Færslur: Múslímar

Fjöldamorðingi áfrýjar sakfellingu og refsingu
Ástralski öfgamaðurinn sem myrti tugi manna í tveimur nýsjálenskum moskum árið 2019 ætlar að áfrýja sakfellingunni sjálfri og lífstíðardómnum sem hann hlaut.
08.11.2022 - 06:48
Bosnía: Dodik lýstur sigurvegara forsetakosninga
Milorad Dodik var í dag lýstur sigurvegari í forsetakosningum í serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu. Þetta er niðurstaða endurtalningar að kröfu stjórnarandstöðunnar eftir kosningar sem haldnar voru í byrjun október.
Salman Rushdie í öndunarvél á sjúkrahúsi
Breski rithöfundurinn Salman Rushdie er í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að maður réðist að honum í dag vopnaður hnífi. Umboðsmaður Rushdies segir allt benda til að hann hafi misst annað augað.
Handtaka vegna morða á fjórum múslímum í Nýju Mexíkó
Lögregla í Albuquerque, fjölmennustu borg Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, segist hafa handtekið og ákært mann sem grunaður er um að hafa myrt fjóra múslíma í borginni. Viðamikil leit að morðingja mannanna hefur staðið yfir um hríð.
10.08.2022 - 07:04
Hafna að veita ríkisábyrgð vegna mannréttindabrota
Þýska ríkisstjórnin hefur neitað að veita fyrirtæki ríkisábyrgð fyrir fjárfestingum í Kína í ljósi mannréttindabrota gegn múslímskum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði. Robert Habeck efnahagsráðherra Þýskalands segir þetta vera í fyrsta sinn sem ábyrgð er hafnað vegna mannréttindabrota.
Mannréttindastjóri heimsækir heimkynni Úígúra
Ofsóknir kínverskra stjórnvalda á hendur múslímskum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði eru komnar undir kastljós heimsbyggðarinnar að nýju. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir tvær borgir í héraðinu í dag og á morgun.
Leyfa milljón pílagríma til Mekka þetta árið
Stjórnvöld í Sádí Arabíu hyggjast leyfa milljón gestum að heimsækja Mekka á hadsjí, árlegri pílagrímshátið múslima. Pílagrímsferð til Mekka er einn af fimm meginstólpum Íslamstrúar. Hadsjí hefst 7. júlí og stendur til 12. júlí í ár.
09.04.2022 - 02:40
Fordæma framkomu rússneskra málaliða
Frakkar og Bandaríkjamenn fullyrtu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að rússneska málaliðaþjónustan Wagner bæri ábyrgð á dauða tuga almennra borgara í Mið-Afríkulýðveldinu. Rússnesk yfirvöld segjast ekkert hafa með málaliðana að gera.
Höfða mál vegna njósna flugumanns FBI innan moska
Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál þriggja múslíma búsettra í Kaliforníuríki gegn bandarísku alríkislögreglunni (FBI) sem þeir segja hafa fylgst með ferðum þeirra eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Það hafi verið gert eingöngu vegna trúar þeirra.
Tugþúsundir mótmæltu árásum á hindúa í Bangladess
Tugir þúsunda sem tilheyra minnihlutatrúarbrögðum héldu útifundi víðsvegar um Bangladess í dag. Ástæðan er fjöldi mannskæðra árása á hof og heimili hindúa í landinu undanfarið.
23.10.2021 - 14:32
Sagðir hafa tekið 13 Hazara af lífi eftir valdatökuna
Gögn mannréttindasamtaka sýna að liðsmenn vígasveita Talibana drápu þrettán úr röðum Hazara í bænum Kahor í Khidir-héraði í Afganistan 30. ágúst síðastliðinn.
Óhappatilviljun og slys talin hafa valdið dauða Vilks
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað olli umferðarslysinu sem varð sænska listamanninum Lars Vilks og tveimur lögreglumönnum að bana á sunnudagskvöld. Líklegast er talið að slys hafi orðið.
05.10.2021 - 01:20
Sex moskum lokað í Frakklandi
Sex moskum í Frakklandi verður lokað og starfsemi tveggja samtaka múslíma bönnuð að ákvörðun innanríkisráðherra landsins. Til stendur að banna fleiri slík samtök í landinu.
29.09.2021 - 03:48
Le Pen enn og aftur ákærður fyrir hatursorðræðu
Réttarhöld hefjast á morgun yfir Jean-Marie Le Pen stofnanda Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Le Pen er ákærður fyrir hatursorðræðu í garð poppstjörnu af gyðingaættum en Le Pen hefur hlotið nokkra dóma í sambærilegum málum.
Mannfall við trúarhátíð í Pakistan
Að minnsta kosti þrennt fórst og fimmtíu særðust í sprengjutilræði í borginni Bahawalnagar í Punjab-héraði í Pakistan í morgun. Í dag er sorgardagur Sjíta og undanfarna áratugi hefur komið til blóðugra átaka milli þeirra og Súnníta vegna ólíkrar túlkunar á gildi dagsins.
Fréttaskýring
Hverjir eru þeir þessir talibanar?
Uppgangur afgönsku talibanahreyfingarinnar hófst á tíunda áratugnum og lyktaði með því að stærstur hluti Afganistan féll undir stjórn hennar. Talibanar voru hraktir frá völdum í aldarbyrjun en sækja nú mjög í sig veðrið að nýju.
Minnst fimm féllu í árás á líkfylgd í Líbanon
Að minnsta kosti fimm féllu í árás súnní-múslíma á líkfylgd í strandborginni Khalde rétt sunnan við Beirút í Líbanon í gær. Skothríð stóð tímunum saman og almenningur þurfti að leita sér skjóls.
02.08.2021 - 00:52
Róstusamt á Vesturbakka Jórdan-ár
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi ofbeldis í Jerúsalem. Óróasamt hefur verið á Vesturbakkanum frá því að Ramadan, föstumánuður múslíma, hófst 13. apríl síðastliðinn.
24.04.2021 - 04:23
Skemmdir unnar á mosku í borginni Rennes í Frakklandi
Skemmdir voru unnar í gær á mosku og menningarsetur múslíma í borginni Rennes í vesturhluta Frakklands. Lögregluyfirvöldum í borginni var tilynnt um að skilaboð sem innihalda múslímahatur hefðu verið krotuð á veggi moskunnar en múslímar finna fyrir sífellt vaxandi andúð í Frakklandi.
11.04.2021 - 18:33

Mest lesið