Færslur: NATO

Neyðarfundur NATO-leiðtoga
Boðað var til neyðarfundar leiðtoganna á fundi NATO í Brussel í dag. Ástæðan er sögð krafa Bandaríkjaforseta um að hinar þjóðirnar leggi meiri af mörkum til varnarmála.
12.07.2018 - 10:09
Ræddi mikilvægi alþjóðasamstarfs fyrir smáríki
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði mikilvægi marghliða samstarfs á alþjóðavettvangi fyrir lítil ríki á borð við Ísland, þegar hún kom fram á NATO Engage ráðstefnunni, sem haldin er í höfuðstöðvum bandalagsins, samhliða leiðtogafundinum sem nú stendur yfir. Katrín sat fyrir svörum í morgun, í tæpan klukkutíma, áður en hún fór á fund annarra leiðtoga NATO.
12.07.2018 - 09:33
NATO eykur umsvif sín í Írak og Afganistan
Atlantshafsbandalagið hyggst framlengja dvöl hermanna þess í Afganistan til 2024 og ráðist verður í umfangsmikil þjálfunarverkefni í Írak á næstunni. Nú stendur yfir leiðtogafundur NATO-ríkja í Brussel í Belgíu.
Trump vill tvöfalda framlög til varnarmála
Leiðtogafundur Atlandshafsbandalagsins í Brussel fór af stað með látum í dag. Bandaríkjaforseti var harðorður í garð Þjóðverja og vill að NATO-ríkin tvöfaldi framlög til varnarmála.
11.07.2018 - 19:17
Trump fór mikinn á morgunverðarfundi
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, veittist að Þjóðverjum í upphafi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í morgun. Hann sagði að Þýskaland legði ekki nægilega mikið fé til hernaðarmála og væri undir hælnum á Rússum vegna mikilla gaskaupa þaðan.
11.07.2018 - 11:46
Katrín komin á NATO-fundinn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er komin til Brussel í Belgíu á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í dag. Fundurinn er haldinn í skugga harðrar gagnrýni Bandaríkjaforseta sem segir að bandalagsþjóðirnar standi ekki við gefin loforð frá árinu 2014 um útgjöld til hernaðarmála.
11.07.2018 - 09:13
Hvetur Bandaríkin til að virða samherja sína
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og helstu forsvarsmenn Evrópusambandsins, þeir Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, undirrituðu samkomulag í dag um nánari samvinnu stofnananna á ýmsum sviðum. Meðal annars á að auðvelda að flytja hersveitir innan álfunnar.
10.07.2018 - 13:33
Fréttaskýring
Tekist á um framlög til varnarmála hjá NATO
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel í næstu viku mun að líkindum snúast um helsta hugðarefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað NATO varðar; að önnur aðildarríki leggi meira fram til varnarmála, þannig að hlutdeild Bandaríkjanna í vörnum bandalagsins minnki hlutfallslega. Trump setti tóninn með bréfum sem hann sendi nokkrum leiðtogum aðildarríkjanna nýlega. „Aðdragandi þessa fundar er nokkuð sérstakur,“ segir Albert Jónsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra.
03.07.2018 - 20:59
 · Öryggismál · NATO
Íslendingar ekki fengið skammarbréf frá Trump
Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið bréf frá Trump Bandaríkjaforseta með skömmum fyrir að verja ekki nægu fé til varnarmála. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði í júní sent harðorð bréf til ýmissa Nató-ríkja, meðal annars Þýskalands, Belgíu, Noregs og Kanada.
03.07.2018 - 12:10
NATO-stjóra meinað að fara til Bandaríkjanna
Fyrrum framkvæmdastjóra NATO, Spánverjanum Javier Solana, hefur verð synjað um svokallaða ESTA-ferðaheimild til að komast inn í Bandaríkin. Solana var einn af aðalsamningamönnunum í viðræðum um kjarnaáætlun Íran og ástæða þess að honum var synja um heimildina var heimsókn hans til Íran árið 2013.
25.06.2018 - 18:30
Upprunalegur NATO-hamar Ásmundar fundinn
Yfir hálfrar aldar gamall fundarhamar sem Ísland gaf NATO fannst á dögunum eftir að hafa verið týndur áratugum saman. Hamarinn var hannaður af myndlistamanninum Ásmundi Sveinssyni, og er hann eftirlíking hamarsins sem Ísland færði Sameinuðu þjóðunum að gjöf nokkrum árum áður.
28.04.2018 - 00:53
Erlent · Innlent · NATO
„Eðlilegt að við stöndum með NATO“
Ísland samþykkti yfirlýsingu NATO þar sem lýst var fullum stuðningi bandalagsins við hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar segir að eðlilegt sé að Ísland standi með NATO.
16.04.2018 - 09:22
NATO vísar sjö rússneskum erindrekum frá
Atlantshafsbandalagið ætlar að reka sjö rússneska sendimenn frá höfuðstöðvum NATO í Brussel vegna taugaeitursárásarinnar á rússneska njósnarann Sergei Skripal og Júlíu, dóttur hans, í Salisbury á Englandi.
27.03.2018 - 14:32
Erlent · Rússland · NATO
Nató biður Tyrki afsökunar á móðgunum
Æðstráðendur Atlantshafsbandalangsins, Nató, báðu í dag Tyrki afsökunar á því að hafa gert Erdogan Tyrklandsforseta og Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, að andlitum óvinarins á heræfingu í Noregi.
17.11.2017 - 22:10
Erlent · NATO · Tyrkland · Noregur
Vilja komast í NATÓ innan þriggja ára
Stjórnvöld í Úkraínu stefna að því að landið geti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu árið 2020. Til að það takist þurfa þau að hraða ýmsum umbótum heima fyrir, einkum í öryggismálum.
10.07.2017 - 16:22
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · NATO
NATO-ríki auka útgjöld til varnarmála
Kanada og Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins ætla að auka útgjöld til varnarmála á þessu ári um 4,3 prósent. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í morgun, þetta væri þriðja árið í röð sem aðildarríki ykju útgjöld til varnarmála. 
28.06.2017 - 11:52
Vilja þúsundir fleiri hermanna til Afghanistan
Allt að fimm þúsund bandarískir hermenn verða á næstunni sendir til Afghanistans, samþykki stjórnvöld í Washington beiðni bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AFP fréttaveitan greinir frá þessu í kvöld. Á níunda þúsund bandarískra hermanna eru í Afganistan, en varnarmálaráðuneytið segir nauðsynlegt að fjölga í liðinu til að aðstoða afghanska herinn og lögregluna í baráttunni gegn Talibönum.
04.05.2017 - 22:08
Trump búinn að skipta um skoðun á NATO
„Ég sagði að það væri úrelt – það er ekki lengur úrelt.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um Atlantshafsbandalagið (NATO) að loknum fundi sínum með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Hvíta húsinu í dag. Hann segir NATO nú berjast gegn hryðjuverkum, sem það hafi ekki gert áður.
12.04.2017 - 21:19
Segir Þjóðverja ekkert skulda NATÓ
Þýska stjórnin andmælti í dag þeirri fullyrðingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta frá því í gær að Þjóðverjar skulduðu Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, stórfé. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ursula von der Leyen varnarmálaráðherra sendi frá sér í dag. Þar segir hún að engin gögn séu til sem sýni að Þjóðverjar séu í skuld við NATÓ.
19.03.2017 - 18:18
Erlent · Evrópa · NATO
Segir Þjóðverja skulda NATÓ stórfé
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir á Twitter í dag að Þjóðverjar skuldi Atlantshafsbandalaginu stórfé. Þá segir hann að þeir eigi að greiða Bandaríkjunum mun meira en þeir gera fyrir að taka þátt í vörnum landsins, sem hann segir að séu hvort tveggja í senn öflugar og mjög dýrar.
18.03.2017 - 14:55
Evrópuleiðtogar órólegir vegna ummæla Pence
Evrópuleiðtogar eru órólegir vegna ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um NATO á fundi þeirra í München í gærkvöld samkvæmt blaðamanni The Guardian sem er á staðnum. Pence tók undir orð forsetans Donalds Trumps og varnarmálaráðherrans James Mattis að hann vilji sjá Evrópuríki leggja meira fé til bandalagsins en þau gera.
19.02.2017 - 03:48
Bandaríkinn krefja önnur NATO-ríki um meira fé
James Mattis  landvarnarráðherra í stjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hótar því að Bandaríkin minnki framlag sitt til varna Atlantshafsbandalagsins, borgi önnur aðildarríki ekki meira af kostnaði NATO.
16.02.2017 - 09:50
Trump fundar með NATO í maí
Donald Trump lýsti yfir miklum stuðningi Bandaríkjanna við NATO í símtali við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra þess, í gær. Trump fer á fund bandalagsins í Evrópu í maí segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
06.02.2017 - 06:09
Óbilandi stuðningur Bandaríkjanna við NATO
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði breska starfsbróður sinn um það í kvöld að bandarísk stjórnvöld standi við skuldbindingu sína til NATO ríkja. Yfirlýsing ráðherrans er á skjön við skoðanir forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, sem sagði samtökin úrelt í kosningabaráttu sinni.
24.01.2017 - 01:14
Bandaríkin standi við skuldbindingar í NATO
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segist viss um að Donald Trump uppfylla allar skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart NATO í forsetatíð sinni. Trump hafi sagst vera mjög hliðhollur NATO í kosningabaráttunni. 
15.11.2016 - 15:13
  •