Færslur: Naomi Osaka

Sjónvarpsfrétt
Osaka óskar eftir upplýsingum um horfna tenniskonu
Enn hefur ekkert spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Yfirlýsing var send út í nafni tenniskonunnar í gær, en margir draga sannleiksgildi hennar í efa. Kollegar hennar á borð við Naomi Osaka, Serenu Williams og Novak Djokovic hafa óskað eftir upplýsingum um hvarfið.
18.11.2021 - 20:22
Hádegið
Hin mannlega Naomi Osaka og kvíði íþróttafólks
Áhugafólk um tennis vaknaði upp við vondan draum á mánudaginn fyrir viku þegar Naomi Osaka, ein besta tenniskona heims og ein skærasta stjarna íþróttaheimsins, gaf það út að hún myndi ekki keppa á Roland Garros-mótinu, eða Opna franska meistaramótinu í tennis, sem hófst fyrir rúmri viku í París.
08.06.2021 - 09:51