Færslur: Mývatn

Svitaveisla í Mývatnssveit um helgina
Í dag er mikið um að vera í Mývatnssveit en þar fer fram árlegt Mývatnsmaraþon og hjólreiðakeppni. Tæplega 300 eru skráðir til leiks, bæði innlendir og erlendir.
28.05.2022 - 14:00
Bandaríski vísindasjóðurinn styrkir rannsóknir
Síðustu ár hefur bandarískur fræðimaður sinnt mikilvægum rannsóknum við Mývatn með stuðningi bandaríska vísindasjóðsins. Sjóðurinn framlengdi nýverið styrkinn til tíu ára.
03.11.2021 - 12:51
Nýtt rannsóknasetur á sviði umhverfisvísinda við Mývatn
Hafinn er undirbúningur að stofnun rannsóknaseturs í Mývatnssveit á vegum Háskóla Íslands og menningar- og náttúrusetursins í Svartárkoti. Háskólarektor segir þetta góða viðbót við rannsóknasetur Háskólans víða um landið.
Hurðir teknar niður í Mývatnssveit
Í gamla skólanum á Skútustöðum, sem nú síðast hýsti Hótel Gíg, verður opnuð gestastofa náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit. Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkisins um að halda úti sex meginstarfsstöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Mývatn er sú sjötta í röðinni.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er bara besta heilun sem þú getur fengið“
Eftir fjölmörg mögur ár virðist bleikjustofnin í Mývatni vera að rétta úr kútnum. Vetrarveiðitímabilið hófst í síðustu viku þegar veiðimenn lögðu net undir ísilagt vatnið.
08.03.2021 - 13:20
Áfram kalt fyrir norðan — frost víða 20 til 25 gráður
Veðurfræðingur segir hægviðri og heiðríkju valda miklum kulda sem nú gengur yfir norðanvert landið. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi kulda en frost mældist víða á bilinu 20-25 gráður í nótt.
29.01.2021 - 15:48
Innlent · Norðurland · Frost · Kuldi · veður · Mývatn · Akureyri
Miklir möguleikar í kaupum á húsnæði fyrir gestastofu
Miklir möguleikar felast í kaupum ríkisins á húsnæði fyrir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Mývatn, að mati sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Sveitarfélagið vill opna þekkingar- og nýsköpunarsetur í sama húsi.
Aukin bleikjuveiði fram undan í Mývatni
Líklegt er að aukin silungsveiði verði leyfð í Mývatni á næsta ári en bleikjustofninn í vatninu hefur náð sér allvel á strik eftir margra ára verndaraðgerðir. Formaður Veiðifélags Mývatns segir þó að veiðin verði aldrei sú sama og áður eftir svo langt hlé á alvöru veiðum.
28.09.2020 - 13:48
Sögur af landi
Földu heimagerða fallbyssu fyrir yfirvöldum
„Strax um fermingaraldur vorum við tvíburarnir farnir að smíða okkur eigin fallbyssur og hér úti stendur nú heilmikil fallbyssa sem var lokaverkefnið hjá okkur í fallbyssusmíðinni,“ segir Ingi Þór Yngvason, sem segist alla tíð hafa haft áhuga á byssum og skotfærum. Hann var einn þeirra sem tók þátt í að sprengja Miðkvíslarstíflu fyrir 50 árum.
12.09.2020 - 09:36
Myndskeið
„Píra bara augun og setja sokkana yfir buxnaskálmarnar“
Mývargurinn hefur verið óvenjugrimmur í Skútustaðahreppi upp á síðkastið og meira að segja innfæddir hafa dregið upp flugnanet. Líffræðingur segir varginn þó hafa sýna kosti, hann bíti ekki innandyra.
26.08.2020 - 10:08
Viðtal
Sá tvo erlenda ferðamenn við Mývatn
„Við áttum að vera að taka á móti 100 eldri borgurum núna. Og nú væri lokafrágangur á bókunum sumarsins og það væri að byrja að streyma til okkar fólk til að vinna og við værum að koma öllu í gang. En það er svolítið annað uppi á teningnum núna,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, hótelstjóri á Sel hóteli Mývatn, um stöðuna sem er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Engir ferðamenn hafa verið á hótelinu í heilan mánuð, en Yngvi sá þó tvo erlenda ferðamenn á svæðinu í gær.
„Stór silungur og urriðinn fullur af hornsíli“
Veiði í gegnum ís á Mývatni hefur farið hægt af stað. Aðstæður þar eru erfiðar, mjög þykkur ís og snjóþungt. Stór silungur, fullur af hornsíli, er uppistaðan í veiðinni sem bendir til þess að smásilungur í vatninu eigi erfitt uppdráttar.
09.03.2020 - 14:03
COVID-19 farin að hafa áhrif á ferðaþjónustu við Mývatn
Útbreiðsla COVID-19 kórónaveirunnar er byrjuð að hafa áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segist hafa verulega áhyggjur af stöðunni.
28.02.2020 - 09:19
Tæplega 30 stiga hitamunur á þremur sólarhringum
Það hefur hlýnað um ríflega 29 stig í Mývatnssveit síðan á sunnudagsmorgun. Þá var grimmdarfrost við Mývatn en nú er þar kominn tæplega sex stiga hiti.
05.02.2020 - 16:00
Virkjunarleyfi ekki tengt Bjarnarflagsvirkjun
Landsvirkjun segir að nýtt virkjunarleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi tengist ekki áformum um stærri orkuvirkjun. Þar er til umhverfismat fyrir 90 megavatta virkjun sem verður minnkuð í 50 megavött ef af byggingu hennar verður.
27.08.2019 - 12:21
Kærðu 40 mál tengd utanvegaakstri árið 2018
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir langtímaverkefni að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Umhverfisstofnun kærði 40 slík mál til lögreglu á síðasta ári. Stjórnarmaður í Landvernd segir ljóst að skýr ásetningur hafi verið að baki utanvegaaksturs í Mývatnssveit í gær.
03.06.2019 - 21:28
Samfélagsmiðlastjörnur sökudólgarnir
Erlendu ferðamennirnir sem óku utan vegar við jarðböðin í Mývatnssveit í gær birtu myndir af atvikinu á samfélagsmiðlum. Einn þeirra er með um 318 þúsund fylgjendur á Instagram.
03.06.2019 - 06:30
Erlendir ferðamenn óku utan vegar við Mývatn
Erlendir ferðamenn á jeppa óku utan vegar við Jarðböðin í Mývatnssveit í dag. Talsverðar skemmdir urðu þar sem bíllinn ók um en hann festist síðan í leir. Lögregla var kölluð til og gerir ráð fyrir að sekta vegna málsins.
02.06.2019 - 19:42
Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi
Nú er verið að undirbúa lagningu göngu- og hjólreiðastígs meðfram Mývatni. Mjög brýnt er talið að auka öryggi þeirra sem ferðast hjólandi eða gangandi við vatnið, innan um þunga bílaumferð á þjóðvegurinn.
14.04.2019 - 20:45
Mývetningar bjartsýnir fyrir vetrarveiðina
Á meðan bleikjustofninn í Mývatni er smám saman að styrkjast takast á þau sjónarmið hvort leyfa eigi aukna veiði eða takmarka hana áfram. Formaður Veiðifélags Mývatns óttast ekki ofveiði þótt leyft verði að veiða meira. Enginn lifi lengur á veiðum úr Mývatni.
22.02.2019 - 17:25
Dreifing svartvatns ekki umhverfisskyld
Hreinsun og endurnýting svartvatns á Hólasandi í Skútustaðahreppi er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, að því er fram kemur í nýjum úrskurði Skipulagsstofnunar. Tíu sveitarfélög og stofnanir sendu Skipulagsstofnun umsagnir vegna málsins.
03.09.2018 - 13:13
Segir umhverfisráðuneytið tefja deiliskipulag
Sveitarstjóri Skútustaðahrepps gagnrýnir seinagang hjá umhverfisráðuneytinu vegna deilliskipulags svæðisins við Grjótagjá. Beiðni um undanþágu til framkvæma hafi ekki verið svarað svo vikum skipti. Deiliskupulag er nauðsynlegt svo hægt verði að opna Kvennagjá á ný.
13.07.2018 - 16:49
Niðurstaða í fráveitumál við Mývatn
Ráðist verður í úrbætur á fráveitumálum við Mývatn í sumar. Umhverfisráðherra, fjármálaráðherra og fulltrúar Landgræðslunnar og Skútustaðahrepps undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu þessa efnis úti á ísnum á vatninu. Nýta á salernisúrganginn til uppgræðslu á Hólasandi.
07.04.2018 - 12:51
Stjórnin sprakk og allt fór á byrjunarreit
Stjórnarslitin í september 2017 urðu til þess að skólpmál í Mývatnssveit tóku nýja stefnu og nú er gerbreytt og mun ódýrari umbótaáætlun nær tilbúin. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að stefnt sé að samningum við ríkisvaldið í næstu viku.
04.04.2018 - 12:17
„Veiðin að aukast og silungurinn lítur vel út“
Langt er síðan silungsveiði í Mývatni hefur verið jafn góð og um þessar mundir. Mývatnssilungurinn nánast hrundi fyrir nokkrum árum en virðist smám saman vera að ná fyrri styrk. Mývetningar vonast nú til að veiðitakmarkanir í vatninu verði rýmkaðar.
26.03.2018 - 08:18