Færslur: Mýrdalsjökull

„Rólegt í Kötlu þetta árið“
Jarðskjálfti 3,1 að stærð varð í nágrenni Goðabungu í Mýrdalsjökli klukkan 12:39 í dag.
03.09.2020 - 14:37
Stærsti skjálfti í Mýrdalsjökli frá 2018
Tveir jarðskjálftar sem mældust 3,4 og 2,8 að stærð urðu með stuttu millibili um 6 km vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli um 20 mín fyrir klukkan átta í morgun. 
27.07.2020 - 08:40
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Brennisteinslykt finnst við Múlakvísl
Aukin rafleiðni er í Múlakvísl á Mýrdalssandi og hafa ferðamenn tilkynnt Veðurstofu Íslands um brennisteinslykt á svæðinu. Líklegt er að jarðhitavatn leki nú í ána úr sigkötlum, svokallað bræðsluvatn, en ekki er talið að vatnsmagnið sé nægilegt til að hlaup verði í ánni.