Færslur: Namibía

Forseti Namibíu sagður tengjast spillingarmáli
Samstarfsmenn Hage Geingab, forseta Namibíu, eru sagðir hafa dregið sér fé úr útgerðafélagi í eigu ríkisins til að múta kjósendum á aðalfundi stjórnarflokksins Swapo árið 2017. Samkvæmt úttekt rannsóknarblaðamannasamtakanna OCCRP og dagblaðsins The Namibian tók James Hatuikulipi, fyrrverandi forstjóri Fishcor, þátt í að skipuleggja verknaðinn, en Al Jazeera segir forsetann hafa gefið fyrirmæli um hann.
03.04.2021 - 16:26
Viðtal
Rannsóknin stór og tekur örugglega þó nokkurn tíma
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að rannsókn embættisins á Samherjaskjölunum sé umfangsmikil og kalli á samstarf við erlendar löggæslustofnanir. Rannsóknin er nokkuð stór að umfangi og tekur örugglega þó nokkurn tíma segir Ólafur Þór í viðtali sem birtist í Kveik í kvöld. Hluti þess var spilaður í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
myndskeið
Segir Samherjamálið vekja spurningar um DNB-bankann
Norskur skattasérfræðingur segir Samherjamálið vekja upp spurningar um hvort norski bankinn DNB hafi hleypt vafasömum greiðslum frá fleirum en dótturfyrirtækjum útgerðarfyrirtækisins í gegn. 
15.12.2020 - 19:25
Fishrot-rannsókn lokið og fleiri handtökur fyrirhugaðar
Réttarhöld í Fishrot-málinu svokallaða verða flutt í yfirrétti Namibíu næsta vor. Sakborningarnir verða í fangelsi þangað til, nema þeim verði veitt heimild að losna gegn tryggingu. Málið er á dagskrá 22. apríl 2021. Frá þessu var greint í namibískum fjölmiðlum í morgun. Rannsókn málsins er formlega lokið. Fleiri handtökur eru væntanlegar.
14.12.2020 - 12:09
Namibíska lögreglan leitar að Samherjamönnum
Lögreglan í Namibíu hefur um nokkurt skeið reynt að grafast fyrir um dvalarstað Ingvars Júlíussonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egils Helga Árnasonar, sem var framkvæmdastjóri Namibíustarfsemi Samherja, í því skyni að fá þá framselda til Namibíu. Þetta sýna gögn sem lögð voru fram við namibískan dómstól nýlega í tengslum við rannsókn þarlendra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu við gerð milliríkjasamnings við Angóla.
01.12.2020 - 21:59
Saksóknari segir ólöglegan ágóða Samherja 4,7 milljarða
Ólöglegur ávinningur Samherja af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda, sem nú er til rannsóknar vegna gruns um mútur og spillingu, er metinn á 548 milljónir Namibíudollara, jafnvirði um 4,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir þarlendum dómstól um kyrrsetningu á eignum fjölmargra félaga vegna rannsóknar á þessum hluta Samherjamálsins, þeirra á meðal sex félaga á vegum Samherja.
30.11.2020 - 21:51
Eitt ár frá afhjúpun Samherjaskjalanna
Í dag er eitt ár síðan Kveikur, í samstarfi við Stundina, Wikileaks og sjónvarpsstöðina Al Jazeera, fjallaði um viðskiptahætti Samherja í Afríku og greindi frá því að útgerðarrisinn hefði á síðustu árum greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir fiskveiðikvóta.
Vilja ekki lengur kenna götu við Esau vegna spillingar
Yfirvöld í borginni Swakopmund í Namibíu hafa fengið beiðni um að breyta nafni á götu í borginni. Ástæðan er sú að hún er nú kennd við Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn af þeim sem sakaður er um spillingu í tengslum við Samherja-skjölin.
24.09.2020 - 23:46
Sex grunuð um mútur og peningaþvætti í Samherjamálinu
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja, þeirra á meðal forstjórinn, hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess.
03.09.2020 - 19:06
Segja lögmannsstofur milliliði Samherja og Swapo
Dótturfyrirtæki Samherja í Namibíu greiddi fyrir kvóta með því að millifæra beint inn á reikning lögmannstofa, að því er namibíski fjölmiðillinn The Namibian greinir frá í dag. Þar segir að þetta hafi verið greiðslur fyrir afmarkaðan hluta kvóta og að þær hafi átt að vera eyrnamerktar til að vinna að félagslegum umbótum í landinu. Það hafi þó ekki orðið raunin og er talið að Swapo-flokkurinn hafi að hluta nýtt þær í kosningabaráttu sinni.
19.08.2020 - 17:43
Greiddu mun lægra hlutfall í veiðigjöld í Namibíu
Á árunum 2012 til 2017 greiddi Samherji mun lægra hlutfall af aflaverðmæti í veiðigjöld í Namibíu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Dómari í Namibíu: „Rán um hábjartan dag“
Duard Kesslau, dómari í Windhoek í Namibíu, lýsir meintum brotum Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamsons Hatukuilipi, tengdasonar hans, sem „ráni um hábjartan dag".
23.07.2020 - 12:33
Segir Samherjaumfjöllun byggjast á vanþekkingu
Umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu einkennist af skilningsleysi á alþjóðlegum viðskiptum og uppbyggingu fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja, en tilefnið er nýleg umfjöllun um Samherja. Hann segir þar að Samherji hafi greitt yfir 400 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 3,7 milljarða íslenskra króna, í skatta og skyldur í Namibíu í gegnum árin.
21.07.2020 - 17:50
Tilkynntu um erlendan fjárfesti skömmu fyrir Kveiksþátt
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu barst nokkrum dögum áður en fjallað var um mál Samherja í fréttaskýringaþættinum Kveik tilkynning um kaup erlends aðila á stórum hlut í Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði nokkrum dögum áður hafnað beiðni Kveiks um viðtal. Ekki var hins vegar tilkynnt opinberlega um viðskiptin fyrr en í maí á þessu ári.
18.06.2020 - 12:02
Snerist um að ná tangarhaldi á Heinaste
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að dómsmál hans í Namibíu hafi allan tímann snúist um yfirráð á skipinu Heinaste. Hann hafi aldrei ætlað að játa sök í málinu en neyðst til þess þegar hann sá fram á að málið gæti dregist langt fram á þetta ár.
19.02.2020 - 22:16
Sexmenningum birt ákæra í Namibíu
Fyrrverandi ráðherrarnir Bernhard Esau og Sacky Shanghala mættu í gær fyrir dóm vegna ákæru um spillingu og fjársvik. Málið varðar 75,6 milljónir namibíudollara sem voru sviknir út úr ríkisfyrirtækinu Fishcor.
19.02.2020 - 15:55
DNB segir upp öllum viðskiptum við Samherja
Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum við Samherja. Þetta staðfesta heimildamenn tengdir bankanum við RÚV. Ástæðan er aðkoma Samherja í spillingarmálum í Namibíu.
12.02.2020 - 16:41
Kyrrsetning Heinaste líklega fyrir dómstóla
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir mjög líklegt að fyrirtækið fari fram á að kyrrsetningu skipsins Heinaste verði aflétt fyrir dómi.
Annað Samherjaskip sagt hafa siglt frá Namibíu
Samherjaskipið Geysir er í namibískum fjölmiðlum sagt hafa siglt frá Namibíu án þess að áhöfninni væru gefnar neinar skýringar. Meira en hundrað eru í áhöfn skipsins. Eina sem áhöfnin fékk að vita er að skipið myndi snúa aftur þegar það væri komið með nýjan kvóta.
03.02.2020 - 10:03
Ætlar að fylgjast með ferðum Samherjaskipa frá Namibíu
Namibíska spillingarlögreglan, ACC, hefur ráðlagt stjórnvöldum í Namibíu að leyfa ekki fleiri skipum eða fólki sem með einhverjum hætti tengjast rannsókn yfirvalda á Samherjaskjölunum að yfirgefa landið nema að ACC eða lögreglan verði látin fyrst.
03.02.2020 - 08:56
Arngrímur játaði sök í Namibíu
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, játaði í dag fyrir dómi að hafa verið að ólöglegum veiðum undan ströndum Namibíu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp á miðvikudag.
31.01.2020 - 16:29
Sjómenn á Samherjaskipi í óvissu
Sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafa áhyggjur af framtíð sinni eftir að skipinu var fyrirvaralaust siglt, án þeirra, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið er að sögn á leið þangað í viðgerð en sjómennirnir fengu sms-skilaboð um að þeir þyrftu að sækja eigur sínar um borð án tafar.
31.01.2020 - 13:38
Segir Samherja hlunnfara namibíska sjómenn
Phillip Munenguni, varaforseti Verkalýðssambands Namibíu, segir að fyrirtæki Samherja í Namibíu hlunnfari og svíki sjómenn og aðra starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hafi misst húsnæði sitt og aðrar eigur. 
29.01.2020 - 17:55
Lögreglumaður handtekinn í Namibíu
Lögreglumaður hefur verið handtekinn í Namibíu í tengslum við rannsókn á Samherjaskjölunum. The Namibian greinir frá og segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa reynt að fá debetkort skáð á James Hatuikulipi og Pius Mwatelulo, sem ákærðir eru í málinu.
24.01.2020 - 13:25
Unnusta Shanghala talin í haldi
Önnur þeirra tveggja sem voru handtekin í Windhoek í Namibíu á laugardag, í tengslum við rannsókn á meintu spillingarmáli, sem tengist Samherja, er talin vera unnusta fyrrum dómsmálaráðherra landsins, Sachy Shanghala.
16.12.2019 - 11:10