Færslur: Naftali Bennett

Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
34 drepin í hrinu ofbeldisverka í Ísrael og Palestínu
Tuttugu Palestínumenn, tólf Ísraelar og tveir Úkraínumenn hafa fallið í valinn í hrinu mannvíga og ofbeldis sem skekið hefur Ísrael og Vesturbakkann síðustu vikur. Fjórtán ára palestínskur piltur var skotinn til bana á miðvikudagskvöld.
Fimm létust í skotárás í Ísrael
Fimm létust í skotárás í gær nærri í borginni Tel Aviv í Ísrael. Þetta er þriðja mannskæða árásin í landinu í þessari viku.
30.03.2022 - 01:27
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Ísraelsmenn hefja bólusetningu 5 til 12 ára barna
Ísraelsk heilbrigðisyfirvöld hófu bólusetningu fimm til ellefu ára barna í gær. Aðeins örfá ríki heims bólusetja börn á þeim aldri en tilgangurinn er að koma í veg fyrir nýja bylgju faraldursins í landinu.
Hamas-liði felldur í Jerúsalem eftir mannskæða skotárás
Meðlimur Hamas-samtakanna hóf skothríð í gömlu borginni í Jerúsalem í Ísrael í dag. Maðurinn varð almennum borgara að bana og særði þrjá áður en lögreglumenn skutu hann til bana.
Ísraelsk hjón sökuð um njósnir í Tyrklandi látin laus
Ísraelsku hjónunum Mordi og Natali Orknin var sleppt úr haldi í Tyrklandi í morgun eftir viku varðhald vegna gruns um njósnir. Þau voru handtekin í síðustu viku eftir heimsókn í Camlica turninn í Istanbúl og færð fyrir dómara.
Ísrael
Samþykki fjárlaga tryggir framtíð stjórnar Bennetts
Knesset, ísraelska þingið samþykkti fjárlög fyrir árin 2021 og 2022 í morgun. Niðurstaðan er mikilvæg samsteypustjórn Naftalis Bennett enda þurfti þingið að staðfesta fjárlögin fyrir 14. nóvember til að koma í veg fyrir að efna yrði til kosninga í landinu, þeirra fimmtu á þremur árum.
05.11.2021 - 03:35
Sjónvarpsfrétt
Hvetur þingmenn til að stöðva „hættulega vinstristjórn“
Átta flokkar hafa komist að samkomulagi um stjórnarsamstarf í Ísrael, sem virðist hafa að markmiði að koma forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu frá. Netanyahu hvetur þingmenn til að stöðva það sem hann kallar stórhættulega vinstristjórn.
Ný ríkisstjórn mynduð í Ísrael
Stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael tókust á síðustu stundu fyrr í kvöld. Yair Lapid, formaður miðjuflokksins Yesh Atid, sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum mínútum áður en stjórnarmyndunarumboð hans rann út.
02.06.2021 - 20:56
Tólf ára stjórnartíð Netanjahús virðist senn á enda
Valdatíð Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels virðist senn á enda því þjóðernissinninn Naftali Bennett hefur samþykkt að ganga til liðs við samsteypustjórn miðjumannsins Yair Lapid. Netanjahú segir slíka stjórn geta skapað hættu fyrir Ísrael.