Færslur: mygla

Unglingadeild skólans á Eyrarbakka lokað vegna myglu
Unglingadeild Barnaskólans á Eyrarbakka hefur verið lokað fram yfir næstu helgi vegna myglu. Skólanum var lokað á hádegi í dag, eftir að bráðabirgðaskýrsla Eflu verkfræðistofu leiddi í ljós óviðunandi ástand húsnæðis skólans.
18.01.2022 - 15:33
Nemendum Hagaskóla kennt á þremur stöðum vegna myglu
Skólastjórnendur í Hagaskóla hafa tilkynnt foreldrum að einhverjar tafir verði á skólabyrjun þessa önnina, bæði vegna myglu sem mælst hefur í húsnæðinu og vegna skipulags sóttvarnaraðgerða. Nemendum skólans verður kennt á þremur stöðum í borginni. 9. bekk verður kennt í Ármúla, 8. bekk á Hótel Sögu en 10. bekkurinn verður áfram í Hagaskóla. Kennsla verður skert í skólanum í þessari viku, en gert er ráð fyrir fullum skóladögum eftir 10. janúar.
04.01.2022 - 15:36
Nemendur Fossvogsskóla úr einu mygluðu húsi í annað
Foreldrum nemenda í Fossvogsskóla barst tilkynning í morgun um að raki hefði mælst í Korpuskóla, þar sem börn þeirra hafa stundað nám vegna mygluskemmda á húsnæði Fossvogsskóla. Beðið er eftir niðurstöðum úr ræktun sýnanna, en þá kemur í ljós hvort mygla sé enn í húsinu. Mygla mældist í Korpuskóla snemma á síðasta ári, en talið var að húsnæðið væri orðið öruggt eftir viðgerðir og þrif.
03.01.2022 - 17:22
Mygla í fleiri rýmum Hagaskóla
Nemendur 9. bekkjar í Hagaskóla fá ekki kennslu í skólanum á morgun eftir að mygla fannst í rýminu sem bekkurinn stundar sitt nám. Þetta kemur fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra nemenda í Hagaskóla. Kennsla í 8. bekk Hagaskóla fer nú fram á Hótel Sögu eftir að mygla fannst í þeirra rými.
29.11.2021 - 22:30
Nemendur Hagaskóla læra í Hótel Sögu
Nemendur 8. bekkjar í Hagaskóla þurfa ekki að færa sig langt á meðan tekist er á við mygluvandamál í skólanum. Þeir fá aðstöðu á Hótel Sögu, þar sem skólinn fær til umráða 1.100 fermetra rými.
19.11.2021 - 18:54
Mygla í Hagaskóla
Mygla hefur greinst í Hagaskóla og þarf að fella niður kennslu í 8. bekk skólans á morgun vegna þessa. Ráðast á strax í aðgerðir til að uppræta mygluna og klæða allan skólann að utan næsta sumar.
Framkvæmdir við Fossvogsskóla boðnar út
Borgarráð hefur samþykkt að bjóða út lagfæringar og endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið með skerta starfsemi á undanförnum misserum vegna myglu. Frumkostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við endurbætur og nútímavæðingu skólans verði rúmlega 1,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni sem segir áætlað að nemendur geti stundað nám í Fossvogsdal frá og með haustinu 2022. 
04.11.2021 - 17:43
Öll gögn tengd GAJU til VSÓ
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir unnið að því að fara í gegnum öll gögn sem tengjast byggingu GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfsnesi.
17.09.2021 - 18:06
„Búið að vera klúður frá upphafi til enda“
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, á vart orð yfir því hvernig eitt klúðrast á fætur öðru eins og hann orðar það í tengslum við rekstur gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju Jarðgerð var stöðvuð í stöðinni eftir að myglugró fannst.í þaki og burðarvirki.
16.09.2021 - 08:42
Reykjavíkurborg leitar að öðru rými fyrir Fossvogsskóla
Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segjast ætla að kanna möguleika á betra kennslurými fyrir nemendur 2.-4. bekkjar í Fossvogsskóla. Kallað var til skólaráðsfundar síðdegis þar sem foreldrar lýstu þungum áhyggjum af fyrirhuguðum áætlunum um kennslu í tengibyggingu og kjallara í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings.
Nemendum Fossvogsskóla kennt í anddyri og kjallara
Foreldrafélag Fossvogsskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í morgun þar sem það segir viðbrögð borgaryfirvalda við húsnæðisvanda skólans hafa einkennst af dómgreindarleysi, seinagangi og úrræðaleysi. Nú hafa skólastjórnendur tilkynnt að nemendur í 2.-4. bekk muni hefja skólaárið í rými Víkingsheimilisins, sem börnin kalla yfirleitt „klósettganginn.“
Nemendur Fossvogsskóla keyrðir í Korpuskóla
Kennsla barna í 5.-7. bekk í Fossvogsskóla fer fram í Korpuskóla í Grafarvogi á komandi skólaári. Börnin verða flutt með rútu milli hverfanna. Börn í 1. til 4. bekk mun stunda sitt nám í Fossvogi. Fyrsti bekkur hefur nám sitt í húsnæði frístundar og eru viðræður í gangi um kennslu 2.-4. bekkjar í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings.
09.08.2021 - 17:07
„Er hægt að kalla slík vinnubrögð annað en fúsk?“
Fyrirhugað er að fyrsta til þriðja bekk Fossvogsskóla verði kennt í færanlegum stofum við skólann í haust. Hins vegar verður kennslu í fjórða til sjöunda bekk haldið áfram í Korpuskóla líkt og í vor. Formaður foreldraráðs er efins um að viðgerðum á húsnæði skólans ljúki fyrir haustið 2022 líkt og ætlunin er.
02.07.2021 - 13:09
Þungt hljóð í foreldrum vegna skýrslu Eflu
Þungt hljóð er í foreldrum nemenda við Fossvogsskóla eftir að skýrsla verkfræðistofunnar Eflu var birt í gær. Í skýrslunni kemur fram að gríðarmiklar viðgerðir þurfi til að gera húsið nothæft.
01.07.2021 - 07:25
Ráðast þarf í heildarendurbætur á Fossvogsskóla
Ráðast þarf í ítarlegar heildarendurbætur á húsnæði Fossvogsskóla svo koma megi í veg fyrir raka og mygluvanda. Skipulagning næsta skólaárs er þgar hafin.
29.06.2021 - 17:36
Ófært að leggja Rannsóknarstofu Byggingariðnaðar af
Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins verður lögð niður fyrsta júlí. Sérfræðingur í rakaskemmdum telur það ófært. Fjöldi nýrra byggingarefna streymi inn í landið og fylgjast þurfi með hvernig þau reynast. Það varði okkur öll að húsin okkar séu í lagi.
Viðgerðum ljúki í Fossvogsskóla áður en kennsla hefst
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru hugsi vegna hugmynda skólastjórans um að unnt verði að hefja kennslu þar á haustdögum. Í bréfi sem foreldrafélag skólans sendi foreldrum í vikunni var greint frá efasemdum skólaráðs um að takist að ljúka viðgerðum í tíma.
Kennsla gæti hafist í Fossvogsskóla seinni hluta ársins
Skólastjóri Fossvogsskóla telur möguleika á að í haust verði unnt að hefja kennslu í þeim hluta Fossvogsskóla sem gengur undir heitinu Austurland. Það geti þó dregist fram að áramótum. Foreldri nemenda við skólann segir þær fyrirætlanir óásættanlegar.
Hefðu átt að taka fyrr í taumana í Fossvogsskóla
Engin kennsla verður í Fossvogsskóla næsta skólaár. Ráðast á í umfangsmiklar endurbætur á skólanum vegna rakaskemmdu og myglu. Nemendum Fossvogsskóla verður áfram kennt í Korpuskóla. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vinnubrögð í málinu óásættanleg. Betra hefði verið að jafna skólann við jörðu og byggja nýjan.
27.05.2021 - 08:16
Áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla ekki tilbúin
Ekki liggur enn fyrir tímasett áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla. Kennsla var flutt þaðan í Kelduskóla, sem einnig gengur undir heitinu Korpuskóli, í marslok eftir langvarandi viðureign við myglu og sveppagró.
Sjónvarpsfrétt
Íbúðarhús ungra hjóna á Dalvík rifið vegna myglu
Íbúðarhús var rifið á Dalvík í gær. Mygla greindist í húsinu fljótlega eftir að ung hjón keyptu það fyrir rúmu ári. Þau fluttu aldrei inn og standa uppi nánast bótalaus.
10.05.2021 - 22:39
Viðtal
Segir að brostin rödd geti verið vísbending um myglu
Raddveila getur verið fyrsta vísbending um að myglu sé að finna í lofti, segir doktor í raddumhirðu. Rætt var við Doktor Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun á alþjóðlegum degi raddarinnar.
16.04.2021 - 08:56
Mygla í skólum slæm fyrir raddheilsu kennara og nemenda
Rakaskemmdir og mygla í húsum getur haft slæm áhrif á röddina að mati talmeinafræðings. Þannig geti mygla í skólahúsum valdið hæsi og versnandi raddheilsu hjá kennurum og nemendum.
14.04.2021 - 13:40
Uppræta þarf myglu svo hægt verði að kenna áfram
Það er mat sveitarstjórnar Borgarbyggðar að allar þær varúðarráðstafanir hafi verið gerðar í húsnæði grunnskóla Borgarbyggðar að Kleppjárnsreykjum sem lagðar voru til af sérfræðingum í myglumálum. Því sé óhætt sé að vera þar út þetta skólaár. Fulltrúi minnihlutans í sveitarstjórn andæfir því.
Allt klárt fyrir kennslu í Korpuskóla
Búið er að gera við rakaskemmdir í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Nemendur úr Fossvogsskóla hefja þar nám á morgun. Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að finni börn fyrir myglueinkennum í Korpuskóla þurfi þau hugsanlega að skipta um skóla. 
06.04.2021 - 21:45