Færslur: NASA

Osiris-Rex snýr aftur til jarðar
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er lagt af stað heim á leið frá smástirninu Bennu. AFP fréttastofan greinir frá. Osiris-Rex safnaði ryki af smástirninu og kemur með sýni til jarðar, þar sem það verður rannsakað frekar.
11.05.2021 - 01:22
Viðtal
Færumst sífellt nær því að senda fólk til Mars
Við færumst sífellt nær því að geta sent fólk til Mars, segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR sem áður starfaði hjá Nasa. Geimjeppinn Þrautseigja sé langöflugasta tækið sem mannkynið hafi nokkurn tíma sent þangað.
19.02.2021 - 21:23
Geimjeppinn lentur heilu og höldnu á Mars
Geimjeppinn Perseverance lenti á Mars laust fyrir klukkan níu í kvöld. Jeppinn er þegar bíunn að senda frá sér fyrstu myndirnar frá Mars, svarthvítar myndir úr Jezero-gígnum. 
18.02.2021 - 21:30
Myndskeið
Endurreisa NASA í upprunalegri mynd
Endurbygging NASA, eins vinsælasta tónleikastaðar landsins, er vel á veg komin. Til stendur að halda þar ráðstefnur, árshátíðir og tónleika að nýju.
30.01.2021 - 19:51
2020 hlýjast eða næst hlýjast í sögunni
Síðasta ár var heitasta ár sögunnar samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Árið var 0,1 gráðu hlýrra en árið 2016, sem þar með er það næst hlýjasta í sögunni. Sjávar- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna greindi frá því fyrr í vikunni að 2020 hafi verið örlítið kaldara en 2016, líkt og mælingar bresku veðurstofunnar benda til. Loftslagseftirlit Evrópusambandsins segir árin 2016 og 2020 hnífjöfn.
15.01.2021 - 04:25
Maðurinn sem fyrstur rauf hljóðmúrinn látinn
Chuck Yeager, bandaríski herflugmaðurinn sem varð fyrstur til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn. Hann var 97 ára að aldri, fæddur í smábænum Myra í Vestur-Virginíuríki árið 1923.
08.12.2020 - 04:52
Vísindamenn reyna að bjarga sýnunum í Osiris-Rex
Vísindamenn Bandarísku geimferðarstofnunarinnar hefja á morgun vandasama vinnu við að flytja sýnin af smástirninu Bennu sem geimkanninn Osiris -
27.10.2020 - 01:38
Geimkönnunarfarinu Osiris Rex tókst ætlunarverkið
Geimkönnunarfarinu Osiris Rex tókst ætlunarverk sitt, að safna nægilegu magni sýna af yfirborði smástirnisins Bennu til að vísindamenn geti unnið úr því þegar farið kemur aftur til jarðar í september 2023.
24.10.2020 - 00:26
Geimkönnunarfar kyssti yfirborð smástirnis
Könnunarfarið Osiris-Rex lenti á stórgrýttu yfirborði smástirnisins Bennu fyrr í kvöld. Farið sem NASA sendi í leiðangur sinn í september árið 2016 staldraði örskamma stund við á smástirninu, sem er í 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.
20.10.2020 - 23:42
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Geimfarar SpaceX steyptust í sjóinn
Geimfarar í SpaceX flauginni Dragon steyptust í Mexíkó flóa fyrir stuttu. Þetta er fyrsta lending Nasa á vatni síðan 1975. Dragon geimferja SpaceX lagði af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt. Þar hafa geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken dvalið síðan 31. maí.
02.08.2020 - 19:05
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Rannsókn á uppruna alheimsins tefst
Enn þarf að fresta því að koma James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um sólu.
Geimferð gengur giftusamlega
Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sitja um borð í geimfari SpaceX fyrirtækisins sem skotið var á loft um klukkan hálf átta í gærkvöldi og stefna í átt að alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta er fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug.
31.05.2020 - 04:15
Erlent · SpaceX · Elon Musk · NASA · geimferðir
Myndskeið
Söguleg geimferð Dragon hafin
Geimflaugin Dragon með geimförunum Doug Hurley og Bob Behnken innanborðs er lögð af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá geimvísindastöðinni NASA í Flórída um klukkan hálf átta í kvöld. Þetta er fyrsta mannaða geimflaugin á vegum einkafyrirtækis sem skotið er á loft en geimflaugin er í eigu SpaceX, fyrirtækis milljarðamæringsins Elon Musk, og jafnframt fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug. Áætlað er að geimferðin taki um 19 klukkustundir.
30.05.2020 - 20:06
Hyggjast skjóta Dragon á loft í kvöld
Bandaríska geimrannsóknastofnunin NASA og tæknifyrirtækið SpaceX hyggjast skjóta í kvöld geimflauginni Dragon á loft með tveimur um borð. Ef til tekst þá verður þetta í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki nær að koma mannaðri geimflaug á loft og fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í nærri áratug.
30.05.2020 - 17:46
Þrumuveður gæti enn tafið geimskot
Lokaákvörðun um hvort reynt verður að skjóta Dragon flaug SpaceX á loft frá Kennedy geimflaugstöðinni á Florida annað kvöld veltur á veðri.
30.05.2020 - 00:47
Erlent · Bandaríkin · SpaceX · Flórída · NASA · Elon Musk
Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í níu ár
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sér enga ástæðu til þess að fresta fyrsta mannaða geimskotinu frá Bandaríkjunum í níu ár í næstu viku. Tveir geimfarar verða um borð í Dragon flaug SpaceX sem verður skotið á loft frá Kennedy geimflugstöðinni í Flórída á miðvikudag. 
23.05.2020 - 04:19
Myndskeið
Geimsjónaukinn með sjónskekkjuna
Þrjátíu ár voru í gær frá því að geimsjónaukanum Hubble var skotið á loft. Í tilefni tímamótanna birti bandaríska geimferðastofnunin NASA mynd sem tekin var úr sjónaukanum. Sjónskekkja sem kom í ljós eftir að sjónaukanum var skotið á loft reyndist síðar happadrjúg því reynsla af myndgreiningu nýttist við skimun fyrir brjóstakrabbameini.
25.04.2020 - 14:20
Enn fatast Boeing flugið
Tilraunaflug Starliner geimskutlu flugvélaframleiðandans Boeing mistókst í dag. Að sögn starfsmanna NASA og Boeing leiddi villa í klukku stýribúnaðar skutlunnar til þess að hún brenndi of miklu eldsneyti, og verður að snúa fyrr til jarðar en ella.
21.12.2019 - 01:45
Forstjórar og sérfræðingar stefna á tunglþorp
Samtökin Open Lunar stefna á að byggja þorp á tunglinu á næstu árum. Forstjórar tæknifyrirtækja úr Kísildalnum, verktakar, sérfræðingar og fólk með með tengsl við bandarísku geimvísindastofnunina NASA, er meðal meðlima í samtökunum.
13.09.2019 - 23:02
Myndskeið
Myndband sýnir jökulinn Ok hverfa
Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti myndband á Twitter á mánudag þar sem sjá má ísbreiðu jökulsins Oks hverfa.
14.08.2019 - 15:12
Braust inn í tölvukerfi NASA með smátölvu
Tölvuþrjótur náði að brjóta sér leið inn í tölvukerfi NASA og stela þaðan viðkvæmum gögnum. Þrjóturinn notaði smátölvu sem nefnist Raspberry Pi og fæst fyrir nokkur þúsund krónur úr búð.
25.06.2019 - 00:49
Tunglleiðangur kostar 2.500 - 3.750 milljarða
Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, áætlar að kostnaður við að senda mannað geimfar til tunglsins og lenda því þar nemi á bilinu 20 til 30 milljörðum Bandaríkjadala, eða 2.500 - 3.750 milljörðum króna. NASA hefur að undanförnu kynnt áform sín um að senda mannað geimfar til tunglsins áður en árið 2024 rennur sitt skeið.
16.06.2019 - 05:43
Trump segir tunglið tilheyra Mars
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki par hrifinn af áætlunum bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA um að snúa aftur til tunglsins. Hann tísti um málið í dag og hefur það vakið athygli að á Twitter segir hann tunglið tilheyra Mars.
07.06.2019 - 20:04