Færslur: námsmenn

Fleiri sækja um námslán
Rúmlega þúsund fleiri lánsumsóknir hafa borist Menntasjóði námsmanna nú í haust miðað við sama tíma í fyrra. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir efnahagsástandið skýra þessa aukningu að mestu leyti því erfiðara sé fyrir námsmenn að fá vinnu.
14.09.2020 - 19:25
Dýrt spaug fyrir íslenskan nema að komast hjá sóttkví
Íslenskir nemendur á leið í nám erlendis gætu þurft að fara fyrr út en áætlað var til að komast hjá sóttkví. Ísland er enn sem komið er ekki á rauðum listum víða en staðan gæti breyst hratt. Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, nemi, segir að líðanin hafi verið upp og ofan, hún sé stundum stressuð og stundum spennt en stressið hafi tekið yfir undanfarið.
10.08.2020 - 12:04
Óvissa blasir við íslenskum námsmönnum erlendis
Íslenskir nemar erlendis glíma við mikla óvissu vegna kórónuveirufaraldursins, nú þegar styttist í að háskólar hefjist á ný. Þetta segir Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis.
09.08.2020 - 17:44
Segir breytingar á námslánum þær mestu í áratugi
Menntamálaráðherra segir breytingar sem gerðar hafa verið á lánum til námsmanna þær mestu í áratugi. Vegna COVID verður frítekjumark þeirra sem snúa aftur til náms eftir fjarveru fimmfaldað. Menntamálaráðherra boðar aukin framlög til menntamála.
24.07.2020 - 17:45
Myndskeið
Íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum í erfiðri stöðu
Landvistarleyfi erlendra námsmanna í Bandaríkjunum verða felld úr gildi ef allt nám fer fram í fjarkennslu. Á lánaskrá Menntasjóðs námsmanna eru um fimmtán hundruð Íslendingar skráðir í nám í Bandaríkjunum.
07.07.2020 - 22:54
Myndskeið
Fimmtán hundruð fjölbreytt störf fyrir námsmenn
Vinnumálastofnun auglýsti í dag fimmtán hundruð sumarstörf hjá ríkinu fyrir námsmenn. Störfin eru afar fjölbreytt. Meðal annars er hægt að fá vinnu við að telja maura, brjótast inn í tölvukerfi, bera saman gufusprengingar, skilgreina víðerni og svo líka öllu hefðbundnari störf.