Færslur: Námuvinnsla

Áætlun um þjóðnýtingu liþín-náma samþykkt í Mexíkó
Öldungadeildarþingmenn á mexíkóska þinginu samþykktu í gær frumvarp Andres Manuel Lopez Obrador forseta um þjóðnýtingu liþín námurannsókna- og vinnslu í landinu. Efnið er ómissandi við framleiðslu rafhlaða rafmagnsbíla, farsíma og margvíslegs annars tæknibúnaðar.
Mótmæli gegn liþínnámum Rio Tinto halda áfram
Þúsundir serbneskra umhverfisverndarsinna flykktust út á götur Belgrað og fleiri borga í Serbíu í gær þrátt fyrir kulda og rigningarsudda og stöðvuðu þar alla umferð um hríð, til að mótmæla áætlunum um liþínnámur í landinu. Þetta er þriðja helgin í röð sem efnt er til fjölmennra mótmæla vegna námuáformanna, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi freistað þess að draga úr andstöðu við þau með því að samþykkja nokkrar helstu kröfur mótmælenda.
12.12.2021 - 04:44
Mótmæla fyrirhugaðri liþín-námuvinnslu í Serbíu
Þúsundir lokuðu vegum víða um Serbíu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að veita Rio Tinto leyfi til að vinna liþín úr jörð. Efnið er meðal annars notað í rafhlöður rafknúinna ökutækja.
05.12.2021 - 01:19
Heimsglugginn
Össur um stjórnmál og námuvinnslu á Grænlandi
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var sérstakur gestur Heimsgluggans og Bogi Ágústsson ræddi við hann um grænlensk stjórnmál, námugröft á Grænlandi, sjaldgæfa málma, stórveldapólitík, sveitarstjórnarkosningar og möguleika Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen að verða borgarstjóri í Nuuk. Sveitastjórnarkosningar verða í landinu í apríl. Ólga er í stjórnmálum á Grænlandi, í síðustu viku fækkaði stjórnarflokkunum úr þremur í tvo er Demakratiit hætti stjórnarþátttöku.
Námumenn innilokaðir í kínverskri gullnámu
Á þriðja tug námumanna er í sjálfheldu neðanjarðar eftir sprengingu í gullnámu nærri borginni Qixia í Shangdong-héraði í austurhluta Kína. Sprengingin varð síðdegis á sunnudag og olli því að útgönguleið lokaðist og samskipti við námumennina rofnuðu.
12.01.2021 - 02:54
Mannskætt námuslys í suðvesturhluta Kína
Átján námuverkamenn fórust í morgun af völdum kolmónoxíðleka í kolanámu í suðvesturhluta Kína. Að sögn ríkisfjölmiðilsins CCTV standa björgunaraðgerðir yfir en fimm eru enn í sjálfheldu neðanjarðar.
05.12.2020 - 08:13
Álframleiðandi þarf að biðja frumbyggja afsökunar
Framkvæmdastjóri Rio Tinto, eins stærsta álframleiðanda heims, Jean-Sebastien Jacques verður af 3,5 milljóna Bandaríkjadala bónusgreiðslu. Svipað á við um aðra háttsetta starfsmenn fyrirtækisins.
24.08.2020 - 03:48
Tekist á um sjaldgæfa málma
Orkuskipti - hrein orka - rafvæðing bílaflotans - minni kolefnislosun. Þetta virðast bæði góð og þörf verkefni - bráðnauðsynleg jafnvel til að stemma stigu við þeim ógnvænlegu loftslagsbreytingum sem þegar eru farnar að eiga sér stað. Þótt orkan sé endurnýjanleg, eða eigi að vera það, þá er ekki sömu sögu að segja um alla þá sjaldgæfu málma sem eru notaðir til að framleiða rafbíla, sólarrafhlöður og vindmyllur. Vinnsla málmanna er orkufrek og getur valdið mengun og alvarlegum umhverfisspjöllum.
06.11.2019 - 16:09
„Maður dettur nánast um auðlindirnar"
Eldur Ólafsson, forstjóri kanadíska námufyrirrækisins Alopex Gold, segir mikið af sjaldgæfum málmum að finna á Grænlandi. Ummerki um þá sé að finna á yfirborðinu, en stærsti hluti Grænlands sé undir jökli. Fyrirtæki hans hefur þrjú gullleitarleyfi. Eldur segir að bergið á Grænlandi sé með því elsta sem til sé á jörðinni.
08.06.2018 - 17:04