Færslur: Náttúra

Hlýnun hefur meiri áhrif á fiska en áður var talið
Hlýnun jarðar virðist hafa meiri áhrif á fiska en áður var talið. Vísindamenn hafa nú glöggvað sig betur á því með hvaða hætti hlýnun raskar vistkerfi sjávar. Samkvæmt nýrri grein í tímaritinu Science hafa hrygnandi fiskar og seiði mun þrengra hitaþolsbil en fullvaxta fiskar. 
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Japanskur koi-fiskur í Elliðaám
Harla óvenjuleg sjón blasti við manni sem var að svipast um eftir laxi í Elliðaám í gærkvöldi. Skyndilega synti pattaralegur gulleitur fiskur hjá sem líkist helst japönskum koi-fiski.
30.06.2020 - 00:46
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Þarf að fylgjast með þekktum skriðusvæðum á Norðurlandi
Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að meira hrynji úr fjöllum og klettabeltum á Norðurlandi verði fleiri stórir jarðskálftar. Þá þurfi að skoða nokkur þekkt skriðusvæði, þegar skjálftahrinan er gengin yfir, til að athuga hvort land hafi gengið til.
Lokað við Skógafoss vegna stígagerðar
Búið er að loka fyrir aðgengi að Skógafossi þar sem verið er að vinna að lagfæringum stíga. Lokað er vegna öryggis þar sem þyrla er notuð til verksins til að flytja hráefni. Á meðan þyrlan er nýtt við verkið, frá morgni og fram eftir degi er lokað. Opið verður seinni part dags og á kvöldin, að sögn Daníels Freys Jónssonar, sérfræðings í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun.
22.05.2020 - 11:29
13,6 metra langan búrhval rak á land í Kálfshamarsvík
Búrhvalur, sem hafði rekið á land, fannst á fimmtudag í Kálfshamarsvík á Skaga á Norðurlandi vestra. Þetta er annar búrhvalurinn sem fannst í þessum landshluta á árinu og segir Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands, að það sé athyglisvert að tvö stórhveli reki þar á land á stuttum tíma og að það þurfi að rannsaka.
11.05.2020 - 17:59
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Landinn
Tuttugu ára búsetuafmæli svartþrastarins
Í tré einu í útjaðri Höfuðborgarsvæðisins eru svartþrastarhjón búin að hreiðra um sig fyrir sumarið. En það sem þau vita ekki er að þeirra ungauppeldi verður í beinni útsendingu til allra Landsmanna.
05.05.2020 - 09:29
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Krían fyrr á ferðinni en venjulega
Vorboðinn hrjúfi, krían, er komin til landsins. Koman þykir í fyrra fallinu þó að ekki muni mörgum dögum, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar, starfsmanns Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Hann sá í gærmorgun til tveggja kría í Óslandi á Höfn.
19.04.2020 - 17:37
Fiskeldi: ESA telur ríkið hafa brotið lög
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018, samkvæmt bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að niðurstaðan sýni gildi þes að haft sé samráð um mikilvægar ákvarðanir um umhverfið.
17.04.2020 - 08:20
Innlent · fiskeldi · Landvernd · Náttúra · ESA
Milt veður og hiti gæti farið yfir 10 gráður
Í dag er útlit fyrir suðvestan strekking eða allhvassan vind með rigningu, sem einkum verður bundin við vesturhelming landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfurnar í dag og á morgun. Það verður milt í veðri og hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig, en gæti skriðið í rétt rúmlega 10 stig á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í kvöld dregur úr úrkomu og kólnar, segir í hugleiðingunum.
31.03.2020 - 06:42
„Svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi“
„Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga, í tilefni af því að Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn. Þar af stendur til að leyfa 12.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, en hingað til hefur eldi ekki verið leyfilegt þar.
20.03.2020 - 11:52
Landinn
Okkar hlutverk að miðla þekkingu
„Þetta kom svona í framhaldi af Náttúrustígnum þar sem hægt er að skoða sólkerfið í réttum hlutföllum. Við lítum á það sem okkar verkefni að miðla þeirri þekkingu sem hér verður til,“ segir Sævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur hjá Náttúrstofu Suðausturlands í samtali við Landann.
12.03.2020 - 13:08
Mynskeið
Súlubyggð í beinni útsendingu
„Það voru áhugamenn um þessa stærstu súlubyggð í heimi sem höfðu samband við mig í lok árs 2007 og skömmu eftir áramót settum við upp fyrstu mynavélina hér í Eyjunni,“ segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem hefur umsjón með vefmyndavélum sem fylgjast með súluvarpinu í Eldey.
10.02.2020 - 07:30
Leggja til að veiðiaðferðir taki mið af velferð dýra
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hafið vinnu við endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og rennur umsagnafrestur við áform um frumvarpið út í dag. Meðal þess sem stefnt er að samkvæmt áformunum er að veiðiaðferðir taki mið af velferð villtra dýra.
02.01.2020 - 10:13
Nýr landnemi á Íslandi
Það þykir ekki ólíklegt að grátrönur setjist að á Íslandi. Þær hafa komið upp ungum hér. Í haust sáust fjórir fullorðnir fuglar á Austurlandi en þeir voru ekki með unga.
23.09.2019 - 17:00
 · Innlent · austurland · Fuglar · Náttúra
Viðtal
Spáir góðu berjasumri
Útlit er fyrir einstaklega góða berjasprettu í sumar, að mati Sveins Rúnars Haukssonar, berjaáhugamanns og læknis. Einmuna veðurblíða hefur verið víða um land og hitamet hafa fallið og segir Sveinn það hafa góð áhrif á berjasprettuna. Hann ætlar að verja þremur vikum af fjögurra vikna sumarfríi í berjamó og segir berjatínsluna vera hugleiðslu.
08.08.2019 - 11:00
Hnúðlax mögulega nýr nytjastofn á Íslandi
Hnúðlax verður mögulega orðinn nytjastofn í íslenskum ám þegar fram líða stundir. Sífellt meira veiðist hér af hnúðlaxi og vitað er að hann er tekinn að hrygna hér og líklegt að seiði hafi komist á legg.
07.08.2019 - 18:22
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Berjaspretta misgóð á landinu
Misjafnt tíðarfar á landinu í sumar veldur því að berjaspretta er misgóð eftir landshlutum. Útlitið er best sunnan- og vestanlands þar sem sólin hefur skinið mest en útlit er fyrir minni sprettu austanlands.
07.08.2019 - 12:14
Áform um friðlýsingu Goðafoss
Kynnt hafa verið áform um friðlýsingu Goðafoss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Stofnunin hefur einnig kynnt áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Fljótsdalshéraði.
18.07.2019 - 13:15
Viðtal
Telja sig hafa fullan rétt til að framkvæma
Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar. Andstæðingar virkjunarinnar hafa mótmælt þeirri ákvörðun Árneshrepps að veita Vesturverki framkvæmdaleyfi og þrjár kærur hafa verið lagðar fram, m.a. frá landeigendum sem telja að skipulag virkjunarinnar byggist á röngum landamerkjum. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún segir að fyrirtækið hafi fulla heimild til að halda áfram framkvæmdum þrátt fyrir kærur.
04.07.2019 - 12:50
Kottjörn vatnslítil, líklega vegna borana
Íbúar á Raufarhöfn eru áhyggjufullir vegna ástands Kottjarnar, en eftir tilraunaboranir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við skóla- og íþróttamannvirki bæjarins hefur tjörnin minnkað töluvert. Önnur tjörn skammt frá, Litlatjörn, er nánast horfin.
02.07.2019 - 11:20