Færslur: Mývatn

Viðtal
Sá tvo erlenda ferðamenn við Mývatn
„Við áttum að vera að taka á móti 100 eldri borgurum núna. Og nú væri lokafrágangur á bókunum sumarsins og það væri að byrja að streyma til okkar fólk til að vinna og við værum að koma öllu í gang. En það er svolítið annað uppi á teningnum núna,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, hótelstjóri á Sel hóteli Mývatn, um stöðuna sem er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Engir ferðamenn hafa verið á hótelinu í heilan mánuð, en Yngvi sá þó tvo erlenda ferðamenn á svæðinu í gær.
„Stór silungur og urriðinn fullur af hornsíli“
Veiði í gegnum ís á Mývatni hefur farið hægt af stað. Aðstæður þar eru erfiðar, mjög þykkur ís og snjóþungt. Stór silungur, fullur af hornsíli, er uppistaðan í veiðinni sem bendir til þess að smásilungur í vatninu eigi erfitt uppdráttar.
09.03.2020 - 14:03
COVID-19 farin að hafa áhrif á ferðaþjónustu við Mývatn
Útbreiðsla COVID-19 kórónaveirunnar er byrjuð að hafa áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segist hafa verulega áhyggjur af stöðunni.
28.02.2020 - 09:19
Tæplega 30 stiga hitamunur á þremur sólarhringum
Það hefur hlýnað um ríflega 29 stig í Mývatnssveit síðan á sunnudagsmorgun. Þá var grimmdarfrost við Mývatn en nú er þar kominn tæplega sex stiga hiti.
05.02.2020 - 16:00
Virkjunarleyfi ekki tengt Bjarnarflagsvirkjun
Landsvirkjun segir að nýtt virkjunarleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi tengist ekki áformum um stærri orkuvirkjun. Þar er til umhverfismat fyrir 90 megavatta virkjun sem verður minnkuð í 50 megavött ef af byggingu hennar verður.
27.08.2019 - 12:21
Kærðu 40 mál tengd utanvegaakstri árið 2018
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir langtímaverkefni að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Umhverfisstofnun kærði 40 slík mál til lögreglu á síðasta ári. Stjórnarmaður í Landvernd segir ljóst að skýr ásetningur hafi verið að baki utanvegaaksturs í Mývatnssveit í gær.
03.06.2019 - 21:28
Samfélagsmiðlastjörnur sökudólgarnir
Erlendu ferðamennirnir sem óku utan vegar við jarðböðin í Mývatnssveit í gær birtu myndir af atvikinu á samfélagsmiðlum. Einn þeirra er með um 318 þúsund fylgjendur á Instagram.
03.06.2019 - 06:30
Erlendir ferðamenn óku utan vegar við Mývatn
Erlendir ferðamenn á jeppa óku utan vegar við Jarðböðin í Mývatnssveit í dag. Talsverðar skemmdir urðu þar sem bíllinn ók um en hann festist síðan í leir. Lögregla var kölluð til og gerir ráð fyrir að sekta vegna málsins.
02.06.2019 - 19:42
Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi
Nú er verið að undirbúa lagningu göngu- og hjólreiðastígs meðfram Mývatni. Mjög brýnt er talið að auka öryggi þeirra sem ferðast hjólandi eða gangandi við vatnið, innan um þunga bílaumferð á þjóðvegurinn.
14.04.2019 - 20:45
Mývetningar bjartsýnir fyrir vetrarveiðina
Á meðan bleikjustofninn í Mývatni er smám saman að styrkjast takast á þau sjónarmið hvort leyfa eigi aukna veiði eða takmarka hana áfram. Formaður Veiðifélags Mývatns óttast ekki ofveiði þótt leyft verði að veiða meira. Enginn lifi lengur á veiðum úr Mývatni.
22.02.2019 - 17:25
Dreifing svartvatns ekki umhverfisskyld
Hreinsun og endurnýting svartvatns á Hólasandi í Skútustaðahreppi er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, að því er fram kemur í nýjum úrskurði Skipulagsstofnunar. Tíu sveitarfélög og stofnanir sendu Skipulagsstofnun umsagnir vegna málsins.
03.09.2018 - 13:13
Segir umhverfisráðuneytið tefja deiliskipulag
Sveitarstjóri Skútustaðahrepps gagnrýnir seinagang hjá umhverfisráðuneytinu vegna deilliskipulags svæðisins við Grjótagjá. Beiðni um undanþágu til framkvæma hafi ekki verið svarað svo vikum skipti. Deiliskupulag er nauðsynlegt svo hægt verði að opna Kvennagjá á ný.
13.07.2018 - 16:49
Niðurstaða í fráveitumál við Mývatn
Ráðist verður í úrbætur á fráveitumálum við Mývatn í sumar. Umhverfisráðherra, fjármálaráðherra og fulltrúar Landgræðslunnar og Skútustaðahrepps undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu þessa efnis úti á ísnum á vatninu. Nýta á salernisúrganginn til uppgræðslu á Hólasandi.
07.04.2018 - 12:51
Stjórnin sprakk og allt fór á byrjunarreit
Stjórnarslitin í september 2017 urðu til þess að skólpmál í Mývatnssveit tóku nýja stefnu og nú er gerbreytt og mun ódýrari umbótaáætlun nær tilbúin. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að stefnt sé að samningum við ríkisvaldið í næstu viku.
04.04.2018 - 12:17
„Veiðin að aukast og silungurinn lítur vel út“
Langt er síðan silungsveiði í Mývatni hefur verið jafn góð og um þessar mundir. Mývatnssilungurinn nánast hrundi fyrir nokkrum árum en virðist smám saman vera að ná fyrri styrk. Mývetningar vonast nú til að veiðitakmarkanir í vatninu verði rýmkaðar.
26.03.2018 - 08:18
Ný umbótaáætlun í fráveitumálum við Mývatn
Sveitastjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum í morgun nýja og endurbætta umbótaáætlun í fráveitumálum fyrir sveitarfélagið og 13 fyrirtæki við Mývatn. Í þessari áætlun er unnið út frá hugmynd, sem kynnt var í janúar, um að safna saman salernisúrgangi og nýta til uppgræðslu á Hólasandi.
28.02.2018 - 16:40
Ætla í viðræður við Skútustaðahrepp um Mývatn
Ríkisstjórnin hefur falið fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um fráveitumál við Mývatn.
22.12.2017 - 13:44
Mývetningar vilja hitta nýja ráðherra
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bíður þess nú að geta átt fund með nýjum ráðherrum ríkisstjórnarinnar til að ræða fjárhagslega aðkomu ríkisins að fráveitumálum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er þegar farið að vinna eftir umbótaáætlun um fráveitumál.
14.12.2017 - 10:49
Mega fresta umbótaáætlun fráveitu við Mývatn
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra hefur samþykkt beiðni Skútustaðahrepps um að fresta umbótaáætlun fráveitu við Mývatn til áramóta. Fyrirtæki utan þéttbýlis eiga nú þegar að hefja undirbúning við uppsetniningu hreinsivirkja.
11.10.2017 - 16:03
Umhverfisstofnun afturkallar umsögn sína
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að afturkalla umsögn sem birtist um skólphreinsivirki Hótel Reynihlíðar þar sem stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að skólphreinsivirkið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Áður hafði stofnunin sagt að skólphreinsvirkið þyrfti að fara í umhverfismat. Umsögnin hefur verið fjarlægð af vef Umhverfisstofnunar.
28.09.2017 - 14:24
Vill skólphreinsivirki hótels í umhverfismat
Umhverfisstofnun telur að skólphreinsivirki sem fyrirhugað er að reisa samhliða stækkun Hótels Reynihlíðar við Mývatn skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum. Náttúrufræðistofnun Íslands segir í umsögn sinni að ef leyfa á stækkun hótelsins verði sett skilyrði um að frárennslið verði hreinsað með fullkomnustu tækni. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra hafnar áformum um stækkun hótelsins nema frárennslið verði hreinsað með ítarlegri skólphreinsun en tveggja þrepa.
13.09.2017 - 16:22
Mývatn: Heilbrigðisnefndin hafnar umbótaáætlun
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur hafnað sameiginlegri umbótaáætlun Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitumála í Mývatni fyrir árin 2017 til 2022. Nefndin er ánægð með undirbúningsvinnuna og þá framtíðarsýn sem birtist í áætluninni en lýsir yfir vonbrigðum með að fjármögnun til úrbóta skuli ekki vera tryggð. Sveitarfélagið og rekstraraðilar fá frest til 15. september til að skila inn fjármagnaðri úrbótaráætlun.
03.07.2017 - 20:09
„Megum ekki láta Mývatn eyðileggjast“
Fjármálaráðherra segir til skoðunar í ríkisstjórn hversu mikla fjármuni ríkið geti lagt að mörkum í nýtt skólphreinsikerfi við Mývatn. Þó sé alveg ljóst að heimamenn við Mývatn þurfi að borga hluta kostnaðarins. En ekki megi láta Mývatn eyðileggjast.
18.06.2017 - 20:58
Óvíst að Hótel Reykjahlíð verði stækkað
Óljóst er hvort Flugleiðahótel geta byggt við Hótel Reykjahlíð á bakka Mývatns, eins og fyrirtækið stefnir að. Fyrirtækið kærði umsögn Umhverfisstofnunar sem leggst gegn stækkuninni en úrskurðarnefnd vísaði kærunni frá.
08.05.2017 - 12:10
Frárennsli við Mývatn í lag eftir 3-4 ár
Ekki er raunhæft að ætla að frárennslismál við Mývatn verði komin í viðunandi horf fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, sem vann að skýrslu fyrir umhverfisráðuneytið. Niðurstöður hennar voru kynntar á Samorkuþingi á Akureyri.
07.05.2017 - 12:53