Færslur: Næturstrætó

Sjónvarpsfrétt
Farþegar ánægðir með endurkomu næturstrætó
Fyrstu næturstrætóarnir í tvö ár lögðu af stað úr miðbænum í nótt. Sumir farþegar spöruðu sér mörg þúsund krónur í leigubílagjald og sluppu við langa bið í leigubílaröðum. Miðbæjargestur sem fréttastofa ræddi við í nótt segir að næturstrætó geri miðborgina öruggari og vonar að samgöngur úr miðbænum haldi áfram að batna.
09.07.2022 - 21:00
Næturstrætó ekur á ný um helgina
Næstu helgi, og allar helgar í sumar, verður hægt að taka næturstrætó heim af djamminu. Fyrstu ferðir næturstrætó verða eknar aðfaranótt laugardagsins 9. júlí. Tvö ár eru síðan næturstrætó gekk á höfuðborgarsvæðinu.