Færslur: myglusveppur

Segir hönnun húsa stríða gegn náttúrulögmálum
Hönnun húsa stríðir oft gegn náttúrulögmálum og eftirliti með myglu er ábótavant. Þetta segir umhverfishagfræðingur. Rafsegulbylgjur frá raftækjum hafi einnig áhrif á bæði menn og myglusveppi.
Ekki tilefni til að rífa Fossvogsskóla
Reykjavíkurborg telur að ekki séu forsendur til að taka ákvörðun um að rífa Fossvogsskóla. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að hún vilji að skólinn verði rifinn til að uppræta myglu í skólanum. Von er á lokaskýrslu lokaúttektar frá Verkís í vikunni.
22.09.2020 - 13:08
Vill byggja nýjan Lundarskóla í stað endurbóta
Endurgerð Lundarskóla verður boðin út innan skamms. Bæjarráðsfulltrúi talar á móti framkvæmdinni og segir ákvörðunina ekki hafa verið kynnta nægilega vel. Hann vill byggja nýjan skóla og telur kostnað endurbóta geta endað í 80 prósentum af kostnaði nýbyggingar.
11.09.2020 - 15:53
Foreldrar vilja meiri upplýsingar um mygluviðgerðir
Foreldrafélagið í Lundarskóla á Akureyri vill fá meiri upplýsingar frá skólayfirvöldum vegna myglu sem fannst í skólanum í vor. Foreldrar óttast að málið verði þaggað niður og ekki verið brugðist við á fullnægjandi hátt.
19.05.2020 - 09:59
Foreldrar í Fossvogsskóla ósáttir við borgina
Foreldrafélag Fogssvogsskóla telur að borgaryfirvöld hafi ekki gert viðunandi prófanir til að ganga úr skugga um að engin mygla sé lengur í húsnæði skólans. Hafa foreldrarnir ráðið sér lögmann vegna svaraleysis borgarinnar í málinu.
12.05.2020 - 11:17
Hefur skipað faghóp um vandamál tengd myglu
Alma Möller landlæknir segir að unnið sé að því þessa dagana að setja saman fagráð sérfræðinga til að draga saman þekkingu um vandamál tengd myglu. Hún upplýsti um þetta í viðtali í sjónvarpsfréttum.
07.10.2019 - 19:41
Aðgerðir vegna myglu standa enn í HA
Enn eru miklar framkvæmdir í Háskólanum á Akureyri vegna myglu. Tvær skrifstofubyggingar með aðstöðu fyrir 25 starfsmenn voru tæmdar þar á síðasta ári og standa enn tómar. Aðgerðirnar kosta um 70 milljónir króna.
27.08.2019 - 19:04
Fræðsla og rannsóknir gegn myglu
Aukin fræðsla og meira fé til rannsókna á sviði byggingarmála eru meðal þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til að vinna gegn myglu í húsnæði á Íslandi. Ekki er talin þörf á umfangsmiklum lagabreytingum. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur um úrbætur á sviði byggingarmála vegna myglusvepps.
20.08.2019 - 05:49
Fá ekki að rifta kaupum á rakaskemmdu húsi
Hæstiréttur dæmdi í dag að hjón, sem keyptu einbýlishús í Garðabæ, gætu ekki rift kaupunum. Hjónin töldu að svo mikill raki væri í húsinu að það væri óíbúðarhæft. Dómurinn dæmdi þó að seljandinn ætti að bera tjón af vatnsleka, sem varð áður en fólkið fékk húsið afhent.
20.09.2018 - 15:53
Tvö hús á háskólasvæðinu tæmd vegna myglu
Starfsfólk Háskólans á Akureyri hefur neyðst til að tæma tvær skrifstofubyggingar við skólann vegna myglu. Kostnaður við endurbætur, og að koma fólki fyrir annarsstaðar, er metinn á um 200 milljónir króna.
21.06.2018 - 20:38
Mygla herjar á dönsk söfn
Skaðvaldurinn myglusveppur hefur verið talsvert í fréttum hér á Íslandi á allra síðustu árum. Þessi vandi er ekki einskorðaður við Ísland. Milljónir gripa í geymslum danskra safna liggja undir skemmdum af völdum myglusvepps. Söfn um allt land glíma við vandann en fjárveitingar til úrbóta eru takmarkaðar og vandinn eykst með ári hverju.
12.04.2018 - 10:25
Byggingargallatrygging fyrir fórnarlömb myglu
Í Umhverfisráðuneytinu er nú verið að skoða hvort til greina komi að taka upp svokallaða byggingargallatryggingu og fella niður starfsábyrgðartryggingar. Byggingagallatryggingin myndi auðvelda íbúðakaupendum að fá bætt tjón vegna myglusvepps í nýbyggingum.
29.08.2017 - 17:26
Hundruð milljóna kostar að gera við húsið
Að minnsta kosti 20 starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa fundið fyrir óþægindum eða veikindum vegna myglusvepps í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Talið er að viðgerðir á húsinu standi fram eftir næsta ári og kosti hundruð milljóna króna.
16.06.2016 - 22:26