náttúruvísindamanna hefur uppgötvað tuttugu áður óþekktar dýrategundir í Zongo-dal skammt frá La Paz, höfuðborg Bólívíu.
Enn finnast dularfullar gljáandi súlur
Enn ein dularfull gljáandi, þriggja metra há súla hefur fundist, nú á strönd Wighteyju undan suðurströnd Englands. Fyrsta súlan fannst í eyðimörk i Utah í nóvember, önnur á fjallstindi í Kaliforníu og enn önnur í Rúmeníu.
08.12.2020 - 01:06
Jarðskjálfti um 2,5 stig fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti sem sjálfvirk mæling Veðurstofu Íslands mælir 2,5 stig að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu kl. 2:22 í nótt.
Myndskeið
Katrín fann jarðskjálftann í beinni í miðju viðtali
„Guð minn góður þetta er jarðskjálfti,“ hrópaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upp yfir sig í miðju viðtali í beinni útsendingu á Facebook síðu Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir. Á myndskeiðinu sést vel að allt leikur í reiðiskjálfi á skrifstofu Katrínar.
20.10.2020 - 14:24
Lítil flóðbylgja vegna skjálftans sem mældist á Íslandi
Jarðskjálftinn stóri sem varð úti fyrir ströndum Alaska í gærkvöldi olli aðeins lítilli flóðbylgju. Skjálftinn var 7,5 að stærð, um 90 kílómetra frá bænum Sand Point á Alaskaskaga.
20.10.2020 - 10:38
Reynt hvað hægt er að bjarga grindhvölum við Tasmaníu
Allt að níutíu grindhvalir hafa drepist og hundrað og áttatíu eru fastir við í afskekktum flóa á eynni Tasmaníu við Ástralíu.
22.09.2020 - 03:44
Sögur af landi
Földu heimagerða fallbyssu fyrir yfirvöldum
„Strax um fermingaraldur vorum við tvíburarnir farnir að smíða okkur eigin fallbyssur og hér úti stendur nú heilmikil fallbyssa sem var lokaverkefnið hjá okkur í fallbyssusmíðinni,“ segir Ingi Þór Yngvason, sem segist alla tíð hafa haft áhuga á byssum og skotfærum. Hann var einn þeirra sem tók þátt í að sprengja Miðkvíslarstíflu fyrir 50 árum.
12.09.2020 - 09:36
Auðlindir jarðar þetta árið fullnýttar
Þolmarkardagur jarðar er liðinn. Það sem eftir lifir árs munum við nýta auðlindir jarðar á kostnað komandi kynslóða. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði um daginn í Samfélaginu á Rás 1 og nauðsyn þess að við minnkun vistspor jarðarbúa og lærdóminn af kórónaveiru faraldrinum.
Rólegra á Reykjanesskaga
Skjálftavirknin á Reykjanesskaga róaðist eftir því sem leið á gærkvöldið. Í kringum 270 litlir skjálftar hafa þó mælst frá miðnætti, flestir á sama svæði og skjálftarnir í gær. Sá stærsti frá miðnætti mældist um fimmleytið í nótt, 2,9 að stærð.  
27.08.2020 - 07:57
Viðtal
Dauður lax á víð og dreif eftir aurflóð
Gríðarlegt aurflóð varð í Hvítá í Borgarfirði aðfaranótt þriðjudags. Áin meira en þrefaldaðist á um hálfum sólarhring og rennslið fór úr 90 rúmmetrum á sekúndu upp í tæplega 260 rúmmetra.
20.08.2020 - 12:50