Færslur: myndlistarlíf

Ísland er eyja listarinnar
Eyja listarinnar, Isle of art, er heiti á nýrri bók á ensku sem hverfist um eins konar ferðalag í gegnum íslenska samtímamyndlist. Það er þýska blaðakonan Sarah Schug sem á heiðurinn að bókinni, en ljósmyndarinn Pauline Mikó tekur myndir í hana. Í bókinni er rætt við fjölmarga myndlistarmenn, sýningarstjóra, listfræðinga og fólk sem rekur rými sem helguð eru samtímamyndlist víða um land.