Færslur: Mútur

Spegillinn
Mútugreiðslur og alþjóðlegur sjávarútvegur
Í alþjóðlegum skýrslum um spillingu í sjávarútvegi er fastur liður að beina athyglinni að mútum fyrir veiðileyfi og kvóta. Það er ekki hægt að yppa öxlum yfir að í sumum löndum, til dæmis í Afríku, séu mútur landlægur vandi. Það eru lög, einnig á Íslandi, gegn því að fyrirtæki greiði mútur erlendis.
31.03.2021 - 17:12
Vill upplýsingar um viðbrögð við alþjóðlegum mútubrotum
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók í dag fyrir nýútkomna skýrslu OECD þar sem íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir slæleg viðbrögð við alþjóðlegum mútubrotum. Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, segist í samtali við fréttastofu hafa óskað eftir því að dómsmálaráðuneytið tæki saman gögn yfir það hvað nú þegar hefði verið gert til að bregðast við alþjóðlegum mútubrotum og hvernig stæði til að bregðast við athugasemdum OECD.
13.01.2021 - 12:49
Álasa stjórnvöldum fyrir slæleg viðbrögð gegn mútum
Ísland þarf að bæta verulega getu til að greina mútur og merki þess að slík brot eigi sér stað hér á landi. Í nýrri skýrslu OECD segir að þrátt fyrir að Ísland hafi skrifað undir sáttmála OECD gegn mútum og spillingu fyrir meira en tuttugu árum hafi stjórnvöld fyrst nú nýlega hafið rannsókn á mútubrotum. Málefninu hafi ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti.
17.12.2020 - 12:09
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Ekvador staðfestur
Átta ára fangelsisdómur yfir Rafael Correa fyrrverandi forseta Ekvador var staðfestur í dag.
08.09.2020 - 01:43
Mútur, krabbamein viðskiptaheimsins
Það þurfti samstarf þrjátíu landa til að koma böndum yfir mútugreiðslur bresks dótturfélags frönsku Alstom samsteypunnar í tveimur víðfeðmum mútumálum. Rannsókn málsins hófst í Bretlandi fyrir tíu árum, eftir ábendingar frá svissneskum yfirvöldum sem voru að rannsaka meintar mútugreiðslur Alstom.
06.12.2019 - 17:00