Færslur: Narendra Modi

Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til að taka þátt í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Katrín fundar með forsætisráðherra Indlands
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag þátt í fundum norrænna forsætisráðherra með Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Fundirnir fara fram í Kaupmannahöfn þar sem Modi er í opinberri heimsókn.
04.05.2022 - 10:13
Skæð og snemmbær hitabylgja á Indlandi og Pakistan
Skæð og óvenju snemmbúin hitabylgja gengur nú yfir nær allt Indland og stóran hluta Pakistans og hitastig fer enn hækkandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, varar við vaxandi hættu á gróðureldum vegna hitans. „Hitinn hækkar hratt í landinu og mun fyrr en venjulega,“ sagði forsætisráðherrann á fjarfundi með ríkisstjórum landsins á miðvikudag.
29.04.2022 - 02:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Pakistan · hitabylgja · Narendra Modi
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands ætla að hittast á fjarfundi í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Innrásin í Úkraínu verður ofarlega á baugi í samtali þeirra.
Umdeild landbúnaðarlög á Indlandi slegin af
Indlandsstjórn hyggst fella úr gildi þrenn lög sem ætluð voru til endurbóta í landbúnaði. Lagasetningin kveikti fjölmenn og hávær mótmæli sem staðið hafa í næstum ár.
Tólf almennir borgarar fallnir í Kasmír-héraði
Almennur borgari lét lífið í kúlnahríð milli indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf óbreyttir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.
24.10.2021 - 12:03