Færslur: Nasismi

Réttarhöld að hefjast yfir fyrrverandi fangabúðaritara
Réttarhöld hefjast í dag í Þýskalandi yfir Irmgard Furchner 96 ára fyrrverandi ritara fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi. Allnokkur mál eru enn rekin gegn fólki sem talið er bera ábyrgð á voðaverkum sem framin voru á tímum Þriðja ríkisins.
Tengivagninn
Háværar hugmyndir um nasískar mannkynbætur á Íslandi
Árið 1934 var opnuð sýning á vegum Læknafélagsins á Landakotsspítala sem snerist um að halda uppi hugmyndum um yfirburði hins germanska og aríska kynþáttar þar sem útrýmingu á fötlun, sjúkdómum og kynþáttum var haldið á lofti. Þær voru nátengdar hugmyndum um takmörkun barnaeigna sem urðu áberandi á millistríðsárum á Íslandi. Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um þetta allt í nýrri grein.
12.08.2021 - 15:28
Biðst afsökunar á samanburði grímuskyldu við Helförina
Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, hefur beðist afsökunar á því að líkja grímuskyldu við illa meðferð nasista Þriðja ríkisins á Gyðingum og Helförina.