Færslur: NASA

Beint
Ferðin til tunglsins gengur eins og í sögu
Allt gengur eins og í sögu á þriðja degi ómannaðrar ferðar Orion-farsins sem skotið var upp með Artemiseldflaug frá Florídaskaga í Bandaríkjunum. Stjórnendur Artemis-áætlunarinnar segja ferðina í raun hafa gengið umfram vonum.
Beint
Jómfrúrskot Artemis-áætlunarinnar tókst giftusamlega
Artemis flaug NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, var skotið á loft núna laust fyrir klukkan sjö, en tæknileg vandkvæði og illviðri hafa tafið jómfrúrferðina verulega í haust. Nú gekk hins vegar allt vel, en næsta skref NASA er að senda mannað far á sporbaug um tunglið eftir tvö ár.
Enn tefst mönnuð ferð Starliner að alþjóðageimstöðinni
Enn verða tafir á að mönnuðu Boeing Starliner-geimhylki verði skotið á loft. Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir geimskotið nú fyrirhugað í apríl. Velheppnuð ferð ætti að tryggja að farartæki Boeing verði notað við geimferðir NASA í komandi framtíð.
Geimfarið DART skall á Dimorfos í kvöld
Geimfar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna NASA skall á smástirninu Dimorfos á um tuttugu og þriggja þúsund kílómetra hraða þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í tólf á miðnætti.
Veður gæti sett strik í reikning jómfrúrferðar Artemis
Einn einu sinni lítur út fyrir að fresta þurfi jómfrúrferð Artemis áætlunar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna umhverfis Tunglið. Til stendur að skjóta eldflaug með ómannað far á loft næstkomandi fimmtudag en hitabeltisstormur á Karíbahafi gæti sett strik í reikninginn.
NASA hyggst breyta stefnu smástirnis á mánudag
Bandaríska geimferðastofnunin NASA gerir tilraun á mánudaginn sem aldrei hefur verið gerð áður. Lítið ómannað geimfar verður látið rekast á smástirni til að kanna hvort mögulegt er að breyta stefnu þess.
Bandarískur og rússneskir geimfarar samferða út í geim
Þrír geimfarar héldu í gær af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tveir þeirra eru rússneskir og sá þriðji bandarískur. Ferðin gekk vel og geimfararnir náðu áfangastað heilu og höldnu.
Eldsneytiskerfi Artemis eldflaugarinnar stóðst prófanir
Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í dag að sérfræðingar hefðu fullprófað eldsneytiskerfi Artemis I eldflaugarinnar. Tæknileg vandkvæði tengd kerfinu neyddu stofnunina tvisvar til að hætta við að skjóta flauginni í átt að tunglinu.
Jómfrúarferð Artemis áætluð síðar í september
Stjórnendur bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA vonast til að lukkan blasi við og allt sé þegar þrennt er. Jómfrúarskoti Artemis, verkefnis stofnunarinnar, hefur tvisvar verið frestað af tæknilegum ástæðum en vonir standa til að betur takist til síðar í september.
Vonast til að ná geimflauginni á loft síðar í september
Geimferðastofnun Bandaríkjanna frestaði í annað sinn í gær tímamótageimskoti. Þá átti að skjóta á loft hinni gríðarstóru Space Launch System, eða SLS, geimflaug sem er hluti af Artemis-geimferðaáætluninni. Með henni hyggst NASA flytja fólk til tunglsins og síðar mögulega til Mars.
04.09.2022 - 06:21
NASA reynir aftur við tímamóta geimskot í dag
Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, ætlar að gera aðra atlögu að því að skjóta nýrri eldflaug til tunglsins í dag.
03.09.2022 - 06:54
Sögulegt jómfrúargeimskot fært fram á laugardag
Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, ætlar að gera aðra atlögu að því að skjóta nýrri eldflaug til tunglsins á laugardag. Jómfrúarskot eldflaugarinnar, sem er af tegundinni Space Launch System eða SLS en er kölluð Artemis 1, átti að fara fram á mánudag, en var frestað vegna tæknibilana. Þá náði einn af fjórum hreyflum eldflaugarinnar ekki réttu hitastigi í prófunum fyrir geimskotið.
Jómfrúargeimskotinu frestað
Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur frestað jómfrúargeimskoti nýrrar eldflaugar, Space Launch System (SLS). Nýja flaugin, sem átti að taka á loft um hádegisbil í dag, er sú kraftmesta í sögu NASA og mun á komandi árum flytja menn á tunglið í fyrsta sinn í um hálfa öld. Þá mun eldflaugin einnig flytja menn til Mars uppúr árinu 2040 ef áætlanir ganga eftir.
29.08.2022 - 10:04
NASA fyrirhugar ferðir til tunglsins og síðar til Mars
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst skjóta ómannaðri Artemis-flaug á loft á morgun mánudag. Artemis-áætlunin miðar að því að koma mönnum til tunglsins að nýju og langtímamarkmiðið er að senda fólk til reikistjörnunnar Mars.
Webb fann koltvísýring á fjarlægri reikistjörnu
Stjarnvísindamenn hafa með fulltingi James Webb-geimsjónaukans komist á snoðir um greinileg ummerki koltvísýrings í lofthjúpi fjarlægrar reikistjörnu. Það eykur bjartsýni um að finna efnið á lífvænlegri reikistjörnu.
Tunglflaug NASA kominn á skotpallinn í Flórída
Ný Orion-tunglflaug bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var í gær flutt á skotpallinn í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum ásamt risavaxinni eldflauginni sem flytur hana langleiðina til tunglsins í fyrsta áfanga Artemis-áætlunar NASA. Til stendur að skjóta flauginni á loft 29. ágúst.
Sjónvarpsfrétt
Undirbúa ferð geimjeppa og dróna til mars við Holuhraun
Mörg hundruð milljóna króna geimjeppi og hátæknilegir drónar eru við Holuhraun, að undirbúa ferð á plánetuna Mars. Íslenskur verkfræðingur sem tekur þátt í verkefninu segir æskudrauminn um að stýra vélmenni í geimnum vera að rætast.
28.07.2022 - 13:18
Innlent · Holuhraun · Askja · geimferðir · NASA
Sýni frá Mars væntanleg til Jarðar árið 2033
Bandaríska geimferðastofnunin NASA greindi frá því í gær að til standi að flytja þrjátíu jarðvegssýni frá reikistjörnunni Mars til jarðar árið 2030. Til að tryggja árangur sendir stofnunin tvær litlar þyrlur þangað.
Þetta helst
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst lítum við út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans með hjálp James Webb sjónaukans, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
21.07.2022 - 12:56
Myndskeið
Skært ljós á himni reyndist vera sjónauki frá NASA
Skært ljós sem sást á norðurhimni víða um land í fyrrinótt, reyndist vera sjónauki frá NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna.
Sjónvarpsfrétt
Geimferðalandið Ísland - fimm vísindahópar í sumar
Fimm hópar vísindamanna verða við rannsóknir hérlendis í sumar í tengslum við geimferðir til tunglsins og Mars. Einn hópurinn er við Sandvatn. Setlögin þar eru eiginlega óhugnanlega lík þeim sem ætla má að verið hafi í fyrndinni á reikistjörnunni Mars. Þetta segir leiðangursstjóri vísindamanna frá NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, sem eru að rannsaka við vatnið. 
Hlakkar til að senda Evrópumann til tunglsins
Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu áttu í viðræðum í dag um frekara samstarf við rannsóknir á tunglinu. Stefnt er að því að senda fyrsta Evrópumanninn til tunglsins.
15.06.2022 - 15:51
Starliner-farið lagði að alþjóðageimstöðinni í nótt
Ómannað Starliner-far bandaríska loftferðarisans Boeing lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni laust eftir miðnættið að íslenskum tíma. Því var skotið frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í gærkvöld.
Starliner-far Boeing heldur að geimstöðinni
Ómönnuðu Starliner-fari Boeing-verksmiðjanna bandarísku var skotið upp frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída í kvöld. Ferðinni er heitið til alþjóðageimstöðvarinnar en geimferðaáætlun Boeing er mörkuð vandræðum og mistökum.
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.

Mest lesið