Færslur: Murdoch

YouTube bannar sjónvarpsstöð Murdoch vegna falsfrétta
Streymisveitan YouTube tilkynnti í dag að sjónvarpsstöðinni Sky News í Ástralíu verði bannað að hlaða efni inn á síðuna í eina viku, vegna falsfréttaflutnings af kórónuveirunni. 
01.08.2021 - 08:57
Murdoch snýr baki við Trump
Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch sem hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður Donalds Trumps hefur snúið við honum bakinu eftir atburði miðvikudagsins þegar hópur stuðningsmanna forsetans braust inn í þinghúsið í Washington. Í fjölmiðlum Murdochs er þess krafist að forsetinn eigi að segja af sér áður en hann valdi meiri usla. Öldungadeildarþingmaður Repúblikana krefst afsagnar Trumps og að flokkurinn sendi skýr skilaboð um að hann eigi ekki samleið með forsetanum fráfarandi.
08.01.2021 - 22:47
Ritstjóri Wall Street Journal hvetur Trump til afsagnar
Ritstjóri The Wall Street Journal hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að segja af sér, það væri best fyrir hann og alla aðra.
James Murdoch kveður útgáfu föður síns
James Murdoch, yngri sonur fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækis þeirra NewsCorp sem meðal annars gefur út The Wall Street Journal, The Times í Bretlandi og fjölda ástralskra dagblaða.
01.08.2020 - 05:16