Færslur: Namibía

2,7 milljarða króna krafa á hendur Samherja
Namibísk stjórnvöld krefja Samherja holding um 2,7 milljarða króna vegna endurálagningar skatta.
07.01.2022 - 15:36
Samherjamenn ræddu greiðslur til leiðtoga i Namibíu
Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í Samherja og umsjónarmaður Afríkuútgerðar fyrirtækisins, skrifaði í skilaboðum til Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara að á einhverju stigi kunni „að skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna.“
Jóhannes Stefánsson heiðraður í namibískum tölvuleik
Ein af persónum nýr tölvuleiks sem ungur namibískur maður þróaði heitir Stefi, til heiðurs uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni. Leikurinn heitir Fishrot og er í anda frægra leikja á borð við Super Mario Bros.
Segir Samherjamenn ekki ósnertanlega
Ríkissaksóknari Namibíu segist í nýrri yfirlýsingu til dómstóls þar ytra enn hafa fullan hug á að ákæra suma af starfsmönnum Samherja sem stýrðu dótturfyrirtækjum útgerðarinnar þar í landi. Sá skilningur Samherjamanna að þeir séu ósnertanlegir sé rangur.
04.08.2021 - 15:31
Aðeins 1% Namibíumanna bólusett og þriðja bylgjan skæð
Þriðja bylgja COVID-faraldursins er mjög skæð í Namibíu. Skortur er á hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðeins eitt prósent landsmanna hefur verið bólusett.
03.07.2021 - 12:26
Ámælisverðir viðskiptahættir viðgengust í Namibíu
Forstjóri Samherja biðst afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu en segir það eindregna afstöðu sína að engin refsiverð brot hafi verið framin þar, nema af hálfu Jóhannesar Stefánssonar fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu. Þá er einnig beðist velvirðingar á mistökum sem gerð voru í Færeyjum. Samherji birti í morgun niðurstöður rannsóknar norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfseminni í Namibíu. 
22.06.2021 - 08:16
Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð í Namibíu
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, viðurkenndi í gær að þýska ríkið hafi framið þjóðarmorð í Namibíu þegar ríkið var nýlenda Þýskalands. Um leið samþykktu stjórnvöld í Berlín að veita yfir milljarð evra í uppbyggingarstyrki til Namibíu.
28.05.2021 - 04:57
Örskýring
Skæruliðadeild Samherja er ekki þáttur á Netflix
Í síðustu viku bárust fréttir unnar upp úr samskiptum fólks sem tengist Samherja með einhverjum hætti og tilraunum þeirra til að hafa áhrif á umræðu um fyrirtækið. Hópurinn kallar sig „skæruliðadeildina“ og var ræstur út árið 2019 eftir að ­greiðsl­ur til namib­ískra stjórn­mála­manna voru afhjúpaðar.
27.05.2021 - 12:55
Fordæma framgöngu Samherja og styðja fréttamenn
Samtök namibískra fjölmiðlamanna lýsa samstöðu með íslenskum fréttamönnum og fordæma framgöngu Samherja gagnvart fréttamönnum sem fjallað hafa um fyrirtækið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis.
03.05.2021 - 11:46
Hafna beiðni frá Namibíu um framsal
Saksóknari í Namibíu vill fá þrjá Íslendinga framselda þangað svo hægt verði að birta þeim ákæru í Fishrot-málinu svokallaða. Erindinu hefur þegar verið hafnað enda framselja stjórnvöld íslenska ríkisborgara ekki til annarra landa.
Forseti Namibíu sagður tengjast spillingarmáli
Samstarfsmenn Hage Geingab, forseta Namibíu, eru sagðir hafa dregið sér fé úr útgerðafélagi í eigu ríkisins til að múta kjósendum á aðalfundi stjórnarflokksins Swapo árið 2017. Samkvæmt úttekt rannsóknarblaðamannasamtakanna OCCRP og dagblaðsins The Namibian tók James Hatuikulipi, fyrrverandi forstjóri Fishcor, þátt í að skipuleggja verknaðinn, en Al Jazeera segir forsetann hafa gefið fyrirmæli um hann.
03.04.2021 - 16:26
Viðtal
Rannsóknin stór og tekur örugglega þó nokkurn tíma
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að rannsókn embættisins á Samherjaskjölunum sé umfangsmikil og kalli á samstarf við erlendar löggæslustofnanir. Rannsóknin er nokkuð stór að umfangi og tekur örugglega þó nokkurn tíma segir Ólafur Þór í viðtali sem birtist í Kveik í kvöld. Hluti þess var spilaður í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
myndskeið
Segir Samherjamálið vekja spurningar um DNB-bankann
Norskur skattasérfræðingur segir Samherjamálið vekja upp spurningar um hvort norski bankinn DNB hafi hleypt vafasömum greiðslum frá fleirum en dótturfyrirtækjum útgerðarfyrirtækisins í gegn. 
15.12.2020 - 19:25
Fishrot-rannsókn lokið og fleiri handtökur fyrirhugaðar
Réttarhöld í Fishrot-málinu svokallaða verða flutt í yfirrétti Namibíu næsta vor. Sakborningarnir verða í fangelsi þangað til, nema þeim verði veitt heimild að losna gegn tryggingu. Málið er á dagskrá 22. apríl 2021. Frá þessu var greint í namibískum fjölmiðlum í morgun. Rannsókn málsins er formlega lokið. Fleiri handtökur eru væntanlegar.
14.12.2020 - 12:09
Namibíska lögreglan leitar að Samherjamönnum
Lögreglan í Namibíu hefur um nokkurt skeið reynt að grafast fyrir um dvalarstað Ingvars Júlíussonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egils Helga Árnasonar, sem var framkvæmdastjóri Namibíustarfsemi Samherja, í því skyni að fá þá framselda til Namibíu. Þetta sýna gögn sem lögð voru fram við namibískan dómstól nýlega í tengslum við rannsókn þarlendra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu við gerð milliríkjasamnings við Angóla.
01.12.2020 - 21:59
Saksóknari segir ólöglegan ágóða Samherja 4,7 milljarða
Ólöglegur ávinningur Samherja af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda, sem nú er til rannsóknar vegna gruns um mútur og spillingu, er metinn á 548 milljónir Namibíudollara, jafnvirði um 4,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir þarlendum dómstól um kyrrsetningu á eignum fjölmargra félaga vegna rannsóknar á þessum hluta Samherjamálsins, þeirra á meðal sex félaga á vegum Samherja.
30.11.2020 - 21:51
Eitt ár frá afhjúpun Samherjaskjalanna
Í dag er eitt ár síðan Kveikur, í samstarfi við Stundina, Wikileaks og sjónvarpsstöðina Al Jazeera, fjallaði um viðskiptahætti Samherja í Afríku og greindi frá því að útgerðarrisinn hefði á síðustu árum greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir fiskveiðikvóta.
Vilja ekki lengur kenna götu við Esau vegna spillingar
Yfirvöld í borginni Swakopmund í Namibíu hafa fengið beiðni um að breyta nafni á götu í borginni. Ástæðan er sú að hún er nú kennd við Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn af þeim sem sakaður er um spillingu í tengslum við Samherja-skjölin.
24.09.2020 - 23:46
Sex grunuð um mútur og peningaþvætti í Samherjamálinu
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja, þeirra á meðal forstjórinn, hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess.
03.09.2020 - 19:06
Segja lögmannsstofur milliliði Samherja og Swapo
Dótturfyrirtæki Samherja í Namibíu greiddi fyrir kvóta með því að millifæra beint inn á reikning lögmannstofa, að því er namibíski fjölmiðillinn The Namibian greinir frá í dag. Þar segir að þetta hafi verið greiðslur fyrir afmarkaðan hluta kvóta og að þær hafi átt að vera eyrnamerktar til að vinna að félagslegum umbótum í landinu. Það hafi þó ekki orðið raunin og er talið að Swapo-flokkurinn hafi að hluta nýtt þær í kosningabaráttu sinni.
19.08.2020 - 17:43
Greiddu mun lægra hlutfall í veiðigjöld í Namibíu
Á árunum 2012 til 2017 greiddi Samherji mun lægra hlutfall af aflaverðmæti í veiðigjöld í Namibíu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Dómari í Namibíu: „Rán um hábjartan dag“
Duard Kesslau, dómari í Windhoek í Namibíu, lýsir meintum brotum Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamsons Hatukuilipi, tengdasonar hans, sem „ráni um hábjartan dag".
23.07.2020 - 12:33
Segir Samherjaumfjöllun byggjast á vanþekkingu
Umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu einkennist af skilningsleysi á alþjóðlegum viðskiptum og uppbyggingu fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja, en tilefnið er nýleg umfjöllun um Samherja. Hann segir þar að Samherji hafi greitt yfir 400 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 3,7 milljarða íslenskra króna, í skatta og skyldur í Namibíu í gegnum árin.
21.07.2020 - 17:50
Tilkynntu um erlendan fjárfesti skömmu fyrir Kveiksþátt
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu barst nokkrum dögum áður en fjallað var um mál Samherja í fréttaskýringaþættinum Kveik tilkynning um kaup erlends aðila á stórum hlut í Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði nokkrum dögum áður hafnað beiðni Kveiks um viðtal. Ekki var hins vegar tilkynnt opinberlega um viðskiptin fyrr en í maí á þessu ári.
18.06.2020 - 12:02
Snerist um að ná tangarhaldi á Heinaste
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að dómsmál hans í Namibíu hafi allan tímann snúist um yfirráð á skipinu Heinaste. Hann hafi aldrei ætlað að játa sök í málinu en neyðst til þess þegar hann sá fram á að málið gæti dregist langt fram á þetta ár.
19.02.2020 - 22:16