Færslur: Myndlist

Kerfið bindur en ástin frelsar
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir sýnir ný verk í nýju íslensku galleríi í Berlín, Gallerí Guðmundsdóttir, þar sem hún notar heim BDSM-kynlífsleiki sem táknmyndir.
Safna frásögnum af hvítabjörnum
Þjóðminjasafnið hefur komið á fót nýrri spurningaskrá þar sem fólk er hvatt til þess að senda inn frásagnir um hvítabirni. Tilgangurinn er að safna minningum fólks um ísbirni. Spurningaskráin er liður í verkefninu Ísbirnir á villigötum, sem er þverfræðilegt rannsóknarverkefni sem stýrt er af Bryndísi Snæbjörnsdóttur, prófessor við myndlistardeild LHÍ, og Mark Wilson, prófessor við University of Cumbria.
20.07.2020 - 20:06
Dýrmætt fyrir ungmennin að starfa í sinni heimabyggð
Í Þórsmörk í Neskaupstað er fjöldi ungmenna nú í óða önn við ýmiss konar listsköpun. Þar er verið að semja dansa, gera stuttmyndir, myndlist og gjörninga en sköpunarverkin eru hluti af skapandi sumarstörfum, verkefni sem býðst fólki á aldrinum 16-25 ára á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð.
14.07.2020 - 13:32
„Þetta er hreint og beint skemmdarverk“ 
Listaverk eftir Jakob Wagner sem er unnið á hluta úr fallna Berlínarmúrnum var skemmt um helgina. Andlit á verkinu hefur verið afmáð, líklega með steinkasti.
06.07.2020 - 13:50
Menningin
„Ég hef aldrei keypt mér verk til að græða á því“
Á sýningunni Tíðarandi í Listasafni Árnesinga birtist sneiðmynd af íslenskri myndlist undanfarinn áratug. Verkin eiga það sameiginlegt að koma öll úr safni Skúla Gunnlaugssonar, hjartalæknis og listaverkasafnara.
Samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur
Reykjavíkurborg hefur efnt til samkeppni um gerð útilistaverks í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkeppnin er haldin í kjölfar íbúakosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020. Á meðal þess sem Vesturbæingar kusu var að halda samkeppni um gerð útilistaverks í hverfinu. 
04.04.2020 - 09:33
Landinn
Vísindaverkefni sem gat af sér listsýningu
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun þannig að fyrir mér eru raunvísindi og list svo sem ekki svo andstæðir pólar,“ segir Dr. Lilja Jóhannesdóttir sem nýverið setti upp ljósmyndasýninguna Tjarnarsýn í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
13.02.2020 - 08:30
Er Banksy líka ofurseldur markaðsöflunum?
Banksy kom aðdáendum mikið á óvart og opnaði búð nýverið. Huldulistamaðurinn vinsæli hefur nefnilega neyðst til að fara út í verslunarrekstur, vegna deilu um réttinn á nafninu hans.
05.10.2019 - 13:40
Byssan sem Van Gogh skaut sig með boðin upp
Skammbyssa sem hinn frægi hollenski málari Vincent Van Gogh er talinn hafa notað til að taka eigið líf verður boðinn upp í París í Frakklandi á miðvikudaginn. Byssan hefur verið kölluð frægasta vopn listasögunnar.
17.06.2019 - 13:36
Ef það er á HönnunarMars, þá er það hönnun
„Það eru ekki veggir sem greina á milli myndlistar og hönnunar heldur kvarði. Stundum finnst mér það vera ásetningurinn, frá hönnuði eða listamanni, sem ákvarðar hvorum megin verkið fellur,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir teiknari.
02.04.2019 - 13:50
Alltaf smá sorglegt að pakka sýningu niður
„Þetta er alltaf smá sorglegt. Það er mjög ólíklegt að þetta verði nokkurn tímann sett upp aftur nákvæmlega eins og þetta var hérna í D-salnum,” segir Leifur Ýmir Eyjólfsson, myndlistarmaður, þar sem hann er í óða önn að taka niður einkasýninguna Handrit í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Þjóðfélagsrýnandi húmoristi
„Ég held að það sé að skapast meiri skilningur á því hvað Karólína var að gera. Hún var ekki að myndskreyta, hún var þjóðfélagsrýnandi og hún var að segja sögur af íslensku þjóðfélagi sem aðrir hafa ekki sagt. Einhvern tímann var talað um Halldór Laxness sem höfund Íslands, það má alveg kalla Karólínu höfund hins nýja Íslands eftirstríðsáranna,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, um list Karólínu Lárusdóttur, sem lést 7. febrúar, 74 ára að aldri.
Myndskeið
Karólína Lárusdóttir látin
Karólína Lárusdóttir myndlistarkona lést í gær, 74 ára að aldri. Karólína fæddist í Reykjavík 12. mars 1944 og lauk stúdentsprófi frá MR 1964. Hún nam myndlist í Sir John Cass College í Englandi og útskrifaðist svo frá Ruskin School of Fine Art í Oxford árið 1967.
08.02.2019 - 18:18
Heimspeki mikilvæg sem aldrei fyrr
„Að mínu mati yrði það mikið gæfuspor ef listiðkun og iðkun heimspekilegrar hugsunar fengju aukið vægi í menntakerfum framtíðarinnar, þar sem þessar greinar veita umfram aðrar greinar tengingu við eigin rödd og líkama.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um líkamlega skynjun í nútímavæddum heimi.
29.12.2018 - 13:30
Hreinn og beinn pönkari
Hulda Vilhjálmsdóttir hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum og fyrir sína síðustu einkasýningu, sýninguna Valbrá í Kling og Bang, var hún tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna. Víðsjá leit í heimsókn á vinnustofu Huldu
29.10.2018 - 10:54
Hefur málað hunda síðan hann var fjórtán ára
Sigurður Sævar ákvað að gerast málari þegar hann varð tíu ára. Nú stendur hann fyrir listasýningu í Smiðjunni Ármúla. Við kíktum á sýninguna og fengum líka að lítast um á vinnustofu Sigurðar.
24.10.2018 - 13:46
Rökleysan er oft brothættari
„Ég held að ég hafi alltaf fylgt innsæinu og tilfinningum við gerð allra verka,“ segir myndlistarkonan Sara Reil sem opnar nýja sýningu, Sjálfvirk / Automativ, í Kling og Bang í Marshall-húsinu á laugardag. „Ég hef tilhneigingu til að kafa rosalega djúpt í hvert tímabil, en svo klárast það. Þetta eru kannski tímamót til þess að fara fyrir neðan rökhyggjuna og inn í rökleysuna, og hún er oft brothættari og viðkvæmari fyrir mann.“
20.10.2018 - 14:49
Myndlist innblásin af fornri vísindaskáldsögu
Levania nefnist einkasýning Theresu Himmer sem fer fram í Hverfisgallerí um þessar mundir. Verkin á sýningunni eru innblásin af vísindaskáldsögunni Somnium, eða Draumnum, eftir þýska stjörnufræðinginn Johannes Kepler. Þessi athyglisverða saga, sem er skrifuð snemma á 17. öldinni, gerist á Íslandi, í Danmörku og á tunglinu.
16.09.2018 - 09:00
Gömul í handbolta en ung í listum
Um þessar mundir sýna tveir listamenn myndlist sína í Kling & Bang í Marshall-húsinu. Önnur þeirra er Auður Ómarsdóttir en meðfram sýningunni gefur hún út bók þar sem má finna skissur fleiri verka.
11.09.2018 - 11:00
Listakonan sem hætti að vera svört
Nú stendur yfir í MoMA, nútímalistasafninu í New York, einkasýning bandarísku listakonunnar og heimspekingsins Adrian Piper. Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið í safninu til heiðurs listamanni sem er á lífi og tekur sýningin alla sjöttu hæðina i safninu, gríðarstóran geim sem notaður er undir sérsýningar.
08.07.2018 - 13:00
Akureyri: Listasumar 2018 og Stórval í 110 ár
Myndlistarsýningin Stórval í 110 ár var opnuð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina. Sýningin markar upphaf Listasumars 2018 sem er umgjörð fjölda listviðburða á Akureyri í allt sumar.
25.06.2018 - 15:45
Málar í Kaliforníu og Bolungarvík
Elli Egilsson opnaði nýverið sýningu með málverkum eftir sig í Norr 11.
05.06.2018 - 16:34
Alvöru leikhús
„Verkið gefur áhorfendum tíma til að hugsa, og horfa, og skoða. Verk sem er opið, eins og flest verkin hans Ragnars, eitthvað mjög banalt en á sama tíma hægt að tala um í sömu setningu og stríðið í Sýrlandi eða afstöðu Íslendinga til Ísrael.“ Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár, sá Stríð í Þjóðleikhúsinu.
Arkitektar sem rannsaka stríðsglæpi
Meðal þeirra sem tilnefndir voru til hinna þekktu bresku Turner-myndlistarverðlauna í lok apríl var hin einstaka rannsóknarmiðstöð Forensic Architecture. Líkt og þegar læknar og réttarmeinafræðingar taka þátt í rannsókn glæpa með því að leita að vísbendingum á líkum eða löskuðum líkömum stundar Forensic Architecture réttar-arkitektúr og kynnir niðurstöður sínar ýmist fyrir dómstólum eða í listasöfnum.
Viðtal
Ég er ekki fræðimaður, ég vinn á innsæinu
„Ég er ekki mikill fræðimaður, ég grúska ekki mikið í textum og greinum um feðraveldið, þetta er meira á tilfinningalegu stigi. Ég vinn þetta meira á innsæinu.“ Guðmundur Thoroddsen ræddi vinnuaðferðir í myndlistinni, bleika litinn, innsæið, fræðimennsku, karlmennsku, pulsur, prump og margt annað í Víðsjá.
19.05.2018 - 08:00