Færslur: NASA

Geimfarar SpaceX steyptust í sjóinn
Geimfarar í SpaceX flauginni Dragon steyptust í Mexíkó flóa fyrir stuttu. Þetta er fyrsta lending Nasa á vatni síðan 1975. Dragon geimferja SpaceX lagði af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt. Þar hafa geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken dvalið síðan 31. maí.
02.08.2020 - 19:05
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Rannsókn á uppruna alheimsins tefst
Enn þarf að fresta því að koma James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um sólu.
Geimferð gengur giftusamlega
Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sitja um borð í geimfari SpaceX fyrirtækisins sem skotið var á loft um klukkan hálf átta í gærkvöldi og stefna í átt að alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta er fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug.
31.05.2020 - 04:15
Erlent · SpaceX · Elon Musk · NASA · geimferðir
Myndskeið
Söguleg geimferð Dragon hafin
Geimflaugin Dragon með geimförunum Doug Hurley og Bob Behnken innanborðs er lögð af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá geimvísindastöðinni NASA í Flórída um klukkan hálf átta í kvöld. Þetta er fyrsta mannaða geimflaugin á vegum einkafyrirtækis sem skotið er á loft en geimflaugin er í eigu SpaceX, fyrirtækis milljarðamæringsins Elon Musk, og jafnframt fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug. Áætlað er að geimferðin taki um 19 klukkustundir.
30.05.2020 - 20:06
Hyggjast skjóta Dragon á loft í kvöld
Bandaríska geimrannsóknastofnunin NASA og tæknifyrirtækið SpaceX hyggjast skjóta í kvöld geimflauginni Dragon á loft með tveimur um borð. Ef til tekst þá verður þetta í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki nær að koma mannaðri geimflaug á loft og fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í nærri áratug.
30.05.2020 - 17:46
Þrumuveður gæti enn tafið geimskot
Lokaákvörðun um hvort reynt verður að skjóta Dragon flaug SpaceX á loft frá Kennedy geimflaugstöðinni á Florida annað kvöld veltur á veðri.
30.05.2020 - 00:47
Erlent · Bandaríkin · SpaceX · Flórída · NASA · Elon Musk
Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í níu ár
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sér enga ástæðu til þess að fresta fyrsta mannaða geimskotinu frá Bandaríkjunum í níu ár í næstu viku. Tveir geimfarar verða um borð í Dragon flaug SpaceX sem verður skotið á loft frá Kennedy geimflugstöðinni í Flórída á miðvikudag. 
23.05.2020 - 04:19
Myndskeið
Geimsjónaukinn með sjónskekkjuna
Þrjátíu ár voru í gær frá því að geimsjónaukanum Hubble var skotið á loft. Í tilefni tímamótanna birti bandaríska geimferðastofnunin NASA mynd sem tekin var úr sjónaukanum. Sjónskekkja sem kom í ljós eftir að sjónaukanum var skotið á loft reyndist síðar happadrjúg því reynsla af myndgreiningu nýttist við skimun fyrir brjóstakrabbameini.
25.04.2020 - 14:20
Enn fatast Boeing flugið
Tilraunaflug Starliner geimskutlu flugvélaframleiðandans Boeing mistókst í dag. Að sögn starfsmanna NASA og Boeing leiddi villa í klukku stýribúnaðar skutlunnar til þess að hún brenndi of miklu eldsneyti, og verður að snúa fyrr til jarðar en ella.
21.12.2019 - 01:45
Forstjórar og sérfræðingar stefna á tunglþorp
Samtökin Open Lunar stefna á að byggja þorp á tunglinu á næstu árum. Forstjórar tæknifyrirtækja úr Kísildalnum, verktakar, sérfræðingar og fólk með með tengsl við bandarísku geimvísindastofnunina NASA, er meðal meðlima í samtökunum.
13.09.2019 - 23:02
Myndskeið
Myndband sýnir jökulinn Ok hverfa
Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti myndband á Twitter á mánudag þar sem sjá má ísbreiðu jökulsins Oks hverfa.
14.08.2019 - 15:12
Braust inn í tölvukerfi NASA með smátölvu
Tölvuþrjótur náði að brjóta sér leið inn í tölvukerfi NASA og stela þaðan viðkvæmum gögnum. Þrjóturinn notaði smátölvu sem nefnist Raspberry Pi og fæst fyrir nokkur þúsund krónur úr búð.
25.06.2019 - 00:49
Tunglleiðangur kostar 2.500 - 3.750 milljarða
Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, áætlar að kostnaður við að senda mannað geimfar til tunglsins og lenda því þar nemi á bilinu 20 til 30 milljörðum Bandaríkjadala, eða 2.500 - 3.750 milljörðum króna. NASA hefur að undanförnu kynnt áform sín um að senda mannað geimfar til tunglsins áður en árið 2024 rennur sitt skeið.
16.06.2019 - 05:43
Trump segir tunglið tilheyra Mars
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki par hrifinn af áætlunum bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA um að snúa aftur til tunglsins. Hann tísti um málið í dag og hefur það vakið athygli að á Twitter segir hann tunglið tilheyra Mars.
07.06.2019 - 20:04
Ferðamenn fá að heimsækja Alþjóða geimstöðina
Ferðamenn geta heimsótt Alþjóða geimstöðina ISS frá og með næsta ári. Þetta tilkynnti Bandaríska geimferðarstofnunin NASA í dag. Er þetta gert til að draga kostnaði stofnunarinnar við rekstur stöðvarinnar.
07.06.2019 - 15:13
Artemis áætlunin hefst á næsta ári
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, afhjúpaði í dag nýja tunglferðaáætlun sína, kennda við Artemis. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Átta ferðir eru fyrirhugaðar til tungslins, þar á meðal ein þar sem geimstöð verður komið fyrir á braut um tunglið.
24.05.2019 - 02:07
Tilraun Indverja setji ISS í stórhættu
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA er verulega ósátt við það hvernig Indverjar stóðu að eyðileggingu eins gervihnatta sinna. Gervihnötturinn tvístraðist í um 400 búta sem fljúga nú stjórnlaust á braut um jörðu og setur geimfara um borð í Alþjóðageimstöðinni, ISS, í hættu.
02.04.2019 - 06:42
Myndskeið
För Dragon út í geiminn gekk að óskum
Allt gekk samkvæmt áætlun þegar Dragon geimfar bandaríska geimfyrirtækisins SpaceX lenti á Atlantshafi í dag, um 160 kílómetra frá strönd Flórída. Farinu var skotið á loft á laugardaginn var frá Kennedy geimrannsóknastöðinni. Það kom til alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS degi síðar.
08.03.2019 - 14:49
Patti Smith á Nasa 2005
Í Konsert vikunnar skellum við okkur á tónleika með Patti Smith á NASA í Reykjavík.
06.03.2019 - 12:07
Opportunity kveður frá Mars
Eftir dygga þjónustu í rúm fjórtán ár kom að því að samband geimjeppans Opportunity á Mars við stjórnstöð NASA í Bandaríkjunum rofnaði. Ekkert hefur spurst til þjarksins síðan í júní í fyrra. Þá slitnaði sambandið við hann eftir mikinn rykbyl. Hann var loks úrskurðaður ónothæfur í dag. 
14.02.2019 - 03:56
Ultima Thule eins og snjókarl
Í um 6,4 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu þeytist fyrirbæri í laginu eins og snjókarl um geiminn. Þannig lýsa vísindamenn NASA Ultima Thule, eftir að skýrari myndir af fyrirbærinu skiluðu sér frá New Horizon geimfarinu í dag. Þannig fengu vísindamennirnir staðfest að Ultima Thule hafi myndast við að tveir hnettir dróust hægt hvor að öðrum þar til þeir festust saman.
03.01.2019 - 00:28
Merki um vatn á sögulegum loftsteini
Bandaríska könnunargeimfarið OSIRIS-REx fann merki um vatn á loftsteininum Bennu í síðustu viku. Vísindamenn NASA segja tveggja ára ferðalag geimfarsins þegar orðið þess virði. 
11.12.2018 - 06:12
Voyager 2 við ystu mörk sólkerfisins
Eftir ríflega 40 ára ferðalag er geimfarið Voyager 2 komið að ystu mörkum sólkerfis okkar. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, sagði í gær að þangað hafi það komist snemma í nóvember. NASA hefur þetta eftir gögnum sem geimfarið sendir frá sér, en það hætti að nema sólarvinda 5. nóvember. Voyager 2 fylgir þannig í fótspor forvera síns, Voyager 1, sem náði sama áfanga árið 2012. 
11.12.2018 - 04:14
Myndband
Taumlaus gleði vísindamanna í stjórnstöð NASA
Geimfarið InSight lenti heilu og höldnu á Mars rétt fyrir klukkan átta í kvöld við mikinn fögnuð. Andrúmsloftið í stjórnstöð NASA var þrungið spennu, sex ár eru síðan reynt var að lenda á Mars síðast.
26.11.2018 - 22:52