Færslur: Myndlist

Viðtal
Fyrsta skartið varð til við eldhúsborðið heima
Myndlistarmaðurinn Dieter Roth var á síðari hluta 20. aldar áhrifamikill brautryðjandi í list sinni, hæfilega skeytingarlaus um listrænar takmarkanir og hefðir. Hann var í senn frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. En hann var líka skartgripahönnuður og skartgripasmiður og í Listasafn Íslands hefur nú verið opnuð merkileg sýning á þeim gripum hans. Í viðtali sem heyra má hér að ofan er rætt við Björn Roth, son Dieters, um skartgripasmíði föðurs hans.
„Ég elska sköpun meira en lífið“
Sonia Delaunay var frumkvöðull á sviði framúrstefnulegrar abstraktlistar á fyrri hluta 20. aldar og teygði hún möguleikana langt út fyrir strigann. Hún hannaði einnig klæðilega list eins og kjóla og búninga fyrir leiksýningar, fékkst við auglýsingagerð en myndskreytti einnig óvæntari fyrirbæri eins og bíla. Dýnamísk notkun bjartra lita var kjarninn í sköpun hennar, sem er afar áhrifamikil þótt nafn hennar sé ekki endilega á allra vörum.
15.05.2022 - 16:02
Kveikur
Prinsinn og dauðinn
Hinn landsþekkti Svavar Pétur Eysteinsson dýrkar hversdagsleikann með hliðarsjálfi sínu Prins Póló meðan hann glímir við ólæknandi krabbamein á fjórða stigi. Hann hugsar mikið um dauðann en óttast hann ekki.
26.04.2022 - 20:00
Pistill
Stöðutékk í Gerðarsafni
„Það virðist hafa færst í aukana undanfarið að söfn setji á dagskrá samsýningar undir formerkjum stöðutékks. Að tefla fram hópi listamanna sem einskonar fulltrúum sinna kynslóða, sem með endurliti til fortíðar greini helstu einkenni þess sem á undan hefur gengið og afhjúpi þannig samtíman,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
26.04.2022 - 15:22
Víðsjá
Fegurð liggur ekki bara í útliti hlutarins
„Ég vakna hress á hverjum morgni og hugsa: Jæja, hvaða tonn hefur neyslusamfélagið framleitt fyrir mig í dag,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir sem fjallar um mennsku hlutanna á sýningunni Friður í i8 gallerí.
19.02.2022 - 09:15
Sjónvarpsfrétt
Tugir falsaðra Muggs-verka í umferð
Tugir verka sem eignuð eru listmálaranum Mugg eru fölsuð og þau er bæði að finna á söfnum og heimilum. Þetta segir forvörður á Listasafni Íslands sem segir að þetta sé angi af stóra málverkafölsunarmálinu sem upp kom í kringum aldamótin.
10.02.2022 - 22:49
Verk Ólafs Elíassonar í hóp með Dalí og Picasso
Íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að myndskreyta vínflöskur fræga framleiðandans Chateau Mouton Rothschild. Ólafur kemst þar með í hóp listamanna líkt og Salvador Dalí, Pablo Picasso og Andy Warhol, sem allir hafa myndskreytt flöskur framleiðandans.
02.12.2021 - 14:51
Pistill
Vitleysan er sannleikanum samkvæm
Melkorka Gunborg Briansdóttir skoðaði markleysu (á ensku nonsense) sem menningarfyrirbæri íslenskum barnagælum, Lísu í Undralandi og verkum austurríska myndlistarmannsins Erwin Wurm.
01.08.2021 - 12:00
Stolið listaverk Picassos endurheimt eftir níu ár
Málverkið „Höfuð af konu“ eftir spænska listmálarann Picasso sem var stolið úr ríkislistasafninu í Aþenu fyrir níu árum síðan var endurheimt í dag.
29.06.2021 - 23:46
Enduropnun í Gerðubergi eftir skemmdarverkin
Sýningin Stanslaus titringur, sem unnin voru skemmdarverk á fyrir tveimum vikum og greint var frá í fréttum, verður enduropnuð í dag. Verkin eru stór vegglistaverk sem listakonan Sigga Björg Sigurðardóttir vann beint á veggi Borgarbókasafnsins Gerðubergi. Umfang verkanna verkanna er mikið og því hafði farið talsverður tími í að útbúa þau.
Myndskeið
Hannesarholti lokað
Menningasetrinu Hannesarholti verður lokað á morgun. Fjármagn er á þrotum og ekki er lengur hægt að reka húsið án opinberra styrkja. Forstöðumaðurinn segir að rekstrarform stofnunarinnar hafi útilokað hana frá covid-styrkjum.
20.06.2021 - 19:15
Picasso-verk keypt fyrir 103 milljónir Bandaríkjadala
Málverk sem spænski listmálarinn Pablo Picasso málaði árið 1932 seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Christie's í New York í gær fyrir jafnvirði tæpra 13 milljarða króna. Salan þykir sýna styrka stöðu listmarkaðarins og ekki síður Picassos sem listamanns, en hann lést árið 1973.
14.05.2021 - 09:22
Myndskeið
Listaverkið endaði í gini gígsins
Breskur listamaður reynir að vinna hylli japansks auðkýfings í von um að fá með honum far út í geim. Til að vekja athygli á sér kom listamaðurinn til Íslands og framkvæmdi listrænan gjörning í Geldingadölum.
Lestin
Er nektarsjálfan list?
Í daglegu tali er rætt um nektarsjálfsmyndir, sendar elskenda á milli, sem nútímalegt og jafnvel skammarlegt fyrirbæri. Þó er sú elsta sem vitað er um tæplega 200 ára gömul og hangir á einu virtasta listasafni heims.
19.04.2021 - 15:20
Landinn
Mikilvægt að vera hæfilega óraunsær
Í litlu sýningarrými á Nýp á Skarðsströnd vinnur Katrín Sigurðardóttir með hjálp húsráðanda, Þóru Sigurðardóttur, að því að setja upp myndlistarsýninguna: Til staðar. Sýningin er í húsi sem hefur verið verkefni þeirra Þóru og Sumarliða Ísleifssonar síðan 2001.
13.04.2021 - 07:50
Myndskeið
Neitaði að mála yfir listaverk í strætóskýli
Rúmlega þrjátíu ára gamalt strætóskýli var flutt úr Vatnsmýrinni í portið við Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Borgarstarfsmaður neitaði að mála yfir listaverk í skýlinu fyrir nokkrum árum, og bjargaði því þar með.
10.03.2021 - 19:34
„Nú getum við notið samvistar við Margeir á ný“
Veitingastaðurinn Prikið tók í dag við strætóskýli sem áður stóð við Njarðargötu í Vatnsmýri til varðveislu. Skýlið er merkilegt fyrir þær sakir að á því er listaverk eftir Mar­geir Dire Sig­urðar­son, mynd­list­ar­mann sem lést árið 2019. Einn eig­enda Priks­ins segir magnað að geta varðveitt verkið á þennan hátt en Margeir var tíður gestur á staðnum.
09.03.2021 - 14:16
Risapíka veldur usla í Brasilíu
Þrjátíu og þriggja metra löng píka hefur vakið umtal í Brasilíu. Listakonan vill varpa ljósi á valdaójafnvægi og misrétti en gagnrýnendur segja hana athyglissjúka.
17.01.2021 - 11:55
Viðtal
Fjölskyldan flutti til Mexíkó og skildi símana eftir
„Sköpun og víðsýni eru mikilvægari en leðursófi og flatskjár,“ segir Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir framhaldsskólakennari. Snemma árs 2016 hélt hún með fjölskylduna til Mexíkó þar sem þau hreiðruðu um sig í litlu þorpi í fjóra mánuði. Þau kenndu hvert öðru á stjörnurnar, goðafræðina, skoðuðu mexíkóska list og stofnuðu hljómsveit.
21.12.2020 - 11:13
Viðtal
„Einhvern veginn varð ég kona“
Á einkasýningu í Lýðræðisbúllunni sýnir Hulda Vilhjálmsdóttir ný verk sem hún hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Hulda segir að verkin hafi hún unnið undir áhrifum frá móður sinni og alls kyns konum, lyfjameðferð, köttum og kófinu.
Kerfið bindur en ástin frelsar
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir sýnir ný verk í nýju íslensku galleríi í Berlín, Gallerí Guðmundsdóttir, þar sem hún notar heim BDSM-kynlífsleiki sem táknmyndir.
Safna frásögnum af hvítabjörnum
Þjóðminjasafnið hefur komið á fót nýrri spurningaskrá þar sem fólk er hvatt til þess að senda inn frásagnir um hvítabirni. Tilgangurinn er að safna minningum fólks um ísbirni. Spurningaskráin er liður í verkefninu Ísbirnir á villigötum, sem er þverfræðilegt rannsóknarverkefni sem stýrt er af Bryndísi Snæbjörnsdóttur, prófessor við myndlistardeild LHÍ, og Mark Wilson, prófessor við University of Cumbria.
20.07.2020 - 20:06
Dýrmætt fyrir ungmennin að starfa í sinni heimabyggð
Í Þórsmörk í Neskaupstað er fjöldi ungmenna nú í óða önn við ýmiss konar listsköpun. Þar er verið að semja dansa, gera stuttmyndir, myndlist og gjörninga en sköpunarverkin eru hluti af skapandi sumarstörfum, verkefni sem býðst fólki á aldrinum 16-25 ára á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð.
14.07.2020 - 13:32
„Þetta er hreint og beint skemmdarverk“ 
Listaverk eftir Jakob Wagner sem er unnið á hluta úr fallna Berlínarmúrnum var skemmt um helgina. Andlit á verkinu hefur verið afmáð, líklega með steinkasti.
06.07.2020 - 13:50
Menningin
„Ég hef aldrei keypt mér verk til að græða á því“
Á sýningunni Tíðarandi í Listasafni Árnesinga birtist sneiðmynd af íslenskri myndlist undanfarinn áratug. Verkin eiga það sameiginlegt að koma öll úr safni Skúla Gunnlaugssonar, hjartalæknis og listaverkasafnara.