Færslur: Mývatnssveit

Sjónvarpsfrétt
Staða ferðaþjónustu jafnvel betri en fyrir faraldur
Ferðaþjónustan á Norðurlandi sér fram á mjög gott sumar og sums staðar stefnir í metfjölda ferðamanna. Hóteleigendur fagna þessu og þó enn sé eitt og eitt herbergi laust, eru sum hótel orðin fullbókuð.
Sjónvarpsfrétt
Rukka fyrir bílastæði og nýta féð í framkvæmdir
Frá því í haust hefur bílastæðagjald verið innheimt við Hveri í Mývatnssveit. Áður hafði verið reynt að halda úti gjaldtöku á svæðinu en sú tilraun féll í grýttan jarðveg. Nú eru forsendurnar hins vegar breyttar og hefja á uppbyggingu sem felur meðal annars í sér gerð nýs bílastæðis og stíga.
Svitaveisla í Mývatnssveit um helgina
Í dag er mikið um að vera í Mývatnssveit en þar fer fram árlegt Mývatnsmaraþon og hjólreiðakeppni. Tæplega 300 eru skráðir til leiks, bæði innlendir og erlendir.
28.05.2022 - 14:00
Landinn
Gera við skíðalyftuna í frístundum
„Það er til fullt af fólki sem horfir á enska boltann eða spilar bridge. Okkar áhugamál er að smíða skíðalyfu," segir Anton Freyr Birgisson. Anton er einn fjölmargra foreldra í Mývatnssveit sem hafa varið frítíma sínum síðustu misserin í að endurbyggja skíðalyftuna við Kröflu í sjálfboðavinnu.
14.04.2022 - 07:50
Sjónvarpsfrétt
Bóndi neyðist til að hella mjólk— „Finnst það ömurlegt“
Kúabóndi í Mývatnsveit segir ömurlegt að hafa þurft að hella niður allri mjólk sem framleidd er á bænum í tvo mánuði. Eftir að ein kýrin veiktist og var lógað fór búið undir lágmarksviðmið Mjólkursamsölunnar sem neitar að sækja mjólkina.
26.03.2022 - 14:03
Sjónvarpsfrétt
„Beint flug eina leiðin til að breyta ferðahegðun“
Eftir langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á ferðamennsku eru erlendir gestir aftur farnir að streyma til landsins. Það á einnig við á landsbyggðinni. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir norðan segja beint millilandaflug til Akureyrar skipta þar öllu máli.
17.02.2022 - 16:37
Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Skútustaðahreppur hefur fest kaup á fimmtán hundruð hektara lóð á Kálfaströnd í Mývatnssveit. Sveitarstjórinn segir að með kaupunum opnist möguleikar til að gefa íbúum og gestum aukið aðgengi að Mývatni.
16.12.2021 - 14:57
Harður árekstur við Námaskarð
Tveir bílar lentu saman rétt um klukkan hálf fjögur á hringvegi austan við Námaskarð í Mývatnssveit. Ekki er vitað um alvarleg meiðsl á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
16.07.2021 - 15:53
Boða framkvæmdir og gjaldtöku við Hveri í Mývatnssveit
Framkvæmdir fyrir tæpar 200 milljónir króna eru áformaðar við hverasvæðið austan Námafjalls í Mývatnssveit. Félagið Sannir landvættir hyggst endurnýja þar bílastæði, gönguleiðir og útsýnispalla og hefja þar gjaldtöku í kjölfarið.
30.05.2021 - 07:00
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er bara besta heilun sem þú getur fengið“
Eftir fjölmörg mögur ár virðist bleikjustofnin í Mývatni vera að rétta úr kútnum. Vetrarveiðitímabilið hófst í síðustu viku þegar veiðimenn lögðu net undir ísilagt vatnið.
08.03.2021 - 13:20
Sjónvarpsfrétt
Umbrotin vekja upp minningar frá Kröflueldum
Umbrotin sem nú standa yfir á Reykjanesskaga eru talin líkjast mjög upphafi Kröfluelda. Sá tími er Mývetningum enn í fersku minni nú tæpum fjörutíu árum eftir að þar gaus síðast.
Myndband
Mörg hundruð klukkustundir sjálfboðaliða í skíðasvæðið
Hópur sjálfboðaliða í Mývatnssveit hefur nýtt tímann í faraldrinum og varið mörg hundruð klukkustundum í að laga skíðalyftuna í sveitinni. Lyftan, sem sett var upp fyrir um tveimur áratugum, hefur lítið verið notuð síðustu ár og lá hún undir skemmdum.
30.12.2020 - 06:30
Miklir möguleikar í kaupum á húsnæði fyrir gestastofu
Miklir möguleikar felast í kaupum ríkisins á húsnæði fyrir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Mývatn, að mati sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Sveitarfélagið vill opna þekkingar- og nýsköpunarsetur í sama húsi.
Myndskeið
Sprengingin við Miðkvísl: nauðvörn samfélagsins
Fimmtíu ár eru síðan Þingeyingar sprengdu Miðkvíslarstíflu í Mývatnssveit. Atburðarins var minnst í Skútustaðahreppi og umhverfisráðherra segir hann kraftaverk í íslenskri náttúruvernd.
26.08.2020 - 13:18
Myndskeið
„Píra bara augun og setja sokkana yfir buxnaskálmarnar“
Mývargurinn hefur verið óvenjugrimmur í Skútustaðahreppi upp á síðkastið og meira að segja innfæddir hafa dregið upp flugnanet. Líffræðingur segir varginn þó hafa sýna kosti, hann bíti ekki innandyra.
26.08.2020 - 10:08
Mývargur veltur inn úr gluggakistum í Mývatnssveit
Mikið er um bitmý í Mývatnssveit um þessar mundir og þeir sem eru viðkvæmir fyrir bitum ættu að hafa varann á. Heimamaður segist ekki hafa séð svona mikið af mývargi í mörg ár.
15.06.2020 - 13:53
Viðtal
Sá tvo erlenda ferðamenn við Mývatn
„Við áttum að vera að taka á móti 100 eldri borgurum núna. Og nú væri lokafrágangur á bókunum sumarsins og það væri að byrja að streyma til okkar fólk til að vinna og við værum að koma öllu í gang. En það er svolítið annað uppi á teningnum núna,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, hótelstjóri á Sel hóteli Mývatn, um stöðuna sem er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Engir ferðamenn hafa verið á hótelinu í heilan mánuð, en Yngvi sá þó tvo erlenda ferðamenn á svæðinu í gær.
Loka skólum og íþróttahúsi í Mývatnssveit
Leikskólanum Yl í Skútustaðahreppi hefur verið lokað tímabundið, skólahald í Reykjahlíðarskóla fellt niður og íþróttahúsinu lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, sendi sveitungum sínum í gærkvöld.
23.03.2020 - 05:23
Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn
Vetrarhátíð við Mývatn er haldin í fyrsta sinn nú um helgina. Metskráning er í flestar greinar og nóg um að vera.